Hvernig er hægt að gleyma fjórum milljörðum?

Ég man í svipinn varla eftir vandræðalegri mistökum en þeim að Lögmannsstofan hafi gleymt að lýsa fjögurra milljarða kröfu í Straum fyrir lífeyrissjóðinn Stapa hér á Akureyri. Þvílíkt endemis klúður - er hægt að hafa þetta vandræðalegra? Hvernig er það annars... hver á að taka ábyrgðina á þessum mistökum muni aðrir kröfuhafar ekki taka þessa kröfu gilda?

Ætlar Lögmannsstofan að taka það á sig eða yfirstjórn Stapa sem fylgdi málinu ekki eftir? Þetta er klúður af stærra taginu... sem ekki gleymist í bráð. Hvernig er hægt að gleyma fjórum milljörðum sisvona?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er verulega vandræðalegt fyrir lögfræðistofuna og lífeyrissjóðinn líka. En er hugsanlegt að KK hafi verið í sumarfríi og ekki fylgt málinu eftir af þeim sökum??

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 16:11

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Æi.  Nú er búið að klúðra svona byrjun á Vaðlaheiða göngum.

Eða lengingu flugbrautar og bættum tækjakosti í turni.

Að vísu gerir það lítið til, því  útlendir flugmenn verða hér eftir sem hingað til jafn óöruggir í ókyrrð í fjallahæð og munu að líkum jafnoft snúa til Egilsstaða til lendingar.

Annars er ekki allt í góðum gangi hjáykkur fyrir norðan?

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 25.8.2009 kl. 22:00

3 Smámynd: Dante

Mega-klúður svo ekki sé dýpra í árina tekið. 

Ég myndi ekki gleyma að rukka 4 milljarða fyrir einhvern nema ef ég skuldaði þessa 4 milljarða og ætti að fara rukka sjálfan mig. Þá gæti vel farið svo að ákveðið gullfiska minni gerði vart við sig .

Dante, 25.8.2009 kl. 22:06

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Exista á að greiða 75 milljarða fyrir Símann árið 2014 þegar kúlulán felur á þá, þeir GLEYMA örugglega að borga það....!  Kannski fyrrum lögmaður Exista hafi fengið vinnu þarna á þessari meiriháttar lögmannsstofu.  Ísland er mega fyndið land, "óborganlegt land" í víðasta skilningi þess orðs....lol...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 25.8.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband