Færsluflokkur: Dægurmál
13.1.2007 | 10:58
...að vera heimtur úr helju

Það leiddi til þess að Devlin var handtekinn og strákarnir fundust báðir. Eins og fyrr segir hefur Hornbeck verið týndur í fimm ár, en hann hvarf októberdag einn árið 2002 og verið talinn hreinlega af, enda mjög ólíklegt að einstaklingar sem hafi verið horfnir svona lengi komi í leitirnar aftur. Það er vissulega sláandi að sjá að svona geti enn gerst, að fólk ræni einhverjum og geti haldið honum svo árum skipti. Þetta er jafnan alheimsviðburður að upplifa svo gleðilegan atburð að þeir sem hafi lent í svona örlögum geti þó náð aftur heim til sín og verið heimtur úr helju.
Innan við ár er nú liðið síðan að stelpan Natascha Kampusch fannst í Austurríki. Hún hafði verið týnd í átta ár og verið talin af. Henni var haldið á heimili vitfirrts manns og lifði mjög hrörlegu lífi. Fréttamyndirnar af vistarverum hennar í kjallara hússins sem henni var haldið fanginni í fóru um allan heim og voru sláandi. Fréttaviðtalið við Kampusch var alheimsviðburður og með ólíkindum þótti af hversu mikilli stillingu hún gat talað um lífsreynslu sína, sem var ógnvekjandi og sorgleg í senn.
Það vekur svo sannarlega athygli kastljóss fjölmiðla þegar að fólk er heimt úr helju eftir áralanga vist sem fangi einhvers. Það er skelfilegt að vakna upp við það að svona geti gerst, einkum er um er að ræða börn sem eru í haldi vitfirrtra manna. Það er þó auðvitað sérstaklega ánægjulegt að það takist að heimta það úr helju. Væntanlega munu fjölmiðlar fylgjast jafnvel með Shawn Hornbeck og Natöschu Kampusch fyrir nokkrum mánuðum.
![]() |
Fannst á lífi eftir að hafa verið saknað um árabil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 14:11
Magni á ekki sjö dagana sæla

Þegar að ég fór síðast til Bandaríkjanna var það í gegnum flugvöllinn í Baltimore. Þar sem ég var með gömlu týpuna af vegabréfi lenti ég í nokkrum vandræðum hjá konu sem hleypti fólki í gegn sem einhvers konar vörður laganna þarna. Þessi hægláta blökkukona, sem var með augu arnarins, lét á mér dynja eitthvað það mesta og flóknasta spurningaflóð um tilveru mína síðan að ég komst til vits og ára. Mér leið eins og hryðjuverkamanni frá fjarlægum löndum en ekki sögusjúkum sérvitringi frá gamla góða Íslandi.
Vona annars að Magna gangi vel úti, þegar að hann kemst þangað á annað borð. Þetta er harður bransi sem hann heldur í, en hann er eflaust með þau sterku bein sem þarf í þau. Það hefur allavega sést vel af umræðunni um nánustu innviði lífs hans síðustu dagana.
![]() |
Magni án atvinnuleyfis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 17:39
Lífleg viðbrögð við skrifum um Barnaland

Margir virðast skrifa á spjallvefum, svo að þetta er nokkuð stór menningarheimur. Flestir virðast þar skrifa nafnlaust. Sumir sem sendu mér póst töldu að ég væri að setja alla undir sama hatt, en svo er ekki, enda er til það nafnlausa fólk sem skrifar af ábyrgð og málefnalega og fer ekki yfir rauðu marklínuna, þ.e.a.s. fer of langt. Þeir eru þó vissulega margir. Þetta voru allavega lífleg skoðanaskipti og sumir hafa svo líka kommentað hér á vefinn um þetta. Alltaf gott að fá viðbrögð á skrifin.
Heilt yfir eru spjallvefirnir svolítið spes horn á netheimum. Sumum líkar það menningarlíf, öðrum hreint ekki. Þetta verður alltaf umdeilt. Þar sem ég hef sjálfur verið í spjallskrifunum með einhverjum hætti get ég talað um þetta af reynslu. Þó að ég telji Málefnin til þessa hóps vefja finnst mér það vera eins og barnakór miðað við Barnaland oft á tíðum. En Málefnin hafa verið beittur vettvangur og svolítið spes auðvitað. Hef haft gaman af að spjalla við suma þar en aðra ekki, sem gengu frekar langt. Persónulega fannst mér gott að vera þar sem persóna undir nafni en ekki einhver nafnlaus karakter.
Ég notaði enda alltaf einkennisnafn mitt sem hér er yfirskrift sem nafn á spjallvefum. Ég allavega vildi frekar segja mínar skoðanir með þeim hætti. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, var beittur gegn spjallvefunum á sínum tíma og kallaði á reiði þeirra sem á slíkum vefum skrifuðu. Sama gerðist þegar að ég skrifaði greinar á gamla bloggið mitt árið 2004. Sama gerist nú. Eðlilegt að þeir sem eru nafnlausir vilji vera það áfram og sárni að sjá viðkvæma hlið.
Hef fundið vel fyrir þessum pirringi með ýmsum hætti. Það pirrar mig svosem ekki. Hér segi ég mínar skoðanir og spjallvefir eru eitt álitaefnanna sem vert er að skrifa um.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 11:45
Umræðan um Magna og Barnaland

Það er heilt yfir mjög spes menning á þessum vefum og lögmálið oft ansi villimannslegt þar. Það er svona spes stemmning. Þetta upplifði ég þegar að ég skrifaði á málefnin á sínum tíma og var þar sem virkastur. Þar sem að ég notaði mitt nafn var ég ekki í skjóli nafnleyndar og var því viðkvæmari staða en ella enda gátu þá nafnleysingjar ráðist að mér með hvassari hætti vegna þess að allir vissu hver ég var. Kippti mér svosem ekkert upp við það, enda fannst mér betra að skrifa undir nafni.
Það er alltaf tvennt ólíkt að skrifa undir nafni og svo sem nafnleysingi. Þegar að engin slóð er til baka, nema frá vefstjóra sem hefur gögn um slíkt undir höndum, er skotleyfið oft mun víðara en ella. Það er list að geta skrifað með þeim hætti og ganga ekki of langt. Sumum tekst það aðdáunarlega vel og ekki eru það allir sem skrifa með bitrum hætti. En þetta er víst bara svona. Menning spjallvefanna er og verður alltaf spes. Barnaland er ekkert eitt um þessa menningu, en sennilega gengur hún þó lengst þar. Mórallinn í skrifunum þar er ansi bitur og gengur frekar langt.
En svona er þetta bara. Það er mikilvægt að hafa skoðun á þeim málum sem mest skipta og spjallvefirnir eru engin undantekning á því.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.1.2007 | 12:42
Rimma Magna við kjaftasögurnar

Skrautlegt spjallsvæðið á Barnalandi er eflaust eitthvað sem flestir hafa skoðun á, sérstaklega núna þessa dagana vegna þessa máls. Ég skrifaði smá um það hérna í gær. Fékk ég eftir það góð komment og svo tölvupósta þar sem margir er lesa þar og skrifa daglega sögðu sínar skoðanir, bæði blótuðu spjallsvæðinu og lofuðu það. Merkilegt mál. Sitt sýnist hverjum yfir þetta spjallsvæði.
Öld kjaftasagnanna hefur lengi verið við lýði hér á Íslandi. Það er ekkert nýtt. Annars er það kostulegt oft hvað saga getur breyst í meðförum fólks, margfaldast og orðið önnur meiri. Gróa lifir víst enn góðu lífi.
![]() |
Magni býr sig undir langt tónleikaferðalag um Bandaríkin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.1.2007 | 18:35
Ómerkilegar kjaftasögur um Magna

Nú virðist fátt meira rætt á netinu en nafnlausar kjaftasögur á spjallvefum að Magni og Dilana, sem var með honum í RockStar Supernova hafi átt í ástarsambandi sem leitt hafi til sambandsslitanna. Þetta eru ómerkilegar kjaftasögur, mjög slæmur fylgifiskur frægarinnar, eins og ég sagði hérna á vefnum í gær.
Það er víst segin saga með Íslendinga að Gróa á Leiti býr í hugum margra. En þetta er allt mjög leiðinlegt mál. Þetta gekk reyndar svo langt að, skv. visir.is, að opinberri aðdáendasíðu Magna, www.magni-ficent.com, var lokað í gær eftir að einn notandi gekk svo langt að falsa frétt um þessar sögusagnir og notaði til þess útlit CNN-fréttastofunnar.
Svo er talað um kjaftagang á barnalandi, þar sem allt mun undirlagt í kjaftasögum og umræðu um þessi mál. Það er reyndar með ólíkindum að nafnið barnaland sé yfirheiti þeirrar kjaftasamkundu sem það spjall er.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.1.2007 | 18:08
DV lofar góðu

Ég hef heyrt að Sigurjón ætli sér að víkja af braut þeirrar "blaðamennsku" sem fékk náðarhöggið í uppreisn almennings gegn blaðinu fyrir nákvæmlega ári, sem var söguleg vika í huga allra þeirra sem með einum eða öðrum snerta dagblöð hérlendis, hvort sem það eru blaðamenn eða þeir sem lesa blöðin yfir heitum kaffibolla eða skál af mjólkurblautum kornflögum.
Er það gott að þetta blað verði endurreist sem DV fyrri tíma, eins og það var t.d. á tíunda áratugnum; heiðarleg en ábyrg pressa sem þorir að fara lengra, en ekki of langt. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessi endurreisn þeirrar týpu af DV muni ganga næstu vikur og mánuði. En mér finnst þessi týpa lofa góðu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2007 | 15:15
Að deyja einn og yfirgefinn

Það er skelfilegt að skynja það að til er fólk í samfélaginu okkar sem er eitt og yfirgefið og deyr án þess að eiga engan að. Sérstaklega finnst mér það dapurlegt að fólk sé látið í íbúð sinni nær alla jólahátíðina og enginn verði var við neitt. Er kærleikurinn og ástúðin í þessu samfélagi að gufa upp? Það er stórt spurt, en oft verður fátt um svör. Mér finnst þetta staðfesta breytingar á samfélaginu. Við erum orðin of upptekin af okkur sjálfum til að gefa okkur.
Ég upplifði það fyrir nokkru að maður sem var vinur fjölskyldunnar dó einn og yfirgefinn og hafði verið látinn í nokkra daga áður en hann fannst. Það er dapurlegra en orð fá lýst. En þegar að fólk býr eitt getur svona nokkuð virkilega gerst, það er það sorglega við það. En þegar að fólk hefur verið látið jafnvel í mánuð án þess að nokkur taki eftir því er ljóst að eitthvað er að. Það er svo sorglegt að maður á engin orð yfir það í raun.
Við verðum að hugsa um hvert samfélagið stefnir, enda er svona nokkuð varla eðlilegt í raun.
![]() |
Öldruð kona fannst látin í íbúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.1.2007 | 00:33
Hverful gæfa frægðarinnar

Ég hef oft litið svo á að frægðin geti verið ágæt um stundarsakir, en hún verði íþyngjandi og erfið þegar að frá líður. Þungi hennar verður mikill, ekki síst á þá sem nærri standa. Það vill oft verða svo að þunginn sligar það sem stendur næst. Þetta sjáum við á hverjum degi hjá Hollywood-stjörnum og rokkgoðum sem leggja hamingju hversdagsins undir fyrir frægðina og lifa í nafni hennar en ekki fyrir sig og sína. Þetta er þungur fylgifiskur athyglinnar sem frægðinni fylgir.
Það er leitt að strax eru komnar upp einhverjar kjaftasögur um Magna og hitt og þetta tengt þessum sambandsslitum. Það er víst segin saga með Íslendinga að Gróa á Leiti býr í hugum margra. En þetta er leiðinlegt mál. DV á heiður skilinn fyrir að hafa ekki slegið þessu upp á forsíðu og gert þetta með heiðarlegum hætti gagnvart þeim sem hlut eiga að máli miðað við aðstæður. En kannski sjáum við þarna endanlega fyrrnefnda táknmynd frægðarinnar sjást vel. Það þarf sterk bein til að þola góða daga og ekki síður hina vondu.
![]() |
Magni mætir ekki í Molann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.1.2007 | 12:36
Nýársheit - góð eða slæm?

Síðasta ár var reyndar svolítið merkilegt. Ég hætti að mjög miklu leyti flokksstarfi með verulega virkum hætti hér í bænum á árinu, en ég var formaður flokksfélags, sem var nokkuð krefjandi verkefni sem var fullt af fundum og allskonar önnum. Ég var orðinn þreyttur á því og vildi losna út úr því. Líður mjög vel á eftir. Tel að það hafi verið rétt ákvörðun og farsæl fyrir mig, enda nóg annað hægt að gera í staðinn. Til dæmis skrifa ég miklu meira nú en ég gerði áður og hef meiri tíma til þess, eðalgott það.
Ég heyri ýmislegt um nýársheit hjá fólki. Þau eru mjög ólík og spennandi. Sumir eru hátíðlegir á því en flaska svo á öllu draslinu er yfir lýkur. En hvað með ykkur? Einhverjir sem strengdu nýársheit?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)