Lélegt sprengjugabb í Borgarholtsskóla

Mér finnst lélegt að einhverjir hringji inn sprengjugabb í Borgarholtsskóla... til þess eins að reyna að vekja á sér athygli eða hræða aðra. Þetta er eins og fleiri sprengjuhótanir eflaust gabb til þess eins að kalla fram viðbrögð og hræðslu. Þeir eru meira en lítið sjúkir sem hafa gaman af þessu eða gera þetta gamansins vegna.

mbl.is Borgarholtsskóli rýmdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi frekar veðja á að hér sé verið að hengja bakara fyrir smið.

Það eru til "hópar" í samfélaginu sem setja á svið allkyns atburði.

Ef einhverjum er í nöp við einhvern að þá er jafnvel þriðji aðili tekinn inn í málið

(Oft einhver sem heitir sama/svipuðu nafni og tengist málinu á engan hátt).

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 14:59

2 identicon

ég var sjálfur að ganga út úr skólanum þegar ég mætti þremur lögregluþjónum íklæddum skotheldum vestum

Böðvar Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 15:00

3 identicon

Satt er það. En einhvern vegin hef ég á tilfinningunni að þetta sé þjóðfélagið í hnotskurn núna. Og eitthvað annað en bara prakkarastrik standi að baki.

Ofan á öll vandamál í þjóðfélaginu, hópast unglingar sem hafa þegar upplifað höfnun í atvinnulífinu aftur inn í skólakerfið. Skólakerfi sem er að spara, og þeir sem ekki greiddu skólagjöldin fyrir nokkrum vikum, eða voru ekki með topp einkunnir, eða voru ekki að koma beint úr grunnskóla. Áttu kanski bara aldrei sjéns. Þar með upplifa þessir krakkar enn meiri höfnun, og nú frá kerfinu.

Þvílíkt skíta kerfi að geta ekki aðlagað sig betur að æsku okkar, okkar framtíðar auðlindum, þrátt fyrir niðurskurð. Svei þeim, annað eins var nú gert fyrir útrásar pakkið.

Það væri fróðlegt að fá tölur fram hve mörgum  unglingum var snúið frá skólakerfinu í haust, hversu margir þeirra fara á atvinnuleysisbætur,eða þurfa jafnvel að finna svarta vinnu til að hafa eitthvað við að vera.

Það heirist ansi lítið frá félagshyggju ríkisstjórninni núna. Hún er ekki að leysa vandamál heimilanna svo mikið er víst því þetta er eitt þeirra. 

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband