Málþófi og gíslatöku á Alþingi lýkur

RÚV Það er gleðiefni að málþófi stjórnarandstöðunnar á þingi, sem undir lokin var að verða eins og örvæntingarfullur vettvangur gíslatöku á störfum þingsins, er lokið. Þetta málþóf var stjórnarandstöðunni til háborinnar skammar. Það vekur reyndar mikla athygli að haldinn sé blaðamannafundur til að tilkynna sérstaklega að málþófinu sé lokið, en þeir eru æði fáir sem finnst þetta málþóf hafa orðið til framdráttar stjórnarandstöðunni.

Þetta var grímulaust málþóf - mjög ömurlegt málþóf með að fylgjast fyrir sanna stjórnmálaáhugamenn. Það er ekkert að málefnalegum umræðum um grunnmál samfélagsins og heiðarleg skoðanaskipti, en það sem gerðist í þinginu síðustu dagana voru ekki málefnalegar umræður. Þegar að sami einstaklingur heldur um eða yfir fjögurra tíma ræður er eitthvað mjög alvarlegt í gangi. Hver hlustar á slíkar ræður - hver hefur yndi af slíku torfi og einhliða blaðri? Já, allavega ekki ég og þyki ég hafa gaman af stjórnmálum og fylgist oft með þingumræðum.

Þetta málþóf fannst mér skaða mjög verulega ímynd og virðingu Alþingis. Hver nennir annars að fylgjast með svona blaðri? Þingsalurinn tómur og einn maður kannski að tala klukkutímunum saman og forseti og kannski einn eða tveir, stundum enginn í sal, hlustar á. Heldur einhver að metáhorf sé meðal landsmanna í svona tilfelli? Ef svo er á bjartsýni stjórnarandstöðunnar sér engin takmörk. Mér fannst þingið setja talsvert niður við svona kjaftablaður sem engum var til sóma. Ég lít svo á að stjórnarandstaðan hafi skynjað að þetta féll ekki í góðan jarðveg og því hafi verið hætt. Það getur varla annað verið en að skynsamt PR-fólk sem ráðleggur stjórnarandstöðuflokkunum hafi annað en ráðlagt þeim heilt. Minnihluti getur jú aldrei látið eins og meirihluti.

Á föstudag sagði ég mínar skoðanir á þessu grímulausa málþófi í pistli hér á blogginu mínu. Ekki hægt annað en að tala hreint út í þessum efnum. Þessi gíslataka á lýðræðislega kjörnu Alþingi var til skammar fyrir stjórnarandstöðu sem vill láta taka sig eitthvað alvarlega. Minnihluti getur nefnilega ekki til hátíðabrigða reynt að gera sig að meirihluta. Það er ágætt að ræða málin en svona gíslataka á störfum þingsins var fyrir neðan allar hellur.

Þetta hlýtur að kalla á endurskoðun þingskapa og það að hámark sé sett á ræðutíma. Við þurfum ekkert að gera með þingmenn sem ætla sér að reyna að slá ræðumet Jóhönnu Sigurðardóttur og Hjörleifs Guttormssonar. Eða hvaða tilgangi þjóna annars sjö tíma ræður og þaðan af lengri? Nákvæmlega engum!

mbl.is Sigur Ríkisútvarpsins segir menntamálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þjónar þeim tilgangi að veita ráðandi meirihluta Alþingis aðhald í stórum málum sem reynt er að keyra í gegn án samstöðu og sáttar.

Ég tek ofan fyrir stjórnarandstöðunni að veita þessa mótspyrnu, en ég tel að það hafi einnig verið skynsamlegt að "játa sig sigraða" í bili og láta kjósendur um að dæma núverandi meirihluta af verkum sínum í næstu kosningum. Vonandi er ekki langt eftir af valdatíð þessarar stjórnar.

Magnús (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 16:51

2 Smámynd: Kristófer Sigurðsson

Ég verð að vera sammála þér með málþófið, Stefán.  Ég vil meina að þetta "stunt" hjá stjórnarandstöðunni hafi bara verið PR ævintýri út í gegn.  Í rauninni leit jafnvel út fyrir að þau væru að reyna að búa til píslarvætti úr sér.

Hitt er, að mér finnst að stjórnarandstaða eigi að geta veitt stjórn aðhald.  Hugtakið "stjórnarfrumvarp", s.s. frumvarp til laga sem kemur frá ríkisstjórn (framkvæmdavaldi) og þarf bara að renna í gegnum þingið formsins vegna er fáránlegt.  Við gætum alveg eins sagt að ríkisstjórn sé handhafi framkvæmda- og löggjafarvalds, en Alþingi hefur svokallað "stimpilvald".

Kristófer Sigurðsson, 25.1.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband