Færsluflokkur: Dægurmál
8.4.2008 | 11:56
Sir Paul lifir lífinu eftir að losna við kvendjöfulinn

Síðustu tvö ár voru víst ígildi helvítis fyrir Paul. Hann var fastur í feni hjónabands með sannkölluðum kvendjöfli sem heimtaði morðfjár af honum - því lauk með að kvinnan jarðaði sjálfa sig algjörlega hjálparlaust. Eftir ár sem mörkuðust af harðvítugum skilnaðarátökum, forræðisdeilu, yfirráðum yfir peningum og mannorði hafði hann sigur og virðist njóta hverrar sekúndu núna.
Paul virðist ekki feiminn við að stuða í einkalífinu núna, sennilega dauðfeginn að vera laus við Heather og geta gert það sem hann vill. Dómsorðið var honum svo mikið í vil að Heather getur ekki einu sinni upplýst prívatmál sín án þess að eiga á hættu að enda í fangelsi og færa Paul þar með forræði yfir dótturinni. Hún er föst og kemst ekki lengra og Paul virkar dauðfeginn að vera laus við þennan skugga fortíðar.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig að þessir rómansar gamla góða Bítilsins fari. Ekki vantar honum sénsana allavega þessa dagana.
![]() |
Með þrjár í takinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 18:12
Er eðlilegt að faðir barns sé afi þess líka?
Þetta er ein af þessum fréttum sem maður vonar eiginlega að sé aprílgabb en er það ekki.
![]() |
Feðgin sem eiga barn saman biðja um skilning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2008 | 01:17
MR sigrar Morfís - fór skólabaráttan of langt?

Það var sett á svið allt að því stríð á milli skólanna; forsetum nemendafélaganna var rænt og gert svo margt að það væri of langt mál að telja upp. Það var farið yfir þetta aðeins í innslagi í Kastljósið fyrir helgina. Það var reyndar sjúklega gaman að fylgjast með þessu en það væri gaman að vita hvort að þetta var meðvituð ákvörðun um að peppa keppnina upp og umfjöllun um hana eða bara hreinræktaður slagur milli skólanna og hið gamla góða keppnisskap. Fannst reyndar gaman af sumu en fannst þetta nánast komið út í vitleysu undir lokin.
Morfís er reyndar gömul og góð keppni og fastur liður í félagsstarfi beggja skólanna. Enda mikilvægt að eiga góð ræðulið og gera ræðumennsku að keppnisatriði, ekkert síður en gáfum og heilabrotum í spurningakeppnum. Báðum skólum tókst að peppa keppnina upp og auglýsa hana vel og innilega, með allt að því hreinræktaðri og skemmtilega uppdiktaðri baráttu þar sem skæruhernaður var yfirheitið.
Kannski er þetta heiðarlegur slagur og eðlilegur metnaður um sigur, en það er alveg ljóst að þarna eru vænlegir kandidatar í málflutningi og baráttu eins og sást í þessum slag, sem minnti mun meir á forkosningabaráttu demókrata vestan hafs en margt annað - skemmtilega yfirdrifinn. :)
![]() |
MR sigurvegari MORFÍS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2008 | 00:30
Kynferðisleg drottnun og fjölkvæni í Texas
Um fátt hefur verið rætt meira í bandarísku pressunni í dag en að 52 stúlkum, á aldrinum sex mánaða til sautján ára, hafi verið bjargað kynferðislegri drottnun og fjölkvæni hjá sértrúarsöfnuði á búgarði í Texas. Það þarf að uppræta svona ógeð og ómenningu og mikilvægt að þessum stelpum hafi verið bjargað frá þessu sértrúarliði.
Það hefur mikið verið fjallað um fjölkvæni í bókum og í leiknu efni - flestum er í fersku minni þættirnir Big Love sem sýndir hafa verið síðustu árin á Stöð 2. Þar var fjallað um mann sem átti þrjár eiginkonur og bjuggu þau öll undir sama þaki og áttu eitt heimili saman, þó vissulega hólfað af. Allur söguþráðurinn er utan um þetta fjölkvænislíferni. Það var kannski sykursæt útgáfa af fjölkvæni og kannski eitthvað Hollywood-serað frá raunveruleikanum, en virkaði samt sjúklega raunveruleg sýn á algjört ógeð.
Það sem gerist hjá þessum sértrúarsöfnuði, klofningssöfnuði frá mormónum, hefur staðið yfir áratugum saman, þykir sjálfsagt hjá þessu liði en þarf að uppræta. Misnotkun á svo ungum stelpum er stóralvarlegt mál. Þarna eru stelpur giftar ættingjum sínum, oft mun eldri mönnum, allt til að viðhalda þessu sýkta viðhorfi að ekkert sé heilagt og jafnvel megi gefa unglingsstelpur og fullorðna menn saman, fyrir einhverja trú á hinu ranga. Þetta er ógeðslegt og svo innilega rangt.
Fylgdist aðeins með umfjöllun á þessu á CNN í kvöld. Það er gott að það hafi tekist að bjarga þessum stelpum frá vondum örlögum og vonandi mun takast að uppræta þennan söfnuð og þá ómenningu sem felst í trúboði hans, sem felst í kynferðislegri drottnun og sjúklegu fjölkvæni - misnotkun á börnum.
![]() |
52 stúlkur fluttar af búgarði sértrúarsöfnuðar í Texas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 14:01
Snilldin að kunna á réttu tímasetningarnar

Man t.d. vel eftir því hversu klók þau voru í Heimdalli í árdaga netsins að festa sér lénið frelsi.is. Táknrænt og gott lén fyrir fólk með pólitískar hugsjónir, enda var það mjög sterkur miðill ungliða í stjórnmálum sem berjast fyrir frelsishugsjónum. Síminn byrjaði með frelsisdæmið sitt í farsímum ekki svo löngu síðar og hefur árum saman boðið í lénið en aldrei fengið. Fleiri hafa gert það minnir mig. Heimdallur hefur haft lénið í sínum fórum og passa vel upp á það enn. Gætu samt fengið mikla peninga fyrir það vissulega.
Sama má segja um mörg lén. Þegar að netið fór af stað voru margir það gáfaðir að taka frá góð lén og þetta er aðeins einn þeirra og hann fær svo sannarlega ígildi margra flatbaka fyrir það að hafa keypt sér flatbökulénið forðum daga.
![]() |
Fékk 194 milljónir fyrir pizza.com |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 01:47
'80s nostalgían - hallærislegt en eftirminnilegt

Það eru svo margir söngvarar frá þessum tíma sem lifa í fornri frægð, hafa gleymst með öllu og hafa hálfpartinn aldrei komist út úr þessum tíðaranda í útliti og töktum. Níundi áratugurinn er reyndar sérstaklega eftirminnilegur fyrir mína kynslóð. Það eitt að setja disk með lögum þessa tímabils í spilarann kallar fram svo margar ljúfar minningar og traustar - eiginlega afturhvarf til fortíðar í ljóma einhvers eftirminnilegs.
En vissulega er svo margt innilega púkó og lummulegt við þennan tíma. Það er alltaf, nægir þar að nefna tískuna, hárgreiðslu og tónlistarsköpun. En það sem er lummó getur orðið eftirminnilegt og það á við um þetta tímabil. Sumir beinlínis hata að hverfa aftur til baka og setja tónlist þessa tíma í spilarann, aðrir fíla nostalgíuna. Fann þetta einna best þegar að ég keypti safndisk fyrir nokkru, með sumpart lummulegum og sykursætum lögum, hallærislegum vissulega en kveikti allar heimsins minningar.
Það er alltaf svo að tónlist kallar fram minningar, fátt er betra nema þá ljósmyndir auðvitað. Það eiga allir minningar, góðar eða vondar um tónlist, kallar fram einhverjar hugsanir frá fyrri tíð. Hjá okkur sem munum níunda áratuginn á þetta mjög vel við. Hallærislegt og púkó þarf ekki að vera leiðinlegt, heldur mjög skemmtilegt. Þó að mér sé slétt sama hvað varð um Rick Astley var hann goð þeirra liðnu tíma sem margir vilja rifja upp og fíla í tætlur.
![]() |
Man einhver eftir Rick Astley? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.4.2008 | 14:31
Hver trúir á svona peningasvindl?
Varla líður sá mánuður, stundum enn skemmra jafnvel, að maður fái ekki einhvers konar svona skilaboð um peningasvindl í tölvupósti. Það hvarflar ekki að manni að taka mark á þessu rugli en vonandi eru aðrir orðnir meðvitaðir um að það er bara verið að hafa það að fífli.
Skilaboðin eru giska einföld; föllum ekki flöt fyrir peningasvindlinu.
![]() |
Ríkislögreglustjóri varar við svikapósti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.4.2008 | 19:06
Hannes Hólmsteinn ekki áminntur af rektor
Ljóst er af bréfaskrifum Kristínar Ingólfsdóttur, háskólarektors, að Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni verður ekki vikið frá störfum í Háskóla Íslands eða áminntur eins og andstæðingar hans voru að vonast eftir. Bréfið er samt sem áður fullt af ábendingum sem Hannes verður að taka til sín í sínum verkum.
Mjög hefur verið rætt um um stöðu Hannesar Hólmsteins síðustu dagana. Það er greinilegt að þeir sem helst voru yfir höfuð á móti því að Hannes ritaði ævisögu Halldórs Kiljans Laxness vildu að hann yrði rekinn frá störfum í Háskólanum en varð ekki að ósk sinni í þeim efnum. Deilt hefur verið um að vinir Hannesar sýni honum stuðning, þó að líklegt væri að þeir sem mest hafa mótmælt myndu aldrei taka málstað hans eða verja.
Hannes Hólmsteinn hefur verið umdeildur í samfélaginu áratugum saman. Ekkert er nýtt við þau orðaskipti sem átt hafa sér stað í þessu máli eða öðrum hvað hann varðar. Hannesi varð á við gerð fyrsta bindis ævisögu Laxness, hefur sjálfur viðurkennt hvað fór aflaga í þeim efnum, hann mun vonandi læra af þeim mistökum fyrst og fremst.
![]() |
Átelur vinnubrögð Hannesar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.4.2008 | 00:04
Björn Ingi ráðinn ritstjóri Markaðarins
Eins og flestum er kunnugt er Steingrímur Sævarr Ólafsson, góðvinur Björns Inga, fréttastjóri Stöðvar 2, en þeir unnu hlið við hlið í forsætisráðuneytinu í forsætisráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar; Steingrímur sem upplýsingafulltrúi hans en Björn Ingi var aðstoðarmaður Halldórs. Það kemur því varla að óvörum að Björn Ingi fari til verka hjá fréttastofu Stöðvar 2 og muni stjórna viðskiptaumfjöllun Stöðvarinnar og auk þess verði yfirmaður Markaðarins.
Björn Ingi var mjög mikið í að fjalla um viðskiptamál í REI-málinu, viðskiptatækifæri og möguleika í þeim geira og því kannski varla undrunarefni að hann fari í viðskiptaumfjöllun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.4.2008 | 22:39
1. apríl - dagur gamans og gráglettni

Það er ágætt að vera vel vakandi á svona degi. Enda eru mörg aprílgöbbin ansi frumleg, sum fara yfir mörkin í frumleika og verða einum of ýkt. Öðrum tekst þetta skrambi vel. Það var t.d. of gott til að vera satt að hér á mbl.is væri hægt að hlaða niður kvikmyndum og horfa á. Fannst þetta of merkur viðburður til að hann væri kynntur þann 1. apríl af öllum dögum. Þó að vefdeild Netmoggans geri margt gott var þetta einum of. Sorrí Óli og aðrir góðir félagar á vefdeildinni, en ykkur tókst ekki að gabba mig. :)
Fannst fyndið að heyra af aprílgabbinu um fyrstu ferð Grímseyjarferjunnar Sæfara, sem merkilegt nokk átti að vera ókeypis fyrir þá sem vildu fara með skömmum fyrirvara. Þó að Kristján Möller, samgönguráðherra, sé þingmaður okkar var þetta ekki beint trúverðugt, auk þess er dallurinn blessaður ekki til enn. Gabb Útvarpsins var skondið en fyrirsjáanlegt, en það var einum of ótrúlegt að neðanjarðarbyrgi hefði fundist í Öskjuhlíðinni og það kynnt á þessum degi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, stóð sig vel í gabbinu, en hann var stjarna 1. apríl í fyrra í gabbi Stöðvar 2.
Auk þess var ekki beint trúverðugt að Bob Dylan væri kominn til að halda tónleika þann 1. apríl af öllum dögum. I-Phone gabb Stöðvar 2 í kvöld var aðallega fyndið þó. Verst var þó að einkaflug forsætis- og utanríkisráðherra var ekki aprílgabb. Fleira mætti eflaust nefna og farið vel yfir þetta að mestu í frétt Netmoggans hér neðst í færslunni.
Hversu margir ætli hafi annars hlaupið apríl yfir þessum og fleirum göbbum? Stór spurning, það er já eins gott að vera vel á verði á þessum degi.
![]() |
Varstu gabbaður í dag? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)