Dramatíkin í VG

Ögmundur heldur áfram að dissa Steingrím J. í Fréttablaðinu í dag. Ekki nema von að maður velti fyrir sér hvernig verði hægt að sætta þessa tvo risa vinstri grænna eftir það sem á undan er gengið. Dramatíkin í þessum eitt sinn samhenta flokki Steingríms J. er farin að minna illilega á Framsóknarflokkinn undir lok formannsferils Halldórs Ásgrímssonar - þar var hver höndin upp á móti annarri, allt lak út af þingflokksfundum og hatur meðal þingmanna hvor í annars garð var gríðarleg.

Kannski má fullyrða með sanni eitt augnablik að VG hafi ekki verið eins lengi og Framsókn í ríkisstjórn og vel megi vera að allir finni taktinn sinn aftur. Líkurnar á því hafa þó minnkað gríðarlega. Svona stórar yfirlýsingar eru skaðlegar og það er erfitt fyrir alla að halda andlitinu í svona stórum yfirlýsingum dag eftir dag. Heift og reiði Ögmundar er óbeisluð og ekki við því að búast að honum renni reiðin á næstu dögum, né heldur sé sáttatónn í huga.

Flokkurinn virðist óstarfhæfur án Steingríms J. á formannsstóli. Þeir sem næst honum standa bíða eftir heimkomu hans, ekki aðeins til að lægja öldur heldur til að taka forystuna aftur í sínar hendur. Þar er stjórnleysið algjört og ekki við því að búast að nokkur maður búist við að vinstristjórnin geti haldið velli í svona dramatík.

En staðreyndin er reyndar orðin sú að vinstristjórnin er fallin í þekkta gjá glundroðans. Hver getur mótmælt því í dag að vinstrimenn séu fastir í viðjum glundroðans, sem svo löngum hefur einkennt vinstristjórnir? Þessi stjórn er jú orðin óstarfhæf vegna glundroða og trúnaðarbrests.


mbl.is Var ekki heppilegur talsmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband