Dorrit og demantaveröldin

Mér finnst það virðingarvert að óskarsverðlaunaleikkonan Kate Winslet vilji leggja heimildarmyndinni Sólskinsdrengurinn lið. Kate er besta leikkona sinnar kynslóðar og hefur þann stjörnuljóma sem myndin þarf á að halda til að vekja athygli. Þátttaka hennar er til vitnis um hversu traustur karakter leikkonan er og hversu mjög henni er umhugað um málstaðinn og það sem fjallað er um í þessari vönduðu heimildarmynd.

Dorrit Moussaieff á heiður skilið fyrir að hafa náð að tryggja þátttöku Kate Winslet. Sambönd hennar meðal hinna frægu og ríku eru væntanlega óumdeild. Mikið hefði ég samt viljað að hún hefði beitt sér jafn ötullega bakvið tjöldin í Icesave-deilunni og reynt að milda átökin þar. En kannski eru samböndin bara í demantaveröldinni, ekki það að slíkt sé slæmt, heldur hefðu pólitísk sambönd skipt þjóðina ekki síður máli.

Einar Már Guðmundsson, skáld, hitti naglann á höfuðið í góðri ræðu á fundi um Icesave fyrr í þessum mánuði þegar hann spurði hvar sambönd forseta Íslands á alþjóðavettvangi væru, þegar á þeim væri virkilega þörf, þegar á reyndi fyrir þjóðina. Hann spurði hvort þau sambönd væru bara meðal demantafólksins sem Dorrit þekkti. Skarplega ályktað.

En kannski mátti Dorrit ekki beita sér í Icesave-málinu fyrir Ísland... bannaði ekki forsetinn henni að tala þegar hann var í viðtali sem endaði í hálfgerðu rifrildi fyrir framan blaðamanninn.


mbl.is Dorrit fékk Kate Winslet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Virða ber það sem vel er gjört. Frú Dorrit hefur margsinnis sýnt velvild sína í verki þegar börn eru annars vegar. Hún hefur verið þjóðinni til sóma hvert sem leið hennar hefur legið, og fólkinu þykir vænt um þessa konu, sem gerðist ein af okkur. Hún nýtur veðskuldaðrar virðingar, hér heima og erlendis. En, hún er ekki almáttug, og mál á borð við Icesave svikamillu Landsbankans eru henni óviðkomandi, og fáránlegt að nefna hana í því sambandi. Frú Dorrit er sjálfstæð kona sem lætur ekki aðra leggja sér orð í mun. En hún er mannvinur og góðviljuð, á því er ekki nokkur vafi.

Stefán Lárus Pálsson, 25.8.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband