29.5.2007 | 15:58
Skeytasendingar milli Íslands í dag og Kastljóss
Hvassyrtar skeytasendingar ganga nú á milli Steingríms Sævarrs Ólafssonar, ritstjóra Íslands í dag á Stöð 2, og Þórhalls Gunnarssonar, ritstjóra Kastljóss, um vinnubrögð hjá Ríkisútvarpinu. Steingrímur sakaði á vef sínum í dag Þórhall sem ritstjóra Kastljóss og dagskrármála Ríkissjónvarpsins um að standa í hótunum við fólk. Þórhallur hefur svarað fullum hálsi í fjölmiðlum nú eftir hádegið og segir skrif Steingríms vera tilhæfulaus með öllu.
Þetta eru mjög merkileg skot sem ganga þarna á milli. Steingrímur Sævarr ítrekar orð sín eftir ummæli Þórhalls og þarna er stál í stál og hvorugur gefur eftir. Það er skiljanlegt að það sé kalt á milli aðila, enda eru þetta þættir í samkeppni um áhorf. Þeir eru þó ekki á nákvæmlega sama tíma en dekka báðir tímann fyrir og eftir kvöldfréttatíma stöðvanna á milli sjö og átta. Það er auðvitað ekkert nýtt að tekist sé á um viðmælendur en þetta er nokkuð nýtt sjónarhorn að yfirmaður annars þáttarins beri það á borð að viðmælendum sé beinlínis hótað.
Það er ólíklegt að Steingrímur Sævarr og Þórhallur verði sammála um þessi mál. Það er þó greinilegt að harkan milli þáttanna er að aukast og ekki við því að búast að friðarandi sé þar á milli, en þetta er þó ansi hörð deila sýnist manni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 14:21
Áberandi tímamót í íslensku viðskiptalífi

Þetta er augljóslega mikill fengur fyrir bankann, enda er þetta maður með umtalsverða reynslu og greinilega mjög fær á sínu sviði. Ég man ekki til þess að erlendur maður hafi áður stýrt íslensku fyrirtæki af þessu tagi. Þetta er því nýr kafli sem er að opnast í íslensku viðskiptalífi og gott sýnishorn á það hversu alþjóðlegur bransinn er orðinn.
![]() |
Ráðning nýs forstjóra Straums-Burðaráss sögð marka tímamót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.5.2007 | 12:43
Ótrúlegur árangur
Rósa Björk þessi sem fréttin er um er að ég held dóttir Þórólfs Árnasonar, forstjóra og fyrrum borgarstjóra. Þannig að ekki á hún langt að sækja það að vera snjöll. Það er alltaf gaman af svona fréttum og vita að alltaf hækka mörkin og alltaf getur snilldin verið meiri en þeirra sem setja mörkin áður. Gaman til þess að vita að æska landsins er það klár.
![]() |
Með hæstu einkunn í sögu MH |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2007 | 02:17
Þrælöfugt barnaefni

En samt sem áður finnst mér þetta nú svona frekar kostulegt allt saman. Þetta hefur í mínum augum alltaf verið barnaefni og ég hef ekki það suddalega sýn á lífið og tilveruna að sjá vísbendingar um samkynhneigð í þessum þáttum, það litla sem ég hef vissulega séð til þeirra. Öll höfum við eflaust okkar sjónarhorn á þætti af þessu tagi, en ég held að flestir hafi gapað af undrun yfir þessum ummælum. Enda hafa þau hlotið mikla umfjöllun að því er virðist um allan heim eftir því.
Ég efast um að krakkar sem horfa á þessa þætti skaðist andlega af áhorfinu og ennfremur efast ég um að þau fari að íhuga samkynhneigð yfir þættinum, sem stendur í eitthvað um 20-25 mínútur að ég held. Heilt yfir er þetta bara fyndin umræða finnst mér. Þetta hefur þó fengið þónokkra umfjöllun um allan heim. Í umfjöllun á vef BBC er vel fjallað um meginatriðin.
Heilt yfir finnst mér þetta þó eins og fyrr segir jafnfáránlegt og Smáralindarblaðsumræðan fyrir nokkrum mánuðum og efast um að þessir þættir verði merktir sem þrælöfugt barnaefni.
![]() |
Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2007 | 20:21
Hvað verður um Sturlu Böðvarsson eftir tvö ár?

Það blasir við að ráðherraferli Sturlu er lokið og hann hefur ekki möguleika til að taka sæti í ríkisstjórn á þeim þáttaskilum nema þá að einhver af ráðherrum stjórnarinnar rými til fyrir honum. Ekki eru miklar líkur á að hann fari þangað aftur. Það virðist ekki líklegt í stöðunni nema þá að til hafi komið einhver flétta við myndun stjórnarinnar. Það bendir ekkert til þess að svo sé.
Eftir tvö ár hefur Sturla Böðvarsson verið alþingismaður í heil 18 ár. Hann var ráðherra samgöngumála í átta ár og tekur nú við forsetastöðunni sem er almennt metið sem ráðherraígildi. Það er að margra mati álitið endastöð stjórnmálanna fyrir flesta, eins og ég vék að hér fyrr í dag. Það er harla ósennilegt að Sturla vilji verða óbreyttur þingmaður árið 2009.
Það vakti athygli margra að á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á fimmtudag, þar sem Sturla lét formlega af ráðherraembætti, sagði hann aðspurður um framtíðina að fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að verða atvinnulaus - hann væri viss um að þá fengi hann stöðu sem myndi duga sér best. Þetta voru mjög opin orð og gáfu margt í skyn og gerðu fátt annað en auka spurningamerkin í stöðunni.
Fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi er Herdís Þórðardóttir, mágkona Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Það er ekki ósennilegt að Herdís taki sæti á Alþingi við vistaskipti Sturlu, en þá verður hann að fá verkefni við hæfi, að eigin sögn. Þetta voru að mínu mati skilaboð um það að Sturla vill fá krefjandi verkefni í stöðunni sem þá blasir við. Ég get ekki ímyndað mér að í því felist óskir um að vera óbreyttur alþingismaður.
Eftir tvö ár verður Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, sjötugur. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hver muni taka við af honum eftir tvö ár. Það er varla furða að nafn Sturlu beri á góma, en þar eru svo sannarlega verkefni sem Sturla hefur áhuga á að sinna - þar eru líka málefni sem skipta Norðvesturkjördæmi miklu máli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.5.2007 | 14:22
Mun Jóhanna afsala sér ráðherrabílnum?

Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir aftur tekið sæti í ríkisstjórn, eftir þrettán ára fjarveru. Það er að margra mati mikið pólitískt afrek fyrir Jóhönnu eftir allt sem á undan er gengið og fjöldi fólks talar um að tími Jóhönnu sé kominn aftur. Er það ekki undrunarefni, enda hefur Jóhanna gengið í gegnum margt á þessum árum. Sundrungin innan Alþýðuflokksins markaði endalok ráðherraferils hennar og ekki síður Jóns Baldvins og kratanna. En nú eru aðrir tímar.
Það verður athyglisvert að sjá hvort að Jóhanna Sigurðardóttir muni afsala sér ráðherrabílnum og bílstjóranum og gerir hið sama og hún gerði er hún var síðast ráðherra.
28.5.2007 | 13:36
Verður Shimon Peres næsti forseti Ísraels?

Peres, sem er kominn vel á níræðisaldur, er einn af lykilmönnum ísraelskra stjórnmála á 20. öld og var í áratugi áhrifamaður innan ísraelska Verkamannaflokksins. Peres sagði skilið við Verkamannaflokkinn í ársbyrjun 2006, eftir að hafa tapað fyrir Amir Peretz í leiðtogakjöri. Hann fylkti þá liði með fyrrum pólitískum andstæðingi sínum, Ariel Sharon, og stofnaði með honum Kadima-flokkinn og hefur verið aðstoðarforsætisráðherra Ísraels í nafni hans frá vorinu 2006.
Það hefur hinsvegar lengi háð Peres að honum tókst aldrei að leiða Verkamannaflokkinn til sigurs í þingkosningum. Hann hefur verið forsætisráðherra Ísraels þrisvar en alltaf tapað stólnum svo í kosningum. Hann var forsætisráðherra 1976-1977, 1984-1986 og að lokum 1995-1996. Hann tók í síðasta skiptið við embættinu eftir morðið á Yitzhak Rabin í nóvember 1995. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels með Yasser Arafat og Rabin árið 1994, í kjölfar sögulegs friðarsamkomulags, sem síðar rann út í sandinn. Hann nýtur virðingar um allan heim fyrir þau verk sín.
Árið 1993 kom Shimon Peres, þá utanríkisráðherra Ísraels, í opinbera heimsókn hingað. Í mótmælaskyni við Peres og ísraelsk stjórnvöld afþökkuðu forystumenn þáverandi stjórnarandstöðuflokka, meðal þeirra voru Ólafur Ragnar Grímsson, núv. forseti Íslands, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, núv. utanríkisráðherra, að sitja kvöldverðarboð Davíðs Oddssonar, þáv. forsætisráðherra, honum til heiðurs. Mánuði eftir heimsókn Peres tókust sögulegar sættir milli Ísraela og Palestínumanna, eftir umfangsmiklar samningaviðræður í Noregi.
Það var ógleymanlegt samkomulag, innsiglað með frægu handabandi Rabin og Arafat í Washington. Það vakti athygli fyrir nokkrum mánuðum að sami Ólafur Ragnar og vildi ekki hitta Shimon Peres árið 1993 hitti Ehud Barak, einn eftirmanna Peres sem leiðtogi Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Ísraels. Kaldhæðnislegt þótti það miðað við söguna.
Það kannski færi svo yrði Shimon Peres kjörinn forseti Ísraels á næstunni að hann kæmi hingað í opinbera heimsókn til mannsins sem ekki vildi sitja til borðs með honum í veislu fyrir einum og hálfum áratug?
![]() |
Peres útnefndur sem forsetaframbjóðandi Kadima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2007 | 11:47
Snjóflóð í Hlíðarfjalli - ótrúlegt.... en satt

Það er þó auðvitað ljóst að þarna er meiri snjór en ég hafði áttað mig á. Hér í bænum er algjörlega snjólaust. Þegar að saman fer veður af því tagi sem verið hefur að undanförnu getur illa farið og snjóflóðamyndun hafist. Það er auðvitað hin mesta mildi að allt fór vel og þeir sjömenningar sem lentu í snjóflóðinu sluppu án teljandi meiðsla.
En þetta er áminning til fólks um að fara varlega upp í fjalli.
![]() |
Sjö manns lentu í snjóflóðinu í Hlíðarfjalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2007 | 00:09
Stjórnarflokkarnir skiptast á þingforsetastöðunni

Það eru merkileg tímamót að flokkar skipti embætti forseta Alþingis á milli sín. Það hefur þó áður verið tilkynnt við upphaf kjörtímabils að tveir skipti með sér embættinu en það þá verið innan eins flokks. Í upphafi síðasta kjörtímabils var Halldór Blöndal kjörinn áfram þingforseti en fyrir lá ákvörðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins að Sólveig Pétursdóttir tæki við af honum um mitt tímabilið. Formlega hafa stjórnarflokkarnir reyndar ekki enn kynnt opinberlega þessa ákvörðun eða staðfest hana, en það hefur þó komið fram í fréttum að þetta hafi verið hluti samkomulags flokkanna um embætti.
Fram til þessa hefur flokkurinn sem fær forsetaembættið ráðstafað því samhliða ráðherrakapal sínum eftir alþingiskosningar. Með því hefur kristallast að embætti forseta Alþingis er í raun ráðherraígildi. Þingforsetinn hefur enda veglega skrifstofu í þinghúsinu, vel mannað starfslið, embættisbifreið og bílstjóra og öll þau þægindi sem ráðherra hefur í raun. Þrátt fyrir það hefur embættið fengið á sig blæ pólitískra endaloka og þeir sem taka við fundastjórn þingsins og gegna sáttasemjarahlutverki þar taldir komnir á pólitísk leiðarlok. Þannig hefur það verið um þingforseta alla tíð síðan að Salome Þorkelsdóttir varð þingforseti árið 1991.
Það verður fróðlegt að sjá þennan kapal. Enn er því ósvarað hver verði velferðarráðherra þegar að Jóhanna Sigurðardóttir verður forseti Alþingis og hvort að Sturla Böðvarsson verði óbreyttur þingmaður haustið 2009 eða ákveði að söðla um og halda í rólegheit eftirlaunanna eða nýtt verkefni utan stjórnmála. Orðrómur er um að Katrín Júlíusdóttir eða Steinunn Valdís Óskarsdóttir verði eftirmenn Jóhönnu, en sjálf hefur Jóhanna reyndar ekkert viljað gefa út um það hvort hún verði þingforseti, enda henni varla heppilegt við upphaf nýs ráðherraferils, sem markar upphaf endurkomu hennar í æðstu valdastóla.
Merkilegasti hluti þessa er þó sú staðreynd að tilkynnt sé fyrir þingatkvæðagreiðslu hver verði þingforseti. Með þessu hefur eðli kosningarinnar breyst til muna og embættið afgreitt sem hver annar ráðherrastóll í kapal flokksformanna við að manna stöður innan flokkanna, þar sem allir vilja verða ráðherrar en ekki allir fá það sem þeir vilja.
27.5.2007 | 22:30
Er Guðni Ágústsson búinn að semja frið við DV?

Fannst reyndar mjög merkilegt að sjá að Guðni væri í DV-viðtali svo skömmu eftir að hann kenndi DV um hvernig fór fyrir Framsóknarflokknum í kosningunum 12. maí sl. Hann talaði mjög hvasst gegn DV í Kastljósi Sjónvarpsins og kvöldfréttatímum þess dags er endalok urðu á tólf ára stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar var ekki beint verið að tala vægt um hlutina heldur komið með ásakanir um bein inngrip. Þetta varð upphaf þess að framsóknarmenn uppnefndu í gremju sinni samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Baugsstjórnina.
Ég las ekki þetta DV-viðtal. Sá bara forsíðuna. Það er þó merkilegt að Guðni skuli vera í snakki við DV svo skömmu eftir að blaðið hefur átt að hafa lagt velferð flokksins í rúst með einu blaði. Þetta er merkileg framvinda atburðarásanna. Það er greinilegt að hann er ekki í meiri fýlu við DV en svo að fara til þeirra í helgarblaðsviðtal fyrir lok mánaðarins er Framsókn fékk skellinn mikla sem lengi var í sjónmáli en framsóknarmenn töldu að yrði vart að veruleika.
Annars er það svosem ekki stóra málið. Það sem vekur mest athygli er það hversu áberandi Guðni talar gegn Halldóri og afhjúpar atburðarás átakanna í flokknum. Það er greinilegt að hann ætlar að gera heldur betur vel upp við tíð Halldórs í forystu flokksins og leiða hann til nýrra tíma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2007 | 19:54
Mun Guðlaugur Þór láta Alfreð Þ. gossa?

Það er kómískt fyrir Gulla að vera núna kominn í það merkilega hlutverk að verða yfirmaður fyrrnefnds Alfreðs Þorsteinssonar, innan við ári eftir að hann tók við af honum í Orkuveitunni. Það er eitt og hálft ár liðið frá því að Jón Kristjánsson skipaði sem heilbrigðisráðherra Alfreð til að stýra uppbyggingu nýja hátæknisjúkrahússins til að rýma leiðtogastól framsóknarmanna í Reykjavík með athyglisverðum hætti. Eftir alla framúrkeyrsluna með Orkuveituhöllina og annan glamúrinn víða innan fyrirtækisins vakti mikla athygli að honum skyldi falið það mikla og áberandi verkefni, en það var í margra huga dúsa til Alfreðs.
Það er ekki undrunarefni að margir spyrji sig nú hvað Gulli geri við Alfreð verandi í þeirri stöðu að vera yfir hann settur. Það hlýtur líka að vera súrsætt fyrir Alfreð að þurfa að leita til hins forna fjandvinar í stjórn Orkuveitunnar árum saman til að fá fjárveitingar og ráð um stöðu mála. Það hljóta að vera þung skref fyrir mann með stolt af því tagi sem einkennt hefur alla persónu Alfreðs Þorsteinssonar. Nú er Guðlaugur Þór Þórðarson orðinn talsmaður heilbrigðismála og er yfirmaður allra sjúkrastofnana og hefur því fullt vald yfir málum hins nýja hátæknisjúkrahúss. Hann horfir nú niður til Alfreðs og eflaust glottir vel við tönn.
Það eru margir sem velta fyrir sér stöðu Alfreðs í þessu ljósi. Spurningin í þeirri stöðu er mjög einföld: mun Guðlaugur Þór láta Alfreð Þorsteinsson gossa? Það er ekki undrunarefni sé litið til sögu þeirra saman í stjórnmálum, sérstaklega innan stjórnar Orkuveitunnar þegar að Alfreð vann sem kóngur í ríki sínu í fyrirtækinu og hélt minnihlutafulltrúum Sjálfstæðisflokksins algjörlega í skugganum. Það hljóta í það minnsta að vera athyglisvert að fylgjast með samskiptum þessara tveggja manna í nýjum stöðum nú burtséð frá öllu öðru.
![]() |
Guðlaugur Þór lætur af stjórnarformennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2007 | 16:12
Stormasöm og súrsæt ástarsæla Clinton-hjónanna
Um fá hjón hefur meira verið ritað í bandarískri sögu undanfarin 15 ár en Bill Clinton og Hillary Rodham Clinton. Það hefur ekki vantað líflegheitin í einkalífi þeirra og stjórnmálastarfi. Sem heild hafa Bill og Hillary verið mjög sterk og átt mörg eftirminnileg pólitísk afrek. Þau voru tvíeykið sigurstranglega sem landaði tveim sigrum í forsetakosningum og þau endurreistu Demókrataflokkinn til vegs og virðingar árið 1992 þegar að Clinton sigraði George H. W. Bush í forsetakosningum með eftirminnilegum hætti.
Nú berjast þau fyrir að byggja flokkinn aftur til valda undir forystu Hillary. Einkalíf þeirra hefur þó verið hvasst og nægir þar að nefna öll eftirminnilegu framhjáhöld Clintons forseta. Sambúð stóð sennilega tæpast árið 1998 þegar að upp komst um að ástarsamband Clintons og Monicu Lewinsky átti sér stað, en var ekki kjaftasaga eins og forsetinn lét svo mjög í skína. Þá sagði hann konu sinni ósatt um eðli mála og hitinn milli þeirra varð svo mikill það ár að flestir töldu hjónabandi þeirra lokið. Svo fór þó ekki. Þau ákváðu að halda áfram í career-sjónarmiði um að standa vörð um eigin hagsmuni sína. En kergjan á milli þeirra leyndist engum þessa stormasömu mánuði árið 1998. Lífseig hefur verið sagan um að Hillary hafi hent lampa í Bill þegar að hann sagði henni sannleikann um sambandið við Monicu.
Það er merkilegt að lesa umfjöllun um útgáfu bókar sem segir að þau hafi næstum skilið árið 1989. Þá hafi Bill Clinton viljað skilnað frá Hillary og halda í sína átt. Þá hafi margt staðið í veginum. Þetta eru merkilegar nýjar upplýsingar. Það hefur reyndar sérstaklega margt verið ritað um einkalíf þeirra einmitt á níunda áratugnum, áður en Clinton varð forseti. Það mun greinilega hafa verið mjög hvass tími þeirra á milli og ef marka má frásagnir áttu þau bæði í framhjáhaldi og ástríðan þeirra á milli ekki mikil. Það mun greinilega hafa munað litlu að sambandsslit yrðu. Á þessum tíma hefði fáum órað fyrir að Clinton yrði forseti og það blasti framan af baráttunnar ekki við að svo færi.
Hillary Rodham Clinton er að flestra mati manneskjan á bakvið sigur eiginmanns síns í forsetakjörinu 1992 - hefur aukinheldur lengi verið útsjónarsamur stjórnmálaplottari með mikla yfirsýn yfir pólitískt landslag og stöðumat hinnar réttu strategíu. Hún hefur allt frá lokum forsetatíðar eiginmannsins markað sér sinn eigin stjórnmálaferil og gert það mjög vel. Hún hefur um nokkurn tíma haft verulegan áhuga á forsetaembættinu og berst nú sömu baráttu og eiginmaðurinn.
Ég held að það sem hafi alla tíð sameinað Clinton-hjónin hafi verið ástríðan í völd og áhrif. Þau gátu ekki skilið árið 1998 þegar að Lewinsky-málið var í hámæli og héldu saman hagsmunanna vegna, sem voru mjög miklir, sérstaklega í aðdraganda baráttunnar um öldungadeildarsætið í New York. Ekki hafa þeir minnkað hin seinni ár, en nú er baráttan um Hvíta húsið á lykilstigi og flest sem bendir til þess nú að Hillary verði frambjóðandi demókrata að ári.
Þetta er greinilega mjög merkileg bók og það verður áhugavert að lesa hana.
![]() |
Bill vildi skilnað frá Hillary árið 1989 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2007 | 15:30
Elísabet II lítt hrifin af arfleifð Tony Blair

Þegar að Blair tók við völdum var hann maður nýrra tíma í breskum stjórnmálum og var ekki maður hefða og gamalla prótókól-siða. Hann fór sínar leiðir og drottningin og fjölskylda hennar hafði ekki miklar mætur á honum þegar að Verkamannaflokkurinn sigraði í þingkosningunum 1997. Það er reyndar svo að drottningin getur ekki kosið, en margar kjaftasögur hafa verið um að drottningin hafi frekar viljað að John Major kæmi til hennar til að fá umboð til stjórnarmyndunar en Tony Blair.
Andlát Díönu, prinsessu af Wales, og eftirmáli þess haustið 1997 markar erfiðasta tímann á 55 ára valdaferli drottningarinnar. Hún stóð varnarlaus eftir gegn landsmönnum sem misbauð hversu litla sorg drottningin sýndi opinberlega. Ákvörðun hennar um að fara ekki til London og ávarpa þjóð í sorg, en halda þess í stað kyrru fyrir í Balmoral-höll í Skotlandi ærði almenning. Hún var sökuð um að vanvirða minningu prinsessunnar og virða ekki óskir landsmanna. Pressan og landsmenn sýndu óánægju með verk og forystu drottningar í fyrsta skipti á valdaferlinum. Hún var komin í vonda aðstöðu, aðstöðu sem hún hafði aldrei áður kynnst. Hún var varnarlaus gegn fjöldanum.
Vikan sem leið frá dauða Díönu til útfarar hennar er mjög eftirminnileg í breskri sögu. Þar tókust á gamli hefðartíminn, holdgerður í drottningunni, og nútíminn, holdgerður í forsætisráðherranum nýja. Þegar að sýnt var að staðan var að fara úr böndunum tveim dögum fyrir jarðarför prinsessunnar í London sneri drottningin af leið. Hún var allt að því neydd af Blair til að viðurkenna sess prinsessunnar og votta henni virðingu opinberlega. Drottningin mætti sorgmæddum lýðnum á götum Lundúna, blandaði geði við þá, tók við blómum sem þöktu strætin utan við Buckingham-höll og vottaði prinsessunni hinstu (og mestu virðinguna) í ógleymanlegu sjónvarpsávarpi kl. 17.00 síðdegis þann 5. september 1997.
Það var í annað skiptið sem drottningin ávarpaði landa sína utan hefðbundins jólaávarps. Hið fyrra var upphaf Persaflóastríðsins. Ávarpið var sögulegt að öllu leyti. Þar sýndi drottningin tilfinningar og hugljúfheit, það sem landsmenn höfðu óskað eftir. Hún bjargaði sess sínum og konungdæminu sem tekið var að riðla til falls. Landsmenn tóku drottninguna í sátt og hún ávann sér að nýju þann sess sem hún hafði fyrir lát Díönu. Í minningu um prinsessuna var fánanum á Buckingham-höll, ríkisfánanum margfræga, flaggað í hálfa stöng. Það hafði aldrei gerst áður, ekki einu sinni er faðir hennar var jarðaður í febrúar 1952. Dauði Díönu breytti konungveldinu að eilífu.
Það verður seint sagt að kærleikar hafi verið með Elísabetu II og Tony Blair. Það kemur ekki að óvörum að heyra af því að drottningin sé ekki hrifin af þeirri arfleifð, sem Tony Blair skilur eftir sig eftir 10 ára setu í stól forsætisráðherra. Drottningin hefur eins og fyrr segir aldrei verið mjög hrifin af stefnumálum Verkamannaflokksins og forystu hans. Það verður seint sagt að hún sjái eftir Blair og bíður eflaust í ofvæni eftir því að Gordon Brown taki við völdum eftir mánuð.
![]() |
Englandsdrottning sögð lítt hrifin af arfleifð Blairs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 23:08
Umræðan um Björn og Ingibjörgu Sólrúnu
Það er svo sannarlega ekki tilviljun hvar ráðherrar sitja á slíkum fundum og þar ræður allt í senn lengd ráðherrasetunnar, hvaða ráðuneyti ráðherrann stýrir, staða ráðherrans innan flokkanna, þingreynsla og aldur. Þannig að það er engin tilviljun hvernig þeim málum er uppraðað. Það fannst mörgum skondið að lesa skrif Björns í þessum efnum og svo virðist vera sem að Guðmundur Magnússon hafi komið fyrstur með þær pælingar í þessum efnum eftir pistil Björns á heimasíðu hans.
Sjálfur fjallaði ég reyndar aðeins um þetta í gærkvöldi. Einkum og sér í lagi vegna þess að það er merkilegt að sjá Björn og Ingibjörgu Sólrúnu sem samherja í ríkisstjórn. Ég taldi satt best að segja að sú stund myndi aldrei renna upp að þau ynnu saman á þessum vettvangi en það hefur nú gerst. Það hefði fáum órað fyrir því allavega í kosningabaráttunum 2002 og 2003 til borgarstjórnar og Alþingis þar sem þau tókust mjög harkalega á, í skrifum og almennri baráttu, og svo auðvitað á kjörtímabilinu, en þau sátu saman fjögur ár í borgarstjórn og tókust á um borgarstjórastólinn í Reykjavík vorið 2002 í eftirminnilegri kosningabaráttu fyrir margra hluta sakir.
Þetta samstarf er til vitnis um það að allt getur gerst í stjórnmálum. Það er þannig í stjórnmálum að alltaf getur sú staða komið upp að svörnustu andstæðingar verði að deila saman pólitískum fleti og vinna saman að þjóðarhag. Í stjórnmálum gefur fólk kost á sér til starfa til að vinna að hag íbúa í sveitarfélaginu sínu og í landinu almennt. Þeirra hagur á að skipta máli, umfram allt að tryggja starfhæfan og traustan meirihluta. Þó að pólitískir andstæðingar takist alltaf á þarf að tryggja meirihluta þar sem enginn einsflokksmeirihluti er til staðar. Í þeim efnum þarf oft að horfa framhjá fyrri krytum og átökum.
Björn og Ingibjörg Sólrún eru bæði mjög reynd í stjórnmálum. Ég efa ekki að þau kynnist nýjum hliðum á hvoru öðru í nánara samstarfi sem verið hefur og nái að gera góða hluti saman. Það er mikilvægt að þessir flokkar sem þau vinna fyrir nái vel saman í þessu stjórnarsamstarfi til að vinna að hag almennings. Þeirra hagur er settur í fyrsta sæti. Þetta er samt merki um það að stjórnmálin eru vettvangur þess að vinna saman, það kemur alltaf að þeirri stund. Það er holl lexía.
26.5.2007 | 20:04
Ingibjörg Sólrún komin í nýtt pólitískt hlutverk
Ég verð að viðurkenna að ég taldi að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, myndi frekar velja að fara í fjármálaráðuneytið þegar að því kom að skipta ráðuneytum milli flokkanna. Ákvörðun hennar um að fara í utanríkismálin vakti athygli, þó vissulega hafi alltaf mátt eiga von á að sú yrði raunin. Það er mjög erfitt að vera flokksformaður samhliða utanríkismálunum. Fjarverur á ferðalögum um heiminn geta oft komið niður á flokkskjarna.
Margir telja að þar liggi stærsta ástæða þess að Halldór Ásgrímsson missti tökin á Framsóknarflokknum hægt og rólega, eftir góðan kosningasigur vorið 1995. Frægt varð þegar að Halldór þurfti að leggja mikið á sig á síðustu viku kosningabaráttunnar 1999 til að halda velli í Austurlandskjördæmi í síðustu kosningabaráttu sinni fyrir austan er kannanir sýndu veika stöðu hans þar í kjölfar mikilla anna sem utanríkisráðherra. Steingrímur Hermannsson valdi frekar að vera innanlands í sjávarútvegsmálunum í ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsens 1980-1983 en fara í utanríkismálin og setti Ólaf Jóhannesson, forvera sinn á formannsstóli, í það verkefni.
Margir hafa talað um að ástæða þess að Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hafi ekki orðið ráðherra sé vegna þess að honum sé falið að sinna innra starfinu í flokknum í ljósi mikillar fjarveru formannsins. Þetta er vissulega að hluta skynsamlegt, en á móti kemur svo hávær orðrómur um kulda í samskiptum Ingibjargar og Ágústs síðustu misserin. Það er auðvitað visst veikleikamerki fyrir flokk að varaformaður hans hafi ekki pólitískan styrk til að teljast öruggur í ríkisstjórn. Það vekur margar spurningar. Á móti kemur að hann fær verkefni í innra starfinu, en orðrómurinn um veika stöðu hans mun magnast við þetta frekar en hitt.
Það verður áhugavert að fylgjast með verkum Ingibjargar Sólrúnar á ráðherrastóli. Það eru tólf ár síðan að vinstriafl komst í ríkisstjórn og það eru nýjir tímar með þessu merkilega samstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Þrátt fyrir vondar mælingar lengst af tókst Ingibjörgu Sólrúnu að bæta fylgi flokksins verulega undir lok kosningabaráttunnar, en náði þó ekki að stýra flokknum yfir 30% markið og ná því kjörfylginu frá alþingiskosningunum 2003. En staða Samfylkingarinnar styrkist með þessu stjórnarsamstarfi. En með því reynir auðvitað meira á forystumenn flokksins en ella - þeir hafa nú völd til að vinna af krafti í takt við það að ná að efna sín loforð til kjósenda.
Það hefur vissulega margt breyst í utanríkismálum á síðustu árum. Herinn er farinn og við erum komin í mjög breytta heimsmynd á aðeins tiltölulega skömmum tíma, enn er ekkert svo giska langt síðan að kalda stríðinu lauk og heimurinn er sífellt í mótun. Það verður fróðlegt að sjá hvaða braut nýr utanríkisráðherra fetar í t.d. Evrópumálum. Það er vel vitað að utanríkisráðherrar Framsóknarflokks og Alþýðuflokks í ríkisstjórnum með Sjálfstæðisflokknum allt frá árinu 1991 hafa verið miklir Evrópusinnar og talað mjög eindregið fyrir aðild að ESB í samfélaginu og á vettvangi flokka sinna. Ingibjörg Sólrún er ekkert öðruvísi en Jón Baldvin, Halldór og Valgerður í þeim efnum.
Ingibjörg Sólrún hefur ekki beint öðlast orðspor fyrir að vera sérfræðingur í utanríkismálum. Staða hennar er þó með þeim hætti að hún er nú lykilspilari í íslenskum stjórnmálum, örlagavaldur á pólitíska stefnumótun landsins og er orðin talsmaður Íslands í utanríkismálum. Það verður hlutverk sem áhugavert er að sjá hana í á næstu misserum. Ekki mun hana skorta verkefnin á þessum vettvangi næstu árin.
![]() |
Íslendingar á tímamótum í öryggismálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2007 | 17:54
Táknrænt hlutverk forseta við stjórnarmyndun

Ólafur Ragnar hafði þó vissulega meira hlutverk nú í stöðunni en áður á ellefu ára forsetaferli sínum. Í fyrsta skipti nú baðst forsætisráðherra með þingmeirihluta lausnar í forsetatíð hans. Þegar að það gerðist hafði þó nýr meirihluti komið á teikniborðið - er Geir H. Haarde hélt til Bessastaða voru þreifingar þegar hafnar milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Það vakti mikla athygli að forsetinn ákvað að kalla ekki leiðtoga flokkanna til sín og Geir fékk strax umboðið í sínar hendur. Þetta var annað vinnuferli en Vigdís Finnbogadóttir viðhafði vorið 1991. Þó vitað væri að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur hefðu hafið viðræður kallaði hún alla formenn til sín.
Það hefur ekki reynt á stöðu forseta við stjórnarmyndun í sjálfu sér frá árinu 1987, en þá féll ríkisstjórn í þingkosningum síðast. Reyndar kom Vigdís Finnbogadóttir nærri myndun stjórnar ári síðar, haustið 1988, er urðu er söguleg stjórnarslit er stjórn Þorsteins Pálssonar féll. Ég fjallaði um þau sögulegu stjórnarslit í ítarlegum pistli haustið 2006. Eftir það hefur forseti verið þögull þátttakandi í þessum efnum, enda hafa meirihlutar ekki fallið og hafi nýjir komið til, eins og gerðist 1991 og 1995, varð það með atbeina stjórnmálamanna ekki forseta. Það sama gerðist nú. Þegar að stjórnin sem hélt velli féll uppfyrir tóku stjórnmálamenn stöðuna og prjónuðu lausu endana saman.
Eflaust hefði Ólafur Ragnar Grímsson viljað vera meira áberandi í myndun ríkisstjórna á forsetaferli sínum. Það bendir þó mjög fátt til þess eins og staðan er nú að svo muni í raun verða. Jafnvel má segja að staða mála kalli á að stjórnmálamenn leysi þessi mál hratt. Þetta hefur auðvitað ekki alltaf verið svona. Á krísutímum á áttunda áratugnum var dr. Kristján Eldjárn lykilspilari í að leysa krísurnar. Hann íhugaði tvisvar á forsetaferli sínum að skipa utanþingsstjórn undir forsæti Jóhannesar Nordals, seðlabankastjóra, föður Ólafar Nordal, alþingismanns Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Í raun veltur staðan oftast nær á því hvort ríkisstjórn heldur velli eður ei. Haldi stjórn velli er forsætisráðherra með öll tromp á hendi og getur leikið skákirnar eftir vild hafi hann öruggan meirihluta til að vinna úr eða aðra möguleika. Falli stjórnir er forsetinn með þau tromp á hendi að vinna málin á sínum hraða. Í slíkri stöðu geta vissulega líka myndast þingmeirihlutar og forsetinn gæti staðið frammi fyrir því að vera með samstarfsmynstur í þeim efnum tiltölulega fljótt frá kosningum. Möguleikar forsetans á lykilstöðu eru þó meiri vissulega í seinna tilvikinu.
Staða forseta Íslands við stjórnarmyndanir er algjörlega óumdeild. Falli ríkisstjórn og ekki fæst fram neinn starfhæfur meirihluti er hann í því hlutverki að tryggja að til staðar sé meirihluti. Mér fannst það satt best að segja ekki viðeigandi, þrátt fyrir pólitíska fortíð Ólafs Ragnars Grímssonar, að gera lítið úr þeirri stöðu eins og víða var greinilega reynt að gera. Enn hefur Ólafur Ragnar ekki haft nein þau lykiláhrif á myndun stjórnar til að efast megi um að hann sinni því af kostgæfni og heiðarleika.
Það verður áhugavert að sjá hvernig mál þróast á næstu árum og með væntanlegum eftirmönnum Ólafs Ragnars á forsetastóli. Þó að formenn Sjálfstæðisflokksins hafi leitt af krafti ferli við að mynda hratt og vel farsælar meirihlutastjórnir með gott umboð kjósenda er ekki sjálfgefið að sú staða sé alltaf uppi. Það er því alltaf svo að fylgst er með verklagi þess sem situr á Bessastöðum hvort sem stjórnir falla eða halda í kosningum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 13:17
Guðni Ágústsson gerir upp við Halldór Ásgrímsson

Orðrétt segir Guðni í viðtalinu við Björn Þór, þar sem hann víkur að pólitískum endalokum Halldórs og augljósum vinnubrögðum í þá átt að hann hætti með honum og þess sem tók við er hann ákvað að halda áfram: "Halldór taldi mig ekki þann réttborna arftaka sem Framsóknarflokkurinn ætti að fá. Ég veit ekki hvers vegna það var, hvort hann treysti mér ekki fyrir flokknum eða hvort andstaða mín við þessa Evrópusambandshugsun hans réði því."
Ískuldi var orðinn í samskiptum Halldórs og Guðna er þarna var komið sögu og ekki var hægt að leyna innri átökum þeirra. Það hlýtur að hvarfla að einhverjum nú hvort að það hefði ekki verið réttast að Guðni tæki strax í fyrrasumar við flokknum, enda fer þar reyndur og öflugur stjórnmálamaður sem hefði komið flokknum sér betur á erfiðum kosningavetri, þó að Jón Sigurðsson hafi vissulega um margt staðið sig vel. Það er margt merkilegt í þessu viðtali. Þarna er farið yfir víðan völl. Athygli vekja þau ummæli Guðna að hann eigi von á langri stjórnarandstöðuvist.
Það væri áhugavert að vita hver skoðun Halldórs Ásgrímssonar, sem nú er búsettur er í Kaupmannahöfn, er á því að Guðni hafi tekið við völdum í flokknum, innan við ári eftir afsögn hans sem forsætisráðherra og eftir að reynt var að ganga framhjá Guðna í goggunarröð innan flokksins með áberandi hætti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 13:03
Viðbót í tónlistarspilarann
Ég hef bætt inn lögum í tónlistarspilarann minn hér. Þetta eru sem fyrr lög úr öllum áttum. Nokkur kvikmyndalög hafa bæst inn. Þar eru nokkur James Bond-lög, allt frá Goldfinger til nýjasta lagsins, You Know My Name með Chris Cornell úr Casino Royale. Ennfremur hef ég t.d. sett inn tvö lög eftir móðurbróður minn, Þorvald Friðriksson frá Eskifirði, Heimkomuna og Kveðjustundina, sem eru bæði sungin af frænda mínum, Ellert Borgari Þorvaldssyni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 12:00
Nauðgunarleikur fjarlægður
Mér finnst nú frekar kostulegt að það standi að leikurinn sé bannaður yngri en 18 ára, enda getur í raun og veru hver sem er hlaðið honum niður. Það er ekkert sem stöðvar þann sem endar á vefnum að sækja leikinn. Það er því frekar lítið hald í svona aldursmörkum sem ekkert þýða í raun neitt, enda er engin trygging fyrir því að sá sem endar á þessari síðu hafi náð þessum aldri. Svona aldurstakmörk virka frekar hlægileg þegar að engin mörk eru.
Þetta mál hefur vakið umræðu á því hvort að herða verði mörk á netinu og taka þau mál til endurskoðunar. Ég tel að það verði að skýra lagaleg mörk á þessum málum til muna, vafinn virðist vera einum of mikill. Með því er ég þó ekki að hvetja til þess að setja netheimana alla í einhver ógnvænleg höft, en ég tel óvissuna með mál þar einum of mikla og það verður að taka á henni með áberandi hætti.
![]() |
Nauðgunarleikur fjarlægður af íslenskri vefsíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.5.2007 | 22:30
Björn og Ingibjörg Sólrún hlið við hlið
Það eru svo sannarlega nýjir tímar með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Tveir stórir pólar í stjórnmálunum hafa tekið upp samstarf. Það breytir auðvitað stjórnmálalandslaginu mjög. Þetta er ríkisstjórn með öflugt umboð, mikinn og traustan þingmeirihluta, og hefur því traustari grunn til verka en ella. Það er eðlilegt að stjórnarsáttmáli flokkanna sé mjög opinn, enda held ég að þessir flokkar verði að finna vel taktinn áður en haldið er af stað. Mér finnst það hafa tekist merkilega vel og tel að það verði spennandi tímar sem taki við með þessari stjórn.
Nú eru vinstri grænir orðnir stærstir í stjórnarandstöðunni. Nú verða þeir hinsvegar að fara að vinna að allavega einhverju leyti með Framsóknarflokknum. Það verður athyglisvert að sjá hvernig að þeir muni ná saman Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Þetta er mjög veik stjórnarandstaða, en aðeins 20 einstaklingar manna hana. Fyrrum stjórnarandstaða var með um 30 þingsæti, svo að hlutföllin í þinginu breytast mjög við upphaf sumarþings á fimmtudaginn.
Upphaf nýrra tíma verða í verklagi þar og fróðlegt að sjá hvernig stjórnarandstaðan þjappar sér saman gegn svo stórum og voldugum stjórnarmeirihluta. Það sem er þó merkilegast við þessa nýju tíma er samstarf þessara lykilpóla í íslenskum stjórnmálum. Þetta kallar á miklar breytingar heilt yfir og eflaust mun það taka smátíma fyrir einhverja stjórnmálamenn og áhugamenn um pólitík að átta sig á þessu nýja landslagi og eins fyrir fólk að ná takti saman. Það eru þó allar forsendur fyrir því að það muni ganga fljótt og vel.
Það að sjá Björn og Ingibjörgu Sólrúnu hlið við hlið sem samherja í ríkisstjórn er þó merkilegt í öllu falli og sýnir vel þær breytingar sem orðið hafa á aðeins rúmri viku í pólitíkinni. Þetta verður líflegt vorþing tel ég og eflaust verður þingveturinn næsti kraftmikill, þó engar kosningar séu í nánd, nema þá mögulega kapphlaup um Bessastaði eftir slétt ár.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)