Forsetinn er algjörlega rúinn trausti

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er algjörlega rúinn trausti og ætti að hugleiða að segja af sér. Þjóðin ber enga virðingu fyrir honum lengur, né telur hann vera sameiningartákn eða leiðtoga í þessari erfiðu stöðu sem við blasir.

Eðlilegt væri að Ólafur Ragnar viki af forsetastóli og myndi gefa landsmönnum tækifæri til að velja nýjan þjóðhöfðingja sem er ótengdur útrásarvitleysunni sem Ólafur Ragnar var svo órjúfanlega tengdur.

Reyndar er það sennilega hámark niðurlægingarinnar fyrir þennan forseta að Davíð Oddsson sé metinn meira sameiningartákn Íslendinga en hann.


mbl.is Fáir telja forsetann sameiningartákn þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband