Lágkúruleg aðför að Davíð

Mér finnst það auvirðilegt hvernig fréttastofa Ríkisútvarpsins fullyrti að brotthvarf Björgvins Guðmundssonar af Morgunblaðinu tengdist ráðningu Davíðs Oddssonar þrátt fyrir að Björgvin hefði sjálfur tekið fram í samtali við fréttamann að svo væri ekki. Þetta er ekki mjög fagmannleg fréttamennska, frekar lituð og ömurleg. Þetta er frekar lágkúruleg aðför, enda hljóta fréttamenn á fjölmiðli að vita að það eigi að vitna rétt í viðmælanda.

Mjög er reynt að sækja að Davíð Oddssyni eftir að hann varð ritstjóri Morgunblaðsins. Frægir eru tilburðir vissra fjölmiðla sem hafa manninn á heilanum, en enn verra er að fjölmiðill sem löngum hefur haft einhvern trúverðugleika reyni ekki að vinna sína vinnu almennilega.

mbl.is Yfirlýsing vegna fréttar RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband