Færsluflokkur: Dægurmál
15.11.2008 | 00:38
Kannaði Mogginn ekki betur björgunarsöguna?
Þetta er svolítið vandræðalegt mál fyrir Moggann, enda var þetta að mörgu leyti frétt dagsins - klárlega sú sem vakti mesta athygli, fyrir utan blessaða pólitíkina. Fólki hérna heima blöskraði framkoman við manninn en virðist ekki hafa heyrt alla söguna. Mogginn þarf að tvíkanna heimildirnar betur áður en skrifað er greinilega.
Lögregla ber sögu Íslendings til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.11.2008 | 21:09
Er James Bond á leiðinni til Íslands?
Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég sá þessa klippu af "nýjustu" James Bond-myndinni. Nauðsynlegt að þjóðin hafi húmor fyrir sér í kreppunni og sjái spaugilegu hliðarnar á því sem er að gerast. Hitt er svo annað mál að það yrði kannski ekki svo galið að næsta verkefni njósnara hennar hátignar verði að fara til Íslands til að ganga frá ókláruðum málum. :)
James Bond - kreppuspaug á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.11.2008 | 15:54
Skjár einn setur stillimyndina á skjáinn
Vel sést á undirskriftasöfnunni að Skjár einn hefur markað sé traustan sess í huga fólks, sem vilja ekki án hennar vera. Barátta hennar nú skiptir miklu máli, enda er þetta í raun barátta fyrir traustri frjálsri fjölmiðlum. Skora á alla að fara á heimasíðu Skjás eins og skrifa nafn sitt þar til stuðnings stöðinni og baráttu hennar.
Breytt dagskrá á Skjá einum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2008 | 02:38
Brúðguminn drottnar yfir Edduverðlaununum
Mér sýnist nokkuð gefið mál að Brúðguminn fái Edduverðlaunin að þessu sinni sem besta myndin. Væntanlega mun hún fá slatta af fleiri verðlaunum með og einkum í leikflokkunum. Mér finnst stærsti gallinn við verðlaun eins og Edduna hvað það koma fáar myndir til greina og hvernig t.d. ein mynd getur tekið allt heila dæmið, enda stundum ein mynd dómínerandi í tilnefningunum. Mér finnst þó gleðiefni að hætta eigi að verðlauna saman leik í aukahlutverki í karla- og kvennaflokki. Þvílík vitleysa sem það var.
Annars er mikið af góðu efni tilnefnt. Leikna efnið í sjónvarpi hefur sjaldan verið meira spennandi og alvöru barátta þar um hnossið á milli Dagvaktarinnar, Svartra engla, Pressu og Mannaveiða. Loksins er alvöru úrval þar af góðu efni. Samt er óvissutími framundan í kreppunni en vonandi verður hægt að halda dampi í framleiðslu góðs efnis á næstu árum.
Brúðguminn með 14 tilnefningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2008 | 21:27
Fjórburar í sviðsljósinu
Fjórburarnir hafa verið í fréttum gegnum tíðina og við höfum séð þær vaxa úr grasi. Er líka mjög gaman að heyra hversu ólíkar þær eru í raun og hafa ákveðið frekar að feta sinn stíginn hvern í lífinu og halda í sína sérstöðu, fara t.d. ekki í sömu skólana og hafa ólíkar áherslur.
Ég hef þekkt tvíbura og þríbura meira að segja sem hafa verið mjög líkir og meira að segja valið sér sama námið og áherslur í lífinu. Eru meira að segja svo lík erfitt er að átta sig á hvor þeirra er hvað.
Íslensku fjórburarnir tvítugir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2008 | 13:34
Morð á Dagvaktinni - grín eða alvara?
Dagvaktin hefur farið ágætlega af stað og verið fín í marga staði. Fleirum en mér hefur þó örugglega þótt kárna gamanið í gær þegar ljóst var að morð hafði verið framið í þættinum og meginhluti gamanþáttarins snerist um að koma líki fyrir svo það liti út eins og slys hefði átt sér stað en ekki morð. Ég veit ekki með ykkur en mér fannst frekar fátt fyndið við síðasta þáttinn. En kannski hefur ekkert morð verið framið og allt lauflétt, en frekar efast ég um það.
Greinilega er verið að undirbúa okkur fyrir dramatísk sögulok hjá þeim félögum Georg, Ólafi Ragnari og Daníel. Margt við þáttaröðina hefur samt verið allt annað en grín. Mér fannst frekar fátt fyndið við það þegar persónan Gugga nauðgaði Ólafi Ragnari. Samt var lítið talað um það. Ég er viss um að þetta hefði verið umtalaðra hefði kynjahlutverkum verið snúið við og farið svona með konu á kjörtíma í sjónvarpi og það í gamanþætti.
En fróðlegt verður að sjá hver sögulokin eru og hvort morðið og það sem það leiðir af sér verður sá örlagapunktur sem við erum búin undir, en fullyrt hefur verið að þetta sé síðasta serían og við fáum algjör sögulok hjá þeim félögum eftir fimm þætti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.10.2008 | 18:16
Glæsilegt hjá stelpunum - EM-sætið í sjónmáli
Áfram stelpur!
Ísland færðist skrefi nær EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.10.2008 | 13:10
Fjölskylduharmleikur Jennifer Hudson
Jennifer Hudson hefur á skömmum tíma farið sigurför um allan heim og orðin stórstjarna. Hún hefur unnið öll helstu kvikmyndaverðlaun heimsins fyrir leik sinn í Dreamgirls og náði að stimpla sig á kortið með glans.
Hudson varð reyndar fyrst fræg sem þátttakandi í American Idol. Hún var eftirlæti dómaranna og þótti mjög sigurstrangleg. Flest stefndi í að hún kæmist mjög langt. Mörgum að óvörum féll Hudson úr keppni um mitt keppnistímabilið.
Svo fór síðar að Fantasia Barrino vann keppnina. Jennifer Hudson er nú orðin margfalt meiri stjarna en Fantasia og vann meira að segja samkeppni við hana um hlutverkið í Dreamgirls.
Móðir og bróðir söngstjörnu skotin til bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2008 | 00:47
Snarvitlaust veður
Var að hugsa um að horfa á Key Largo á eftir - hún gerist í roki og leiðindaveðri og passar oft vel við í svona leiðindaveðri.
Passar vel að horfa á Bogart-mynd. Liðin í Útsvari í kvöld náðu ekki að svara rétt í spurningunni um Bogart. Svei svei.
Skemmdir á mannvirkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2008 | 18:16
Eineltið og eftirmálarnir
Ætlaði að pynta þau og drepa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)