28.12.2006 | 14:36
Áramótaávarp útvarpsstjóra lagt af

Nú hefur Páll Magnússon, útvarpsstjóri, markað þá hefð að leggja af áramótakveðju Ríkisútvarpsins. Hann flutti slíka kveðju ekki í fyrra. Nú er ætlað að sýna jólatónleika Frostrósa á þessari stundu en dagskrá verður rofin á miðnætti til að hleypa að laginu Nú árið er liðið í aldanna skaut og niðurtalningu síðustu sekúnda ársins 2006 og þeirra fyrstu á árinu 2007 og að því loknu flytur Páll örstutta áramótakveðju frá RÚV. Þetta eru miklar breytingar vissulega, en kannski tímanna tákn að mjög mörgu leyti.
Eins og fyrr segir var áramótakveðjan í ræðuformi í raun lögð af í útvarpsstjóratíð Markúsar Arnar Antonssonar um aldamótin. Þá breyttist dagskráin í menningarlegt tónlistarprógramm þar sem farið var um landið og kynnt tónlistarmenning og landslag landsbyggðarhluta. Markús Örn fór um Eyjafjörð, Vestfirði og Austfirði og kynnti þar tónlistarmenn og sögu tónskálda á svæðinu. Á milli flutti hann stuttar kynningar um höfundana og sögu þeirra þeirra og svæðisins. Úr varð menningarleg upprifjun og ræðuformið hvarf, sem var vissulega nokkuð þarft. Ekki er stefnt að slíkri dagskrá nú.
Frægar voru áramótaræður Heimis Steinssonar, útvarpsstjóra á árunum 1991-1996, en hann flutti þar langar og mjög háfleygar ræður sem lengi verða eflaust í minnum hafðar. Margir misstu af megninu af þeim, enda eru flestir landsmenn á þessum tíma að skjóta upp flugeldum og að fá sér gott í glas væntanlega og spáðu lítið í alvarlegum útvarpsstjóra. Það var gott mál að mínu mati að leggja af það form dagskrár en það er nokkuð eftirsjá af menningardagskránni sem Markús Örn lagði upp með finnst mér.
En þetta er stíll Páls og það er bara eins og það er. Það er ávallt í höndum útvarpsstjóra hvernig þetta verður gert og þetta er vissulega tímanna tákn sem vekur mikla athygli.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2006 | 13:49
John Edwards í forsetaframboð
Það kemur engum að óvörum að John Edwards, fyrrum öldungadeildarþingmaður, gefi kost á sér í forsetakosningunum 2008, en hann tilkynnti um framboð sitt í dag í viðtali á NBC. Edwards gaf kost á sér í forsetakosningunum 2004 og náði góðum árangri í forvali demókrata. Hann náði þó ekki að tryggja sér útnefningu flokksins og varð að lokum að lúta í gras fyrir John Kerry, öldungadeildarþingmanni frá Massachusetts. Edwards þótti þrátt fyrir ósigurinn stjarna forkosninganna, enda tiltölulega óreyndur stjórnmálamaður.
6. júlí 2004, á afmælisdegi George W. Bush, tilkynnti John Kerry að hann hefði valið Edwards sem varaforsetaefni sitt. Með framboðinu gaf Edwards eftir sæti sitt í öldungadeildinni, ólíkt Joe Lieberman, varaforsetaefni Al Gore i forsetakosningunum 2000, sem valdi að fara bæði fram með Gore og í Connecticut, sem þótti niðurlæging fyrir Gore. Lieberman og Gore töpuðu kosningunum en Lieberman vann endurkjör í sínu heimafylki og hélt því sínum sess í öldungadeildinni fyrir vikið. Edwards var kjörinn í öldungadeildina fyrir Norður Karólínu árið 1998 og hann valdi frekar þann kostinn að hugsa eingöngu um baráttuna með Kerry.
John Edwards þótti standa sig vel við hlið Kerrys í forsetakosningunum 2004 og margir töldu þá draumateymið sem myndi tryggja demókrötum sigurinn. Margir fundu að við Edwards að hann væri óreyndur stjórnmálamaður utan sex ára sinna í öldungadeildinni, en hann þótti svara vel fyrir sig og vera öflugt varaforsetaefni. Hann þótti þó gloppóttur og t.d. þótti mörgum hann vera of kurteisan við Dick Cheney í kappræðum varaforsetaefnanna í október 2004. Svo fór að Kerry tapaði kosningunum, naumlega þó, en úrslitin í Ohio réðu að lokum úrslitum kosninganna. Eftir að Kerry viðurkenndi ósigur hefur Edwards verið lítið áberandi, enda utan beins vettvangs í stjórnmálum.
Edwards stefnir hátt nú. Vandinn nú virðist vera að meginþungi baráttunnar stefnir í áttina til Hillary Rodham Clinton og Barack Obama, sem hafa ekki tekið ákvörðun um framboð en flestir bíða nú eftir að taki ákvörðun. Jafnframt er orðrómur um framboð Al Gore, forsetaefnis demókrata árið 2000, og jafnvel Kerrys sjálfs, sem tapaði síðast. Væntanlega munu þau mál skýrast fljótt á nýju ári. Tæpir 13 mánuðir eru til fyrstu forkosninga demókrata fyrir forsetakosningarnar 2008. Línur fara því brátt að skýrast, en mikil óvissa er þó enn yfir. Í forsetakosningunum 2008 verða hvorki forseti og varaforseti í endurkjöri, svo að miklar breytingar blasa við hvernig sem kosningarnar fara.
Edwards virðist leggja óhræddur í slaginn. Það verður fróðlegt að sjá hvernig að honum gengur er á hólminn kemur. Fullyrða má að forkosningaslagur demókrata verði bæði óvæginn og hvass.
![]() |
John Edwards ætlar fram í forsetakosningum 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2006 | 12:40
Hvítþvegið einræðislýðræði í Túrkmenistan

Æðstaráðið valdi sex frambjóðendur, sem allir koma auðvitað úr sama flokknum og eru því fylgisveinar Túrkmenabashi um að ræða. Fyrirskipað er um að allt kjörið verði haldið undir styrkri stjórn stjórnvalda. Samkvæmt þeim mega þeir frambjóðendurnir nú hitta kjósendur og kynna stefnumál sín i fjölmiðlum, en það var ekkert áður sem heimilaði í lögum landsins eðlilega kosningabaráttu með kynningu á frambjóðendum með almennum hætti og það var auðvitað ekki, enda hefur ekki farið fram forsetakjör í landinu í tæpa tvo áratugi þar sem forsetinn var sjálfskipaður einræðisherra.
Niyazov ríkti í Túrkmenistan frá árinu 1985, á meðan það tilheyrði enn gömlu Sovétríkjunum. Persónudýrkun hans í nafni kommúnismans varð svo yfirþyrmandi að hann var ekki aðeins dýrkaður sem Guð væri þar og nefndur faðir allra landsmanna heldur var landið allt veggfóðrað af myndum af honum og hann var dýrkaður sem trúarleg fígúra væri.
Segja má að persónuleg dýrkun á einum dauðlegum manni hafi sjaldan verið meiri en einmitt í Túrkmenistan valdatíðar Túrkmenabasha. Það verður fróðlegt að sjá hver tekur við völdunum í svona kúguðu einræðisríki kommúnisma við þessar aðstæður sem nú eru.
![]() |
Ný kosningalög sett í Túrkmenistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2006 | 21:18
Kona ársins

Það er viðeigandi að hún sé valin Íslendingur ársins. Í huga mér er Ásta Lovísa kona ársins. Þvílíkur karakterstyrkur og einbeitni sem skín í gegn í baráttu hennar og framkomu við erfiðar aðstæður. Hún á virðingu okkar allra skilið. Í huga mér er hún maður ársins og ég mun velja hana í væntanlegri kosningu á Rás 2 á manni ársins í vikunni og hvet aðra til að gera slíkt hið sama.
![]() |
Ísafold velur Ástu Lovísu Íslending ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2006 | 19:33
Bubbi er alveg magnaður

Tónleikarnir sem haldnir voru á þeirri merku dagsetningu 060606 eru með þeim bestu hérlendis síðustu árin. Þar var farið yfir tæplega þriggja áratuga tónlistarferil Bubba, allar hljómsveitirnar sem hann hefur sungið með og öll ógleymanlegu lögin sem eftir standa á þessum glæsilega ferli sem Bubbi hefur átt. Þessir tónleikar eru merkileg upplifun, sérstaklega fyrir okkur sem höfum verið aðdáendur Bubba alla tíð. Hann hefur oft verið gríðarlega pólitískur og gengið langt, ég persónulega hef ekki alltaf verið sammála honum en met framlag hans til tónlistarinnar.
Það er auðvitað bara hreint og klárt afrek sem Bubbi skilar á þessum tónleikum. Þriggja tíma þéttur pakki og öflugt prógramm sem coverar feril Bubba. Ég horfði á tónleikana í beinni útsendingu á sínum tíma og fannst þeir flottir þá, þeir urðu enn flottari í DVD-pakkanum er ég sá þá í gærkvöldi. Þar er hægt að stilla betra hljóð og finna betri vinkla sem ekki voru til staðar í útsendingu Stöðvar 2 á 060606. Útkoman er tónlistarviðburður sem allir njóta sem meta tónlist Bubba. Það er erfitt að velja uppáhaldskafla tónleikanna en mér fannst þó standa upp úr kaflinn með Utangarðsmönnum og Egó.
Það er ekki laust við að ég hafi saknað eins besta lags Bubba í seinni tíð, lagið Fallegur dagur, en kaflinn með Bubba einum þar sem hann tekur nýjasta smellinn, Grafir og bein, og Rómeó og Júlíu er gríðarlega góður. En í heildina eru þetta auðvitað frábærir tónleikar með mörgum hápunktum sem vert er að njóta í alvöru myndgæðum og klassaumbúnaði sem er á þessari DVD-útgáfu sem er ómissandi í safnið fyrir alla unnendur tónlistar þessa fimmtuga alþýðupoppara.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2006 | 18:23
Ford jarðsunginn 2. janúar - viðhafnarútför í DC
Gerald Ford, 38. forseti Bandaríkjanna, sem lést í gærkvöldi, verður jarðsunginn í Washington þann 2. janúar nk. Hann verður kvaddur hinstu kveðju með formlegri viðhafnarjarðarför af sama tagi og Ronald Reagan fékk er hann lést í júní 2004. Mun hann hljóta heiðursvörð og kveðjustund með sama táknræna hættinum og var í tilfelli Reagans árið 2004 og Lyndon B. Johnson árið 1973. Kveðjuathöfn fer fram í Kaliforníu áður en kista hans verður flutt til höfuðborgarinnar á laugardag.
Lík Fords forseta mun liggja á viðhafnarbörum í Capitol Rotunda, hvelfingu bandaríska þinghússins í höfuðborginni, um áramótin, frá laugardegi til þriðjudagsmorguns. Að athöfn lokinni í dómkirkjunni í Washington verður líkkista Fords flutt til Michigan þar sem hann verður jarðsettur á forsetabókasafni sínu síðla þriðjudags. Ford var þingmaður Michigan í fulltrúadeildinni allan sinn þingmannsferil á árunum 1948-1973 og ákvað að þar skyldi hann hvíla. Forsetabókasafn hans var reist í Grand Rapids á níunda áratugnum.
Það er ákvörðun viðkomandi forseta hvort hann þiggur viðhafnarútför, en öllum þeim sem nokkru sinni taka við forsetaembættinu eða hljóta kjörna stöðu sem forseti hafa rétt á slíku. Ford ákvað fyrir þónokkru að hann vildi slíkt, ólíkt forvera hans á forsetastóli, Richard Nixon, sem ákvað frekar lágstemmda útför á forsetabókasafni sínu í Kaliforníu. Ólíkt er þó komið með útför sitjandi forseta, ef hann fellur frá meðan hann gegnir embættinu. Falli sitjandi forseti frá liggur líkkistan á viðhafnarbörum í Hvíta húsinu og hann fær þá heiðursvörð með mun meiri glæsibrag en aðrir forsetar. Það varð auðvitað síðast er John F. Kennedy var myrtur á forsetastóli árið 1963.
Eins og fram hefur komið hér í dag hafði Gerald Ford þá sérstöðu meðal forseta Bandaríkjanna að hljóta forsetaembættið ekki í kosningum meðal landsmanna og hann tapaði einu forsetakosningunum sem hann fór í sem formlegt forsetaefni. Hann sat þó á forsetastóli í tvö og hálft ár og kláraði kjörtímabil Richards M. Nixon, sem varð að segja af sér vegna Watergate-málsins í ágúst 1974.
Hann var staðfestur sem varaforseti af öldungadeildinni í desember 1973 í kjölfar afsagnar Spiro Agnew og varð fyrstur varaforseta Bandaríkjanna sem tilnefndur var handan forsetakosninga í samræmi við 25. grein stjórnarskrár Bandaríkjanna. Ford varð elstur allra forseta Bandaríkjanna í 220 ára sögu landsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2006 | 17:45
Völva Vikunnar spáir Geir forsæti í ríkisstjórn
Völvan spáir Margréti Sverrisdóttur áhrifum og lykilstöðu innan Frjálslynda flokksins og því að Kristinn H. Gunnarsson, núverandi alþingismaður Framsóknarflokksins, gangi til liðs við flokkinn. Þá er talað um að rysjótt veður verði á árinu og að Íslendingar þokist ekki nær inngöngu í Evrópusambandið, svo og að hvalveiðar breyti ekki því að fjöldi ferðamanna komi hingað.
Fróðlegir spádómar hjá Völvu Vikunnar, sérstaklega hvað varðar stjórnmálin. Alþingiskosningar eftir rúma fjóra mánuði og spennan magnast mjög vegna þess. Fróðlegt að sjá hvort Völvan verði sannspá.
27.12.2006 | 14:16
Gerald Ford fær viðhafnarútför - pólitísk arfleifð

Það er vissulega rétt að Ford var aldrei kjörinn af Bandaríkjamönnum, kjósendum sjálfum, til forsetasetu. Hann varð varaforseti í umboði þingsins eftir að Nixon valdi hann og tók svo við forsetaembættinu sjálfu í skugga harkalegra átaka forverans við hæstarétt og þingið í baráttu fyrir að halda völdum. Það er heill kapítuli að fjalla um Watergate-málið, en það verður ekki rakið hér enda tilheyrir það ekki Ford. Þessi merkilegu valdaskipti gera hann sögulega séð mjög merkilegan í ljósi þess að hann vann aldrei forsetakosningar. En hann var áberandi stjórnmálamaður í áratugi.
Ég hef farið yfir meginpunkta stjórnmálaferils Ford hér fyrr á þessum degi. Ég held að merkilegasta arfleifð Fords verði einmitt hversu vel honum tókst að endurreisa veg og virðingu forsetaembættisins eftir Watergate og græða sárin sem voru í þjóðarsálinni. Þegar að Ford varð forseti hafði öll pólitísk umræða verið orðin gegnumsýrð af Watergate, sem var í senn pólitískur örlagavaldur og mesta pólitíska hneyksli seinni tíma. Nixon hafði verið nær fastur í viðjum þess máls, allt annað féll í skuggann. Honum varð ekki sætt og forsetaembættið var undirlagt af átakalínum sem veiktu undirstöður þess. Ford vann merkilegt verk við að snúa vörn í sókn. En það blasir við öllum að hann tók við völdum við erfiðar aðstæður.
Eins og fyrr segir hér á vefnum fær Ford viðhafnarútför, að eigin ósk, en forsetum í sögu Bandaríkjanna býðst það. Oftast nær ákveður viðkomandi forseti þá tilhögun mála áður en hann deyr. Það verður í þriðja skiptið í tæp 34 ár sem slík athöfn fer fram. Lyndon B. Johnson, forseti, var kvaddur með viðhöfn í Washington er hann lést í janúar 1973 og 31 ári síðar var Ronald Reagan, forseti, kvaddur með sama hætti. Richard Nixon afþakkaði viðhafnarútför á sínum tíma og var kvaddur með athöfn á forsetabókasafni sínu í Kaliforníu þegar að hann lést árið 1994. Það verður nú fróðlegt að sjá hversu mikill umbúnaður verður utan um útför Fords, en útför Reagans var með öllum þeim glæsibrag sem mögulegt var.
Lík Fords mun liggja á viðhafnarbörum í Capitol Rotunda væntanlega fyrir vikulok, rétt eins og Reagan áður. Það eru nú rúm tvö ár síðan að ég fór í bandaríska þinghúsið og í hvelfinguna fyrrnefndu í för minni til Bandaríkjanna. Það var vissulega mikil upplifun að fara í bandaríska þinghúsið og skoða þennan merka stað. Þar angaði allt af sögu, en þinghúsið er stórglæsileg bygging, svo vægt sé til orða tekið og þar er hver hlutur táknmynd sögunnar.
![]() |
Bush segir Ford hafa verið mikilhæfan Bandaríkjamann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2006 | 13:41
Breytt pólitísk hlutverk Kristjáns Þórs

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í febrúar á þessu ári varð nokkuð sögulegt í huga margra sjálfstæðismanna hér. Ég hafði hugsað mér að fara frekar yfir það áður en árinu lýkur og vík betur að því sem þar gerðist þá. Í þessu prófkjöri nefndu tveir frambjóðendur; Elín Margrét Hallgrímsdóttir og Hjalti Jón Sveinsson, fyrsta sætið sem möguleika, en þau höfðu gefið út framboðsyfirlýsingu fyrir tilkynningu Kristjáns Þórs tveim dögum fyrir jól. Í prófkjörinu hlaut Kristján Þór fyrsta sætið með afgerandi hætti og hlaut bindandi kosningu auk Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur. Í kosningunum í maí tókst flokknum naumlega að verja sína fjóra bæjarfulltrúa.
Nú ári eftir þessa yfirlýsingu Kristjáns Þórs um að leiða Sjálfstæðisflokkinn blasa við starfslok hans í embætti bæjarstjóra og pólitísk vistaskipti. Hann mun láta af embætti bæjarstjóra á bæjarstjórnarfundi eftir þrettán daga og þá tekur Sigrún Björk við embættinu og Kristján Þór verður forseti bæjarstjórnar. Við blasa því þáttaskil í bæjarmálunum eftir níu ár Kristjáns Þórs á bæjarstjórastóli. Það er enginn vafi á því að bæjarstjórnarkosningarnar hér í vor voru erfiðar fyrir okkur sjálfstæðismenn. Við rétt mörðum að halda okkar hlut og munaði mjög litlu að fjórði maðurinn færi fyrir borð. Meirihlutinn féll og öllum ljóst að ekki yrði myndaður meirihluti án aðkomu annars vinstriflokkanna. Um tíma benti flest til hreins vinstrimeirihluta, en það varð sem betur fer ekki.
Það er öllum ljóst að hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki barist af krafti síðustu dagana fyrir kosningarnar hefði fjórði maðurinn farið fyrir borð og enginn hefði við okkur talað um meirihlutamyndun. Það er bara þannig. Þetta var varnarsigur miðað við skoðanakönnun örfáum dögum fyrir kosningar, en það var líka unnið hörðum höndum síðustu sólarhringana. Ég hef aldrei farið leynt með að listinn sem við buðum upp á í vor höfðaði ekki til allra hópa með þeim hætti sem þurft hefði, ef vel hefði átt að vera. Sú útkoma að hafna öllum ungliðum til framboðs í öruggt sæti varð okkur erfið og kostaði okkur mörg atkvæði ungs fólks sem fór á aðra flokka í meira mæli. Efsti ungliðinn var í áttunda sæti, sem er fjórða varasæti okkar nú.
Það er enginn vafi á því í mínum huga að við hefðum náð betri árangri með ferskari fulltrúa ofar, í fjórða eða fimmta sætinu. Þetta var þungur listi í kynningu og það sást betur eftir því sem á leið. En það er eins og það er bara. Menn tóku þennan valkostinn að þessu sinni og ekki fiskaðist betur þarna. En það leiddi líka til veikari stöðu flokksins og við misstum frá okkur oddastöðu okkar og höfðum ekki góða samningsstöðu. Við gáfum eftir með allt kjörtímabilið, enda ekki við það semjandi við Samfylkinguna að bæjarstjórastóllinn væri okkar til ársins 2010. Við það voru örlög Kristjáns Þórs í bæjarmálum í raun og sann ráðin. Það var þannig.
Kristján Þór er að halda á vettvang landsmálanna og leiðir listann þar í vor. Það verður fylgst vel með frammistöðu okkar þar og jafnframt hvernig að Sigrúnu Björk gengur sem bæjarstjóra. Það eru viss þáttaskil framundan fyrir okkur sjálfstæðismenn sem verður fróðlegt með að fylgjast næstu vikur og mánuði.
27.12.2006 | 07:15
Gerald Ford látinn

Gerald Ford á að baki stormasaman pólitískan feril og tók við forsetaembættinu á erfiðum tímum, bæði fyrir þjóðina og Repúblikanaflokkinn. Hann var þingmaður repúblikana í fulltrúadeildinni fyrir Michigan á árunum 1949-1973. Nær allan feril sinn þar voru repúblikanar í minnihluta, þeir náðu ekki meirihluta að nýju fyrr en árið 1994, og það með sögulegum hætti, en misstu hann aftur í nóvember 2006. Ford var leiðtogi minnihluta repúblikana í fulltrúadeildinni á árunum 1965-1973. Árið 1973 sagði Spiro Agnew, varaforseti í stjórn Richard M. Nixon, forseta, af sér embættinu vegna hneykslismála. Nixon ákvað að tilnefna Ford sem nýjan varaforseta (sá fyrsti tilnefndur í ljósi 25. greinar stjórnarskrár) og var hann staðfestur af öldungadeildinni í desember 1973.
Á þeim tíma sem Ford tók við varaforsetaembættinu var um fátt meira talað um Watergate-hneykslið, mál sem tengdist inn í helstu innviði stjórnkerfisins. Skref fyrir skref veikti málið sífellt stöðu Nixons forseta og lykilsamherja hans. Að því kom að sannanir sýndu svo ekki var um villst að Nixon vissi af málinu áður en hann hafði sagt áður. Honum varð ekki sætt eftir að þingið ákvað að stefna honum fyrir embættisafglöp og flest benti til að hann yrði rekinn frá embætti með skömm. Hann sagði af sér þann 9. ágúst 1974 og með því varð Ford fyrsti forseti Bandaríkjanna sem aldrei hafði verið kjörinn af landsmönnum sem forseta- eða varaforsetaefni. Hann tók við erfiðu búi. Stjórnkerfið var lamað vegna hneykslismála og erfiðleika.
Ford ákvað að náða Nixon skömmu eftir afsögn hans. Það olli miklum deilum og leiddi til óvinsælda forsetans sem náði aldrei að hrista skuggann af sér. Ford þótti vandvirkur stjórnmálamaður og standa sig vel miðað við flóknar aðstæður í forsetaembættinu, en hans biðu miklir erfiðleikar og lömuð ríkisstjórn hvað almenningsálitið varðaði, enda höfðu bæði forsetinn og varaforsetinn sem kjörnir voru í kosningunum 1972 hrökklast frá vegna alvarlegra hneykslismála. Staðan var breytt og forsendur mála við forsetakjörið 1972 hafði algjörlega breyst, enda hvorugur þeirra sem þá hlutu kjör eftir í embættum sínum. Tvisvar var reynt að ráða hann af dögum á forsetaferlinum.
Ford gaf kost á sér í forsetakosningunum 1976. Það gekk þó ekki auðveldlega fyrir hann að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni hans, en hann tókst á við Ronald Reagan, fyrrum ríkisstjóra í Kaliforníu, um útnefninguna og hafði betur eftir harðan slag. Forsetatign Fords réði þar úrslitum. Reagan átti síðar eftir að verða kjörinn forseti Bandaríkjanna í sögulegum forsetakosningum árið 1980, elstur forseta við völd og sat í átta ár. Ford valdi Bob Dole (sem varð forsetaefni repúblikana árið 1996) sem varaforsetaefni sitt. Tókst Ford á við Jimmy Carter, fyrrum ríkisstjóra í Georgíu, um embættið. Vann Carter nauman sigur á forsetanum eftir tvísýna og spennandi atkvæðatalningu.
Gerald Ford vék úr sviðsljósi stjórnmálanna, eftir tapið í forsetakosningunum 1976, er hann lét af embætti þann 20. janúar 1977, er kjörtímabili Richards M. Nixon lauk formlega. Til greina kom þó við forsetakosningarnar 1980 að Ronald Reagan myndi velja Ford sem varaforsetaefni sitt. Svo fór ekki og Reagan valdi George H. W. Bush í staðinn. Það er sennilega kaldhæðni örlaganna að eftir að Carter lét af embætti árið 1981, eftir að hafa tapað fyrir Reagan, urðu þau Gerald og Betty Ford perluvinir Jimmy og Rosalynn Carter.
Heilsa Ford var jafnan upp á hið allra besta. Hann fékk vægt heilablóðfall á flokksþingi Repúblikanaflokksins í Philadelphiu í Pennsylvaníu-fylki í ágúst 2000 og heilsu hans hrakaði jafnt og þétt eftir það. Þrátt fyrir að hann næði fullri fótavist eftir þau veikindi varð hann aldrei samur á eftir. Ford forseti kom ekki fram opinberlega síðustu mánuði ævi sinnar og var oft lagður inn á sjúkrahús síðasta hálfa árið með ýmis heilsufarsleg vandamál. Síðast kom hann fram opinberlega er Bush forseti heimsótti hann í vor á heimili sitt.
Ford forseti kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Betty Ford, í október 1948. Þau eignuðust fjögur börn. Hún tilkynnti formlega um lát eiginmanns síns í yfirlýsingu frá heimili þeirra, en þar lést Ford í faðmi fjölskyldu sinnar í gær. Laust eftir miðnættið sendi George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, út yfirlýsingu vegna andláts Fords forseta og hann mun ávarpa þjóðina frá Hvíta húsinu nú í morgunsárið.
Gerald Ford fór fram á viðhafnarútför þónokkru fyrir lát sitt og mun hann því liggja á viðhafnarbörum í Capitol Rotunda í þinghúsinu í Washington, líkt og Reagan í júní 2004, síðar í þessari viku væntanlega og verða jarðsunginn í dómkirkjunni í Washington. Gerald Ford hafði farið fram á að hann yrði jarðsettur við forsetabókasafn sitt í Grand Rapids í Michigan-fylki, heimafylki sínu, löngu fyrir lát sitt.
Gera má ráð fyrir að útför Ford forseta verði gerð frá Washington á laugardag eða strax eftir áramótin, en væntanlega verður hún fyrir 3. janúar, er þing á að koma aftur saman.
Æviágrip Gerald Ford á vef Hvíta hússins
![]() |
Gerald Ford fyrrverandi Bandaríkjaforseti látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2006 | 22:46
Notaleg jólakveðja frá Dominos

Í kvöldfréttum Sjónvarpsins nú á öðrum degi jóla var Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, að kvarta yfir þessum SMS-sendingum á aðfangadag og var ekki ánægður. Taldi hann þarna fyrirtækið vera að misnota sér aðstöðu sína á aðfangadegi. Ég er ekki sammála Jóhannesi. Mér fannst þetta góð kveðja frá fyrirtæki til viðskiptavina sinna. Ég get allavega ekki sagt að mér hafi langað í Dominos Extra á sjötta tímanum á aðfangadegi allavega.
Þetta er merkileg umræða. Eflaust finnst sitt hverjum um þessar skilaboðasendingar. Hvað mig varðar finn ég ekki að þessu. Mér finnst eðlilegt að Dominos sendi viðskiptavinum sínum kveðju og þakki fyrir viðskiptin á árinu. Ekkert nema gott um það að segja að mínu mati. Ég er því ekki beint sammála formanni Neytendasamtakanna í þessum efnum.
Sárasaklaus SMS-skilaboð á aðfangadag hafa varla leitt til þess að fólk sem beið eftir jólasteikinni hafi langað frekar í pizzubita á þessum degi og varla hefur þetta skaðað dómgreind fólks sem þegar hafði pantað sér pizzu frá fyrirtækinu.
Ég vil því nota tækifærið og senda innilega jólakveðju til Dominos. Það eru 110% líkur á því að ég panti mér pizzu þaðan á næsta ári.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.12.2006 | 16:06
Dauðadómur yfir Saddam Hussein staðfestur

Verður Saddam Hussein hengdur verði refsingunni framfylgt. Dómnum var þegar áfrýjað og nú, aðeins 50 dögum síðar, hefur áfrýjun þessa umdeilda einræðisherra, sem ríkti í Írak með harðri hendi á árunum 1979-2003, verið hafnað. Valdaferli Saddams, sem var skrautlegur og hefur verið innlifun í margar bækur og heimildarmyndir, lauk í innrás Bandamanna í landið í marslok 2003 en stjórnin féll með táknrænum hætti í kastljósi heimsfjölmiðlanna þann 9. apríl 2003.
Þrjú ár voru liðin þann 13. desember sl. frá því að Saddam var handtekinn í sveitahéruðum Íraks. Það markaði mikil tímamót, enda hafði honum tekist að komast undan í rúmlega hálft ár og töldu flestir þá að honum yrði aldrei náð. Handtakan var alheimsviðburður og flestum gleymist vart myndirnar af Saddam fúlskeggjuðum og hrörlegum, eftir flóttann og að hafa í raun þurft að lifa sem útigangsmaður væri til að komast undan þeim sem leituðu hans.
Ekki er hægt að segja að dauðadómurinn yfir Saddam Hussein komi óvænt. Það hefur eiginlega blasað við frá handtökunni í desember 2003 að það kæmi til þessarar stundar. Ég hef margoft sagt það í skrifum að ég er ekki hlynntur dauðarefsingum. Það er mjög einfalt mál. Ég verð þó fúslega að viðurkenna að mér er nákvæmlega sama um Saddam Hussein og er ekki mjög áhyggjufullur yfir hans örlögum. Þeir sem hafa lesið um verk hans á valdastóli og vinnubrögð gegn pólitískum andstæðingum eru ekki mjög umhyggjusamir um velferð hans. Ég hef lesið það mikið um pólitísk verk hans að ég ætla ekki að verja þann mann.
Öll munum við eftir fréttamyndunum sem sýndu aftökuna á Elenu og Nicolae Ceausescu, forsetahjónum Rúmeníu, í desember 1989. Við fall einræðisstjórnar þessa kommúnistaleiðtoga voru þau elt uppi sem hundar væru og þau skotin eftir snöggleg réttarhöld. Svipmyndirnar af líkum þeirra fóru um allan heim og vöktu verulega athygli. Rúmenar voru kúgaðir af þessari einræðisstjórn og þar var sú afstaða tekin að drepa þau áður en kommúnistar gætu byggt sig upp aftur. Óttinn um bakslag í byltingunni réði afstöðunni. Ég var tólf ára þegar að ég sá þessar fréttamyndir og þær sitja enn í mér. Ég skildi afstöðu þeirra, þrátt fyrir allt.
Það er erfitt að meta það hvort að einræðisherrar sem halda þjóð sinni í kúgun og drepi pólitíska andstæðinga sína verðskuldi örlög sem þau er þeir velja andstæðingunum og meta eigi þá betur. Þetta er mikið umhugsunarefni. Heilt yfir styð ég ekki dauðarefsingar og á erfitt með að tala fyrir því. En ég hef ekki samúð með Saddam Hussein og er nokkuð sama um hver örlög hans verða. Ekki kippi ég mér mikið við fréttir af þessari niðurstöðu og ætla ekki að tala gegn honum, það er mjög einfalt mál.
![]() |
Dauðadómur yfir Saddam Hussein staðfestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.12.2006 | 01:32
Sigurbjörn biskup og Vladimir Ashkenazy
Það var notalegt að horfa á sjónvarpið á þessu jóladagskvöldi. Þar var fremst í flokki tvenn góð viðtöl við Íslendinga sem sett hafa mark sitt á samtíð sína með ólíkum hætti síðustu áratugina. Báðir hafa fyrir löngu öðlast virðingu þjóðarinnar og öflugan sess í huga hennar.
Viðtal Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við hr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, var eitt hið besta sem ég hef lengi séð. Vandað og vel gert og Jóhanna Vigdís spurði mjög vel. Sigurbjörn biskup er líklega áhrifaríkasti maður íslensku þjóðkirkjunnar í aldir, hreint út sagt. Hann er einn merkasti Íslendingur 20. aldarinnar og áhrifamesti predikari þjóðarinnar frá upphafi kristni á Íslandi. Áhrif hans innan kirkjunnar eru óumdeild; sem kennari við guðfræðideild Háskóla Íslands og biskup Íslands í tvo áratugi mótaði hann kynslóðir presta og varð andlegur leiðtogi í huga landsmanna allra.
Sigurbjörn biskup varð 95 ára fyrr á þessu ári. Hann er mjög vel ern miðað við aldurinn; enn að, predikar og ritar reglulega greinar og íhuganir um trúarleg málefni. Hann talaði í viðtalinu um trúarleg málefni, samtíð sína allt frá unglingsárunum í Meðallandi og til þess tíma að hann vann sem kennari í guðfræðideildinni og biskup þjóðkirkjunnar og um stöðu mála nú á dögum. Hann er einn þeirra manna sem hafa þá náðargáfu að tala af visku og kærleika svo að fólk hlustar. Sigurbjörn biskup talaði fumlaust og af visku í þessu viðtali sem fyrr. Það er þjóðinni mikilvægt að eiga andlegan leiðtoga á borð við hann.
Amma mín, Sigurlín Kristmundsdóttir, var ein trúaðasta kona sem ég hef nokkru sinni kynnst og mun nokkru sinni kynnast á minni ævi. Hún kenndi mér að meta og virða kristna trú og það sem felst í henni. Þann fjársjóð met ég alla ævi og virði. Hún kenndi mér líka að virða og meta Sigurbjörn Einarsson biskup. Hún bar alla tíð óttablandna virðingu fyrir honum og vitnaði oft í predikanir og trúarleg verk hans. Þau mat hún mjög og að hennar mati var Sigurbjörn besti leiðtogi þjóðkirkjunnar, hann var að hennar mati sá fulltrúi hennar sem mest áhrif hefði haft ef undan eru aðeins skildir þeir sem fyrst mörkuðu spor kristni á Íslandi.
Mér fannst ómetanlegt að horfa á þetta viðtal. Það var innihaldsríkt og heilsteypt. Sigurbjörn hefur markað sér þau áhrif sem mest má meta og hann mun njóta virðingar þjóðarinnar svo lengi sem menn minnast hans og trúarlegra starfa hans. Það er að ég tel leitun að þeim mönnum sem merkari skref munu skilja eftir sig eftir sinn dag. Þetta viðtal sannfærði mig og eflaust alla aðra sem á það horfðu hversu stór sess hans er og hversu stór hann muni verða í sögu þjóðarinnar. Það er ekki hægt annað en að þakka Ríkissjónvarpinu innilega fyrir þetta viðtal og að gefa okkur þessa kvöldstund með Sigurbirni.Síðla kvölds horfði ég á upptöku af viðtalsþætti Jóns Ársæls Þórðarsonar við meistara Vladimir Ashkenazy á Stöð 2. Þar var rætt við Ashkenazy og eiginkonu hans, frænku mína, Þórunni Jóhannsdóttur, sem ættuð er frá Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal. Það er óþarft að kynna hann fyrir landsmönnum. Í áratugi hefur hann verið einn litríkasti hljómsveitarstjóri og tónsnillingur okkar. Þetta var virkilega gott viðtal. Jón Ársæll hefur það til að bera að geta spurt réttra spurninga og fært okkur karakter og hugsanir viðmælandans fölskvalaust. Jón Ársæll er enda sálfræðingur að mennt og virkar oft á mann sem slíkur á viðtölunum sínum er hann ræðir við gesti sína í þáttunum. Minnir oft á Jónas Jónasson satt best að segja.
Vladimir hefur verið íslenskur ríkisborgari í yfir þrjá áratugi. Hann hefur gefið tónlistarmenningu okkar mikið og verið okkur Íslendingum mikils virði. Ég lít á Vladimir sem Íslending. Hann er Íslendingur og hefur verið glæsilegur fulltrúi okkar alla tíð eftir að hann giftist Þórunni og varð Íslendingur í hjartanu. Í viðtalinu talaði hann um viðskilnaðinn við Sovétríkin sálugu og vék að heimalandinu eins og það lítur út í dag handan einokunar og einræðis kommúnista. Er ég sammála honum í lýsingum hans um Pútín og stjórn hans. Þar er ekki á réttri leið farið til frelsis og því miður minna tilburðir þeirrar stjórnar oft á einræði. Það er sorglegt. Vladimir ræddi um fleiri mál með athyglisverðum hætti.
Þessi tvö viðtöl voru heilsteypt og vönduð - viðeigandi á jóladagskvöldi. Síðla kvölds var svo besta mynd hátíðanna til þessa sýnd - The Aviator í leikstjórn meistara Martin Scorsese (sem átti að hljóta óskarinn á sínum tíma). Yndisleg fimmföld óskarsverðlaunamynd og gríðarlega vel gerð, ramma fyrir ramma. Það var notalegt að sjá enn og aftur stórfenglega óskarsverðlaunaða túlkun Cate Blanchett á drottningu kvikmyndanna, Katharine Hepburn, og svipmikla túlkun Leo DiCaprio á sérvitringnum eftirminnilega, Howard Hughes.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2006 | 17:44
Hátíðleg jólastund
Aðfangadagskvöldið var stund hátíðleika og helgi í huga mér og eflaust allra annarra sem vefinn lesa. Kl. 18:00, eftir að hafa óskað hvoru öðru gleðilegra jóla, var borðaður notalegur og góður matur. Svo tóku við hefðbundnar stundir að lesa jólakortin og opna pakka. Það er hefð á mínum slóðum lífsins að lesa kortin á undan og fara svo í pakkana. Ég held að ég hafi aldrei fengið eins mörg kort og var nú á þessum jólum. Yngstu fjölskyldumeðlimum fannst mjög merkilegt að ég skyldi fá jólakort frá sjálfum forsætisráðherranum þessi jólin, en það hefur nú vissulega gerst áður.
Eftir hefðbundnar stundir var kveikt á sjónvarpstækinu og horfðum við saman á aftansöng jóla í Ríkissjónvarpinu. Þar predikaði biskup Íslands, Hr. Karl Sigurbjörnsson, í Áskirkju þar sem bróðir hans, Árni Bergur Sigurbjörnsson heitinn, var prestur í áratugi. Það var hugheil og vel mælt predikun eins og Karls er von og vísa. Sterkast við Karl á biskupsstóli hefur mér alla tíð þótt hversu góður predikari hann er. Þegar að hann talað er mælt af innlifun og sannri meiningu. Tókst honum mjög vel til og tónlistin var stórfengleg. Þetta var notaleg og góð stund á aðfangadagskvöld.
Kl. 23:30 fór ég í Akureyrarkirkju, sóknarkirkjuna mína í miðnæturmessu. Miðnæturmessan bar yfirskriftina englamessa. Þar predikaði sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Mæltist honum vel og var predikun hans vönduð og vel flutt. Mér líkar mjög vel áherslur og verk Óskars Hafsteins á prestsstóli hér og tel hann mjög öflugan í sínum verkum Kammerkórinn Hymnodia söng og var Eyþór Ingi Jónsson organisti þessa heilögu kvöldstund í aðdraganda jólanætur, heilögustu næturstundar ársins. Hymnodia fór algjörlega á kostum. Nýlega söng söngflokkurinn með Óskari Péturssyni á geislaplötu hans og brilleraði þar. Frábært að hlusta á þau syngja.
Er heim kom hlustaði ég á upptöku af söngskemmtun Hvítasunnusafnaðarins sem var flutt á sama tíma og ég var á miðnæturmessunni. Það er stórfenglegt að hlusta á jólatónleika Hvítasunnumanna og er á hverju ári. Þvílík tónfegurð og þvílík listagáfa af Guðs náð. Þetta voru stórfenglegir tónleikar og þeir fylltu mann gleði og krafti. Þetta var yndislegt, í einu orði sagt. Sérstaklega var notalegt að hlusta á Björgvin Halldórsson syngja með Gospelkórnum nokkur jólalög. Heims um ból í blálok söngskemmtunarinnar var svo listilega vel flutt. Þeir Hvítasunnumenn eiga heiður skilið fyrir glæsilega tónleika sína og vandað yfirbragð þeirra.
Ég fór að sofa fljótlega eftir tónleikana, enda var maður eiginlega úrvinda eftir síðustu daga. Mikið um að vera og notalegt að hvíla sig vel. Nú í dag hefur maður farið vel yfir jólagjafirnar. Það er svona handan við hornið að byrja að lesa nokkrar eðalbækur sem ég fékk í jólagjöf. Þar eru efstar á lestrarlistanum ævisaga sr. Matthíasar Jochumssonar, sóknarprests og heiðursborgara okkar Akureyringa, en ævisaga hans er listilega rituð af Þórunni Valdimarsdóttur, Óvini ríkisins eftir Guðna Th. Jóhannesson, og Skáldalíf eftir Halldór Guðmundsson, þar sem lýst er ævi Gunnars Gunnarssonar og Þórbergs Þórðarsonar. Allar eru tilnefndar til bókmenntaverðlaunanna.
Svo fékk ég mynddiska með stórfenglegum tónleikum Björgvins Halldórssonar og Bubba Morthens. Alveg yndisleg tónlist. Leit aðeins á tónleika Björgvins. Alveg meistaralegur umbúnaður utan um tónleikana og ekki feilnóta slegin. Björgvin kann sitt fag. Bubbi sló í gegn með tónleikunum sínum í sumar sem endanlega sönnuðu kraft hans og snilli. Þetta eru algjörir kóngar í íslenskri tónlist í dag. Engin spurning. Auk þess fékk ég frá Krissa bróður þrjá mynddiska í öskju um sögu 20. aldarinnar. Það myndefni heillaði mig mest og ég horfði á einn diskinn nú eftir hádegið áður en haldið er út í jólaboð. Krissi þekkir mig og veit hvað ég vil. Yndislegir diskar sem ég gleymdi mér yfir. :)
En semsagt, yndisleg og góð jól - hátíð í bæ. Vona að þið hafið það öll sem best á þessum hátíðlega tíma.
Gleðileg jól!
![]() |
Íhugun og ró á aðfangadag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2006 | 16:00
Gleðileg jól

Framundan er hátíðlegasti tími ársins, trúarhátíð kristinna manna um allan heim. Jólin eru í senn hátíð ljóss og friðar. Á slíkri hátíðarstundu hugsum við flest hlýlega til okkar nánustu og fjölskyldur hittast og eiga saman notalega stund.
Ég færi öllum lesendum vefsins mínar innilegustu óskir um góða og gleðilega jólahátíð!
jólakveðjur frá Akureyri
Stefán Friðrik Stefánsson
Í dag er glatt í döprum hjörtum,
því Drottins ljóma jól.
Í niðamyrkrum nætur svörtum
upp náðar rennur sól.
Er vetrar geisar stormur stríður,
þá stendur hjá oss friðarengill blíður,
og þegar ljósið dagsins dvín,
oss Drottins birta kringum skín.
Oss öllum mikinn fögnuð flytur
sá friðarengill skær:
Sá Guð, er hæst á himni situr,
er hér á jörð oss nær.
Sá Guð, er ræður himni háum,
hann hvílir nú í dýrastalli lágum,
sá Guð, er öll á himins hnoss,
varð hold á jörð og býr með oss.
Guðs lýður, vertu' ei lengur hræddur
og lát af harmi' og sorg.
Í dag er Kristur Drottinn fæddur
í Davíðs helgu borg.
Hann fjötrum reifa fast er vafinn,
í frelsi barna Guðs svo þú sért hafinn.
Hann þína tötra tók á sig,
að tign Guðs dýrðar skrýði þig.
Á himni næturljósin ljóma
svo ljúft og stillt og rótt,
og unaðsraddir engla hljóma
þar uppi' um helga nótt.
Ó, hvað mun dýrðin himins þýða,
og hvað mun syngja englaraustin blíða?
Um dýrð Guðs föður, frið á jörð
og föðurást á barnahjörð.
Ó, dýrð sé þér í hæstum hæðum,
er hingað komst á jörð.
Á meðan lifir líf í æðum,
þig lofar öll þín hjörð.
Á meðan tungan má sig hræra,
á meðan hjartað nokkuð kann sig bæra,
hvert andartak, hvert æðarslag
Guðs engla syngi dýrðarlag.
Valdimar Briem
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2006 | 15:34
Yndislegur aðfangadagur

Nú eftir hádegið fór ég upp í kirkjugarð. Þar hvíla vinir og ættingjar sem ég met mikils. Það er við hæfi að minnast þeirra á þessum degi. Það var notalegt og gott veður þegar að ég fór þangað með friðarljós og átti þar notalega stund í góðri ró og sannkallaðri kyrrð.
Það hefur alla tíð verið rík hefð hjá mér og mínum fyrir því að fara upp í garð og að leiðum þeirra sem maður metur mikils. Þetta tel ég grunnatriði á þessum degi að sinna. Ég get ekki haldið gleðileg jól, nema að hafa sinnt þessu. Eftir þessa notalegu stund var gott að fá sér heitt kakó og smákökur. Nú tekur svo heilagasta stund ársins við.
Gleði í sálinni fæst með svo mörgu, mest að ég tel með að gefa af sér, bæði kærleika og góðan hug til annarra. Kærleikur er ekki mældur í peningum, hann er ómetanlegur. Fólk nær aldrei árangri í lífi sínu nema með því að hugsa um aðra á mikilvægum stundum, gefa af sér einhvern hluta af góðu hjartalagi í það minnsta.
Ég hef oft farið eftir þessu og það á best við á jólunum, á heilögustu stund ársins.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2006 | 11:44
Jólahugleiðingar

En aðventan getur hinsvegar verið öllu þungbærari. Fæstir nýta því miður desembermánuð til þess að bíða og hugleiða raunverulegan anda jólanna, eins og hugtakið aðventa vísar til. Því miður getur streitan sem fylgir ansi oft jólaundirbúningnum verið gífurleg. Fólk gleymir sér í skreytingum, jólakortaskrifum, jólabakstri, gjafakaupum og búðarrápi, svo fátt eitt sé nefnt. Í slíku andrúmslofti, sem getur skapast við þess háttar aðstæður, er mjög brýnt að minnast þeirra sem að þarfnast hjálpar okkar með.
Mörgum finnst það spilla heilagleika jólanna hversu snemma verslanir taka að kynna jólin og auglýsingamennskan vegna þeirra hefst. Dæmi má nefna að það var upp úr miðjum októbermánuði sem jólavörur fóru að verða áberandi í verslunum í Reykjavík. Í byrjun desember taka síðan jólaseríur heimilanna að prýða glugga íbúðarhúsanna. Þetta er orðin nokkuð venjubundin þróun og eftirtektarverð. Mörgum finnst að jólin komi með þessu of snemma og heilagleiki þeirra verði minni en ella. Það er þó almenn skoðun að jólaljósin og jólaandinn lýsi upp mannlífið - gleði hátíðarinnar marki jákvætt andrúmsloft.
Það er megininntak hátíðar kristinna manna að þau færa okkur hamingju og ánægju - færa okkur tækifæri til að njóta gleði. Jólahátíðin lýsir upp hvunndaginn og færir okkur hið gullna tækifæri að njóta gleðistunda með ástvinum og gleyma daglegu amstri. Víða þurfum við því miður að horfa í fjölmiðlum á fréttir af eymd og fátækt um heiminn. Gott dæmi er örbirgðin víða í þróunarlöndunum og slæm staða blasir t.d. víða við í vanþróuðum löndum í kjölfar náttúruhamfara eða annarra vandamála sem setur mark sitt á þjáð samfélagið. Vonandi hafa margir gefið sitt af mörkum í söfnun Hjálpastarfs kirkjunnar - stuðlað að velferð annarra í aðdraganda jólahátíðar.
Það hlýjar um hjartaræturnar að gleðja vini og ættingja með notalegum kveðjum í jólakortum, fallegum gjöfum og njóta gleðistunda saman nú um hátíðirnar. Við megum þó ekki gleyma þeim sem eiga um sárt að binda, þeim sem minna mega sín. Besta gjöfin sem við getum gefið okkar nánustu er kærleikur og ástúð. Hinn sanni jólaandi er jú umfram allt fólginn í því að stuðla að velferð annarra - tryggja að allir njóti gleði í hjarta á þessum heilaga tíma - á trúarhátíð kristinna manna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2006 | 13:12
Lestur jólakveðjanna hafinn á Rás 1

Mér finnst það algjörlega ómissandi þáttur í lokahluta jólaundirbúningsins að hlusta á lestur jólakveðjanna, sem berast af öllu landinu og erlendis og skreyttar með fallegum jólalögum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2006 | 04:10
Vandræðalegt fyrir Jón Baldvin

Það vakti vissulega mikla athygli í Kastljósviðtalinu hversu vandræðalegur Jón Baldvin varð við að ræða um heimildarmanninn sem gat ekki staðfest orð Jóns Baldvins, er hann hafði eftir honum áður. Jafnframt er athyglisverð sú uppljóstrun að heimildarmaðurinn var hættur störfum á því tímabili sem Jón Baldvin talaði um sem það er hann átti að hafa verið hleraður meðan að hann var utanríkisráðherra.
Það er ekki undarlegt að ríkissaksóknari hafi tekið þessa ákvörðun. Það er ekkert haldbært sem staðfestir að Jón Baldvin hafi verið hleraður á þessum tíma og heimildarmenn JBH eru vægast sagt gloppóttir. Það er með ólíkindum að JBH hafi ekkert meira í höndunum. Það er svona eins og hann hafi jafnvel haldið að uppljóstranir hans í október væru jafnvel teknar sem hvert annað djók. Hvað stendur annars eftir í málinu? Ekki neitt satt best að segja. Jón Baldvin hefur svo sannarlega veikst verulega vegna þessa máls og niðurstaða Ríkissaksóknara þarf varla að koma á óvart í ljósi þess sem haldbært telst í málinu.
Já, þetta var vandræðaleg vika fyrir Jón Baldvin.
![]() |
Ekkert sem studdi ummæli um hleranir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2006 | 01:47
Notalegur dagur í aðdraganda jólanna
Þetta var virkilega notalegur og góður afmælisdagur, frekar lágstemmdur og fínn. Engin veisla að ráði, nema þá bara svona í smáskömmtum. Passaði mig á því að reyna að vera sem minnst við tölvu í dag og skrifaði sem allra minnst. Fór á milli staða í bænum og var að hitta gott fólk og slappa vel af, eftir því sem frekast var unnt.
Í morgun hittumst við nokkrir góðir vinir og fengum okkur gott kaffi og bakkelsi á Bakaríinu við brúna. Fínt spjall og skemmtilegt andrúmsloft. Um nóg að tala. Pólitíkina bar þar auðvitað aðeins á góma, þó að hún sé sem betur fer að komast í sem mest jólafrí. Svo vorum við auðvitað að ræða bara bæjarmálin, sem er ekkert undarlegt, núna þegar að aðeins rúmur hálfur mánuður er í bæjarstjóraskipti hér.
Fór í heimsókn til Hönnu ömmu eftir hádegið. Ég fer þangað svo aftur á morgun en það er hefð hjá mér að ég fer alltaf til hennar á Þorláksmessu í skötuveislu með pabba og þar hittumst við í föðurfjölskyldu minni og spjöllum vel saman og förum yfir málin. Síðdegis leit ég í miðbæinn í JMJ til Ragnars Sverrissonar kaupmanns. Það gengur víst ekki að fara í jólaköttinn eins og við segjum og það er best að fara til Ragga og kippa því í liðinn. Við Raggi erum samherjar með bæjarmálavefritið pollurinn.net og við ræddum því auðvitað bæjarmálin fram og til baka. Við erum menn með skoðanir og því gaman að ræða málin.
Eftir það fékk ég mér góðan labbitúr um miðbæinn, hitti góða vini og naut þess í rólegheitum að fara um og spjalla við ýmsa sem maður þekkir. Það koma ekki jól í huga mér fyrr en eftir skemmtilegt miðbæjarrölt síðustu kvöldin fyrir jólin, hitta fólk, fara á kaffihús, fá sér heitt kakó og kynna sér miðbæjarbraginn. Mér finnst hafa dofnað mikið yfir miðbænum okkar, því er nú verr og miður. Það er vonandi að nýtt miðbæjarskipulag sem komið hefur til eftir íbúaþingið fyrir tveim árum marki grunninn að þeim miðbæ sem ég og við flest viljum sjá!
Um kvöldmatarleytið fórum við nokkur saman á Greifann og fengum okkur að borða fínan kvöldmat í tilefni afmælis míns. Ekkert jafnast annars á við að fá sér að borða á Greifanum, frábær veitingastaður sem ég fer oftast á þegar ég fer út að borða hér. Þetta vita að sjálfsögðu allir sem fara á Greifann. :) Síðla kvölds komu nokkrir góðir gestir og fín stemmning auðvitað þar. Notalegt og gott.
Á morgun fer maður svo í þetta hefðbundna; hlustað á jólakveðjurnar á RÚV, fengið sér skötu og rölt um miðbæinn á skemmtilegasta kvöldi ársins. Ég er búinn að öllu nema kaupa upp í matinn, svo að það er ekkert panik á mér. :)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)