Færsluflokkur: Dægurmál
25.11.2006 | 03:01
Landsvirkjun sponserar Ómar Ragnarsson

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og Ómar Ragnarsson, sjónvarpsmaður, undirrituðu í dag samkomulag um að Landsvirkjun styðji Ómar um 8 milljónir króna. Er samkomulagið um að fjárhæðin renni í kvikmyndagerð Ómars af myndun Hálslóns við Kárahnjúkavirkjun. Átti stuðningurinn upphaflega að vera 4 milljónir en var hækkaður eftir upphaflegt samkomulag, gegn því að Landsvirkjun fær afnot af myndefni Ómars.
Þetta eru mikil tíðindi. Ómar hefur verið harður talsmaður gegn virkjun við Kárahnjúka og stóriðju á Austurlandi. Þegar að myndun Hálslóns hófst í september hóf Ómar að gera heimildarmynd um lónið. Við öllum blasir að ekki verður aftur snúið fyrir austan. Lónið er orðin staðreynd og innan skamms verður virkjunin gangsett á fullt. Sigling Ómars á örkinni var umdeild í samfélaginu og deildi Ómar harkalega á Landsvirkjun vikurnar áður, eftir að hann sté formlega út úr hlutleysi fréttamannsins og varð baráttumaður andstöðunnar.
Fyrir tveim mánuðum gengu nokkur þúsund manns með Ómari niður Laugaveginn. Það væri fróðlegt að heyra mat þeirra sem það gerðu á þessu samkomulagi sem Friðrik og Ómar hafa nú handsalað. Mér skilst að þessi samningur tryggi Ómari og samstarfsfólki hans húsaskjól og fæði í búðum Landsvirkjunar við Kárahnjúka á meðan á kvikmyndatökum stendur, svo að væntanlega er næturvist í jeppagörmunum liðin tíð núna upp á fjöllum. Nú er gist í boði Landsvirkjunar. Þetta er allavega athyglisvert samkomulag í ljósi margs þess sem gerst hefur í samskiptum aðila vegna Kárahnjúkavirkjunar.
En þetta verður væntanlega flott mynd um Hálslón með sponseringu Landsvirkjunar. Fróðlegt verður að líta á hana þegar að hún verður til, væntanlega þegar að virkjun við Kárahnjúka verður endanlega staðreynd með vorinu og Hálslón hefur náð sinni endanlegu mynd.
![]() |
Landsvirkjun styrkir Ómar um 8 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2006 | 19:31
Gott rektorsval fyrir Háskólann í Reykjavík

Svafa er aðstoðarforstjóri Actavis en var þar áður framkvæmdastjóri IMG Deloitte. Hún lauk Ph.D. gráðu í Industrial Relations frá London School of Economics and Political Science árið 2000. Þar áður lagði hún stund á Technical and Professional Communication í Florida Institute of Technology og lauk M.Sc. prófi þaðan árið 1995. Svafa er einnig með BA-gráðu í stjórnmála- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands. Svafa hefur verið lektor í stjórnun og markaðsfræðum við Viðskipta og hagfræðideild HÍ frá 1997.
Ég tel að þarna komi öflug kona til verka í stað kjarnakonu sem hefur byggt HR upp með undraverðum hraða og byggt upp kraftmikla menntastofnun sem kveðið hefur að með áberandi hætti.
![]() |
Nýráðinn rektor HR: Í senn mjög erfið ákvörðun og mjög auðveld. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2006 | 13:03
Afhending Gullkindarinnar

Silvía Nótt hlaut verðlaunin fyrir klúður ársins, en það var að sjálfsögðu Eurovision-ævintýrið, allt frá sigrinum hér heima í febrúar til skellsins mikla í þráðbeinni útsendingu frá Aþenu í maí er hún púuð niður, sem er einsdæmi í sögu keppninnar. Mikið ævintýri en líka mikill skellur er yfir lauk. Ekki furða að menn ætli að gera kvikmynd úr þessari ótrúlegu sögu. Það kom engum á óvart, held ég, að ég var sannspár í minni spá á mánudag um að Búbbarnir yrði valinn versti sjónvarpsþátturinn, enda átakanlega slappur. Plata Snorra úr Idol var valin versta plata ársins.
Verstu sjónvarpsmennirnir voru stjórnendur Innlits-Útlits á Skjá einum og fall Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur, ungfrú Heims 2005, við krýningu ungfrú Íslands 2006 þótti uppákoma ársins. Engum kemur á óvart að vafasamasti heiðurinn, sjálf heiðursverðlaunin, féllu Árna Johnsen í skaut. Engin tæknileg mistök þar.
Þetta er bara flottur húmor held ég, líst vel á þetta hjá X-inu FM. Gott mál.
![]() |
Silvía Nótt klúður ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2006 | 00:53
Sagan af umdeilda kynlífsmyndbandinu

Á meðan heldur sápuóperan í skilnaðarmáli Paul McCartney áfram, en hann á núí harðri baráttu við Heather sína, sem reyndist hið mesta skass er á hólminn kom, og vill hún nú fá vænar fúlgur Bítlafjár. Jafnast þessi erja sem vel sést á vefsíðum bresku slúðurblaðanna á við átök hjónanna í The War of the Roses þessi deilanna Macca við Mucca (eins og bresku slúðurblöðin kalla Heather). Mucca segist nú frekar vilja missa útlimi heldur en að ganga aftur í gegnum skilnað. Fyndið.
Hlægilegt. Fyndin tilvera. Það er oft mesta feikið í brosum stjarnanna, ekki satt?
![]() |
Federline segir ekkert kynlífsmyndband til með honum og Spears |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2006 | 10:39
43 ár liðin frá dauða John F. Kennedy

Opinber rannsóknarnefnd, Warren-nefndin, komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hefði framið morðið og verið einn að verki en margir aðhyllast þá kenningu að árásarmennirnir hafi verið tveir og sumir segja allt að fjórir, eins og vel kom fram í umdeildri kvikmynd Oliver Stone, JFK, árið 1991. Einnig hafa komið fram kenningar um að mafían, bandaríska leyniþjónustan, útsendarar erlendra ríkja eða jafnvel Lyndon B. Johnson, eftirmaður Kennedys á forsetastóli, hafi skipulagt ódæðið. Kvikmyndin kemur með aðra útgáfu en þá opinberu og þær samsæriskenningar sem þar komu fram hafa alltaf verið umdeildar.
Ólíklegt er að niðurstaða, sem allir sætta sig við, fáist nokkurn tíma en ekkert lát er á umfjöllun um morðið, bæði í bókum og fjölmiðlum þótt rúmir fjórir áratugir séu liðnir frá morðinu á forsetanum. Enn er mikið fjallað um pólitíska arfleifð forsetans og 1000 daga hans á forsetastóli. Fyrir þrem árum, þegar að fjórir áratugir voru liðnir frá morðinu á forsetanum, birtist á vef Heimdallar ítarlegur pistill minn um stjórnmálaferil og ævi Johns Fitzgerald Kennedy.
Kennedy forseti, fæddist í Brookline í Massachusetts, þann 29. maí 1917, næstelstur í hópi 9 barna hjónanna Joseph og Rose Kennedy. Hann nam í Choate menntaskólanum og Harvard, fór að því loknu í herþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hóf þátttöku í stjórnmálum, 29 ára gamall árið 1946 er hann var kjörinn þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 1952 var hann kjörinn til setu í öldungadeild þingsins fyrir Massachusetts.
Árið 1960 var hann kjörinn forseti Bandaríkjanna, sigraði Richard M. Nixon naumlega í spennandi kosningum. Hann sat á forsetastóli í rúmlega 1000 daga, var myrtur 22. nóvember 1963 í Dallas í Texas, skömmu eftir að hann kom þangað en hann hafði dagana á undan verið á ferðalagi um fylkið. Kennedy forseti var jarðsettur í þjóðargrafreitnum í Arlington, 25. nóvember 1963.
Í ferð minni til Washington í október 2004 fór ég í Arlington-þjóðargrafreitinn að grafreit Kennedys forseta. Á gröf hans og Jacqueline, konu hans, sem lést árið 1994, lifir hinn eilífi logi, táknmynd þess að vonarneistinn slokknar aldrei, hvað sem á bjátar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2006 | 00:47
Aðskilnaður ríkis og kirkju
Fyrr í þessum mánuði bauð Erlingur Þór Tryggvason, formaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, mér að rita gestapistil á vef félagsins. Þáði ég þann heiður með þökkum. Það sést vel á góðum vef Hugins hversu mikill kraftur er í starfinu þar. Það er öflugt og gott fólk í stjórninni þar og ávöxtur þessa góða starfs sást vel í kosningunum í vor. Þar er ungliðum treyst fyrir alvöru ábyrgð og forystuverkum, sem er auðvitað ánægjuefni. Huginn hefur alla tíð verið mjög áberandi í ungliðastarfi flokksins, enda Garðabær sterkasta vígi flokksins.
Ég ákvað strax er ég settist niður til að skrifa pistil að þar yrði fjallað um aðskilnað ríkis og kirkju. Við eigum það sameiginlegt, ég og stjórnarmenn í Huginn, að við viljum aðskilnað ríkis og kirkju. Það er eitt af grunnmálum Sambands ungra sjálfstæðismanna að mínu mati, og á ávallt að vera, að mínu mati að berjast fyrir þeim aðskilnaði og það hefur sést vel í ályktunum Sambandsins. Þetta er eitt af þeim málum sem sameinar okkur og því auðvitað hið eina rétta að benda á þetta efni og vekja sérstaka athygli á því og koma með innlegg í þá umræðu.
Í þessum pistli koma vel fram skoðanir mínar á því hvernig staða mála á að vera. Skoðanakannanir hafa sýnt það og sannað að þetta er vilji meirihluta landsmanna. Ég tala því ekkert eyðimerkurtungumál í þessum pistli. Vissulega yrði aðskilnaður flókinn, en verkefnin eru og verða ávallt til að takast á við þau. Þessi skrif og þessar skoðanir koma ekki fram vegna þess að ég sé efasemdarmaður í trúmálum. Ég var alinn upp í kristinni trú og grunngildum hennar. Amma mín, Hanna Stefánsdóttir, var í áratugi öflug í starfi KFUM og í sókninni hér og hún var forystukona á Hólavatni, sumarbúðum KFUM og K í Eyjafirði, um árabil.
Ég fór ungur vikulega í sunnudagaskóla og ég fer enn hið minnsta einu sinni í mánuði til kirkju. Á stórhátíðum er fastur liður hjá mér og mínum að fara til kirkju. Ég lít svo á að trúarlegt uppeldi guðmæðra minna, Línu ömmu og Hönnu ömmu, sem báðar voru mjög trúaðar, hafi verið mikilvægt. Það færði mér mikið. Þessi skrif koma svo sannarlega ekki vegna þess að ég meti trú ekki mikils. Enda kemur það vel fram í þessum pistli á vef Hugins - þar kemur grunnur þessa alls mjög vel fram. Það eru þau grunngildi sem hafa ráðið afstöðu minni, sem ég hef haft síðan að ég var unglingur. Á það minni ég.
Fyrr á þessu ári tók ég sæti í stjórn SARK. Þar sit ég sem trúaður maður skoðana í þessum efnum. Þar situr fólk með ólíkan bakgrunn, bæði trúað fólk og efasemdarfólk í trúmálum. Það er heiðarleg og góð blanda. Ég sit þar á mínum eigin forsendum og skrifa og haga mínum verkum á eigin forsendum. Ég á mig nefnilega sjálfur.
Ég þakka stjórn Hugins því kærlega tækifærið til að skrifa um þetta á vef félagsins og óska stjórninni alls hins besta í störfum sínum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2006 | 21:00
Óttalega klúðurslegt

Það er mjög vont mál að skemmdir urðu á nokkrum fjölbýlishúsum við Keflavíkurflugvöll vegna röra sem sprungu í frosthörkunni í óveðrum nýlega. Í raun er þetta óttalega klúðurslegt að öllu leyti og hreint óverjandi mál. Þetta er á könnu utanríkisráðuneytisins og er því á verksviði Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra. Baðst hún afsökunar á því að svo fór sem fór í umræðum á Alþingi í dag.
Mér fannst afsökunarbeiðni hennar vegna málsins vera í senn bæði einlæg og heiðarleg. Þar var komið hreint fram og staða mála viðurkennd. Það ber að virða. Samt sem áður er þetta þó hið versta mál og ljóst að það er ekki viðunandi að þetta gerist. Það þarf að koma fram með skýrum hætti hvert tjónið er nákvæmlega og staðan þarf að liggja fyrir með óyggjandi hætti. Það er skiljanlegt að stjórnarandstaðan taki málið upp, en þó er þessi upphrópunarstíll engum til sóma að mínu mati.
Svæðið er á verksviði sýslumannsembættisins og það var þeirra að fylgjast með mannaferðum og kanna betur stöðu mála. Það er ljóst að betur hefði þurft að standa að málum þar og öðrum tengdum málum. En þetta verður auðvitað ekki aftur tekið og svo fór sem fór. Fara þarf yfir allar hliðar og gera kostnað og tengdar hliðar vel opinberar. En í heildina er þetta óttalega klúðurslegt, eins og fyrr segir, og engum til sóma. Það er alveg á tæru.
![]() |
Baðst afsökunar á því að skemmdir hefðu orðið á byggingum á Keflavíkurflugvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2006 | 16:01
Avion verður Eimskip
Það er mikið gleðiefni að nafni Avion Group verði breytt í HF Eimskipafélag Íslands. Mun breytingin taka gildi á morgun og þá verður þetta gamalgróna og öfluga heiti aftur áberandi í íslensku viðskiptalífi. Saga íslensks viðskiptalífs á 20. öld verður aldrei rituð nema að nafn Eimskips verði þar áberandi. Eimskip var í marga áratugi eitt öflugasta og virtasta fyrirtæki landsins.
Eimskipafélag Íslands var stofnað 17. janúar 1914 í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. Það varð eitt af öflugustu fyrirtækjum landsins á 20. öld og oft nefnt óskabarn þjóðarinnar. Fyrsti stjórnarformaður þess var Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands og eini ríkisstjóri landsins. Margir af öflugustu viðskiptamönnum þjóðarinnar síðustu áratugina voru ráðandi stjórnendur innan veggja Eimskips og þar réðust örlög íslensks viðskiptalífs í raun í áratugi.
Lykilbreyting varð hjá Eimskip árið 2003 þegar að Björgólfur Guðmundsson varð þar öflugur stjórnandi. Síðar kom Avion Group til sögunnar. Það var mun svipminna nafn og áherslur þar voru víðtækari en bara innan Eimskips, eins og flestir vita. En það er svo sannarlega ánægjulegt að nú verði Eimskip aftur aðalnafnið á þessum markaði og öflugt á sínum vettvangi.
![]() |
Nafni Avion Group breytt í HF Eimskipafélag Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2006 | 12:03
Morðvopnið í Palme-málinu fundið?

Þetta var eftirminnileg atburðarás og hafði áhrif á alla sem fylgdust með fréttum og upplifðu þennan tíma. Sérstaklega stóð þetta okkur nærri, enda Svíþjóð nálæg okkur og fram að því hafði það aldrei gerst að norrænn þjóðarleiðtogi hlyti slík örlög. Sænska þjóðin var enda felmtri slegin. Tveim áratugum síðar er málið enn óupplýst. Olof Palme hafði við andlát sitt verið einn af öflugustu stjórnmálamönnum Svíþjóðar í fjöldamörg ár, verið forsætisráðherra Svíþjóðar 1969-1976 og 1982-1986. Stórt skarð varð innan flokks hans og í sænskum stjórnmálum við sviplegan dauða hans. Ingvar Carlsson tók við pólitískum embættum hans, en arfleifð Palmes er enn áberandi í sænskum stjórnmálum.

Pettersson neitaði til fjölda ára að hafa banað forsætisráðherranum. Á dánarbeði árið 2004 viðurkenndi hann að hafa myrt Palme. Sekt hans hefur þó aldrei formlega verið staðfest svo öruggt sé, þó flest bendi til þess að augljósast sé að Pettersson hafi myrt Palme. Nú fyrir skömmu kom fram í nýrri heimildarmynd sem gerð var til að minnast morðsins haft eftir vini Petterssons að hann hefði séð hann skjóta Palme, en það hafi verið fyrir mistök. Ætlun hans hafi verið að ráða eiturlyfjasala af dögum en farið mannavillt.
Það eru stór tíðindi málsins að morðvopnið hafi verið fundið. Fannst byssan, Smith og Wesson 357, við köfun í vatni nærri Mockfjerd í Dölunum. Fram kemur í sænskum netmiðlum í dag að byssunni hafi verið stolið í innbroti í Haparanda árið 1983 og verið notuð við rán í Mockfjerd í Dölunum síðar það sama ár. Rannsóknir á kúlum úr byssunni þykja benda til þess að hún hafi verið notuð þegar Palme var myrtur.
Það verður fróðlegt að sjá hvort þessi merki fundur varpar meira ljósi á þetta eitt athyglisverðasta morðmál síðustu áratuga á Norðurlöndum.
![]() |
Hugsanlegt morðvopn í Palme-málinu fundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2006 | 14:52
Skemmtilegur húmor í Gullkindinni

Erlendis er það einna helst Razzie-verðlaunin sem vekja athygli af þessu tagi. Væntanlega er það fyrirmyndin en þar er það versta í kvikmyndageiranum verðlaunað. Jafnan er sú verðlaunaafhending höfð kvöldið fyrir Óskarsverðlaunin og því í sviðsljósinu samhliða því. Þetta virðist vera sami húmorinn. Ekkert nema gott mál svosem. Það verður fróðlegt að sjá hverjir fá Gullkindina síðar í vikunni. Veðja á að Búbbarnir taki verðlaunin sem versti sjónvarpsþáttur ársins.
![]() |
Kosið um hverjir skuli hljóta Gullkindina fyrir slæma frammistöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)