11.9.2008 | 11:56
Máttur fyrirsagnanna
Annars vil ég hrósa þeim sem standa að útgáfu Þjóðmála. Þetta er vandað og gott rit um stjórnmál, hið besta hérlendis.
![]() |
Uppgjör Óla Björns við Sjálfstæðisflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2008 | 00:36
Innflytjendur og ofbeldismálin
Sjálfsagt er að bjóða innflytjendur velkomna til landsins og það ber að varast að dæma þá alla eftir svörtu sauðunum í hópi þeirra. En því er ekki að neita að þetta er ekki góð þróun - það er að verða einum of mikið af ofbeldisverkum sem tengja má við innflytjendur. Oftast nær er þetta mjög gróft og brútalt ofbeldi og kynferðisafbrot. Þetta eru einum of mörg mál til að þau gleymist og um fátt er meira talað en þetta.
Eðlilega, enda er þetta dökkur blettur á samfélaginu að mínu mati.
![]() |
Lögreglan lýsir eftir manni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2008 | 00:05
Svekkjandi tap - afspyrnulélegur dómari
Tapið gegn Skotum í landsleiknum í kvöld var mjög svekkjandi, enda var landsliðið að gera marga ágætis hluti en tókst einhvern veginn ekki að klára dæmið. Skotarnir sigruðu því íslenska liðið, rétt eins og í eftirminnilegum leik fyrir sex árum að mig minnir. Meira virðist vera talað um skotapilsin og hina margfrægu gleði í Skotunum heldur en boltann síðustu dagana. Settu greinilega svip á borgina.
Fúlt er að hafa ekki náð stigunum þremur í kvöld, en mér finnst liðið samt vera á réttri leið undir forystu Ólafs Jóhannessonar. Þurfum svosem ekkert að örvænta. Fannst þeir gera margt alveg ágætlega og þeir virkuðu samstilltari en lengi áður á síðustu árum. Liðið getur kennt sér um að hafa ekki landað sigri, en vonandi nær það að smella saman á næstunni.
Dómarinn í kvöld var skelfilega dapur. Svei mér þá ef þetta er ekki versti dómari sem hefur dæmt landsleik hérlendis til þessa. Skelfilegt að standardinn í dómgæslunni sé ekki meiri.
![]() |
Skotar unnu nauman sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 18:21
Margdæmdur barnaníðingur fer í biblíuskóla
Hver vill eiga börn á þessu skólasvæði með dæmdan kynferðisbrotamann á svæðinu. Sá í fréttum vitnað í að átján ára íslensk stelpa hafi verið í þessum skóla og ekki vitað hver maðurinn hafi verið. Ekki var tilkynnt öðrum á svæðinu að þarna væri margdæmdur barnaníðingur. Finnst það alveg fyrir neðan allt að hann hafi getað farið og það ekki verið tilkynnt sérstaklega.
Ekki aðeins þarf að svara hvers vegna þetta hafi átt að vera leyndarmál nokkurra einstaklinga heldur hver vilji verja siðferðislega þetta biblíuskólanám mannsins.
![]() |
Fjallað um Íslending á reynslulausn í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.9.2008 kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2008 | 11:31
Nær Eimskip því að verða hundrað ára?

Þegar Eimskip var stofnað árið 1914 var það kallað óskabarn þjóðarinnar. Mikill ævintýraljómi hefur verið yfir velgengni þess - merkileg saga er að baki. Hverjum hefði dottið í hug þegar Hörður Sigurgestsson lét af forstjórastarfi í Eimskip fyrir átta árum að innan áratugar yrði jafnvel ævintýrið mikla úti. Hörður skilaði mjög góðu búi þegar hann lét af störfum. Ljóst er að margt hefur farið á verri veg og öllu hefur verið sólundað í tóma vitleysu.
Eftir þingkosningarnar í fyrra velti ég því fyrir mér hvort Framsóknarflokkurinn næði að lifa fram að hundrað ára afmælinu árið 2016. Réttmæt spurning sem á enn vel við þegar Framsóknarflokkurinn nær ekki að notfæra sér kjöraðstæður til að endurreisa flokkinn við í skoðanakönnunum. Nú gildir hið sama um Eimskip. Strandar óskabarn þjóðarinnar á tíunda áratug starfsaldarinnar eða nær það að halda upp á aldarafmælið árið 2014?
Sex ár eru jafnan ekkert svo sérstaklega langur tími, en fyrir Eimskip í þessari stöðu er það kannski of langur tími til að tóra. Hver veit?
![]() |
Björgólfsfeðgar tilbúnir að bjarga Eimskip |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2008 | 01:12
Barack Obama kallar Söru Palin svín með varalit
Ég er ansi hræddur um að Barack Obama hafi skotið sig illilega í fótinn með því að kalla Söru Palin svín með varalit í ræðu í Virginíu í kvöld. Engum duldist hvert skotið var ætlað. Obama virðist vera að missa sig algjörlega í persónulegum árásum á Söru Palin. Árásir gegn henni hafa orðið mjög persónulegar af hálfu Obama og Biden í dag, en sá síðarnefndi talaði frekar óviðeigandi um fimm mánaða son Palin, sem er með Downs heilkenni.
Hafði mest gaman af að skoða umræðurnar um klippuna á YouTube. Áhugavert spjall. McCain og Palin munu eflaust notfæra sér mjög vel þessi ummæli - fróðlegt að sjá hvaða áhrif þetta furðulega skot frambjóðandans muni hafa á kvennafylgið. Kannanir gefa til kynna að McCain hafi náð forskoti með kvennafylgið. Því er kannski varla furða að Obama sé orðinn eitthvað óstöðugur.
Hann er greinilega kominn í vörn og reynir að sækja að Palin til að endurheimta sess sinn í baráttunni fram að þessu. Palin hefur tekið það af honum, eins og ég benti á í bloggfærslu fyrr í kvöld. Er ekki viss um að þessar árásir styrki Obama mikið. Hann fær á sig allt aðra ímynd með svona ergju og virðist vera að fara á taugum í fylgistapinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
10.9.2008 | 00:55
Engin hreyfing á viðræðum við ljósmæður
Væntanlega er þetta ekki besti tíminn fyrir þær að koma með miklar kröfur. Tímasetningin vinnur gegn þeim. Hinsvegar finnst mér mjög hart ef þær eiga að sitja hjá enn eina ferðina og ekki verði hægt að bæta kjör þeirra af alvöru að þessu sinni.
Annars finnst mér þjóðin almennt styðja ljósmæður og kröfur þeirra. Enginn vafi á því. Vona bara að samningar náist fljótlega, þó mér finnist hafa gengið ekki neitt í viðræðunum og fátt gerst sem skipti máli.
![]() |
Samningar tókust ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2008 | 23:26
Sarah Palin í aðalhlutverki - Obama kominn í vörn
Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana, hefur haft mikil áhrif á baráttuna um Hvíta húsið og náð þar traustu aðalhlutverki. Hún skyggir mjög á Joe Biden og hefur á nokkrum dögum tekist að gera meira fyrir framboð John McCain en nokkur annar sem hefur lagt honum lið í kjölfar þess að hann náði útnefningu repúblikana fyrir hálfu ári. Best sást þetta í dag er flytja varð framboðsfund hennar og McCain í Virginíu á annan stað þar sem áhuginn er mun meiri á framboðinu.
Ef marka má kannanir hefur Sarah Palin gjörbreytt stöðu mála í kosningabaráttunni. Forysta McCains í könnunum hefur aukist í dag og verður traustari í lykilfylkjunum, nú hefur McCain t.d. náð forskoti í Virginíu, sem Obama hefur lagt mikið á sig að vinna, fyrstur demókrata frá árinu 1964. Hvítar konur styðja nú McCain í auknum mæli og hann hefur stóraukið forskot sitt meðal óháðra kjósenda og þeirra sem eru ákveðnir að mæta á kjörstað.
Ekki fer á milli mála að Sarah Palin hefur sótt sér traustan sess í baráttunni og hún er nú bæði ferskasti frambjóðandinn í baráttunni og líka sú sem gæti tryggt mestar breytingar í Washington. Allt í einu er Barack Obama kominn í mikla vörn - hefur misst frumkvæðið í átökunum. Nú þarf hann að verja sjálfskipaðan sess sinn sem maður breytinganna í Washington. Greinilegt er að Obama tekur því mjög illa að vera ekki lengur ferskasti frambjóðandinn í þessari kosningabaráttu og reynir allt sem hann getur til að slá Palin við.
Lykilpunktur í velgengni Obama allt frá upphafi í forkosningum demókrata var að hann væri sá sem myndi tryggja breytingar í Washington og væri ferskasti frambjóðandinn. Ef hann missir þann sess hefur hann misst trausta undirstöðu undir framboð sitt. Því er ekki óeðlilegt að demókratar séu hræddir og óttist sterka frammistöðu Söru. Fram til þessa hafa árásir á hana ekki haft nein áhrif. Hún virðist styrkjast við hverja raun og hverja atlögu demókrata og blaðamannahópsins í Washington.
Ef Obama nær ekki að endurheimta fyrri stöðu og styrkleika er illt í efni fyrir hann. Ég hallast að því að Obama muni ekki ná að tækla Söru Palin. Staða hennar er augljós sem frambjóðanda breytinganna í forsetaslagnum. Því verður ekki neitað. Hún hefur aldrei búið eða starfað í Washington. Vonlaust verður fyrir Obama að tengja hana við þá sem ráða þar för. Dæmt til að mistakast. Eina leið Obama felst í því að ráðast að McCain og verkum hans í Washington.
Í gær var Hillary Rodham Clinton í Flórída með fund fyrir Obama. Hún réðst þar ekki beint að Söru Palin og greinilegt að hún ætlar ekki að vera varðhundur fyrir Obama og taka að sér skítverkið sem felst í árásum á Palin. Vonbrigði fyrir Obama. Biden virðist ekki ná neinu sviðsljósi og þetta er allt undir Obama sjálfum komið. Hann þarf að verja eigin sess með beinum árásum á Palin.
Fjarri því er víst að það takist. Það gæti komið út sem karlrembulegar árásir og hroki hans við að verja sess sem önnur manneskja hefur tekið af honum. Þetta er því viðkvæm staða og demókratar eru í vörn, hafa misst hluta af veigamestu undirstöðunni undir Obama og reyna að sækja þann sess aftur. Mistakist það er baráttan töpuð.
Staðan er einfaldlega sú að Palin hefur sess við hlið beggja forsetaefnanna á meðan Biden er til hliðar. Æ augljósara er að Obama veðjaði þar á rangan hest, mann sem virðist dæmdur til að gleymast í átökunum.
![]() |
Palin fékk dagpeninga fyrir að vera heima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2008 | 16:24
Árni leggur ekki í að kæra Agnesi

Ég var hjartanlega sammála margfrægum yfirlýsingum Agnesar. Fannst þær eðlilegar í ljósi Moggagreinar Árna um Baugsmálið í sumar. Sú grein var sorgleg að öllu leyti. Enda er greinilegt að flestir sjálfstæðismenn skammast sín fyrir þennan þingmann og hvernig hann kemur fram. En þessi ákvörðun er hans skynsamasta í mjög langan tíma og hlýtur að styrkja hann að einhverju leyti. Frekari málarekstur hefði ekki gert honum sjálfum neitt gott.
Pólitísk staða Árna er ekki beysin. Honum hefur ekki verið treyst fyrir trúnaðarstörfum innan flokksins eftir að flokksmenn í Suðurkjördæmi völdu hann á þing en felldu hann síðar um sæti á kjördegi. Hann hefur verið utangarðsmaður í þingflokknum. Var ekki treyst fyrir formennsku eða varaformennsku í þingnefndum á kjörtímabilinu, né öðrum embættum, þó hann hafi átt fjórtán ára þingferil áður að baki er hann sneri aftur á þing.
Árni hefur strikað sig út í þjóðmálaumræðunni og hefur jafnmikil eða minni pólitísk áhrif og óbreyttir stjórnarandstöðuþingmenn. Sjálfstæðismenn eru ekki sáttir við endurkomu hans og munu aldrei sætta sig við að hann hafi komist aftur á þing. Held að sagan muni dæma endurkomu hans á þing sem mistök og mér finnst forysta flokksins hafa fellt þann dóm vel með því að velja Árna ekki til neinna trúnaðarstarfa.
![]() |
Árni fellur frá málssókn á hendur Agnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.9.2008 | 13:48
Pólsk hryllingssaga
Þó að þessi misnotkun hafi staðið í mun styttri tíma en það sem Elísabet Fritzl mátti þola er þetta skelfilegt í alla staði. Þetta er í raun aftaka á viðkvæmri sál, barni á viðkvæmum aldri og er skelfileg framkoma við manneskju af eigin holdi og blóði. Misnotkunin og einangrunin eru algjört tilræði við börn. Algjör hryllingur.
Eitt er fyrir saklaust barn að lenda í svona aðstæðum með ókunnugu fólki, sem er vitfirrt og fer sínu fram meðan að leit fer fram, en það að foreldri fari svona með eigið barn er viðurstyggilegt. Eitt af því sem slær mig mest er að birtar voru myndir af manninum á fréttavefum í gærkvöldi en augun voru falin. Finnst alveg óþarfi að reyna að fela hver þetta sé.
Samlíkingin við Fritzl-málið er eðlileg. Þetta er jafnmikið áfall fyrir pólskt samfélag og Fritzl-málið var fyrir hið austurríska. Að tvö svona alvarleg mál komi upp í friðsælu evrópsku samfélagi á innan við tveim árum er dapurleg staðreynd. En kannski er svona mannvonska víða til staðar en falin vandlega. Dapurleg tilhugsun.
![]() |
Lokaði dóttur sína inni í sex ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2008 | 11:40
Flóttafólk á Skaganum - allir læri sína lexíu
Ánægjulegt er að sjá að flóttafólkið fær góðar móttökur á Akranesi eftir þá pólitísku ólgu sem var vegna komu þeirra fyrir nokkrum mánuðum. Ætla rétt að vona að allir hafi lært sína lexíu á þessu máli og séð hversu rétt þessi ákvörðun var, bæði þá og nú.
Akranes hefði litið afkáralega út í íslensku samfélagi hefði það afþakkað að taka þátt í þessu verkefni. 6000 manna sveitarfélag hefði þá orðið að athlægi þegar mörg mun minni sveitarfélög hefðu gert hið sama, með mjög skömmum fyrirvara og leyst verkefnið mjög vel. Þarna var spurt um hvort Akranes gæti það sama og mun minni sveitarfélög.
Sú pólitíska mannvonska sem sumir sýndu í þessu máli gleymist varla í bráð. En ég vona að allir hafi lært af þessu. Þarna er um að ræða konur með börn sín og ég held að það pólitíska moldviðri sem sumir á Skaganum reyndu að þyrla upp hafi skaðað aðallega þá sem hæst létu. En þeir vonandi átta sig á því að það verður að sýna kærleika í þessum heimi til að vera metinn einhvers.
![]() |
Flóttafólkið brosti við heimkomuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2008 | 20:54
McCain nær forystu í baráttunni um Hvíta húsið

Fyrir nokkrum mánuðum töldu flestir stjórnmálaskýrendur að repúblikanar ættu enga möguleika á að vinna Hvíta húsið og jafnvel var talið formsatriði fyrir Barack Obama að klára þessar kosningar þegar hann náði loksins útnefningu demókrata í júníbyrjun eftir harðvítugan slag við Hillary Rodham Clinton. Sjálfur taldi ég að þessi slagur væri búinn í júnímánuði. Taldi að McCain myndi eiga erfitt með að velja varaforsetaefni sem gæti styrkt framboðið og hann myndi eiga erfitt með að berjast við stjörnuljóma Obama-fjölskyldunnar.
En með því að velja Palin hefur honum tekist að snúa dæminu við. Obama hefur ekki haft alvöru forskot um nokkuð skeið. Fyrir flokksþingið hafði dæmið meira og minna jafnast út en Obama fékk flokksþingssveiflu. Hún jafnaðist út ótrúlega hratt og lifði ekki af flokksþing repúblikana. Staðan er því þannig að báðir frambjóðendur fengu allt sem þeir gátu fengið út úr flokksþingum sínum og koma tiltölulega sterkir af velli. Clinton-hjónin lögðu þó meira á sig en Obama til að ná að sameina demókrata með því að bakka Obama upp í Denver.
Greinilegt er á könnunum að demókratar hafa þó ekki sameinast. Obama mistókst að nota sér tækifærið með því að velja Hillary sem varaforsetaefni. Hefur sennilega ekki talið sig þurfa á henni að halda til að sameina flokkinn. Valdi Biden til að hífa upp reynsluna. Eflaust átti Obama von á traustu varaforsetavali hjá McCain, allt var búið undir að það yrði annað hvort Pawlenty eða Romney. Þeir voru kjaftstopp þegar Sarah Palin var kynnt, höfðu ekkert auglýsingaefni tilbúið gegn henni og voru í vandræðalegri stöðu. Fyrst í stað leit út fyrir að fjölmiðlarnir myndu auðvelda þeim að ráðast á Palin og eftirleikurinn yrði auðveldari.
Þeir sáu þó ekki fyrir stjörnuframmistöðu Söru Palin í St. Paul. Þar kom hún til sögunnar sem pólitískt hörkutól, flutti trausta og flotta ræðu og svaraði hressilega fyrir sig. Hún tók flokksþingið með trompi og hefur nú náð ótrúlegum vinsældum, meiri en þeir sem hafa atast í slagnum í rösklega eitt og hálft ár. Hún hefur sannað sig og um leið styrkt McCain. Hann tók mikla áhættu með valinu á henni, en veðjaði rétt og hefur heldur betur dottið í lukkupottinn.
Fylgisaukning McCain eftir flokksþingið er meiri en ég átti von á. Í besta falli taldi ég að McCain myndi geta jafnað Obama eða vera prósenti undir. En hann hefur tekið forystuna. Misjafnt er þó vissulega hversu traust sú forysta er en hún mælist allsstaðar. Fjarri því er að úrslit í þessum forsetakosningum séu ráðin. Framundan eru forseta- og varaforsetakappræðurnar. Þær fyrstu eru föstudaginn 26. september. Þá fyrst hefst hinn alvöru lokasprettur baráttunnar.
Stjörnuglansinn virðist vera að gufa upp hjá Obama. Hann náði að sigra Hillary en hann hefur veðrast alveg gríðarlega upp á mjög skömmum tíma, loftið er farið að leka úr blöðrunni og tímaspursmál hvort honum takist að komast á leiðarenda með framboðið. Þetta er allt í mikilli óvissu og væntanlega ræðst þetta á því hvort honum tekst að fá Clinton-hjónin með sér. Hann á allt sitt að verulegu leyti undir henni og frammistöðu þeirra hjónanna.
Ég hef skoðað nokkrar umsagnir um baráttuna í dag eftir að kannanir tóku að sýna forskot John McCain í baráttunni um Hvíta húsið. Margir eru ósammála um slaginn en allir sammála um eitt: Barack Obama gerði gríðarleg mistök með því að velja ekki Hillary sem varaforsetaefni. Hann hefði getað skotið niður þann möguleika að McCain myndi velja konu með því að taka Hillary með sér og slegið margar flugur í einu höggi. En hann gerði það ekki.
Vel má vera að Barack Obama fari með Hillary með sér hringferð um Bandaríkin til að tala upp kvennafylgið í baráttunni gegn konunni sem getur orðið fyrsti kvenkyns varaforseti Bandaríkjanna. En Hillary er ekki í framboði. Hann treysti henni ekki fyrir varaforsetahlutverkinu og vildi ekki hafa hana með sér; ofmat með því styrk sinn og vanmat John McCain. Kannski verður sú ákvörðun honum að falli.
![]() |
Forsetaslagurinn hafinn af fullum krafti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2008 | 15:34
Oprah fórnar trúverðugleikanum í pólitískri baráttu

Ég fjallaði um þetta mál í bloggfærslu fyrir helgina, áður en íslensku netmiðlarnir fjölluðu um það. Fór þar yfir skoðanir mínar á þessu máli og aðkomu Opruh að þessari kosningabaráttu þar sem hún ákvað að styðja Barack Obama frekar en Hillary Rodham Clinton. Ég held að enginn sé að fara fram á að Oprah lýsi yfir stuðningi við Söru Palin eða hafi hana í uppstríluðu drottningarviðtali. Enda hefur Oprah alla tíð ráðið sjálf umgjörð þáttanna og haft viðtölin eftir eigin stíl.
Óánægjan er fyrst og fremst vegna þess að konu í framlínu forsetaframboðs, aðeins annarri konunni í sögu stóru flokkanna tveggja, sé ekki boðið í þennan kvennaþátt þegar nýr kafli getur verið skrifaður í jafnréttindabaráttuna í bandarískum stjórnmálum. Öllum er ljóst að það mun gerast verði Sarah Palin kjörin varaforseti Bandaríkjanna og er þar með komin á forsetavakt fyrst kvenna í stjórnmálasögu landsins. Auðvitað yrðu það þáttaskil. Kannanir líta þannig út núna að það er mjög líklegt að Palin verði varaforseti. Því er þessi ákvörðun mjög undarleg.
Oprah er greinilega bara að hugsa um Barack Obama og hagsmuni hans í þáttastjórnun sinni. Hún býr í Chicago, heimaborg Obama, og tekur þætti sína upp þar. Væntanlega óttast hún að Palin komi mjög vel út úr viðtalinu og auki aðeins á stjörnuljóma hennar nú eftir flokksþing repúblikana. Engin önnur raunhæf ástæða ætti að vera fyrir þessari ákvörðun. Þarna tekur Oprah afstöðu með öðru framboðinu. Þetta hefði litið öðruvísi út ef karlmaður væri varaforsetaefni repúblikana.
Jafnréttishliðin á þessu máli opnar umræðuna, enda gæti þetta verið ár kvenna í bandarískum stjórnmálum þó Hillary Rodham Clinton hafi verið ýtt út af sviðinu. Og Oprah situr hjá og fórnar með því trúverðugleikanum og skaðar mjög stöðu sína sem málsvari kvenréttinda.
![]() |
Oprah vill ekki Söruh Palin í þátt sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
8.9.2008 | 13:54
Spennandi kosningar - Sarah Palin breytir leiknum
Flest stefnir í jafnar og spennandi forsetakosningar í Bandaríkjunum eftir 56 daga. John McCain hefur tekist ásamt Söru Palin að tryggja repúblikunum raunhæfa möguleika á að halda Hvíta húsinu. Þau komu mjög sterk út úr flokksþinginu og sérstaklega er ljóst að Sarah Palin hefur tryggt stöðu sína, enda mælist hún nú vinsælli en bæði forsetaefnin.
Þegar demókratar unnu báðar þingdeildirnar fyrir tæpum tveimur árum taldi ég nær óhugsandi að repúblikanar myndu halda Hvíta húsinu, einkum vegna óvinsælda George W. Bush. Þá voru demókratar með pálmann í höndunum og þá blasti við að Hillary Rodham Clinton yrði næsti forseti Bandaríkjanna næði hún útnefningunni. Svo fór að hún náði ekki alla leið. Athygli vekur að Barack Obama hefur aldrei haft traust forskot í þessum slag og tókst ekki í aðdraganda flokksþinganna að stinga McCain af í baráttunni. Hann náði engri uppsveiflu á varaforsetavalinu en fékk bara hefðbundna flokksþingssveiflu.
Barack Obama gerði þau miklu pólitísku mistök að velja ekki Hillary Rodham Clinton sem varaforsetaefni. Með því hefði hann getað tryggt sér traust og gott forskot framyfir flokksþing repúblikana. Með því hefði samstaða demókrata verið staðfest, þó Obama hefði vissulega þurft að brjóta odd af oflæti sínu og bjóða fornum keppinaut með í framboðið. Vissulega hefði hann þurft að sætta sig við að deila stjörnuljómanum en hann hefði fengið trausta fylgissveiflu. Í staðinn valdi hann reynslumikið varaforsetaefni án stjörnuljóma, mann sem skyggði ekki á hann.
McCain var eini frambjóðandinn í forkosningum repúblikana sem hafði raunhæfa möguleika á að ná alla leið, enda voru sumir hinna frambjóðendanna mjög tengdir George W. Bush. McCain kemur úr annarri átt innan Repúblikanaflokksins. Barátta hans við Bush um útnefninguna árið 2000 var harkaleg og þar var vegið mjög að McCain. Á flokksþingi repúblikana mátti vel finna að Bush var haldið frá sviðsljósinu. Óvinsældir hans réðu þar nokkru en ekki síður að þarna tók McCain við flokknum og réði för. Hann sýndi með því vald sitt þar og tókst að notfæra sér það.
John McCain tók mikla pólitíska áhættu með því að velja Söru Palin, ríkisstjóra í Alaska, sem varaforsetaefni sitt. McCain gerði það sem Obama þorði ekki að gera, velja konu við hlið sér og spilaði þar á augljósan veikleika hans. Allar kannanir sýna að McCain veðjaði rétt. Palin hefur stóraukið fylgi hans, einkum meðal kvenna og er að sækja óákveðna kjósendur. Fylgisaukningin er traust og sýnir vel að McCain á góða möguleika á að vinna þessar kosningar. Eftir framkomuna við Hillary eru margar konur óánægðar og þær horfa í aðrar áttir.
Sarah Palin kom, sá og sigraði á flokksþingi repúblikana. Ekki aðeins var ræðan sem hún flutti traust og flott heldur flutti hún ræðuna alveg meistaralega og stimplaði sig inn í pólitísk átök á stóra sviðinu. Enginn efast lengur um hæfileika hennar, metnað og pólitískan kraft. Eins og staðan er núna er frúin frá Alaska að breyta þessum kosningaslag með afgerandi hætti. Enn er vissulega spurt að leikslokum en hún kom með ferskan blæ í baráttuna og tók stöðu Hillary á sviðinu.
Erfitt er að spá um á hvorn veginn þetta muni fara. Ljóst er að repúblikanar eiga trausta möguleika á að halda velli. Barack Obama hefur mistekist með varaforsetavali sínu að klára þennan slag, sá ekki fyrir að McCain myndi taka áhættu í sínu vali og situr eftir með sárt ennið. Honum hefur ekki tekist að ná traustu forskoti þrátt fyrir allar kjöraðstæður demókrata til að klára þessar kosningar löngu fyrir kjördag.
Nú er Obama búinn að gera sér grein fyrir því að hann er að missa kvennafylgi og ætlar að fá Hillary Rodham Clinton með sér í fleiri fylki en hann ætlaði sér áður og sækir aðrar konur með sér í baráttuna. En hann valdi ekki konu sem varaforsetaefni og vanmat pólitíska áhættu McCain sem hann græddi svo á. Ef Obama hefði valið Hillary væri hann ekki í þessum vanda sem nú blasir við.
Ef Barack Obama nær ekki að snúa þessum slag við eftir velheppnað varaforsetaval John McCain mun sagan meta valið á honum stór pólitísk mistök og allir demókratar munu sjá eftir því að hafa snúið baki við Hillary Rodham Clinton.
![]() |
McCain nær forskoti á Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.9.2008 | 00:04
Stutt sigursæla Hamilton - ranglátur dómur

Þetta er með umdeildari dómum í seinni tíma sögu Formúlunnar og á örugglega eftir að draga dilk á eftir sér. Hamilton var vonandi ekki of fljótur að taka tappann úr kampavínsflöskunni og fagna sigrinum. Verður allavega áhugavert að sjá hvaða niðurstaða kemur út úr áfrýjuninni.
Hamilton hefur sýnt og sannað að hann er traustur framtíðarmaður í Formúlunni. Var alveg ævintýralega skemmtilegt að fylgjast með honum á síðustu leiktíð. Hann tók heimsmeistarann Alonso á taugum innan síns liðs og varð mun betri en hann í gegnum leiktíðina.
Svo mikill varð titringurinn að Alanso allt að því hrökklaðist frá McLaren aftur til fyrri heimkynna og Hamilton ríkir í liðinu nú einn og óskoraður kóngur allt að því, rétt rúmlega tvítugur og gæti orðið yngsti heimsmeistari í sögu Formúlunnar.
![]() |
Sigur dæmdur af Hamilton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2008 | 11:44
Ráðist á lögguna - mun lögreglan fá rafbyssur?
Ég yrði ekki hissa ef svo myndi fara að árásir á lögreglumenn að undanförnu verði notað sem helstu rökin, bæði af hálfu þeirra og stjórnvalda, fyrir því að vopnvæða lögregluna enn frekar og það er þegar augljós undiralda í þá átt nú þegar að lögreglan þurfi að fá rafbyssur til að verjast.
Hef ekki verið hlynntur því að lögreglan noti rafbyssur en það er ljóst að þeir sem ráðast að löggunni veita lögreglunni og þeim sem ráða þar för sterk rök fyrir máli sínu að taka upp þessi vopn.
![]() |
Réðust á lögreglu - fimm handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2008 | 00:19
Glæsileg frammistaða landsliðsins í Noregi
Staða íslenska landsliðsins í knattspyrnu var erfið við þjálfaraskiptin fyrir tæpu ári. Að flestu leyti var þar sviðin jörð eftir þjálfaraferil Eyjólfs Sverrissonar. Liðið vann aðeins tvo leiki undir forystu hans og uppbyggingarstarfið hefur tekið sinn tíma.
Þetta jafntefli sýnir allavega að liðið getur náð einhverjum árangri. Kvennalandsliðið hefur náð glæsilegum árangri að undanförnu og þarf karlalandsliðið að taka sig heldur betur á til að ná viðlíka árangri.
Gaman að sjá Heiðar Helguson, bekkjarbróður minn í grunnskóla, skora mark í sínum fyrsta landsleik um nokkuð skeið. Óska honum til hamingju með það. Fínt að sjá Eið skora líka. Vel af sér vikið.
![]() |
Frábær úrslit í Osló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2008 | 18:53
Í minningu Sigurbjörns biskups

Dr. Sigurbjörn Einarsson var biskup allrar þjóðarinnar. Allir landsmenn hlustuðu þegar hann talaði um kristna trú og hann var sterkara sameiningartákn trúar og kærleika en nokkur forystumaður þjóðkirkjunnar á síðari tímum. Mér þótti vænst um hversu vel honum tókst að tala kjarnríkt íslenskt mál til þjóðarinnar. Hann var íhugull og ljáði orðum sínum meiri kraft en nokkur íslenskur trúarleiðtogi á síðustu öldum. Áhrif hans voru líka mikil.
Allt frá því ég man eftir mér var hann til staðar, hann var áttaviti þjóðarinnar ekki aðeins í trúmálum heldur í öllu hinu smáa og mannlega í dagsins önn. Ræður hans voru afgerandi og traustar, hann talaði til þjóðarinnar en ekki niður til hennar. Hann var alla tíð forystumaður sem landsmenn allir treystu og virtu. Ég leit alltaf á hann sem afa minn. Er viss um að hið sama gildir um ótalmarga Íslendinga. Mér fannst notalegt að hlusta á hann og þegar að mér fannst illa ára í samfélaginu talaði hann kraft og kjark í okkur öll. Hann var leiðarljós okkar allra.
Allt frá því ég var smábarn sótti ég styrk til hans. Hann var þannig maður að okkur fannst allt vera rétt sem hann sagði. Hann var boðberi hins rétta, var mannlegur og kærleikurinn í tali hans var leiðarstef í hugleiðingum okkar um lífið og allar hliðar þess. Þannig mun ég minnast hans og mun áfram sækja styrk í það sem hann kenndi mér um lífið og tilveruna. Hann er og verður í huga mér alla tíð. Mér þótti vænt um hann og verk hans og passa upp á orðin hans, arfleifð hans til mín og okkar allra.
Fáir hafa þá náðargáfu að tala af visku og kærleika svo fólk hlustar - það sé bæði einlægt og traust. Sigurbjörn biskup talaði fumlaust og af visku og það var þjóðinni ómetanlegt að eiga hann að í blíðu og stríðu í stormasamri sögu þjóðarinnar. Ásýnd íslensku þjóðkirkjunnar verður öðruvísi án Sigurbjörns biskups. En hann lifir með okkur. Svo lengi sem við munum það sem hann kenndi okkur og við virðum það lifa hin mannlegu gildi sem hann kenndi okkur.
Dr. Sigurbjörn Einarsson - In Memoriam
![]() |
Allir hlustuðu þegar hann talaði" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2008 | 15:00
Þjóðin kveður máttarstólpa mannúðar og kærleika

Þjóðin öll kveður mikinn og öflugan leiðtoga. Hann var máttarstólpi mannúðar og kærleika. Alla mína ævi hef ég alist upp við orð hans, leiðsögn og forystu. Hún hefur verið leiðarstef þjóðarinnar áratugum saman. Dr. Sigurbjörn var ekki aðeins traustur leiðtogi trúar sinnar heldur og mannlegra áherslna. Hann náði til ólíkra kynslóða og sameinaði okkur öll.
Skarð hans er mikið fyrir íslensku þjóðina. En orð hans, boðskapur og trúarleg forysta mun lifa með þjóðinni.
![]() |
Sigurbjörn Einarsson jarðsunginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2008 | 12:56
Ómannúðleg framkoma við Mark Cumara
Mér finnst alltaf eðlilegt að velta þessum málum fyrir sér. En þegar við verðum vitni að svona framkomu er eðlilegt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þetta sé eðlileg framkoma. Hvers vegna þessi harka og því er þessum manni ekki veitt tækifæri til að vera hér áfram eftir að hafa verið hér þegar árum saman.
Þegar við höfum verið vitni að því að tengdadóttir ráðherra fékk ríkisborgararétt eftir mjög stutt kynni við landið er eðlilegt að spyrja hvers vegna fólki sé mismunað. Af hverju á þessi maður ekki skilið að fá ríkisborgararétt eins og nánustu ættingjar hans? Hver er munurinn. Mér finnst eitthvað vanta í þetta mál.
Þessi saga er allavega þess eðlis að fleiri spurningar vakna en bara sú hvers vegna honum sé vísað úr landi.
![]() |
Kom 17 ára – sendur úr landi 23 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |