Tveir ráðherrar á sama ganginum í Arnarhvoli

Jón og Össur Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, yfirgaf í dag stjórnmálin þegar að hann afhenti tveim eftirmönnum sínum lyklavöldin á sama ganginum í Arnarhvoli. Björgvin G. Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson taka við af Jóni, en ráðuneytum Jóns hefur nú verið skipt í tvennt. Svo virðist vera sem að Össur muni nú taka til starfa á skrifstofu Jóns í Arnarhvoli en Björgvin fær einhverja nýja skrifstofu.

Í 19 ár, eða frá því að vinstristjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum 1988, hafa iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti verið flokkað sem eitt og hafa Jón Sigurðsson, Sighvatur Björgvinsson, Finnur Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson sinnt báðum ráðuneytum. Nú er þeim skipt upp. Síðast var Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar 1987-1988 á meðan að Jón Sigurðsson sinnti viðskiptamálunum eingöngu. Það verður merkilegt að sjá hvernig gangi að skipta þessu upp nú.

Ég sé að Björgvin hefur fengið í flýti einhverja nýja skrifstofu á ganginum í Arnarhvoli til að hann hefði örugglega einhvern vinnustað. Það var stór spurning margra hvernig að farið yrði að því með svo skömmum fyrirvara að koma báðum þessum nýju ráðherrum Samfylkingarinnar fyrir á sama staðnum. Það hefði kannski verið ráð að tryggja hinum ráðherraskrifstofu þar sem Guðni Ágústsson var fyrir, en þá hefði það þýtt skiptingu á starfsmannafjölda sama ráðuneytis á tveim stöðum. Eflaust mun þetta verða tekið eitthvað í gegn síðar.

Ég vona að Björgvin hafi fengið sérbíl og þurfi ekki að "sitja í" hjá Össuri þegar að hann þarf að fara að erindast um borgina.

mbl.is Jón afhenti Björgvin og Össuri lykla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband