24.5.2007 | 19:40
Kristján L. Möller tekur við samgöngumálunum
Kristján L. Möller, leiðtogi Samfylkingarinnar hér í Norðausturkjördæmi, hefur tekið við lyklavöldum í samgönguráðuneytinu. Kristján verður eini ráðherrann sem kemur héðan úr Norðausturkjördæmi. Það verður hans verkefni að klippa á borðann í Héðinsfjarðargöngunum, sem tengir heimabyggð hans, Siglufjörð, og Ólafsfjörð saman eftir tvö ár. Það þarf varla að kvíða því að það verkefni tefjist við komu hans í ráðuneytið.
Það fer ekkert á milli mála að Möllerinn hefur haft mikinn áhuga á samgöngumálum alla tíð á sínum pólitíska ferli. Það er ekki hægt annað fyrir mann sem kemur úr sveitarfélagi sem hefur svo illa verið tengt samgöngulega sem gamli góði Siglufjörður hefur verið nær alla tíð. Það verða þáttaskil fyrir byggðina þar að fá ný göng og ég held að heimafólk þar þurfi ekki að óttast um sinn hag hafandi eignast nú eitt stykki samgönguráðherra. Það verður reyndar notalegt vissulega fyrir okkur íbúa Norðausturkjördæmis að eignast nú í fyrsta skipti í átta ár samgönguráðherra. Halldór okkar Blöndal leiddi málaflokkinn í átta ár áður en Sturla tók við.
Mörg verkefni bíða hér. Það er ekkert leyndarmál að við höfum verið frekar hundfúl yfir málum Grímseyjarferjunnar, langri bið á lengingu Akureyrarvallar og því að Vaðlaheiðargöng, hin löngu þarfa framkvæmd sem tengir betur Eyfirskar og Þingeyskar byggðir, hafi ekki enn verið sett á dagskrá. Það var reyndar svo að í kosningabaráttunni í vor talaði Kristján Möller í fararbroddi Samfylkingarinnar hér fyrir því að ríkisvæða Vaðlaheiðargöngin og hafa þau gjaldfrjáls. Það verður áhugavert að sjá hvort að hann muni gera það eða með hvaða öðrum hætti þau fara á dagskrá, en ég efast ekki um að þau munu nú fara fljótt og vel á dagskrá standi hann við sín loforð um það ásamt lengingu vallarins.
Það eru vissulega vonbrigði að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi ekki valið þingmann úr Norðausturkjördæmi til ráðherrasetu, þrátt fyrir sögulegan kosningasigur flokksins hér og að flokkurinn eiga fyrsta þingmann kjördæmisins. Það breytist því lítið yfir stöðu mála hér, enda var aðeins einn þingmaður kjördæmisins ráðherra fram til dagsins í dag, Valgerður Sverrisdóttir, sem nú hefur eins og allir vita látið af embætti. Það er mikilvægt að kjördæmið eigi ráðherra á tímum mikilvægra verkefna á þessu svæði og því mikilvægt að Samfylkingin valdi leiðtoga sinn til þess verkefnis.
Ég vil óska Kristjáni Möller innilega til hamingju með ráðherrastólinn. Ég veit að hann er trúr sínu og fullur af hugmyndum í samgöngumálum. - fyrst og fremst vona ég að hann verði farsæll í sínum verkum og efast ekki um það, vitandi af krafti hans og hugmyndaauðgi, sem hefur sést af tali hans lengi. Nú er tími framkvæmda vonandi framundan hjá honum en ekki langt orðagjálfur.
Þar sem ég veit að hann les vefinn og fylgist vel með skrifum hér veit ég að hann les kveðjuna.
![]() |
Kristján: Samgönguráðuneytið skriðþungt skip |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 17:38
Tveir ráðherrar á sama ganginum í Arnarhvoli

Í 19 ár, eða frá því að vinstristjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum 1988, hafa iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti verið flokkað sem eitt og hafa Jón Sigurðsson, Sighvatur Björgvinsson, Finnur Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson sinnt báðum ráðuneytum. Nú er þeim skipt upp. Síðast var Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar 1987-1988 á meðan að Jón Sigurðsson sinnti viðskiptamálunum eingöngu. Það verður merkilegt að sjá hvernig gangi að skipta þessu upp nú.
Ég sé að Björgvin hefur fengið í flýti einhverja nýja skrifstofu á ganginum í Arnarhvoli til að hann hefði örugglega einhvern vinnustað. Það var stór spurning margra hvernig að farið yrði að því með svo skömmum fyrirvara að koma báðum þessum nýju ráðherrum Samfylkingarinnar fyrir á sama staðnum. Það hefði kannski verið ráð að tryggja hinum ráðherraskrifstofu þar sem Guðni Ágústsson var fyrir, en þá hefði það þýtt skiptingu á starfsmannafjölda sama ráðuneytis á tveim stöðum. Eflaust mun þetta verða tekið eitthvað í gegn síðar.
Ég vona að Björgvin hafi fengið sérbíl og þurfi ekki að "sitja í" hjá Össuri þegar að hann þarf að fara að erindast um borgina.
![]() |
Jón afhenti Björgvin og Össuri lykla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2007 | 16:43
Guðlaugur Þór tekur við heilbrigðisráðuneytinu

Við í Sjálfstæðisflokknum höfum lengi verið þeirrar skoðunar að flokkurinn ætti að fá ráðuneytið í sinn hlut. Það er gleðiefni að það skyldi takast nú að þessu sinni í þessu samstarfi við Samfylkinguna. Með þessu hefjast nýir tímar, enda tel ég að sjálfstæðismaður muni ekki hika við að horfa í aðrar áttir í þessum málum og ef marka má stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verður það heldur betur að veruleika.
Ég vil óska Gulla til hamingju með ráðherrastólinn og óska honum góðs í verkum sínum á nýjum vettvangi.
![]() |
Fyrsti sjálfstæðismaðurinn í heilbrigðisráðuneytinu í 20 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2007 | 15:45
Söguleg stund í utanríkisráðuneytinu

Lengi vel var talið erfitt fyrir konu að komast þar til valda en þarna eru söguleg tíðindi að eiga sér vissulega stað. Þetta boðar allavega nýja tíma vissulega í stjórnmálum. Það má reyndar segja um báðar þessar konur að þær eru mjög öflugar í pólitísku starfi. Það var reyndar svo að spurningin um hver færi í utanríkisráðuneytið snerist aðallega um hvort að það yrði Ingibjörg Sólrún eða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Tímanna tákn það.
Ráðherrar eru nú að fara í ráðuneyti sín og taka þar formlega við völdum. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Jón Sigurðsson, fráfarandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, muni afhenta Björgvini G. Sigurðssyni og Össuri Skarphéðinssyni saman einn og sama lykilinn eða hvort að annar taki við lyklunum fyrir þeirra hönd. Það verður kómísk stund með einum hætti eða öðrum.
Ætli að þeir félagar verði með tvö skrifborð á sömu skrifstofunni og sama bílinn til að keyra sig um? Það verður merkilegt að sjá hvernig þessum ráðuneytum verður splittað.
![]() |
Nýir ráðherrar taka við lyklum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 15:15
Ný ríkisstjórn tekur við völdum á Bessastöðum

Sjö nýjir ráðherrar taka nú við embætti; Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, Kristján L. Möller, samgönguráðherra, Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra. Fyrir eru í stjórn sem fyrr; Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, og Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Það er kaldhæðnislegt að margra mati að fráfarandi ríkisstjórn og makar þeirra borðuðu bleikju í hádeginu í boði forseta Íslands. Sumir álitsgjafar hafa nefnt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar bleikjuna með kómískum og skemmtilegum hætti. Það verða viðbrigði fyrir framsóknarmenn að yfirgefa ríkisstjórnina væntanlega. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði reyndar brosandi við fjölmiðlamenn er hann kom til ríkisráðsfundar fyrir hádegið að honum liði nú sem hann væri jafn frjáls og efnilegur hestur án hnakks og beislis og gæti skeiðað um með eigin blæ.
Nú taka nýjir ráðherrar við lyklavöldum í ráðuneytum sínum úr hendi forvera sinna. Ég óska nýrri stjórn velfarnaðar og vona að henni farnist vel. Þetta er sterk stjórn með mikinn og traustan stuðning, gott umboð. Það verður vel fylgst með verkum hennar og hvernig hún setur sín mál fram. Ef marka má stjórnarsáttmálann má eiga von á nýjum og ferskum tímum í íslenskum stjórnmálum með þessum ríkisstjórnarskiptum.
![]() |
Ný ríkisstjórn tekur við völdum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.5.2007 | 13:14
Pólitískri þátttöku lýkur
Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef unnið með í áralöngu virku stjórnmálastarfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir gott samstarf og góð kynni í gegnum árin.
24.5.2007 | 12:02
Tekur Jóhanna við af Sturlu sem þingforseti?

Jóhanna, sem er starfsaldursforseti Alþingis, myndi með því enda sinn pólitíska feril sem forseti Alþingis, en litlar líkur eru á því að hún gefi kost á sér í næstu alþingiskosningum, en hún verður orðin 69 ára gömul árið 2011. Það er eflaust mikilvægt fyrir Jóhönnu að komast aftur í sitt gamla ráðuneyti, en henni er falið að hefja vinnu að uppstokkun mála á því verksviði, og enda sinn feril með ráðherrasetu aftur.
Það er ekki fjarri lagi að spurning vakni hvað verði um Sturlu Böðvarsson árið 2009. Heldur er það nú ólíklegt að hann verði þá óbreyttur þingmaður og ekki ósennilegt að hann yfirgefi þá stjórnmálin.
Fari svo mun Einar Kristinn Guðfinnsson þá taka við leiðtogahlutverkinu í kjördæminu og Herdís Þórðardóttir, mágkona Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, verða nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu.
![]() |
Sturla verður þingforseti í tvö ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.5.2007 | 11:35
Síðasti ríkisráðsfundur fráfarandi ríkisstjórnar

Á ríkisráðsfundi kl. 14:00 í dag tekur ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við völdum. Það verður mikil uppstokkun samhliða því. Fimm einstaklingar sem aldrei hafa gegnt ráðherraembætti taka við í ráðuneytum sínum í dag. Samfylkingin, sem í sjö ára sögu sinni, hefur aldrei tekið þátt í ríkisstjórnarsamstarfi skráir nýjan part í sögu sína í dag með því að verða hluti af ríkisstjórn. Flokkarnir hafa aðeins átt með sér eitt samstarf áður, en þeir mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar í júní 2006.
Þó hafa tveir verðandi ráðherrar áður verið ráðherrar á Viðeyjarstjórnarárunum; Jóhanna Sigurðardóttir, sem var félagsmálaráðherra í þrennum ríkisstjórnum 1987-1994, og Össur Skarphéðinsson, sem var umhverfisráðherra seinni hluti Viðeyjarstjórnartímans 1993-1995, en það var mjög umdeilt innan Alþýðuflokksins þegar að hann varð ráðherra þá og var tekinn framyfir Rannveigu Guðmundsdóttur, en hún varð þó ráðherra ári síðar þegar að Guðmundur Árni Stefánsson hrökklaðist úr ríkisstjórn vegna frægra hneykslismála. Ennfremur voru deilur þegar að Össur var tekinn framyfir Rannveigu sem þingflokksformaður.
Það eru þáttaskil hjá Framsóknarflokknum í dag. Jón Sigurðsson, Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Jónína Bjartmarz og Magnús Stefánsson láta nú af ráðherraembætti. Jón og Jónína yfirgefa stjórnmálin samhliða þessu, en Jón sagði af sér formennsku í Framsóknarflokknum í gær og Jónína náði ekki kjöri í kosningum frekar en Jón. Guðni Ágústsson hefur verið ráðherra lengst framsóknarmanna nú, frá vorinu 1999, og Valgerður Sverrisdóttir hefur verið ráðherra frá því á gamlársdag 1999. Siv Friðleifsdóttir var ráðherra 1999-2004 og frá 2006. Sturla Böðvarsson yfirgefur nú ríkisstjórn eftir átta ára setu, eins og Guðni.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Björgvin G. Sigurðsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Kristján L. Möller verða ráðherrar í fyrsta skipti í dag. Þau eru misreynd í stjórnmálum auðvitað. Ingibjörg Sólrún hefur auðvitað lengsta pólitíska reynslu af þeim eftir að hafa verið borgarfulltrúi árum saman, verið borgarstjóri í Reykjavík 1994-2003 og alþingismaður Kvennalista 1991-1994. Hún stóð reyndar nærri ráðherraembætti vorið 1991 en rætt var um tíma það vor að Kvennalistinn styrkti vinstristjórnina, en Ingibjörg Sólrún leiddi þá viðræður fyrir hönd Kvennalistans. Svo fór ekki - Jón Baldvin og Davíð héldu til Viðeyjar.
Það er vissulega merkileg tilhugsun að löngu skeiði ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Davíðs, Halldórs og Geirs sé nú lokið. Þar felast stærstu þáttaskil dagsins í dag. Þegar að saga þeirra stjórna verður gerð upp í sögubókum framtíðarinnar mun hennar eflaust verða minnst fyrir góðan árangur og nokkuð farsæla forystu. Margt hefur áunnist og breytingar á þjóðfélaginu verið miklar á þessum tíma.
![]() |
Síðasti ríkisráðsfundur ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 00:46
"Fagra álver" - var hlutur Samfylkingarinnar rýr?

Margir tala um að Samfylkingin hafi samið af sér í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Það tel ég ekki vera. Þetta er málefnagrunnur flokkanna og báðir þurftu að gefa sitt eftir og leita leiða til að samræma áherslur. Heilt yfir tel ég að báðir flokkar geti verið stoltir af þessu samstarfi. Væntanleg stjórnarandstaða frá og með morgundeginum bendir eins og klassískt er af fólki í slíkri stöðu á að stjórnarflokkar næstu ára séu að svíkja kjósendur sína. Það virðist þó meira falla í áttina til Samfylkingarinnar.
Það virðist vera mikið talað um að hér hafi verið mynduð Blair-Thatcherísk ríkisstjórn. Held að Steingrímur J. hafi sagt það í einhverju viðtalinu í dag. Heilt yfir er ég mjög sáttur við flest í þessum efnum og tel þetta vera stjórnarsáttmála sem byggir á nýjum tækifærum og horfir til nýrra tíma. Þess var þörf. Mjög mikilvægur áfangi sem næst. Þetta er líka samstarf öflugra afla, sem hafa afgerandi stuðning víða í samfélaginu. Þetta er stóra samsteypa fjöldans, að því leyti tel ég að hún taki við á mikilli bylgju stuðnings.
En nú reynir á nýja stjórn. Veit ekki hvort að hún fær hveitibrauðsdagana 100 alla til að sanna sig. Margir vilja uppstokkun strax og þess sjást merki fljótt að nýjir tímar eru komnir. Það verður að ráðast hvernig flokkunum gengur að vinna saman. Heilt yfir finnst mér merkilegt að heyra sögurnar frá stjórnarandstöðunni verðandi tala um þennan málefnagrunn og skil vel gremju vinstri grænna.
Það er mikið talað þar um að Samfylkingin hafi lympast niður. Veit ekki hvort svo sé. Væri áhugavert að heyra skoðanir þeirra sem lesa.
![]() |
Steingrímur: Samfylking virðist hafa gefist upp á umhverfismálunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |