6.3.2007 | 10:20
Konurnar að flýja Samfylkinguna

Á meðan að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var vonarstjarna vinstrimanna sem borgarstjóri í Reykjavík er horfði til landsmálaframa var það metið henni mikilvægt að vera kona á framabraut - í kosningunum 2003 var hún með eftirminnilegum hætti kynnt sérstaklega í glæsilegri litaútgáfu skælbrosandi andspænis svarthvítum karlkyns forverum á valdastóli; allt frá Hannesi Hafstein til Davíðs Oddssonar. Umdeild auglýsing, en skýr skilaboð - mjög afgerandi. Þá var stuðningur kvenna við Samfylkinguna talsverður eins og flestir muna.
Það að konurnar horfi annað er táknrænt og athyglisvert fyrir konuna sem mesta möguleika á að leiða ríkisstjórn, þó minni möguleikar séu á því nú en var árið 2003. Þá barðist hún við Davíð Oddsson, manninn sem hún dýrkaði að þola ekki. Nú er Davíð farinn..... líka mesti vindurinn úr seglum Ingibjargar Sólrúnar. Táknrænt - en athyglisvert, ekki satt?
![]() |
Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2007 | 22:12
Femínistarnir varla ánægðir með Clooney

Hann hefur verið farsæll leikari og síðustu árin ennfremur sýnt snilldartakta sem leikstjóri. Í dag er liðið ár síðan að Clooney hlaut óskarinn fyrir túlkun sína á CIA-leyniþjónustumanninum Bob Barnes í pólitísku fléttumyndinni Syriana. Þar fór hann algjörlega á kostum. Við sömu athöfn var hann tilnefndur fyrir leikstjórn í Good Night, and Good Luck, en tapaði fyrir Ang Lee sem hlaut verðlaunin fyrir Brokeback Mountain.
Clooney verður varla eftirlæti femínistanna eftir þetta.... eða hvað.
![]() |
Clooney hefur áhuga á því að ættleiða unga og fagra konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.3.2007 | 19:16
Karen Jónsdóttir fer úr Frjálslynda flokknum
Karen Jónsdóttir, eini bæjarfulltrúi Frjálslynda flokksins í meirihlutasamstarfi og formaður bæjarráðs á Akranesi, hefur nú sagt sig úr Frjálslynda flokknum. Varamaður Karenar er Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins og nýr leiðtogi flokksins í Reykjavík norður, en hann býr eins og kunnugt er á Akranesi, en hefur verið alþingismaður Suðurkjördæmis á þessu kjörtímabili. Karen mun verða óháður bæjarfulltrúi það sem eftir lifir kjörtimabils og munu þessar breytingar ekki hafa áhrif á meirihlutann á Akranesi, sem er meirihluti Karenar og fjögurra sjálfstæðismanna.
Mun Karen hafa verið mjög ósátt við ákvörðun forystu Frjálslynda flokksins að bjóða Kristni H. Gunnarsson, kjörnum þingmanni Framsóknarflokki í alþingiskosningunum 2003, annað sætið á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar og mun það vera stærsta ástæða þess að hún fer úr flokknum. Karen var óháð á lista Frjálslyndra á Akranesi á síðasta ári og varaformaðurinn tók annað sætið. Staða hennar er því svipuð stöðu Ólafs F. Magnússonar sem var óháður borgarfulltrúi F-listans í Reykjavík lengi vel áður en hann gekk formlega í flokkinn árið 2005.
Karen fetar því í fótspor Steinunnar Kristínar Pétursdóttur á Akranesi, sem skipaði þriðja sæti á lista flokksins í kjördæminu í kosningunum 2003, og var því varaþingmaður Guðjóns Arnars Kristjánssonar og Sigurjóns Þórðarsonar. Hún sagði skilið við frjálslynda eftir sveitarstjórnarkosningarnar á síðasta ári vegna trúnaðarbrests við flokksforystuna. En frjálslyndir hafa semsagt misst eina bæjarfulltrúa sinn í meirihluta á landsvísu úr flokknum, bæjarfulltrúann í heimabæ Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, vegna ágreinings við uppröðun framboðslistans í Norðvestri.
5.3.2007 | 16:16
Stjórnarandstaðan reynir að blikka Framsókn
Stjórnarandstaðan segist nú tilbúin í að greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum verði tekið upp í stjórnarskrá. Þetta tilboð er greinilega sett fram til að blikka Framsóknarflokkinn í aðdraganda þingkosninga og reyna að reka upp flein milli stjórnarflokkanna. Það var mjög fyrirsjáanlegt að til þessa kæmi eftir kjánaleg ummæli Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, og önnur ummæli innan Framsóknarflokksins sem þó gengu skemur en ansi ákveðin ummæli ráðherrans.
Það er engin furða að stjórnarandstaðan reyni að blikka Framsóknarflokkinn nú á þessari stundu. Þetta er skipulögð útgáfa þeirra til að reyna á stjórnarflokkana og reyna að fá framsóknarmenn til að standa við stóru orðin og jafnvel slíta sig frá Sjálfstæðisflokknum. Þeir eru með þessu að reyna á Framsókn í stöðunni og kanna hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga. Það varð ljóst í morgun að vel fór á með forystumönnum stjórnarflokkanna og það er engin dramatík þannig séð í málinu. Það er ekki sami hasar í gangi. En stjórnarandstaðan ætlar greinilega að reyna á það hvort Framsókn er alvara með orðum sínum og fasi um helgina. Þeir ætla að keyra málið áfram.
Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist nú í þessu máli. Stjórnarandstaðan notfærir sér þetta skiljanlega. Það er ekki undrunarefni eftir að ráðherra sagði stjórnarslit á borðinu og þingmaður samstarfsflokks þeirra taldi rétt að ráðherrann segði af sér vegna ummælanna. Þetta er mesta krísa þessarar ríkisstjórnar síðan úr fjölmiðlamálinu, þó kannski megi segja að krísan sé óttalegur stormur í vatnsglasi. En nú fáum við brátt að sjá hvað gerist í málinu. Það er öllum ljóst að þetta ræðst innan skamms, enda er þingið á sínum síðustu starfsdögum þessa dagana, enda fara þingmenn að halda á fullu í lokasprett kosningabaráttunnar.
Það verður fróðlegt að sjá hvað Framsókn gerir í kjölfar þessa hálfgerða bónorðs stjórnarandstöðunnar í stöðunni. Það er greinilegt að stjórnarandstaðan ætlar að reyna á þolrif Framsóknarflokksins og ætlar að reyna að keyra þá til að gera alvöru úr hótunum sínum, t.d. stjórnarslitstali heilbrigðisráðherrans. Þarna ætla menn að reyna á hvort Framsókn meini eitthvað með upphlaupinu. Fróðlegt verður að sjá hvað gerist.
![]() |
Stjórnarandstaðan býðst til að styðja stjórnarskrárbreytingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.3.2007 | 15:32
Eru frjálslyndir að missa dampinn?
Skv. nýjustu könnun Gallups eru frjálslyndir nú að missa dampinn og virðast ekki styrkjast á innkomu nýliða á borð við Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson. Flokkurinn dalar eftir nokkra uppsveiflu vegna innflytjendamálanna og mælist nú ekki með kjördæmakjörinn mann, en fær fjóra jöfnunarmenn og hefur misst þrjá núverandi þingmenn sína fyrir borð. Greinilegt er að klofningur flokksins skaðar hann líka.
Skv. könnuninni eru Guðjón Arnar Kristjánsson, Magnús Þór Hafsteinsson, Jón Magnússon og Kolbrún Stefánsdóttir nú að mælast inni á þingi fyrir flokkinn. Kristinn H. Gunnarsson, Sigurjón Þórðarson og Valdimar Leó Friðriksson eru allir utan þings á þessum tímapunkti. Frjálslyndir missa tvö þingsæti milli mánaðarlegra kannana Gallups, missir mann í Reykjavík norður (þar sem Magnús Þór Hafsteinsson mun leiða lista) og í Norðvesturkjördæmi (þar sem Kristinn H. er kominn inn sem annar maður á lista).
Nú hefur verið ákveðið að Jón Magnússon, sem varð umdeildur í aðdraganda klofnings Frjálslynda flokksins, leiði lista í Reykjavík suður og hann er inni á þingi í þessari könnun, eins og fyrr er sagt. Jón leiddi lista fyrir Nýtt afl í Reykjavík suður í kosningunum 2003 og mun vera í fylkingabrjósti nú fyrir frjálslynda í sama kjördæmi. Það verður fróðlegt að sjá hvaða áherslur flokkurinn leggur upp með verandi með Jón efstan á lista í Reykjavík, væntanlega í keppni við Margréti Sverrisdóttur í forystu hægri græns framboðs í sama kjördæmi. Það stefnir ansi margt í að þar eigi að keyra á innflytjendamálunum. Það eru þau mál sem Jón hefur helst fjallað um undanfarin ár.
Staða frjálslyndra er greinilega eitthvað að veikjast. Það er öllum ljóst að uppsveifluna snemma vetrar tók flokkurinn vegna innflytjendamálanna. Það verður fróðlegt að sjá hvernig flokkurinn talar um þau mál í kosningabaráttunni, verandi með bæði Magnús Þór og Jón efsta í Reykjavíkurkjördæmunum. Fyrir vestan ætla greinilega Kristinn H. og Guðjón Arnar að reyna að ná kjöri saman á þeim málum sem helst hafa einkennt þá. Hér í Norðaustri er svo Sigurjón kominn, greinilega með sjávarútvegsmál ofarlega á baugi. Svo segja fréttir að Grétar Mar leiði listann í Suðrinu. Þetta er allt samkvæmt bókinni.
Eina sem komið hefur virkilega á óvart er að Kolbrún Stefánsdóttir leiði lista í Suðvesturkjördæmi. Þar er greinilega hugsað um konurnar, enda hefði verið hálf undarlegt fyrir flokkinn að hafa aðeins karla efsta. Fróðlegt verður að sjá hvort Valdimar Leó taki annað sætið þar, en það hefur blasað við síðan í nóvember að hann færi þangað og margir töldu að hann myndi leiða listann þar. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Kolbrún nái kjöri, en fari svo verður hún fyrsta konan sem nær kjöri á þing fyrir Frjálslynda flokkinn.
En það verður fróðlegt að sjá áherslur frjálslyndra og hversu mikill þungi verði í innflytjendamálunum í Reykjavík með þá tvo menn í fylkingabrjósti sem harðast gengu í innflytjendatalinu innan flokksins snemma vetrar. En frjálslyndir eru greinilega að byrja að dala, klofningur og fleiri þættir valda sígandi gengi.
Það verður því athyglisvert að sjá hvernig þessi flokkur keyrir stefnulega séð til kosninganna í baráttu við m.a. Margréti Sverrisdóttur, dóttur stofnanda Frjálslynda flokksins og framkvæmastjóra flokksins í áratug, sem nú er komin í sérframboð með hópi annars fólks úr ýmsum áttum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2007 | 14:00
Notaleg verðlækkun

Ekki lækkar bara maturinn, þó flestir verði sennilega fyrst varir við það, enda þurfum við öll að kaupa mat flesta daga ársins. Um helgina fór ég í verslun og keypti mér þar geisladisk, DVD-myndir og eina bók; hlutir sem ég kaupi jafnan nokkuð af. Það er sérstaklega gleðilegt að sjá lækkunina á þessu. Þetta er svona gleðiauki fyrir menningaunnendur. Það er allavega hægt að brosa eitthvað við að kaupa þessar vörur, en þetta er lækkun sem maður tekur eftir. Þetta eru vörur sem fólk vill kaupa og ég held að innst inni verði mesta gleðin með lækkun þar.
Íslendingar hljóta annars að vera ánægðir með að pylsan og hamborgarinn hafa lækkað. Guðni Ágústsson hlýtur að vera glaður. Öll munum við nú eftir því þegar að hann hvatti unga fólkið til að borða nú mikið af pylsum, við litla gleði Lýðheilsustöðvar eða einhvers slíks apparats.
![]() |
Borgarinn og pylsan hafa lækkað í verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2007 | 13:21
Stjórnarsamstarf ekki í hættu - róast yfir stöðunni
Stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks virðist ekki í hættu eftir fund formanna og varaformanna flokkanna í morgun. Þar tónuðu Jón Sigurðsson og Guðni Ágústsson niður allan ágreining og sögðu ummæli Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, hafa verið oftúlkuð. Engin niðurstaða hefur enn náðst í málinu en fjölmiðlamenn tóku þessum ummælum með þeim orðum hvort Framsókn hefði lagt niður skottið.
Ef marka má ummælin sem féllu í morgun verður þetta ekki mál sem látið verður stranda á að ráði. Framsóknarmenn hafa vissulega látið misjafnlega hörð falla. Allir vita að Jón Sigurðsson var mun vægari í orðavali en Siv Friðleifsdóttir og gerði hann lítið úr ágreiningi. Engu að síður höfum við heyrt hvöss ummæli ráðherra og stjórnarþingmaður hefur talað um að hún eigi að segja af sér. Það eru fá dæmi um slíkt í seinni tíð og deilan varð ansi hvös er líða tók á helgina. Eitthvað virðist nú hafa róast yfir og greinilega ekki sami þungi í málinu og var t.d. á föstudag.
Ekki veit ég þó hvort fjölmiðlar hafi rétt fyrir sér í því að Framsókn hafi lagt niður skottið, en hinsvegar er rólegra yfir málinu en stefndi í að yrði. Ég veit ekki hvað Framsókn ætlar að gera en rólegheitayfirlýsingar formanns og varaformanns þeirra benda til þess að þetta mál muni ekki skipta sköpum í því sem framundan er. Það verður þó fróðlegt að sjá hvert samkomulag verði um málið, en það er þó ljóst á viðbrögðum framsóknarleiðtoganna að þetta er ekki mál sem þeir ætla að lát stranda á. Eða það verður bara að ráðast.
![]() |
Formenn stjórnarflokkanna ræddu ýmis málefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2007 | 04:41
Gerjun í stjórnmálum - tvö ný framboð myndast

Ekki er hægt að segja að mannskapurinn sem nefndur er hægri græna framboðinu komi að óvörum. Þetta eru nöfn sem hafa verið nefnd um nokkurt skeið. Flestir spyrja hinsvegar um það hvort að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra og sendiherra, verði partur af framboðinu. Kjaftasögur hafa gengið um það. Brátt fæst úr því skorið. Meira er velt fyrir sér mannskap framboðs aldraðra og öryrkja, en það hefur gengið í brasi við að koma framboðinu á kortið og fáir sem vita hverjir muni fara fyrir því á listum um allt land. Sérstakt framboð þessara hópa á sér ekki fordæmi hérlendis.
Þessi nýju framboð eru augljós vitnisburður um gerjun í stjórnmálunum. Það eru fáir sem vita hvað gerist í væntanlegri kosningabaráttu. Fari kosningarnar eftir nýjustu Gallup-könnun myndi ég sennilega spá vinstristjórn VG, Samfylkingar og Framsóknarflokks. Það er svona eitthvað í hausnum á mér sem segir það. Þessi nýju framboð eru til vitnis um óánægju með alla flokka með einum eða öðrum hætti. Það segir sig sjálft. Annars kæmu þau ekki til sögunnar. Munu þessi framboð taka fylgi frá öllum flokkum? Ekki yrði ég hissa á því. Mun hægri grænt framboð taka grænt fylgi frá vinstri? Þetta er stór spurning. Það er fátt vitað um nýju framboðin, en þau tryggja enn meira spennandi kosningar.
Gerjun í stjórnmálum í aðdraganda þingkosninganna 1987 leiddu til sögulegra aðstæðna. Í fyrsta skipti í sögu Sjálfstæðisflokksins fékk hann minna en 30% fylgi og ekki var mögulegt að mynda tveggja flokka stjórn. Það verður fróðlegt að sjá hvort að hægri grænt framboð taki mikið fylgi af Sjálfstæðisflokknum. Þetta er stór spurning sem verður fróðlegt að fá svar við. Ég held að framboð hægri grænna taki ekki síður vinstrafylgi, enda eru margir til vinstri ósáttir við flokkana þar. Með öðrum orðum; það er erfitt um að spá um áhrif nýja hægri græna framboðsins. Það getur sótt fylgi víða ef það fúnkerar t.d. eins og Borgaraflokkurinn fyrir tveim áratugum.
Munu aldraðir og öryrkjar sjá samhljóm í framboði sérmerktu þessum hópum? Eða verður þetta framboð vettvangur kverúlanta og sérvitringa sem enginn hefur viljað eða ekki viljað vinna með. Það er stór spurning. Persónulega tel ég hægri græna framboðið líklegra til einhverra afreka. Fáir vita þó hvort að þau floppa eða brillera, nú eða lenda þarna mitt á milli. Þetta verða spennandi kosningar. Tvö ný framboð tryggja meiri spennu en ella. Þetta verða líflegir 70 dagar sem framundan eru hjá okkur stjórnmálaáhugamönnunum.
![]() |
Margrét, Ómar og Jakob Frímann saman í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2007 | 21:42
Sigurður Kári telur að Siv eigi að segja af sér

Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, var spurður síðar í Silfri Egils út í ummæli Sigurðar Kára. Hann var greinilega frekar undrandi á þessum ummælum en vék í tali sínu enn og aftur að því sem hann hafði sagt áður að ummæli Sivjar hefðu ekki verið hótun um stjórnarslit. Ég er ósammála þeirri túlkun Jóns. Ummæli Sivjar voru að mínu mati hótun um slit á þessu samstarfi, enda vék Siv í fyrrnefndri ræðu að því hvaða form á stjórn gæti tekið við ef þessi stjórn myndi falla. Þessi orð var ekki hægt að túlka á neinn veg og tek ég því undir ummæli Sigurðar Kára um að Jón hafi komið með hálfgerða afbökun í þeim efnum.
Þetta mál sýnir mjög vel titring í þessu stjórnarsamstarfi. Það er eins og það er bara. Veit ekki hvort ég telji að Siv eigi að segja af sér. En mér fannst ummæli mjög misráðin og varð hissa á þessu orðavali öllu saman. Þetta kom upp flein milli fólks í samstarfinu. Tek ég í þeim efnum undir ummæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, í dagblöðum í gær. Þetta er frekar undarlegt mál. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, komst vel að orði ennfremur um þessi efni í skrifum á vef sínum í gær.
Það verður að ráðast hvort að þetta samstarf veikist vegna þessa máls. Mér finnst það hafa veikst að mjög miklu leyti. Mér finnst þetta vera svolítið upphlaup hjá Framsókn. Staða þeirra er reyndar með þeim hætti nú að ekki þarf að undrast einhvern titring. En þetta er frekar óábyrgt hjá heilbrigðisráðherranum og mér fannst hún ekki vaxa af ummælum sínum.
Í þeim efnum tek ég undir með Sigurði Kára að staða ráðherrans hefur veikst og ég skil vel að þingmenn Sjálfstæðisflokksins geti ekki beint varið hana mikið í þessari stöðu.
![]() |
Sigurður Kári telur að Siv eigi að segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2007 | 17:25
Ómar leiðir nýtt framboð í Reykjavík norður

Hulunni er svipt nú stig af stigi af þessu nýja framboði. Það er greinilegt að Margréti og Ómari eru ætluð efstu sætin í höfuðborginni. Þarna innanborðs eru líka varaþingmennirnir Sigurlín Margrét Sigurðardóttir og Jakob Frímann Magnússon. Það verður spennandi að sjá hverjum eru ætluð efstu sætin í hinum kjördæmum landsins, en stefnt er að landsframboði. Ef marka má ummæli Ómars í dag er stutt í að framboðið verði kynnt, enda virðast meginútlínur að skýrast dag frá degi. Mest er nú spáð í hver mannskapur nýja framboðsins sé.
Það virðist stefna í spennandi þingkosningar. Þegar er ljóst að framboðin um allt land verði sex, kannski verða þau fleiri. Hver veit. Það er erfitt um að spá. Mikil gerjun virðist í pólitíkinni og ný framboð að koma fram. Þau gætu orðið örlagavaldar í spennandi kosningabaráttu. Það er allavega ljóst af nýjustu könnunum og stöðunni almennt að erfitt sé að spá með vissu fyrir um hvernig kosningarnar í vor fari. Margir telja líklegt að við fáum nýja ríkisstjórn í vor. Núverandi stjórn hefur nú setið jafnlengi og viðreisnin sögufræga - víða heyrist ákall um breytingar. Þetta gæti orðið mest spennandi kosningabaráttan í áratugi.
Ómar hefur verið beittur í tali undanfarna mánuði og er nú orðinn stjórnmálamaður í harðri kosningabaráttu. Hann hefur talað sem slíkur lengi og því kemur framboð hans í sjálfu sér ekki að óvörum. Það er kannski ekki nema eðlilegt að hann og hans hópur reyni á styrk sinn og sinna áherslna. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim muni ganga í þessari hörðu kosningabaráttu - einkum verður athyglisvert að sjá Ómar sem frambjóðanda í kosningum. Það er nýtt hlutskipti fyrir hann.
4.3.2007 | 16:22
Rudolph Giuliani á sigurbraut hjá repúblikunum
Rudolph Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York, er á blússandi siglingu í baráttunni um það hver verði forsetaefni repúblikana í forsetakosningunum í nóvember 2008 - hann mælist nú með vel yfir 20% forskot á öldungadeildarþingmanninn John McCain. Það er því greinilegt að hann er á mikilli sigurbraut, þónokkuð meira afgerandi en mörgum hefði eiginlega órað fyrir að yrði fyrir nokkrum árum.
En Giuliani hefur ekki enn unnið útnefninguna og mikil barátta engu að síður framundan. Fyrst og fremst sýna kannanir nú veika stöðu McCain - hann virðist vera að missa tiltrú almennings frekar hratt í baráttunni. Stór þáttur veikrar stöðu hans hlýtur að vera að McCain er kominn á áttræðisaldur og yrði hann 72 ára ef hann sigraði kosningarnar og myndi sverja embættiseið í janúar 2009, en Reagan forseti var að verða sjötugur er hann varð forseti í janúar 1981. Margir telja hans tíma hreinlega liðinn, allavega sem forsetaefni. Hann tapaði baráttu um útnefningu flokksins fyrir sjö árum, í baráttu við George W. Bush.
Giuliani var borgarstjóri í New York á árunum 1994-2002. Hann var umdeildur sem borgarstjóri en öðlaðist heimshylli á örlagatímum á þriðjudeginum 11. september 2001 þegar að hryðjuverkamenn felldu tvíburaturnana með því að ræna farþegaflugvélum í innanlandsflugi og stefna þeim á þá. Það var eiginlega ævintýralegt að fylgjast með Giuliani þessa septemberdaga fyrir fimm árum. Hann tók forystuna og frumkvæðið í málefnum borgarinnar með röggsemi. Hann gerði allt rétt og steig ekki feilspor á örlagatímum. Það var aðdáunarvert að fylgjast með honum þessa daga þegar að bandaríska þjóðarsálin skalf og íbúar í New York urðu fyrir mesta áfalli sinnar löngu borgarsögu.
Það er varla undrunarefni að Giuliani fari fram sem forsetaefni í Repúblikanaflokknum árið 2008 þegar að George W. Bush lætur af forsetaembættinu eftir átta ára forsetaferil. Ég tel að hann yrði mjög gott forsetaefni fyrir repúblikana og satt best að segja hef ég talið hann vænlegasta kostinn fyrir þá. Rudolph Giuliani ritaði fyrir nokkrum árum bókina Leadership, virkilega vel skrifuð og vönduð bók. Ég hvet alla til að lesa þessa bók, sem það hafa ekki gert nú þegar. Góð lesning.
Þegar að líða tók að ákvarðanatöku taldi ég að þetta yrði spennandi barátta milli McCain og Giuliani. Það virðist ekki stefna í þá átt, merkilegt nokk. Það verður mjög merkilegt ef Giuliani hefur þetta með yfirburðum, jafnvel snemma í baráttunni. Það virðist enginn af núverandi frambjóðendum repúblikana hafa roð við honum. Þetta er ótrúlega sterk staða miðað við hversu opið þetta er fyrir repúblikana í raun nú með brotthvarfi Bush.
Þessi staða sýnir okkur líka að repúlikanar vilja breyta og fá frambjóðanda af annarri gerð. Það verður fróðlegt að sjá hversu vel suðurríkjarepúblikanar sætta sig við Giuliani. Ef marka má stöðuna er andstaðan við hann ótrúlega lítil og honum virðist vaxa sífellt ásmegin. Þetta er mjög sterk staða miðað vð það allt og fyrri sögu forsetaefna repúblikana. En ég tel einmitt að nýjir tímar séu einmitt það sem repúblikanar þurfa á að halda nú.
![]() |
Giuliani með 25 prósentustiga forskot á McCain |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2007 | 11:33
Sorglegt

Í grunninn séð vekja þessi sorglegu umferðarslys okkur öll til lífsins í þessum efnum, eða ég ætla rétt að vona það. Dapurleg umferðarslys seinustu mánaða og hörmuleg örlög fjölda Íslendinga sem látist hafa eða slasast mjög illa í skelfilegum umferðarslysum á að vera okkur vitnisburður þess að taka til okkar ráða - það þarf að hugleiða stöðu mála og reyna að bæta umferðarmenninguna. Það er lykilverkefni að mínu mati.
Ég votta þeim samúð mína sem hafa misst ástvin og félaga í þessu umferðarslysi í Hörgárdal.
![]() |
Banaslys í Hörgárdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2007 | 22:35
Spielberg með stolið málverk í safninu

Leikstjórinn Steven Spielberg hefur alltaf verið menningarunnandi og á fjölda listaverka á heimili sínu. Nú er komið í ljós að málverk sem hann keypti á uppboði fyrir átján árum í New York og hefur prýtt heimili hans alla tíð síðan var stolið. Hann keypti verkið á lögmætu uppboði og hjá virtum listaverkasala. Verkinu var stolið í listagalleríi í Missouri fyrir 34 árum. Spielberg er nú að vinna með FBI að reyna að leysa sinn þátt málsins.
Steven Spielberg hefur tvisvar hlotið leikstjóraóskarinn á ferli sínum; fyrir Schindler's List árið 1993 og Saving Private Ryan árið 1998. Hann hefur á löngum leikstjóra- og framleiðsluferli sínum staðið að mörgum vinsælustu kvikmyndum síðari tíma í Bandaríkjunum. Auk óskarsverðlaunamyndanna hefur hann gert myndir á borð við Jurassic Park, Jaws, Minority Report, Raiders of the Lost Ark og E.T.
Þetta mál er nú frekar svona súrsætt fyrir Spielberg, en hefur í sjálfu sér engin áhrif á hann. En það er vissara að kanna verkin sem maður kaupir á uppboðum. Það gæti leynst verk sem á sér einhverja fortíð með einum eða öðrum hætti, með misjöfnum hætti, þar á meðal. Annars er þetta mjög athyglisvert mál.
Það er Spielberg er án nokkurs vafa valdamesti kvikmyndaleikstjórinn og hefur mikil áhrif bæði sem leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Ég fjallaði um Spielberg og feril hans í ítarlegum leikstjórapistli á kvikmyndir.com árið 2003.
Annars ætla ég núna að fara að horfa á Jaws. Orðið alltof langt síðan að ég hef sett hana í tækið. Það er sannkölluð eðalmynd.
![]() |
Stolið málverk finnst hjá Steven Spielberg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2007 | 19:21
Ómar ætlar í þingframboð - styttist í nýtt framboð

Framboð þessa hóps er nú að myndast og mun vera stefnt að framboði í öllum kjördæmum. Það hefur í raun blasað við síðan að Ómar vék af braut hlutleysis í umhverfismálum síðasta haust að hann væri að íhuga þingframboð og horfa í aðrar áttir. Hann hefur á bloggvef sínum óhikað gagnrýnt flokka og forystumenn stjórnmála og greinilega orðið sífellt pólitískari í áherslum, skrifum og tali. Framboð hans nú til Alþingis virðist eðlilegt framhald fyrri baráttu hans; að hann reyni á styrk sinn og stöðu.
Það er greinilegt að þetta sjötta framboð er að myndast nú. Það má eflaust kalla hægri grænt framboð. Áhrif þess í kosningabaráttu eru óviss á þessari stundu; framboð af þessu tagi gæti safnað saman ótrúlegasta fylgi og verið örlagavaldur rétt eins og Borgaraflokkurinn fyrir tveim áratugum. Erfitt verður um að spá, en það er þó enginn vafi að ákvörðun Ómars um framboð styrkir þennan hóp.
Það verður fróðlegt að sjá þegar að hann og Margrét sýna á spil sín og kynna hóp sinn til framboðs. Það er þó allavega greinilegt að þessi kosningabarátta verður fjörug og spennandi.
3.3.2007 | 17:54
Heima er best - Steingrímur Sævarr farinn
Hef verið hér síðan í september og líður vel hér. Engin ástæða til að breyta því eitthvað. Þar sem hugurinn á heima líður nefnilega hjartanu best. Hinsvegar ætla ég eitthvað að hressa upp á útlit vefsins brátt, en það mun ég vinna vel með tæknisérfræðingunum hérna sem standa sig vel við stöðu mála almennt séð.
Steingrímur Sævarr hefur fjórum sinnum bent okkur á slóð nýja vefsins síns á gamla vefnum. Fannst það spes og veit ekki hvað skal segja um það. Það verður fróðlegt hvort og hvaða bloggvinir eða félagar hér á Moggablogginu muni færa sig yfir. Allavega mun ég vera hér áfram. Hér er gott að vera.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2007 | 17:07
Hörkugóð kraftganga
Maður kemur endurnærður aftur heim. Þessar gönguferðir tryggja manni gott flæði í hausinn held ég. Það er svo notalegt að hugsa á þessum hraða og taka svona innri pælingar um hversdaginn og það sem er í gangi. Það er kalt hér hjá okkur; snjór yfir öllu og smákuldahrollur. Ekta vetrarstemmning.
Ég held að maður komi fullkomnari heim úr svona hressilegri útiveru. Þetta er gott á laugardegi finnst mér. Þetta er svona hálfgerður aukadagur hjá manni og mun betra að láta hann líða svona. Mikið er annars fallegt að standa hér á höfðanum við kirkjugarðinn og líta út fjörðinn. Fallegt!
Þetta er algjör eðall að mínu mati.
3.3.2007 | 08:44
70 dagar til kosninga - hverjir kæmust á þing?
70 dagar eru til alþingiskosninga - spennan vex og kosningbaráttan að hefjast af krafti. Könnun Gallups vakti mikla athygli nú undir lok vikunnar og sýnir talsverðar sviptingar. Ég hef nú sett upp lista um það hvaða þingmenn nái kjöri gangi könnunin eftir, sem sýnir stöðu mála á þessum tímapunkti.
Á flestum stöðum eru framboðslistar til og staða mála örugg. Þessi listi er athyglisverður. Í þessu má sjá sviptingar. Tveir sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar eru fallnir í þessari stöðu og fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, en á það ber að minnast að þrír af þessum fjórum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins féllu neðar en í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og einn þeirra var kjörinn af lista Frjálslynda flokksins, eins og minnst er á útskýringum fyrir hvern flokk.
Tveir ráðherrar Framsóknarflokks ná ekki kjöri á þing í stöðunni - formannsefni flokksins á síðasta flokksþingi; Jón Sigurðsson og Siv Friðleifsdóttir. Jón hefur reyndar aldrei fyrr verið í framboði og því ekki setið á þingi. Kristinn H. Gunnarsson, Valdimar Leó Friðriksson og Sigurjón Þórðarson, sem fara fram fyrir frjálslynda, mælast fallnir í könnuninni, en hinn umdeildi Jón Magnússon er inni í Reykjavík suður. Frjálslyndir hafa engan kjördæmakjörinn mann í þessari mælingu.
En hér er semsagt nafnalistinn:
Sjálfstæðisflokkur (24)
Geir H. Haarde - Reykjavík suður
Björn Bjarnason
Illugi Gunnarsson
Ásta Möller
Guðlaugur Þór Þórðarson - Reykjavík norður
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Pétur H. Blöndal
Sigurður Kári Kristjánsson
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Suðvesturkjördæmi
Bjarni Benediktsson
Ármann Kr. Ólafsson
Jón Gunnarsson
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Sturla Böðvarsson - Norðvesturkjördæmi
Einar Kristinn Guðfinnsson
Einar Oddur Kristjánsson
Kristján Þór Júlíusson - Norðausturkjördæmi
Arnbjörg Sveinsdóttir
Ólöf Nordal
Þorvaldur Ingvarsson
Árni M. Mathiesen - Suðurkjördæmi
Árni Johnsen
Kjartan Ólafsson
Björk Guðjónsdóttir
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 22 þingsæti í kosningunum 2003 (bættist liðsauki við inngöngu Gunnars Örlygssonar í maí 2005, sem kom úr Frjálslynda flokknum) - bætir við sig tveim þingmönnum í könnuninni.
Þingmenn sem falla: Birgir Ármannsson, Drífa Hjartardóttir, Guðjón Hjörleifsson og Gunnar Örn Örlygsson.
Þingmenn sem hætta: Halldór Blöndal, Sólveig Pétursdóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir, Guðmundur Hallvarðsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir.
VG (15)
Kolbrún Halldórsdóttir - Reykjavík suður
Álfheiður Ingadóttir
Katrín Jakobsdóttir - Reykjavík norður
Árni Þór Sigurðsson
Paul Nikolov
Ögmundur Jónasson - Suðvesturkjördæmi
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Gestur Svavarsson
Jón Bjarnason - Norðvesturkjördæmi
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir
Björg Gunnarsdóttir
Steingrímur J. Sigfússon - Norðausturkjördæmi
Þuríður Backman
Atli Gíslason - Suðurkjördæmi
Alma Lísa Jóhannsdóttir
VG fékk 5 þingsæti í kosningunum 2003 - bætir við sig tíu þingsætum í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Enginn.
Þingmenn sem hætta: Enginn
Samfylkingin (14)
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Reykjavík suður
Ágúst Ólafur Ágústsson
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Össur Skarphéðinsson - Reykjavík norður
Jóhanna Sigurðardóttir
Helgi Hjörvar
Gunnar Svavarsson - Suðvesturkjördæmi
Katrín Júlíusdóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Guðbjartur Hannesson - Norðvesturkjördæmi
Kristján L. Möller - Norðausturkjördæmi
Einar Már Sigurðarson
Björgvin G. Sigurðsson - Suðurkjördæmi
Lúðvík Bergvinsson
Samfylkingin fékk 20 þingsæti í kosningunum 2003 (missti eitt með brotthvarfi Valdimars Leós Friðrikssonar til Frjálslynda flokksins) - missir sex þingsæti í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Mörður Árnason og Anna Kristín Gunnarsdóttir.
Þingmenn sem hætta: Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Jóhann Ársælsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Jón Gunnarsson.
Framsóknarflokkur (6)
Jónína Bjartmarz - Reykjavík suður
Magnús Stefánsson - Norðvesturkjördæmi
Valgerður Sverrisdóttir - Norðausturkjördæmi
Birkir Jón Jónsson
Guðni Ágústsson - Suðurkjördæmi
Bjarni Harðarson
Framsóknarflokkurinn fékk 12 þingsæti í kosningunum 2003 (missti eitt með brotthvarfi Kristins H. Gunnarssonar til Frjálslynda flokksins) - missir sex þingsæti í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Siv Friðleifsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir og Guðjón Ólafur Jónsson.
Þingmenn sem hætta: Jón Kristjánsson, Hjálmar Árnason og Dagný Jónsdóttir.
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, er nú utan þings og mælist heldur ekki inni í könnuninni.
Frjálslyndi flokkurinn (4)
Jón Magnússon - Reykjavík suður
Magnús Þór Hafsteinsson - Reykjavík norður
Kolbrún Stefánsdóttir - Suðvesturkjördæmi
Guðjón Arnar Kristjánsson - Norðvesturkjördæmi
Frjálslyndi flokkurinn fékk 4 þingsæti í kosningunum 2003 (einn þeirra gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn árið 2005 og flokkurinn fékk tvo nýja þingmenn árið 2007) - flokkurinn heldur sínum fjórum mönnum í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Kristinn H. Gunnarsson, Sigurjón Þórðarson og Valdimar Leó Friðriksson.
Þingmenn sem hætta: Enginn.
Þetta eru mjög athyglisverðir nafnalistar og öllum ljóst að gríðarleg uppstokkun verður á Alþingi í vor verði þetta niðurstaðan. Fyrir það fyrsta er ríkisstjórnin fallin í þessari könnun og ljóst að komið getur til mjög spennandi og jafnvel langvinnra stjórnarmyndunarviðræðna ef þessi verður staðan. Þó ber á það að líta að tveir flokkar hafa nú þegar nær útilokað stjórnarsamstarf við Frjálslynda flokkinn eins og staðan er nú.
En 70 dagar er langur tími í pólitík - það eru rúmir tveir mánuðir og tíu vikur til stefnu nákvæmlega. Vikan getur oft verið sem eilífð í pólitík og öllum ljóst að mikil spenna verður yfir baráttunni. Svo er ekki enn útséð um að fleiri framboð komi fram. Það má því búast við leiftandi pólitískri spennu næstu tvo mánuðina.
Þegar að talað er um fallna þingmenn miða ég við frambjóðendur í tíu efstu sætunum. Þessi listi er settur saman eftir útreikningum Gallups á þingmönnum flokkanna og skiptingu þeirra á kjördæmin. Eina sem ég hef því gert er að setja nöfn við niðurstöðu könnunar Gallups og útreikninga, svo það sé skýrt tekið fram.
2.3.2007 | 23:24
Glaumur, gleði... og ölvun á skólaböllunum

Ég man þegar að ég fékk mér fyrst verulega í glas. Það er orðið mjög langt síðan. Það var hressilegt geim, eins og við segjum. Ég hélt þó taumhaldi á mér og slapp frá laganna vörðum allavega. Fyrir siðasakir er best að nefna það ekki hvenær að þetta gerðist. En það var hressilegt og gott kvöld í góðra vina hópi á balli. Mjög gaman.... það sem ég man. Öll höfum við upplifað að detta vel í það fyrst. Stundum er það gleðilegt geim... stundum súrt og ömurlegt ef of langt er gengið.
Það er greinilegt að æska landsins lifir hátt. Veit ekki hvort það er of hátt. Það er þó freistandi að fara á þá skoðun heyrandi þessar sögur. En ég ætla ekki að vera dómari. Foreldrarnir verða að hugsa um afkomendur sína þar til þeir hafa vit og aldur til samkvæmt landslögum. Það getur enginn gert betur en foreldrarnir í að hugsa um börnin sín. Þeirra er hlutverkið að hafa vit á hvað sé rétt og rangt. Þess vegna er svolítið sorglegt að heyra sögur af því að sumir foreldrar reddi börnunum sínum víni. Sumir gera það að sögn til að þau fari ekki í ógeð eins og landa hreinlega.
Fannst þessi frétt fyrst og fremst merkileg fyrir þær sakir að hún færir okkur svolitla afgerandi innsýn inn í áfengismenningu unga fólksins. Ég er ekki af þeirri kynslóð lengur. Þegar að ég var á þessum aldri var lifað hátt. Þegar að komið er í framhaldsskóla erum við öll komin á það skeið að vilja prófa okkur áfram. Natural instinct segi ég bara.
Svona er þetta bara. Það er vandratað meðalhófið. Sem einstaklingur sem upplifði þetta fyrir alltof mörgum árum að þá skil ég unglinga að vilja prófa. En við eigum að skilja mörkin vonandi. Stundum er þó erfitt að hætta leik þá hann hæst stendur. Þessi frétt er gott dæmi um það.
![]() |
Sonurinn látinn sofa úr sér í fangageymslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2007 | 20:40
Siv slær við Jóni - er stjórnarsamstarfið feigt?

Þessi ummæli Sivjar voru mun harðskeyttari en það sem formaðurinn hafði um sama mál að segja. Hann var rödd rólegri áherslu. Fannst þetta athyglisvert í rauninni. Hélt að allir vissu afstöðu framsóknarmannanna til málsins. Þessi skerpa verður þó einhverjum gleðiefni kannski. Veit það ekki. Eflaust spyrja sig einhverjir hvort stjórnarsamstarfið sé feigt. Það verður að ráðast. Það er allavega ljóst á ummælum Sivjar að hún telur ekki útilokað að steyti á skeri á þessu máli. Hún verður að hafa sína hentisemi á því. Annars er stjórnin feig og vel það í könnunum vegna fylgishruns Framsóknar.
Ég tel að þessi ummæli sýni titring innan Framsóknarflokksins fyrst og fremst. Það horfir ekki vel þar á þessum tímapunkti. Bæði Jón og Siv eru utan þings í þessari stöðu. Það er hætt að vera tíðindi í sjálfu sér. Þetta er þriðji eða fjórði mánuðurinn í röð sem þau eru hvergi sjáanleg í væntanlegu þingliði flokksins í þjóðarpúlsi Gallups. Uppsláttur Sivjar er því skiljanlegur eflaust. Hversu harðar hún gengur fram en formaðurinn eru þó tíðindi, enda er hún ráðherra í ríkisstjórn.
Man einhver eftir Jóhönnu Sigurðardóttur þegar að hún skellti hurðum í ríkisstjórn í denn? Hótaði öllu illu. Jóhanna kemur einhvernveginn upp í hugann við þessar fréttir, merkilegt nokk. Tek undir það sem Illugi Gunnarsson, verðandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, sagði um þetta mál í Kastljósi í kvöld. Vel orðað, pent og gott.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.3.2007 | 17:30
Siv Friðleifsdóttir hótar stjórnarslitum

Það er greinilega einhver skjálfti hlaupinn í Siv. Kannski eftir nýjustu skoðanakönnunina sem mælir hana utan þings eins og formanninn Jón Sigurðsson. Hún var nokkuð ákveðin í orðavali og sagði víst orðrétt að samstarfið gæti heyrt sögunni til fyrir kosningar vegna málsins. Þá yrði annaðhvort minnihlutastjórn eða sett á einhver starfsstjórn í landinu.
Þetta eru merkilegar pælingar með kosningar eftir tvo mánuði og alla flokka komna af stað í pælingum. Það er alveg ljóst að Siv er að reyna að minna á sig með einhverjum hætti. Kannski vildi hún bara vera framar í kvöldfréttapakkanum en Jón Sigurðsson, maðurinn sem hún keppti við um formennsku Framsóknarflokksins fyrir rúmu hálfu ári. Hver veit.
Þetta er allavega athyglisvert innlegg í þetta flokksþing framsóknarmannanna á Hótel Sögu.