Færsluflokkur: Dægurmál
2.3.2008 | 01:37
Þreytt Spaugstofa - erlent efni í metpláss RÚV
Heldur fannst mér eitthvað dapurt yfir Spaugstofunni í kvöld. Það verður að segjast alveg eins og er að þetta prógramm er orðið ansi þreytt og eitthvað slitið. Það er ekki nema von að spurt sé hvort að þetta sé síðasti vetur þeirra félaga saman. Sá á áhorfsmælingum að áhorfið á þá hefur eitthvað dregist saman og það kemur mér ekki að óvörum. Þetta er orðið frekar slitinn húmor.
Vakti athygli mína í kvöld að Sjónvarpið ætlar ekki að fylla metplássið sitt, þar sem Laugardagslögin voru í um tuttugu vikur, með íslensku efni. Ekki sakna ég svosem Eurovision-glamursins, sem lauk um síðustu helgi með glæsilegum sigri Eurobandsins, enda fannst mér það vera einum of langdregið og teygt prógramm, sem hefði hæglega mátt ljúka tveim mánuðum, hið minnsta, fyrr að ósekju. Það voru margir orðnir þreyttir á þessum margteygða lopa og fögnuðu þegar að það komst loksins í mark með sigurlagi eftir lengstu undankeppni Eurovision fyrr og síðar.
Það horfðu 60-80% landsmanna á lokasprett Laugardagslaganna og greinilegt að þetta er sjónvarpspláss sem hægt er að gera góða hluti með. Það er því stórundarlegt að Sjónvarpið fylli ekki upp í það með nýjum sjónvarpsþætti eða íslensku efni af einhverju tagi en setji þess í stað einhverja tískutónleika og svo erlenda kvikmynd að því loknu. Það væri vonandi að Þórhallur myndi finna eitthvað gott prógramm í staðinn. Ekki sýnist mér á frammistöðu kvöldsins að Spaugstofan muni fylla vel í skarðið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.3.2008 | 20:52
Björgum þotunni - Gullfaxa til Akureyrar

Best færi á því að það myndi takast að flytja Gullfaxa hingað til Akureyrar og þotan yrði hluti af Flugsafninu hér. Sögulega séð væru það viðeigandi endalok í þessum efnum. Það er allavega mikilvægast af öllu að bjarga Gullfaxa frá því að verða brytjaður niður og koma flugvélinni aftur til Íslands. Það verður menningarlegt slys ef það tekst ekki og tilraunir þeirra sem eru að reyna að eignast Gullfaxa renna út í sandinn.
Það er svo merkilegt að ég var að horfa á gamlar spólur í gærkvöldi og rakst þá á gamlan þátt úr Sjónvarpinu þar sem var klippt saman gömlu efni. Þar á meðal var umfjöllun um komu Gullfaxa árið 1967 og merkilegar klippur frá athöfn á Reykjavíkurflugvelli þar sem Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi forseti Íslands, kom fram ásamt fleiri merkisfólki. Koma Gullfaxa voru stórtíðindi, enda með því mörkuð þáttaskil í flugsögu landsins. Var þessum atburði líka lýst vel í þætti um flugsöguna, sem voru gerðir árið 2002, sem ég ennfremur á bandi og horfði nýlega á.
Sagan er mikilvæg - það má vel vera að Gullfaxi sé kominn til ára sinna og þjóni ekki lengur lykilhlutverki í samgöngusögu landsins. En hann lék þar sögulega rullu og það er mikilvægt að bjarga þotunni frá því að verða brytjuð niður. Myndi slíkur merkisgripur íslensku flugsögunnar hvergi passa betur en á safni hér nyrðra, en sárt yrði að sjá hann enda í varahlutum og járnarusli í Nýju-Mexíkó.
![]() |
Fyrsta þota Íslendinga í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.3.2008 | 16:17
Hvað er þetta eiginlega með Svía og reiðhjól?
Er ekki nema von að menn spyrji sig að því hvað þetta sé með Svía og reiðhjól.
![]() |
Hafði mök við dömureiðhjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 12:18
Íslendingar kjósa sitt fólk sama á hverju gengur
Það er gott að standa með sínu fólki. Við gleymum seint eða aldrei sumrinu 2006 þegar að Magni keppti í Rockstar Supernova á bandarískum tíma að íslenskri nóttu í miðri viku og við vöktum og kusum hann áfram og sumir fóru meira að segja á Hawaii-tímann til að styðja sinn mann, enda átti hann það líka skilið. Þá líka varð Magni stórstjarna hér heima, stærri en nokkru sinni áður og vakti eiginlega mest athygli í okkar augum þá.
Það er vonandi að Ásdísi Rán gangi vel í þessari keppni og fái góðan stuðning, ekki bara vegna þess að hún er íslensk heldur líka það að hún á skilið að vinna.
![]() |
Ásdís Rán komst á toppinn í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2008 | 02:15
Annað dópmál í Borgarfirði á innan við sólarhring

Það er gott að lögreglan vinnur sitt verk vel og tryggir að það sé komið upp um svona útgerð, þar sem ræktað er kannabis. Fróðlegt verður um að heyra hvort að þessi ræktun í sveitinni var bara ætluð til prívatnota eða hefur verið selt þaðan efni. Löggan stendur sig vel og á hrós skilið að hafa náð að koma upp um þetta.
![]() |
Eiturlyf í Borgarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.2.2008 | 17:57
Íslensk fegurð klikkar aldrei
Finnst þetta í góðu lagi, enda er það ákvörðun hvers og eins er fer í þessar keppnir að gera það. Út úr þessu hafa komið mörg góð tækifæri fyrir viðkomandi, sem er ánægjulegt í alla staði. Persónulega hef ég aldrei haft neitt á móti fegurðarsamkeppnum. Mér finnst að þetta sé val einstaklinganna sem taka þátt hvort þeir gera það eður ei. Þeir sem vilja keppa gegn öðrum með fegurð sinni eiga að hafa frelsi til þess.
![]() |
Ásdís Rán gæti unnið tugi milljóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.2.2008 | 16:32
Ágúst rekur nemendurna þrjá með dópið á Bifröst

Háskólinn á Bifröst er enda menntastofnun sem vill hafa háan standard og vera hafin yfir svona. Það er auðvitað aldrei hægt að útiloka að óregla sé í skólum landsins en í þessum efnum skiptir mestu að yfirmenn skólans séu með skýrar og afgerandi reglur um hvað megi og hvað megi ekki á svæðinu. Þarf varla að efast um það meira.
Skrifaði aðeins um þetta mál í gærkvöldi. Fékk ýmis viðbrögð á það. Sumum fannst ég taka sterkt til orða þegar að ég sagði að þetta mál væri dökkur blettur á skólanum. Stend við þau orð og ég get ekki betur séð en að ákvarðanir rektorsins hafi staðfest að hann vill ekki hafa þennan stimpil á skólanum sem hann stýrir, sem eru jákvæð skilaboð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.2.2008 | 13:28
Jóhanna Vilhjálms áfram í Kastljósi

Eðlilega lagði Þórhallur mikla áherslu á að halda í hana. Jóhanna sýnt og sannað með verkum sínum að hún er ein besta sjónvarpskona landsins og hefur staðið sig vel í verkum sínum; verið beitt sem spyrill og heiðarleg í umfjöllun. Ekki hikað við að taka á málum og verið beinskeytt í spurningum ekki hikað í neinu.
Annars er Kastljós mjög góður þáttur, áhorfsmælingar sýna að það er einn vinsælasti sjónvarpsþáttur landsins og þar er góður mannskapur. Það er gott að Jóhanna verði þar áfram.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.2.2008 | 00:39
Fíkniefni finnast í skólasamfélaginu á Bifröst
Mér finnst Háskólinn á Bifröst hafa verið mjög flottur skóli og hann hefur haft þá ímynd á sér að vera traustur og öflugur, spútnikk-skóli á mikilli uppleið. Það er alltaf svolítið ímyndarkrísa sem fylgir svona vondum fregnum fyrir skólasamfélag en vonandi er enginn alvarlegur vandi þarna, þó greinilega sé eitthvað ekki alveg í lagi.
![]() |
Fíkniefni fundust á Bifröst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.2.2008 | 19:40
María Sigurðardóttir nýr leikhússtjóri hjá LA
Ég er ánægður með að stjórn Leikfélags Akureyrar hefur valið Maríu Sigurðardóttur, leikkonu og leikstjóra, sem nýjan leikhússtjóra í stað Magnúsar Geirs Þórðarsonar, nýs leikhússtjóra Borgarleikhússins. Með því fáum við pottþétt fagmanneskju úr leikhúsi til starfa, sem kann sitt fag og getur tekið við starfinu með tryggan bakgrunn og getur stýrt af þekkingu og krafti.
Við hér á Akureyri höfum upplifað yndislega spútnikk-tíma með leikhúsið, þar sem það hefur slegið hvert metið á eftir öðru og mikill kraftur verið í uppbyggingu. Það starf hefur Magnús Geir leitt með sóma og ég tel að við getum verið viss um að María mun halda áfram því verki og standa sig virkilega vel.
María leikstýrði Fló á skinni, sem nú er á fjölunum hjá leikfélaginu. Það er frábær og vönduð sýning sem vert er að mæla með. Vil óska Maríu til hamingju með starfið og býð hana velkomna hingað norður.
![]() |
María leikhússtjóri á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)