Lögbann á veikum grunni

Ekki var mikil reisn yfir fréttatilkynningu Kaupþings í kvöld þar sem aðrir fjölmiðlar en Ríkisútvarpið voru hvattir til að fara eftir lögbanni sem þeir fengu á fréttaflutning RÚV. Kaupþing verður að gera sér grein fyrir að ekki er hægt að stöðva frjálsa umræðu í landinu og vangaveltur almennings um þau myrkraverk sem gerð voru í bönkunum skömmu fyrir hrun þeirra.

Þetta er umræða sem grasserar og eðlilega vill fólkið í landinu fá að heyra alla söguna. Fylla þarf upp í heildarmynd hrunsins og nauðsynlegt er að afhjúpa algjörlega hvernig unnið var í bönkunum fyrir fall þeirra. Ekkert verður uppgjörið á þessu hruni án þess.

Vonandi verður þessu lögbanni hnekkt. Þar er frjáls umræða og fjölmiðlun í landinu undir... sjálft fjórða valdið.

mbl.is Lögbanni mögulega hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: smg

Sammála þér Friðrik

smg, 2.8.2009 kl. 20:14

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Því miður er þetta í samræmi við lög um bankaleynd sem Davíð Oddsson lét þrengja mjög í framhaldi af einkavæðingu bankanna. En vonandi verður þeim lögum nú breytt.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.8.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband