31.1.2009 | 23:58
Snörp og ódýr 83 daga kosningabarátta
Ný ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem tekur við völdum á morgun, mun aðeins hafa 83 daga til að láta verkin, óvinsæl verk væntanlega í ljósi efnahagsástandsins, tala. Allt tal um velferðarstjórn hljómar hjákátlegt. Í ljósi þess að kjördagur er eftir innan við þrjá mánuði er ljóst að kosningabaráttan verður snörp en væntanlega ekki síður ódýr. Varla verður stemmning fyrir rándýrum glamúr og glansspjöldum af frambjóðendum að þessu sinni, því verður yfirbragðið öðruvísi en í kosningunum fyrir tæpum tveimur árum.
Stemmningin í samfélaginu er líka önnur og baráttan mun styttri. Fróðlegt verður að sjá hvort stutt kosningabarátta komi sér vel eða illa. Síðustu tvo áratugina hið minnsta hefur kosningabaráttan staðið í hálft ár eða meira. Um leið og haustþing tekur til starfa í október hefur baráttan hafist og staðið fram til kjördags í apríl eða maí. Í fyrsta skipti frá árinu 1979 er kosið í pólitískri óvissu og með minnihlutastjórn, með mjög takmarkað umboð, vinstrimanna við völd. Stemmningin mun því verða sennilega svipuð og þá.
Ný framboð fá ekki mikið svigrúm til að koma fram. Mikil vinna fylgir framboði á landsvísu og má ekkert út af bregða í þeim efnum, einkum í ljósi þess að framboð verða að ná 5% atkvæða á landsvísu til að geta hlotið jöfnunarsæti á þingi. Aðeins kjördæmakosning getur ella tryggt þeim þingsæti - slíkt er mikill þröskuldur fyrir nýtt framboð sem hefur takmarkaðan tíma til að undirbúa sig.
Mun betra hefði verið að kjósa í haust. Þá hefðu flokkarnir fengið lengri tíma til að undirbúa sig og ný framboð til að hugleiða sín mál. En það er tómt mál um að tala og verður að halda í verkefnið sem blasir við. Nú verður öll þessi vinna unnin í kapphlaupi við tímann. Nú reynir á hverjir af hinum hefðbundnu fimm þingflokkum, sem hafa verið þar frá árinu 1999, séu lýðræðislegastir í vali sínu.
Auðvitað væri eðlilegast að prófkjör væri um allt land hjá öllum flokkunum svo flokksmenn geti metið þá og þeirra störf. Hjá Sjálfstæðisflokknum stefnir t.d. í prófkjör um allt land og mikilvæga uppstokkun, flokksmenn verða að geta metið þá sem fyrir eru og nýliða sem hafa áhuga á framboði og koma nýjir til verka.
Held að þetta verði áhugaverð kosningabarátta og lífleg, þó styttri verði hún og ódýrari. Kannski mun hún þá betur snúast um hinn sanna kjarna stjórnmála, málefnin, heldur en glys og glamúr.
![]() |
Ný stjórn hefur 83 daga til stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 19:38
Bjarna Benediktsson í formannsembættið
Ég hef ákveðið að styðja Bjarna Benediktsson í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir tvo mánuði. Mikilvægt er fyrir Sjálfstæðisflokkinn að stokka vel upp í forystusveit sinni á þeim tímamótum sem verða í stjórnmálum nú. Ég tel eðlilegast að þeir forystumenn sem leiddu flokkinn á undanförnum mánuðum og í aðdraganda og eftirmála bankahrunsins víki og kosin verði ný forysta sem geti litið fram á veginn án þess að vera of tengd fortíðinni.
Í kjölfar brotthvarfs Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, gefst sjálfstæðismönnum gott tækifæri til að velja fulltrúa annarrar kynslóðar og þeirra sem ekki hafa verið í forystusveit á umbrotatímum til forystu í flokknum. Ég hef verið þeirrar skoðunar um nokkuð skeið að Bjarni sé einn af framtíðarforingjum Sjálfstæðisflokksins og hann sé sterkasti fulltrúi hinna nýju tíma í flokknum.
Nú þegar full þörf er á endurnýjun víða, einkum í pólitíkinni, er mikilvægt að fulltrúar nýrra tíma stígi fram og sækist eftir forystunni. Mikilvægt er að nýta það tækifæri sem flokknum gefst núna, ekki aðeins til að endurnýja forystusveit sína í sem flestum kjördæmum landsins heldur og einnig í flokksforystunni.
![]() |
Bjarni staðfestir framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 16:41
Klækjabrögð og lélegt PR hjá Samfylkingunni
Hver átti hugmyndina að því að kynna nýju stjórnina við styttu Jóns Sigurðssonar? Sá hinn sami hlýtur að hafa labbað á hurð eða vegg einhversstaðar. Þvílíkt rugl.
![]() |
Samfylking beitti klækjabrögðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 16:30
Biðin lengist eftir stjórnarmyndun
Án gríns, þessi stjórnarmyndun er hætt að vera fyndin meira að segja fyrir vinstrimenn. Þetta er bara pínlegt.
![]() |
Hlé gert til að ræða málin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 13:15
Erfið fæðing hjá nýrri ríkisstjórn
Eftir heitstrengingar um að stjórnarmyndun ætti ekki að taka langan tíma hefur Samfylkingin boðið þjóðinni upp á heila viku af stjórnleysi í landinu. Þeirra er ábyrgðin á því að heil vika hefur glatast í skynsamlegum aðgerðum á örlagatímum. Sé það rétt að málefnasamningurinn hafi verið almennt orðaður og ekki með neinum marktækum lausnum hlýtur það að vekja spurningar um að þar hafi aðeins verið hugað að fljótvirkum lausnum en ekki raunhæfum. Framsókn hefur því skotið tillögurnar niður.
Mér finnst samt Framsókn gera þetta vel og fagmannlega. Þeir hafa á fundum sínum sérfræðinga sem hafa greinilega hafnað plagginu sem sýndarmennsku og pólitískum sjónhverfingum að hætti vinstrimanna. Enginn getur dregið í efa heilindi Jóns Daníelssonar og Ragnars Árnasonar, síst af öllu vinstriflokkarnir, svo vel sé. Þetta þrátefli er því pínlegt fyrir vinstriflokkana að öllu leyti.
En mikilvægt er að lausn komi svo stjórnleysið í boði vinstriaflanna standi í sem stystan tíma. Þetta er varla boðlegt.
![]() |
Stjórnin mynduð á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 12:34
Magnús hættir - mikil endurnýjun hjá Framsókn
Magnús hefur ekki verið einn af þeim sem tekist hafa harkalegast á um völd í Framsóknarflokknum og því er brotthvarf hans merkilegt á þeim forsendum. Hinsvegar er greinilega kallað eftir nýjum tímum í Framsókn og þeir sem hafa verið á sviðinu á árunum þegar flokkurinn hrundi og missti völdin eiga lítinn sem engan séns. Því er augljóst að við sjáum mikið af nýjum frambjóðendum á vegum flokksins og hann muni ferðast með lítið af byrðum fortíðarinnar í kosningabaráttunni.
![]() |
Magnús Stefánsson hættir í stjórnmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 21:20
Vinstriflokkarnir í gíslingu - pínleg niðurlæging
Ég tek ofan fyrir Sigmundi Davíð. Hann er að brillera í sínu fyrsta pólitíska prófi.
![]() |
Telur forsendur fyrir stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 17:45
Engin ríkisstjórn um helgina - hik á Framsókn
Augljóst er að Framsóknarflokkurinn stjórnar algjörlega för í stjórnarmyndunarviðræðum Jóhönnu Sigurðardóttur - vinstriflokkarnir fylgja á eftir í ferlinu. Þeir hafa nú komið í veg fyrir að ný ríkisstjórn muni taka við um helgina og hugleiða næstu skref. Við blasir að mikið hik er komið á framsóknarmenn um vinstristjórnarkostinn og hvort þeir muni verja slíka stjórn falli. Þeir hafa hafnað málefnasamningi vinstriflokkanna og greinilega sent hann heim til föðurhúsanna, telja hann of almennt orðaðan og ómarkvissan.
Í raun má velta því fyrir sér hvort þessir flokkar nái saman um næstu skref. Boltinn er þó algjörlega hjá Framsókn núna. Þeir svældu Samfylkinguna út úr ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum með gylliboðum um að verja vinstristjórn falli, settu þá svo til verka til að ná saman og hafa svo hafnað afrakstri þeirrar vinnu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur í öllu þessu ferli farið mjög varlega en passað vel upp á öll sín spil og er með eintóm tromp á hendi.
Kjaftasagan er að forseti Íslands muni kalla Sigmund til Bessastaða og inna hann eftir því hver staða viðræðnanna sé. Framsóknarformaðurinn hefur nú örlög vinstriviðræðnanna í hendi sér og ræður hvort og þá hvernig stjórn sé mynduð. Líkur á utanþingsstjórn gætu aukist við þetta.
![]() |
Þríeykið þingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 15:39
Framsóknarmenn stöðva stjórnarmyndunina
Greinilegt er að Framsóknarflokkurinn hefur hafnað stjórnarsáttmála vinstriflokkanna og sett myndun nýrrar ríkisstjórnar út af sporinu og tafið ferlið. Nú hefur fundum til að staðfesta samstarfið og velja nýja ráðherra verið frestað og óvissa uppi um næstu skref. Framsókn telur greinilega ekki gengið of langt í aðgerðum til lausnar þjóðarvandanum og sett sína menn í það verk að laga sáttmála vinstriflokkana.
Nú hefur Framsókn tekist líka að koma í veg fyrir ferð Ingibjargar Sólrúnar til Bessastaða og að Jóhanna Sigurðardóttir fái formlegt stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum í dag. Þessi fæðing virðist því ganga mjög erfiðlega. Framsókn ætlar greinilega að nota oddastöðu sína í botn. Er ekki hissa á því, það hefur verið augljóst síðustu tvo daga að Framsókn ætlaði ekki að samþykkja hvað sem er frá vinstriflokkunum.
![]() |
Ný ríkisstjórn á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 15:22
Ögmundur heldur BSRB með ráðherratigninni
Þetta væri svona eins og formaður LÍÚ væri sjávarútvegsráðherra. Þið getið ímyndað ykkur lætin ef það gerðist að sá maður yrði settur í það ráðuneyti og formaðurinn tæki sér bara launalaust leyfi á meðan og bæði um að allir gleymdu því að hann væri kjörinn formaður LÍÚ.
![]() |
Ögmundur verður ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 13:01
Þingkosningar 25. apríl - áhyggjur Framsóknar
Ekki er annað hægt en grínast svolítið yfir þeim sem töldu greinilega fyrirfram að Sigmundur Davíð, formaður Framsóknar, yrði auðveldur og væri pólitískt óþroskaður. Með minnihlutastjórnarboði sínu hefur Framsókn og honum tekist að ná oddastöðu og þeir munu hafa líf stjórnarinnar í hendi sér og passa upp á öll mál sem fara í gegn. Þeir hafa leyft vinstriflokkunum að semja stjórnarsáttmála en krukka nú í honum eftir á.
Vinnubrögð Framsóknar eru ekkert annað en pólitísk snilld par excellance. Þeir verða við stjórnvölinn í nýju stjórninni án þess þó að vera í henni.
![]() |
Ríkisstjórnin kynnt í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 12:23
Gylfi og Björg taka sæti í ríkisstjórn
Vel hefur tekist til með valið. Greinilegt er að það vann gegn Bryndísi Hlöðversdóttur að taka við embætti dómsmálaráðherra sem utanþingsráðherra við þessar aðstæður að hafa lengi setið á þingi og nýlega yfirgefið þann vettvang til að taka að sér önnur verkefni. Ég spáði þessu í gærkvöldi í skrifum hér og er ekki undrandi á því að slík byrði sé ekki talin vænleg fyrir utanþingsráðherra við þessar sögulegu pólitísku aðstæður.
![]() |
Gylfi tók ráðherraboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2009 | 23:33
Klókindi Sigmundar Davíðs - vænleg oddastaða
Í Kastljósi kvöldsins kom Sigmundur Davíð sem aðalspilarinn í íslenskri pólitík núna; sá sem hefur líf einnar ríkisstjórnar í hendi sér og getur spilað hlutina að sinni vild. Hann talaði gegn skattahækkunum, gegn því að hætta við hvalveiðarnar og því að frysta eigur auðmanna nema fyrir lægi rökstuddur grunur um eitthvað ólöglegt. Augljóst er að gamla Framsókn hefur náð vopnum sínum og mun passa vel upp á landsmálin og hafa vinstriflokkana undir kontról.
Þetta kallar maður kænsku par excellance. Framsóknarmaddaman gamla er lifnuð við og orðinn örlagavaldur í íslenskum stjórnmálum að nýju. Þeirra skilyrði verða vel áberandi á næstunni, enda kemur minnihlutastjórnin engu í gegn nema Framsókn leggi henni lið.
![]() |
Samþykkja stjórnlagaþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.1.2009 | 20:33
Á að velja pólitíska utanþingsráðherra?
Valið á Bryndísi Hlöðversdóttur sem dómsmálaráðherra mun því verða mjög umdeilt, tel ég, ef af verður. Hún var þingmaður í áratug og hluta þess tíma þingflokksformaður Samfylkingarinnar og uppfyllir því varla skilyrðin sem teljast eðlileg við þessar aðstæður, hvað svo sem segja má annað um hana.
Annað gildir um Gylfa Magnússon sem viðskiptaráðherra, en ég tel mjög mikilvægt að sama hvaða stjórn hefði setið fram að kosningum hefði verið valinn einstaklingur utan stjórnmála til verka þar og sama hefði í raun átt að gilda um fjármálaráðuneytið.
Þeir sem töluðu t.d. um það að dýralæknir gæti ekki verið fjármálaráðherra hljóta að vera sérstaklega ósáttir við að jarðfræðingur verði fjármálaráðherra, ef þeir eru sjálfum sér samkvæmir.
![]() |
Tveir ráðherrar utan þings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2009 | 16:45
Gaukur sýknaður - merkilegur bloggdómur
Mér fannst Gaukur ekki ganga mjög harkalega fram í þessu máli og skil því niðurstöðuna. Of langt hefði verið gengið í að dæma hann harkalega fyrir þetta. Eflaust verða málin fleiri síðar meir en þetta er sögulegur dómur og mjög merkilegur, enda hlýtur hann að setja svolítið fordæmi og hækka standardinn um hversu langt megi ganga í bloggskrifum.
Eflaust er metið hvert mál fyrir sig, en bloggskrif verða sífellt algengari og sumir ganga misjafnlega langt í orðavali. Á næstu árum mun sífellt meira reyna á hversu mikið er að marka bloggskrifin og hversu langt sé hægt að ganga.
![]() |
Sýknaður af ummælum í bloggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 14:43
Jóhanna verður heimsfræg vegna einkalífsins
Ég skrifaði færslu um þetta á þriðjudag en sumir sem kommentuðu þá voru undrandi á skrifunum og voru sumir frekar orðljótir. Síðan hefur þetta orðið heimsfrétt og á öllum fréttamiðlum sem ég hef litið á og sett inn nafn Jóhönnu til að leita eða séð fréttir af einhverju tagi er þetta nær einvörðungu fyrirsögnin. Kannski vekur þetta enn meiri athygli en ella því Jóhanna hefur ekki lifað opinberlegu einkalífi og passað vel upp á það.
Meira að segja Perez Hilton hefur bloggað um Jóhönnu og segir það meira en mörg orð hver verður helsta fyrirsögnin í erlendum fréttamiðlum þegar hún tekur við forsætisráðherraembættinu á laugardaginn.
![]() |
Jóhanna vekur heimsathygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2009 | 13:33
Davíð vildi lækka vextina - stoppað af IMF
Aðstoð IMF er vissulega umdeild. Ljóst er að aðstoðin að utan er dýru verði keypt. Við verðum að sætta okkur við vald þeirra. Fróðlegt verður að sjá hvernig gangi fyrir vinstristjórnina að vinna með þeim, t.d. að hinum mikla niðurskurði á öllum sviðum.
![]() |
Vildu lækka vexti en ekki IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.1.2009 | 01:24
Mótmælabylgjan heldur áfram - vinstrið og NATÓ
Ekki náðist samstaða um það í vinstristjórninni 1978 þegar Framsókn tókst að spila með vinstriflokkana. Nú virðist reyndar Framsókn hafa tekist að spila með vinstriflokkana aftur og varla búið með það. Eflaust er eðlilegt að skiptar skoðanir séu á NATÓ eins og mörgu öðru, samt sem áður hefur það aldrei haft áhrif á aðildina sem slíka.
Róast hefur yfir mótmælabylgjunni. Eitthvað segir mér að það sé fjarri því búið og enn verði haldið áfram, þegar sigurvíma sumra með vinstristjórnina tekur að dvína.
![]() |
Sex voru handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2009 | 17:51
Davíð í góðu skjóli af verkum Ögmundar
En hvernig er það með hann Ögmund, þarf hann ekki að segja af sér sem formaður BSRB þegar hann verður heilbrigðis og félagsmálaráðherra (skv. almannarómi) í vinstrabixinu? Svona svo hann sé ekki bullandi vanhæfur.
![]() |
Davíð undir væng Ögmundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.1.2009 | 14:55
Guðmundur fetar í fótspor feðranna
Ég er ekki hissa á því að Guðmundur Steingrímsson ætli sér að feta í fótspor feðranna Hermanns og Steingríms og sækjast eftir leiðtogastól Framsóknar í Norðvestri, þar sem afinn vann sögulega sigra í Strandasýslu og faðirinn náði metorðum út á forna frægð hans. Stóra spurningin er þó hvort samstaða náist meðal framsóknarmanna á svæðinu um að skipta út Magnúsi Stefánssyni sem vann fullnaðarsigur á Sleggjunni fyrir síðustu kosningar og velja Guðmund sem lítið hefur afrekað pólitískt nema að vera afkomandi föður síns og afa.
Guðmundur kemur væntanlega sterkur inn sem fulltrúi nýju tímanna í flokknum og gæti passað vel við hlið Sigmundar Davíðs og þeirra Birkis Jóns og Höskuldar hér í Norðaustrinu. Þar sem Valgerður mun sennilega hætta er stóra spurningin hvor þeirra taki við hér.
En kannski fara ættartengslin langt með það að redda honum pólitískum metorðum. Greinilegt er að sumarbústaðatengingin skiptir eðlilega lykilmáli.
![]() |
Guðmundur: Stefnir á fyrsta sætið í NV-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |