Hreyfingin fer til Sjálfstæðisflokksins

Könnun Fréttablaðsins færir okkur tvenn stórtíðindi: annars vegar að fjórflokkurinn hefur sjaldan ef aldrei verið traustari í sessi og að kjörfylgi Borgarahreyfingarinnar fer til Sjálfstæðisflokksins. Ég tel að mjög margir sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki kosið flokkinn í vor en treyst nýja framboðinu fyrir atkvæðinu, viljað prófa eitthvað nýtt - bæði til að refsa Sjálfstæðisflokknum og senda honum skilaboð sem eftir yrði tekið.

Ég tel að það verði nokkuð langt í að nýtt grasrótarframboð muni fá traust kjósenda. Borgarahreyfingin spilaði rassinn úr buxunum á mettíma - allur trúverðugleiki á þeim bænum er löngu farinn. Hreyfingin virðist aðallega vera til Sjálfstæðisflokkins, í orðsins fyllstu merkingu.

Mér finnst þetta gefa til kynna að fylgi Borgarahreyfingar á kjördegi var að mestu ættað frá Sjálfstæðisflokknum og frjálslyndum. Borgarahreyfingin fór fyrst að mælast fyrir alvöru eftir styrkjahneykslið.

Margir flokksmenn úr Sjálfstæðisflokki og þeir sem áður hölluðu sér að frjálslyndum virðast hafa kosið Borgarahreyfinguna frekar en treysta vinstriframboðum og þannig stimplað hana inn á þing.

Nú er þetta fylgi komið "heim" í orðsins fyllstu merkingu. Í þessu felst að fáir kusu Borgarahreyfinguna frá vinstri - þeir á þeim kanti treystu frekar VG.


mbl.is Ríkisstjórnin rétt héldi velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Óreiða ríkisstjórnarinnar sem leggur allt í sölurnar fyrir ESB- aðildarumsókn hefur líka þau áhrif að Sjálfstæðisfólk sér æ betur villu þess að beygja sig í duftið  fyrir Brussel- klíkunni sem hefur sósíal- demókratíska hluta Evrópu í hendi sér, þmt. Noreg.

Sjálfstæðisflokkurinn verður að taka afgerandi afstöðu gegn ESB aðildarumsókn til þess að geta komið með lausnir, því að ESB lausnir eru ekki framtíðin, sbr. afstöðu Hollendinga og Breta.

Ívar Pálsson, 16.10.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband