Söguleg stund í utanríkisráðuneytinu

Valgerður og Ingibjörg Sólrún Það eru merkileg tíðindi, mjög söguleg, sem urðu í utanríkisráðuneytinu nú á fjórða tímanum. Það er vissulega mjög merkilegt að þar lét kona lyklavöldin að ráðuneytinu í hendur annarrar konu. Valgerður Sverrisdóttir varð fyrsta konan á utanríkisráðherrastóli fyrir tæpu ári, 15. júní 2006. Nú tekur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir við ráðuneytinu af henni.

Lengi vel var talið erfitt fyrir konu að komast þar til valda en þarna eru söguleg tíðindi að eiga sér vissulega stað. Þetta boðar allavega nýja tíma vissulega í stjórnmálum. Það má reyndar segja um báðar þessar konur að þær eru mjög öflugar í pólitísku starfi. Það var reyndar svo að spurningin um hver færi í utanríkisráðuneytið snerist aðallega um hvort að það yrði Ingibjörg Sólrún eða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Tímanna tákn það.

Ráðherrar eru nú að fara í ráðuneyti sín og taka þar formlega við völdum. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Jón Sigurðsson, fráfarandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, muni afhenta Björgvini G. Sigurðssyni og Össuri Skarphéðinssyni saman einn og sama lykilinn eða hvort að annar taki við lyklunum fyrir þeirra hönd. Það verður kómísk stund með einum hætti eða öðrum.

Ætli að þeir félagar verði með tvö skrifborð á sömu skrifstofunni og sama bílinn til að keyra sig um? Það verður merkilegt að sjá hvernig þessum ráðuneytum verður splittað.

mbl.is Nýir ráðherrar taka við lyklum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband