4.11.2008 | 18:04
McCain vs. Obama > kjördagur

Bandarískir kjósendur fjölmenna nú á kjörstað til að ákveða hvort Barack Obama eða John McCain verði næsti forseti Bandaríkjanna, sá 44. sem sver embættiseið frá árinu 1789, og sem mun sitja á forsetastóli kjörtímabilið 2009-2013. Sá forseti verður sá fyrsti í tvo áratugi sem ekki ber eftirnafnið Bush eða Clinton, en sé varaforsetatímabil George H. W. Bush tekið með hefur þetta tímabil staðið í 28 ár, eða síðan Ronald Reagan tók við embætti 1981. Eðlilega er áhuginn mikill, enda eru þetta sögulegar kosningar að svo mörgu leyti.
Annað hvort verður kjörinn fyrsti blökkumaðurinn í Hvíta húsið eða sá elsti - fyrsta konan getur orðið varaforseti Bandaríkjanna. John McCain er þrem árum eldri en Ronald Reagan var við forsetakjör sitt árið 1980. Forsetakjörið verður að vali á 538 kjörmönnum (270 er töfratalan) - jafnframt kosið um alla fulltrúadeildina, 435 sæti, 35 sæti í öldungadeildinni og 11 ríkisstjóra. Ég hef þegar spáð Barack Obama traustum sigri í forsetakosningunum og spái ennfremur stórum demókratasigri í þingkosningunum, en efast um að demókratar nái 60 sætum í öldungadeildinni.
Enginn vafi leikur á því að þetta verða mjög erfiðar kosningar fyrir Repúblikanaflokkinn. Hann þarf að byggja undirstöður sínar upp á nýtt eftir þessar kosningar fari allt á versta veg. Ekki aðeins þarf hann að stokka sig upp á nýtt á landsvísu heldur horfa í stefnu sína og meginbaráttumál sín nái demókratar fullum völdum, að ég tali nú ekki um fari svo að demókratar nái 60 senat-sætum og ráði þar með öllum málum. En nú verða demókratar að láta verkin tala. Þeir geta ekki talað um Bush lengur.
Eins og ég hef áður sagt finnst mér flest benda til að pólitísk örlög John McCain í forsetaslag verði hin sömu og Bob Dole, félaga hans í öldungadeildinni um langt skeið og stríðshetju á svipuðum kalíber og hann, fékk árið 1996. Þeir reyndu báðir allt sem þeir gátu til að ná kjöri en áttu í baráttu við nýju tímana í pólitík, voru brennimerktir sem menn fortíðar. McCain hefði getað náð betri stöðu hefði efnahagskreppan ekki skollið á og náði ekki að þvo þann stimpil af sér að vera í kjöri fyrir ráðandi valdhafa.
Sjónir allra á marklínunni beinist að kjörmannamálunum. Helst horfa spekingar til þess sem gerist í Bush-ríkjunum á Austurströndinni sem munu detta inn á milli 1 og 3 í nótt. Nái Obama einhverjum árangri þar eru úrslitin í raun ráðin. Svo getur því farið að nýr forseti hljóti 270 kjörmenn áður en kjörfundi er lokað á vesturströndinni. Minnir að það hafi síðast gerst þegar Reagan vann stórsigra sína, þá stærstu á síðustu áratugum. Nixon og Johnson náðu líka álíka sigrum og náðu nær öllum kjörmönnum.
Andlát ömmu Baracks Obama setti sinn svip á síðustu framboðsfundi hans í Norður-Karólínu (þar sem hann flutti tilfinningaríka ræðu um hana) og í Virginíu. Enginn vafi leikur á því að andlát ömmunnar styrkir Obama á lokasprettinum. Samúðarbylgjan verður einhver en erfitt að segja hvort hún ráði úrslitum. McCain styrktist síðustu dagana en virtist einhvern veginn missa flugið yfir helgina. Allir biðu eftir stórri sveiflu sem myndi gera slaginn virkilega jafnan en það gerðist aldrei. Því tel ég örlögin ráðin.
Obama og McCain voru báðir þreyttir undir lokin. Báðir hafa þeir verið í framboði í tæp tvö ár og haldið óteljandi framboðsfundi og flutt svo margar ræður að flestir hafa misst tölu á. Þetta hefur verið söguleg kosningabarátta, líka sú dýrasta og markvissasta um langt skeið, en Obama byggði ótrúlega sterka baráttu og tókst að koma í veg fyrir krýningu Hillary Rodham Clinton með því að byggja trausta pólitíska maskínu sem hefur allt frá lokum demókrataslagsins haft ráðandi stöðu í átökunum.
McCain vann reyndar það afrek að ferðast um sjö ríki vítt og breitt um Bandaríkin á lokadeginum og var orðinn ansi þreyttur þegar hann kom heim til sín í Arizona. Hann lagði allt í sölurnar og lagði mikið á sig en verður væntanlega að sætta sig við tap. McCain barðist allan tímann á móti straumnum. Allt frá upphafi voru demókratar með ráðandi stöðu, enda er Bush mjög óvinsæll og repúblikanar misstu trausta stöðu sína í þingdeildunum fyrir tveim árum. En hann var sá eini sem gat unnið þetta.
Úrslitastundin er nú í sjónmáli. Allir munu fylgjast með af áhuga í nótt. Sjálfur ætla ég að vaka meðan einhver hin minnsta spenna verður í dæminu. Erfitt að missa af þessu, enda hef ég vakað eftir úrslitum alveg síðan Bush vann Dukakis fyrir tveim áratugum. Ég ætla að skrifa um þetta í kvöld og í nótt, en ég segi það eitt að ég tel að allra augu verði á fjöldafundinum í miðborg Chicago í kvöld. Þar verður örugglega drukkið úr öllum kampavínsflöskum sem til eru.
![]() |
McCain búinn að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2008 | 17:29
Sterling-myndböndin - algjört skylduáhorf
4.11.2008 | 15:10
Það þarf að setja fjölmiðlalög
Ólíðandi er með öllu að einn maður kaupi upp alla einkareknu fjölmiðlana á Íslandi og hafi vald þeirra í greipum sér. Á slíku verður að taka með lagasetningu. Nú þarf að dusta rykið af fjölmiðlalögunum sem Ólafur Ragnar Grímsson hafnaði fyrir rúmum fjórum árum og tryggja að þau verði hinn nýi rammi utan um fjölmiðla á Íslandi. Þetta gengur ekki - þessi skrípaleikur Rauðsólar er algjörlega óviðunandi.
![]() |
Rosabaugur Jóns Ásgeirs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.11.2008 | 15:04
Erfið staða fyrir Þorgerði Katrínu
![]() |
Óþolandi að líða fyrir tortryggni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2008 | 23:59
Amma Obama deyr rétt fyrir opnun kjörstaða

Enginn vafi leikur á því að Barack Obama verður kjörinn 44. forseti Bandaríkjanna á morgun. Vafinn er sá eini hversu stór sigurinn muni verða. Í kvöld lést amma hans, Madelyn Dunham, aðeins örfáum klukkustundum áður en kjörstaðir opna. Stóra spurningin er nú hversu stór samúðarbylgjan til Obama mun verða. Ég tel, eins og bandarískir fréttaskýrendur, að hún verði nokkuð traust og geti fært honum ríki sem honum óraði ekki fyrir að vinna fyrir nokkrum mánuðum, þar af mjög traust repúblikanaríki á öllum venjulegum mælikvörðum.
Menn eru farnir að velta fyrir sér hvort hann vinni traustari sigra en Bill Clinton tókst 1992 og 1996. Tel það ekki óhugsandi. Ég tel að hann fái traust umboð. Á ekki von á mjög spennandi kosninganótt. Tel að þetta ráðist mjög fljótlega af stöðunni á Austurströndinni. Vinni Obama Bush-ríki frá árinu 2004, skömmu eftir miðnættið að íslenskum tíma; Virginíu, Flórída, Georgíu og Norður-Karólínu, plús Indiana og Ohio, eru örlögin ráðin, enda þá í raun ljóst að McCain getur ekki unnið.
Tel alveg öruggt að Obama fái vel yfir 300 kjörmenn í kosningunum og myndi jafnvel telja að hann gæti farið yfir 330. Clinton hlaut 370 kjörmenn árið 1992 og 379 árið 1996. Fái Obama yfir 350 og sigraði í nokkrum repúblikanaríkjum gæti hann tryggt eyðimerkurgöngu repúblikana um nokkuð skeið. Fái demókratar 60 sæti í öldungadeildinni eru þeir með öll völd í höndum sér og geta ráðið algjörlega einir hver fær sæti John Paul Stevens í hæstarétti.
Nafn Hillary Rodham Clinton hefur verið nefnt í því samhengi - samið hafi verið við Clinton-hjónin að hún fái eitthvað traust í sinn hlut fyrir stuðninginn á lokasprettinum sem hefur skipt miklu máli, sérstaklega í Ohio og Flórída, lykilríkjunum 2000 og 2004 sem hafa mikil áhrif á niðurstöðuna nú. Hillary hefur verið mjög dugleg að vinna fyrir Obama, enn duglegri en bjartsýnustu mönnum þorði að óra fyrir. Flokkshollustan er henni mikilvæg, en einhver loforð hafa verið gefin tel ég.
Hvað varðar öldungadeildina tel ég að stóru úrslit kvöldsins verði hvort Liddy Dole, eiginkona Bob Dole, nái endurkjöri í N-Karólínu. Felli Kay Hagan hana af sínum stóli verða það söguleg úrslit og táknræn endalok á pólitískri sögu Dole-hjónanna. Vinni demókrati gamla sætið hans Jesse Helms er sögulegur sess þessara kosninga endanlegur. Það yrðu virkileg söguleg þáttaskil.
Bob Dole tapaði fyrir Clinton forseta fyrir tólf árum - beið þá hreinlega afhroð - og hætti þá í öldungadeildinni, þar sem hann hafði verið flokksleiðtogi repúblikana um langt skeið. Dole var stríðshetja, eins og John McCain - gleymum því ekki. John Kerry er í þeirri kategóríu ennfremur. Ekki virðist titillinn stríðshetja hafa úrslitaáhrif.
![]() |
Amma Obama látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2008 kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.11.2008 | 20:22
50 milljarða skuldir afskrifaðar í Kaupþingi
Ég er ansi smeykur um að ýmislegt miður geðslegt leynist undir yfirborðinu í þessu bankahruni. Svona massíf afskrift skulda hlýtur að leiða til þess að þjóðin fari í byltingarhug, nú þegar heimili landsins eru að sligast, skuldir aukast og atvinnuleysi er að aukast. Örlagatímar eru framundan í samfélaginu og við horfumst í augu við mjög kuldalega tíð í efnahagsmálum þjóðarinnar í skammdegistíðinni.
Svona frétt ein og sér kveikir elda í samfélaginu. Þetta getur almenningur ekki sætt sig við. Nú þurfa allir landsmenn að sýna reiði sína og kraft með því að tala gegn þeim sem fremja svo siðlausan og ógeðfelldan verknað. Þetta er blaut tuska framan í almenning í þessu landi.
Og þögnin er algjör. Enginn ráðamanna vill láta ná í sig núna. Þetta er vandræðaleg þögn. Hvar er eftirlitskerfið í landinu? Hvernig getur Fjármálaeftirlitið látið sjá sig sem ábyrgan aðila eftir svona verklag?
![]() |
Engar niðurfellingar hjá Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2008 | 16:23
Alvarlegar ásakanir í fjöldatölvupósti - svar takk!
Reiði almennings er mikil vegna bankahrunsins. Hún er skiljanleg, enn skiljanlegri verður hún ef þessi skilaboð í fjöldatölvupósti eru rétt. Ég hef fengið marga pósta senda og finnst mikilvægt að birta hann hér. Þessu þarf Fjármálaeftirlitið að svara eigi það að vera trúverðugt með Jónas Fr. og KrataJón Sigurðsson í fararbroddi!
"Yfirmaður áhættustýringar Kaupþings tapaði 2 milljörðum (mest tekið að láni) og allar skuldir hreinsaðar við hann og mörg hundruð aðra bankastarfsmenn sem tóku lán frá 10-1000 milljónir til að kaupa hlutabréf,sumir fengu sér cruiser 100 jeppa, fjármögnuðu heimsreisur og lúxusheimili. Allar skuldir hreinsaðar upp svo þeir geti hafið störf í nýju ríkisbönkunum okkar. Rökin sem FME og ráðamenn færa fyrir þessu er að það sé ómögulegt að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum nema þetta sé gert, því lögum samkvæmt mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka!!!
Fyrir mér er þetta stríðsyfirlýsing við okkur venjulegu borgarana í þessu landi sem erum flest með lán í þessum bönkum. Ef skuldir og sukk þessara óreiðumanna eru sópaðar útaf borðinu þá vil ég að það sama gangi yfir alla!!!!!! tugþúsundir töpuðu stórum hluta af sparnaði sínum, tugþúsundir venjulegra hluthafa í bönkunum töpuðu öllu sínu.... ég gæti haldið endalaust áfram... ég hef aldrei reiðst eins mikið á ævi minni og þegar ég heyrði þetta.
Þetta er hámark spillingarinnar og hvet ég ykkur til að hafa samband við sem flesta og beina reiði ykkar að þingmönnum okkar. Þetta endar með ofbeldi annars."
3.11.2008 | 15:33
Rauðsól Jóns Ásgeirs rís upp í fjölmiðlabransanum

Ég trúði nú mátulega þeim fréttaskrifum í Mogganum (með undirtitlinum Rauðsól) að sameining Árvakurs og 365 væri úr sögunni. Veit ekki hvort þetta átti að vera spuni eða tilraun til að afsaka að einn maður er orðinn drottinn allsherjar á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Rauðsól Jóns Ásgeirs verður svo sterkt dómínerandi afl í samfélaginu með fjölmiðlavaldi sínu að ekkert annað hefur sést áratugum saman. Nema þá að við viljum fara að hugsa til Murdochs, Berlusconi og annarra slíkra risa sem hafa notað vald sitt mjög einbeitt til að búa í haginn fyrir sjálfan sig.
Ég verð að viðurkenna að mér finnst Rauðsól svolítið kómískt nafn. Kannski hefði Maístjarnan eða Dagsbrún (æ ég gleymdi því að þessir menn eru búnir að nauðga því fræga verkalýðsnafni) verið betra. Er þetta Rauðsól Baugs eða Samfylkingarinnar? Kannski verður lógó Rauðsólar sama rauðsólin og Samfylkingin notar?
![]() |
Árvakur verði almenningshlutafélag á næstu árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.11.2008 | 13:48
Sameiginleg ábyrgð margra á þjóðarvanda
Mér finnst fáir eins billegir þessa dagana og forystumenn Samfylkingarinnar. Þeir eru á kafi í að spinna atburðarás til að kusk falli ekki á þá. Samt var þetta lið með viðskiptaráðherrann og formanninn í stjórn Fjármálaeftirlitsins, stofnunar sem steinsvaf svefninum langa þegar hún átti að vaka. Samfylkingin getur ekki kastað ábyrgðinni frá sér. Með ríkisstjórnarþátttöku síðustu sautján mánuði hefur hún haft öll tækifæri til að snúa af leið og gera hlutina öðruvísi en aðrir.
Hún gerði það ekki og bendir því ekki trúverðugt í aðrar áttir. Þrátt fyrir lekann í ríkisstjórnarherberginu og tilraunir til að spinna atburðarásina frá Björgvin og Jóni Sigurðssyni er það ekki ábyrgt. Samfylkingin ætti að líta í eigin barm og tala við þá menn sem hún valdi til að vera á vakt, en brugðust algjörlega. Þangað ættu þau að beina reiði sinni, eigi að taka mark á tali þeirra.
![]() |
Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2008 | 23:58
McCain vs. Obama > 2 dagar

Æ líklegra verður nú að Barack Obama verði kjörinn 44. forseti Bandaríkjanna eftir 48 klukkustundir. Forskot Obama er enn það traust og afgerandi í flestum könnunum að það yrði pólitískt kraftaverk tækist John McCain að komast í Hvíta húsið. McCain-sigur úr þessu yrðu merkilegustu úrslit í bandarískum forsetakosningum frá árinu 1948 þegar Thomas Dewey, fyrrum ríkisstjóri í New York, tapaði fyrir Harry S. Truman, sitjandi forseta, þvert á allar skoðanakannanir, en hann hafði tapað fyrir Roosevelt og Truman fjórum árum áður.
Harry S. Truman birtist sigri hrósandi á kosninganótt, eftir að hafa skellt Dewey og tryggt sér eigið kjörtímabil í Hvíta húsinu (hann var kjörinn sem varaforseti Roosevelts og tók við þegar hann varð bráðkvaddur skömmu fyrir stríðslok vorið 1945), og veifaði forsíðu Chicago Daily Tribune með stríðsletrinu Dewey Defeats Truman. Blaðið tók sénsinn og ákvað að veðja á Dewey. Ef McCain sigrar Obama úr þessu myndi hann örugglega minna á Truman veifandi hinu seinheppna blaði frá Chicago, heimaborg keppinautarins.
Ég er sammála því mati að kosningabaráttan, sérstaklega lokaspretturinn, minnir ískyggilega mikið á það þegar Bill Clinton skellti hinum reynda Bob Dole árið 1996 og reyndar ekki síður þegar hann sigraði George H. W. Bush fjórum árum áður. Báðir voru lánlausir og áttu mjög erfitt í baráttu við mun yngri frambjóðenda, sem hafði stærsta sóknarfærið á umbrotatímum, gat boðið ferska og nýja forystu gegn gömlu tímunum. Þó McCain hafi aldrei ráðið ríkjum í Hvíta húsinu eða ráðuneyti í forsetatíð Bush þá er hann brenndur af þeim tíma.
Dole var 73 ára þegar Clinton forseti vann hann. Í rauninni átti hann aldrei séns, þó innst inni vonuðust repúblikanar allir eftir því. Honum mistókst að ná til óháðra og tapaði á því að fólki fannst hann of gamall og boða fortíðina við hlið yngri kynslóðar sem hafði nýja nálgun í pólitísku starfi. John McCain er árinu yngri en Dole þegar hann tapaði fyrir Clinton og hefur sama stimpil. Annars er ég viss um að McCain hefði haft alvöru séns ef efnahagskreppan hefði ekki skollið á.
Í þeirri stöðu væri líklegra að baráttan snerist um utanríkismál, lykilmál stjórnmálaferils og persónu hans, gömlu stríðskempunnar. En þetta eru örlagatímar, ráðandi stjórnvöld og erindrekar hennar eiga undir högg að sækja. Á slíkum tímum er líklegt að fólk vilji nýja tíma og nýja kynslóð til forystu. Því er ekki ósennilegt að Bandaríkjamenn færi Obama traust umboð. Annað yrðu söguleg úrslit, rétt eins og kjör Obama mun verða fari svo að hann sigri.
En það hefur svosem verið vitað frá upphafi að þetta yrðu sögulegar kosningar - þetta eru fyrstu kosningarnar frá 1928 þar sem sitjandi forseti eða varaforseti eru ekki í kjöri, ekki einu sinni í forkosningaferlinu, og það er blökkumaður í kjöri. Þetta getur ekki annað en orðið sögulegt. Get þó ekki neitað því að það yrði merkileg endalok ef Obama tapar á sigurvissu stuðningsmannanna. En það er mjög ólíklegt, eins og stemmningin er.
![]() |
Öruggasta forustan síðan 1996 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.11.2008 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.11.2008 | 17:42
Fjölmiðlavænt matador-spil Jóns Ásgeirs
![]() |
Löngu ákveðin hlutafjáraukning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2008 | 14:04
365 fært á milli vasa á Jóni Ásgeiri
Enda er ekki nema von að spurt sé hvort ástæðan fyrir því að allir stærstu fjölmiðlarnir voru steinsofandi á meðan allt fór á versta veg í samfélaginu hvort að þeir hafi aðeins sinnt hagsmunagæslu fyrir eigendur sína. Eitt er þó orðið alvarlegt mál og það er að auðmennirnir eiga fjölmiðlana og kaupa sér mikinn frið.
Því hefur það verið þannig að fjölmiðlarnir, sem áttu að vera vakandi, voru handónýtir þegar á þeim þurfti að halda. Yfirborðsmennskan þar er líka pínlega áberandi. En kannski þarf maður ekki að vera hissa að auðmenn safni öllum fjölmiðlunum á sömu hendi og hafi þar með þetta mikilvæga afl í lófa sér og stýra fréttaflæðinu óbeint.
Mikið hafa þeir annars á samviskunni þeir sem stöðvuðu fjölmiðlalögin af. Þau voru mikilvægt mál á sínum tíma en voru stöðvuð af forseta Baugsveldisins, manninum sem hefur farið heimsreisuna með útrásarvíkingunum sem settu þjóðina á hausinn.
![]() |
Félag Jóns Ásgeirs keypti fjölmiðla 365 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.11.2008 | 11:09
Getur Baugur bjargað sér eða þjóðinni?
Greinilegt er að Baugsmenn eru hvergi bangnir í kreppunni, þó frekar sé farið að dofna yfir sælunni hér heima á Fróni. Mér fannst fréttin í gær um nýja verslunarmiðstöð í London mjög sérstök, enda virtist þar sem ekkert hefði bitið á þá félaga þó ekki sé langt um liðið síðan raunir þessa risa voru raktir í fjölmiðlum hér heima.
Enn er þó spurningum ósvarað um hver verði framtíð Baugs. Af breskum blöðum að dæma er erfitt að sjá hvort þar verði hægt að bjarga nokkru nema sjálfum sér við þessar aðstæður, þó reynt sé að mála litina regnbogans merkjum.
Nú ræðst allavega hvort þeir eru aflögufærir að leggja þjóðinni alvöru lið, sem eftir verður tekið, eða hvort þetta sé ein fjölmiðlakeppni við að halda andlitinu.
![]() |
Baugur getur staðið veðrið af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2008 | 11:01
Brown vissi af vandanum - sáu hrunið fyrir?
Annars er ágætt að vita hver vissi hvað og hvenær. Ég held að flestir hafi vitað mun fyrr en hrunið varð að af því myndi verða. Frásagnir af þessum fundi gefa til kynna að umræðuefnið hafi verið mun beinskeyttara en gefið var í skyn þegar fullyrt var að þetta hefði verið settlegt tespjall í Downingstræti?
![]() |
Aðvörunin verði rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2008 | 10:26
McCain vs. Obama > 3 dagar

Skoðanakannanir í Bandaríkjunum sýna mjög misvísandi skilaboð nú þegar þrír dagar eru til forsetakosninga. Í föstudagskönnun Zogby hefur McCain náð forystunni, 48-47, en er enn undir þegar teknir eru fleiri dagar inn í þá mynd. Eins og fyrr hefur komið fram hefur Obama leitt allar kannanir mjög traust og virðist eiga trausta stöðu í fylgismælingum í mörgum lykilríkjanna. Munurinn virðist þó vera að minnka á lokaspretti kosningabaráttunnar og hafa birst ríkismælingar sem sýna þá jafna víða á meðan Obama hefur náð að saxa á forskotið t.d. í Arizona, heimaríki McCain.
Barack Obama missti stjórn á skapi sínu í gær þegar paparazzi-ljósmyndarar eltu hann og dóttur hans Söshu um götur Chicago-borgar þegar Sasha fór í grímubúningi að syngja fyrir trick or treat á hrekkjavökunni, sem er nú um helgina. Eftir að ljósmyndarar höfðu náð nokkrum myndum sagði Obama að þeir væru búnir að ná sinni mynd og bað um að þau fengju að vera í friði. Ljósmyndararnir virtu þau tilmæli að vettugi og eltu þau þar til Obama sagði reiður að þetta væri orðið nóg. Lauk eltingaleiknum með því að Obama-feðginin fóru í hús til vinafólks síns.
John McCain kom fram á kosningafundum í Ohio í gær með píparanum Joe, sem margfrægur hefur orðið og setti mark sitt á þriðju og síðustu kappræðurnar. Virðist McCain leggja mikla áherslu á að virðast alþýðlegur og ná til alþýðufylgisins, sem var einn traustasti stuðningsmannahópur Hillary Rodham Clinton. Samkvæmt Zogby-könnuninni sem fyrr er nefnd hefur hann náð að bæta mikið við fylgi sitt í þeim markhópi og ennfremur meðal óháðra kjósenda. Eftir flokksþingið náði hann að bæta fylgið en missti það aftur í efnahagsþrengingunum í haust.
Frænka Barack Obama frá Kenýa komst í fréttirnar í gær. Hún hefur verið ólöglegur innflytjandi í landinu síðustu fjögur ár. Fjölmiðlamenn hafa stokkið á fréttina sem alvöru og hún verið mikið í sviðsljósinu. Kannanir gefa annars til kynna að hálftíma auglýsing Obama hafi ekki styrkt stöðu hans. Fylgið hafi ekki aukist með henni eins og sumir í Obama-hópnum áttu von á. Hún hefur verið umdeild og nefnd til skiptis snilld og peningabruðl.
Ferðadagbókin
McCain verður á ferð um nokkur ríki í dag en verður í kvöld í Saturday Night Live í New York - hann tekur semsagt á sig nokkurn krók frá kosningabaráttunni stóran hluta dagsins fyrir síðasta viðtal sitt við skemmtiþátt í kosningabaráttunni, þátt á kjörtíma, sem skiptir miklu máli.
Obama verður í dag í Nevada, Colorado og Missouri; ríki sem eru öll mikilvæg fyrir hann í baráttunni. Ef hann sigrar í þeim öllum er æ líklegra að hann muni vinna í Ohio, en þar ætlar að hann vera allan morgundaginn, t.d. á fjöldafundi með rokksöngvaranum Bruce Springsteen, en hann kom fram með John Kerry fyrir síðustu kosningar á lokasprettinum þá.
George W. Bush sést ekki á lokasprettinum í kosningabaráttunni frekar en fyrri daginn. McCain hefur aðeins komið fram þrisvar með honum síðan Bush studdi hann formlega í Rósagarði Hvíta hússins í marsmánuði, er hann hafði náð útnefningunni. Bush sést heldur ekki í þingslagnum. Enginn vill láta sjá sig nærri honum. Bush heldur sig fjarri miðpunkti átakanna og bíður í Washington eftir því sem verða vill.
![]() |
John McCain á enn möguleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2008 | 02:38
Brúðguminn drottnar yfir Edduverðlaununum
Mér sýnist nokkuð gefið mál að Brúðguminn fái Edduverðlaunin að þessu sinni sem besta myndin. Væntanlega mun hún fá slatta af fleiri verðlaunum með og einkum í leikflokkunum. Mér finnst stærsti gallinn við verðlaun eins og Edduna hvað það koma fáar myndir til greina og hvernig t.d. ein mynd getur tekið allt heila dæmið, enda stundum ein mynd dómínerandi í tilnefningunum. Mér finnst þó gleðiefni að hætta eigi að verðlauna saman leik í aukahlutverki í karla- og kvennaflokki. Þvílík vitleysa sem það var.
Annars er mikið af góðu efni tilnefnt. Leikna efnið í sjónvarpi hefur sjaldan verið meira spennandi og alvöru barátta þar um hnossið á milli Dagvaktarinnar, Svartra engla, Pressu og Mannaveiða. Loksins er alvöru úrval þar af góðu efni. Samt er óvissutími framundan í kreppunni en vonandi verður hægt að halda dampi í framleiðslu góðs efnis á næstu árum.
![]() |
Brúðguminn með 14 tilnefningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)