Ísland áfram - glæsilegt hjá Jóhönnu Guðrúnu

Jóhanna Guðrún syngur Is it true
Jóhanna Guðrún söng sig heldur betur inn í hug og hjörtu Evrópubúa og beint í úrslitakeppni Eurovision með frábærum flutningi á laginu Is it true í Moskvu í kvöld. Spennan var alveg rosaleg þegar síðasta umslagið var opnað og Ísland komst áfram. Verð að viðurkenna að ég var orðinn fjári svartsýnn þegar kom að síðasta umslaginu og taldi að hópurinn væri jafnvel á leiðinni heim. Gleðin var mikil um allt land þegar Iceland kom upp á skjáinn. Alveg magnað. Þvílíkur cliffhanger.

Íslenski hópurinn getur verið stoltur af sínu, burtséð frá því hvað gerist á laugardagskvöldið. Þetta var stóra takmarkið og það hafðist - sungu sig inn í úrslitakeppnina með miklum glans. Var samt alltaf viss um að Jóhönnu myndi takast þetta. Hún er einlæg og fagmannleg í hvívetna og er frábær söngkona, hefur þetta alveg gjörsamlega. Hún gerir þetta svo pró og flott að það gat ekki annað verið en þetta myndi hafast.

Ég held að gleðiöskur hafi verið í flestum húsum landsins þegar umslagið góða kom, farseðillinn á laugardagskvöldið. Frábær árangur. Loksins erum við laus við pínuna af undankeppninni. Frábært líka hvað norðurlandaþjóðunum öllum gengur vel. Þau komust öll áfram í kvöld og augljóst að Noregur kemst áfram líka, enda með besta lagið þetta árið. Alexander er vænlegur valkostur til sigurs.

Fannst undarlegast að Ísrael og Malta kæmust áfram, fannst ekkert varið í þessi lög. Sáttur við flest hitt, en hefði viljað fá Hvíta Rússland áfram, flott lag það. Líst annars vel á þetta á laugardaginn. Lykilmarkmiðið var að sanna að við gætum komist áfram aftur, árangurinn með This is My Life væri ekkert einsdæmi.

Óska Jóhönnu og íslenska hópnum innilega til hamingju, þau geta verið stolt af sínu. Flott stemmning á laugardagskvöldið. Grillstemmning og gleði í hverju húsi, vonandi í góðri blíðu.

mbl.is Ísland komið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stebbi minn fannst þér ekkert skrýtið að Bosnia/Herzegovina komst áfram?? það lag var að mínu mati næstömurlegasta lagið í þessari undankeppni í kvöld. Kveðja norður.

Ólöf (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband