SUS mótmælir frumvarpi um fjármál flokkanna

SUS

Framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur nú tekið saman greinargerð, sem lögð hefur verið fyrir allsherjarnefnd Alþingis, vegna frumvarps sem nú liggur fyrir þinginu um fjármál stjórnmálaflokka. Það er skýr afstaða SUS að frumvarpið sé meingallað og varað er við þeim grundvallarsjónarmiðum sem ráðið hafa för við gerð þess.

Að mati SUS er vítavert ef Alþingi hleypir þessu vanhugsaða máli í gegn í flýtimeðferð eins og nú stendur til. Málið varðar grunnþætti í framkvæmd lýðræðisins. Að mati ungra sjálfstæðismanna á lýðræðið skilið meiri virðingu en svo að reglum um það sé gjörbylt í offorsi og án málefnalegrar umræðu þar sem aðrir en atvinnustjórnmálamenn taka þátt.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir stórauknum framlögum ríkisins til þeirra stjórnmálaflokka sem þegar eiga sæti á Alþingi, þ.e. núverandi valdhafa. Einnig sé reist hindrun við því að nýjar hugmyndir og nýtt fólk hljóti hljómgrunn með með því að takmarka framlög einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka.

Þetta er nauðsynlegt innlegg í umræðuna, sem verður að koma fram og þetta er góð leið til að koma henni á framfæri. Ég fjallaði nýlega um þetta frumvarp í pistli og bendi hérmeð á hann.


mbl.is SUS segir segir lagafrumvarp um fjármál stjórnmálaflokka meingallað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband