Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.11.2009 | 23:46
Engin pólitísk forysta fyrir ESB-aðildarumsókn
Þetta eru staðreyndir sem eru orðnar vel kunnar á heimavelli en eru sífellt betur að ná eyrum Brusselvaldsins. Jón Bjarnason og Össur Skarphéðinsson hafa í ferðalögum sínum að undanförnu staðfest vel hversu umdeild aðildarumsóknin er. Eðlilegt er að þeir sem eiga að halda utan um ferlið velti fyrir sér hvort sé pólitískt kapítal á bakvið hana.
Óðagot Össurar hefur reyndar vakið spurningar um trúverðugleika hans sem utanríkisráðherra. Æ betur sést hversu Samfylkingin hefur veika stöðu með umsóknina. Þeim tókst að koma henni í gegn en virðast strandaðir í ferlinu. Nú hefur viðræðum verið seinkað. Ekkert gerist fyrr en í fyrsta lagi í mars og alls óvíst hversu hratt verði farið.
Raunalegt verður það fyrir Samfylkinguna ef málið verður varla komið á rekspöl á ársafmæli umsóknarinnar í júlí 2010. En svona fer oft fyrir þeim sem ætla að flýta sér of mikið og hafa ekki hugsað fleiri en einn leik í stöðunni.
![]() |
Betur sett utan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2009 | 23:57
Brown valtar yfir Jóhönnu - ósýnileg forysta
Íslensk stjórnvöld hafa síðustu mánuði komið þessum mönnum upp á lagið með að sparka í sig og koma fram við sig eins og aumingja. Þetta er raunaleg staða, en samt algjört sjálfskaparvíti íslenskra stjórnvalda. Þeir stóðu ekki í lappirnar þegar eftir hrun.
Jóhanna Sigurðardóttir spilaði sig reyndar eins og kjána í dag þegar hún varði 42 mínútna þátttöku sína í þingumræðum um Icesave með því að hennar tími væri ekki kominn í umræðunni. Þvílíkt orðaval manneskju sem leiðir ríkisstjórn Íslands.
Tími hennar er bæði kominn og farinn. Hún er ekki leiðtogi, hefur ekki höndlað verkefnið eftir hrun. Verkstjórn hennar hefur verið ósýnileg og lánlaus.
![]() |
Brown álítur Icesave bindandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2009 | 14:02
Mun jólaveltan bjarga Bónusfeðgum?
Skrípabankinn með gríska nafnið, sem þó meikar sens sem AriJón, virðist ætla að gefa Bónusfeðgum feitustu jólagjöfina þetta árið, eitt stykki verslunarveldi á silfurfati til manna sem eiga ekkert nema skuldir - með því að leyfa þeim að leggja fram fyrstu greiðslu með jólaversluninni.
Merkilegur díll, en lýsandi dæmi um vinnuferlið í þessari bankastofnun, þar sem ekkert hefur breyst þrátt fyrir hrun, mótmæli og stjórnarskipti.
Sorglega sjúkur andskoti. Nú þarf þjóðin að fara að hugsa sitt ráð.
![]() |
Segja ákvörðun Arion ráðgátu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2009 | 18:46
Nýtt nafn = sami banki og sömu vinnubrögðin
Eðlilegt er að spyrja sig hvaða hagsmunir ráði því að stórskuldugum mönnum er einum treyst fyrir því að byggja upp á þeim brunarústum sem þeir skilja eftir sig út um allt. Hver er á bakvið það rugl að fela þessum mönnum fyrirtækin aftur sem þeir hafa rústað sjálfir, steypt í skuldir og óreiðu. Þetta eru skrítin vinnubrögð, en ömurleg innsýn inn í siðlaust bankakerfi sem er enn eins.
Fyrir nokkrum dögum var Kaupþing aflagt og tekið upp nafnið Arion. Gjörsamlega mislukkuð extreme makeover tilraun - ekki einu sinni hægt að velja almennilegt nafn. Er verið að reyna að opna útrásarlínurnar aftur með þessu?
Hver er tilgangurinn með þessu nafni. Ekki er þetta traust íslenskt nafn sem var valið. Átti þessi banki ekki að vera á innanlandsmarkaði? Ekki hljómar það sannfærandi. Ekkert við þessa breytingu er sannfærandi.
Nýtt nafn = sami banki og sömu sukkuðu vinnubrögðin. Tíðindi dagsins staðfesta það, hafi einhver verið í vafa sem ég efast um.
![]() |
Hlutur í Högum ekki til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2009 | 14:13
Jóhanna sendir eitraða pillu til Svandísar
Hvers vegna er svona yfirlýsing ekki löngu komin frá forsætisráðherra í ríkisstjórn á þeim tímum þegar mikilvægt er að byggja upp en ekki brjóta niður? Æ ofan í æ hefur jú verið ráðist að uppbyggingu sem þorri íbúa á Suðurnesjum vill.
Gott er að Jóhanna taki af skarið í einhverjum málum og sýni fólki að það sé einhver við völd í þessu landi og vilji uppbyggingu en sé ekki einbeitt í niðurrifsstarfsemi. Mikið var að einhver vaknaði. Hvaða ráðgjafi ætli hafi loksins sagt henni þetta?
Fyndnast af öllu er að sjá að einn liður Samfylkingarinnar í dag er að læra á facebook. Til að ná til unga fólksins! Hvernig væri nú að Samfylkingin reyndi að ná til þjóðarinnar og færi að hugsa um eitthvað annað en ESB.
En ætli þetta þýði kannski að Jóhanna verði mætt á facebook fljótlega?
![]() |
Hindrunum rutt úr vegi Suðvesturlínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2009 | 13:21
Baugsmyndbandið fjarlægt af YouTube
Þessi klippa var vægast sagt vandræðaleg, bæði fyrir Baugsfeðgana og fleiri sem þar komu fram, voru ferðalangar í þessu vandræðalegu gleðivímu, sem er eflaust í suddalegri þynnkuvímu núna.
Þeir eiga hinsvegar hrós skilið sem komu þessari klippu á YouTube - vöktu máls á þessu vandræðalega partýi og færðu okkur innsýn inn í þessa ömurlegu fortíð.
![]() |
Snýst um lítinn bút í Baugs myndbandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2009 | 22:29
2007-sukkið vemmulega hjá Baugi
Manni langar helst til að æla við að horfa á vemmulegu klippuna af partýi Baugs í Mónakó anno 2007 - bruðlið og sukkið er svo yfirgengilega sjúklegt. Þvílík tegund af steik sem þetta lið var. Algjör vibbi - ekkert annað hægt að segja!
![]() |
Stuð með Baugi í Mónakó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2009 | 21:44
Jón Gnarr veltir pólitíkinni upp úr gríninu
Jón má eiga það að hann að gera grín að öllu ruglinu með því að sáldra yfir það gríninu. Vel gert hjá honum!
![]() |
Jón Gnarr í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2009 | 18:09
Balkenende niðurlægir Jóhönnu
Mér þykir Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, niðurlægja Jóhönnu Sigurðardóttur með svari sínu. Bæði kemur það mörgum mánuðum eftir að bréf var sent til hans með boði um fund eða viðræður milli þeirra og auk þess virðist Hollendingurinn tala við Jóhönnu eins og hún sé algjör api. Ekki ber mikið á virðingu í samskiptunum.
Kannski ekki furða, þegar íslenski forsætisráðherrann og ríkisstjórn hennar hefur samið herfilega af sér - rétt Hollendingum auðveldan sigur í milliríkjadeilu. Hún hefur ekki staðið vörð um íslenska hagsmuni og Hollendingurinn gengur á lagið.
Þvílík niðurlæging fyrir Ísland.
![]() |
Svarbréf Balkenende til Jóhönnu birt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2009 | 00:04
Arnþrúður rekur Guðmund af Útvarpi Sögu
Enda er það ekki alltaf skilyrði að vera sammála öllum skrifum eða skoðunum sem eru í gangi. Slíkt yrði fljótt leiðinlegt, enda verða allir að hlusta á aðrar skoðanir til að hafa víða sýn yfir þjóðmálin.
Sú var tíðin að ég hlustaði eitt sinn nokkuð á Útvarp Sögu, en hef misst áhugann á henni í seinni tíð. Einna helst hlustað á þennan þátt hafi ég ákveðið að hlusta á stöðina.
Kverúlantabragurinn á sumum þáttum Útvarps Sögu er jafnan þannig að það er freistandi að gleyma tíðninni eða fara annað.
![]() |
Guðmundur rekinn af Útvarpi Sögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |