Er Ingibjörg Sólrún runnin út á pólitískum líftíma?

ISG Það er öllum ljóst að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er búin að vera sem formaður Samfylkingarinnar og trúverðugur stjórnmálaleiðtogi fái flokkur hennar þann mikla skell sem sjá má í skoðanakönnun Fréttablaðsins eftir nærri tveggja ára formennsku hennar. Svo virðist vera að nú er innan við fjórir mánuðir eru til alþingiskosninga geti aðeins pólitískt kraftaverk í kosningabaráttunni bjargað pólitískum ferli Ingibjargar Sólrúnar. Hún hefur aldrei fundið taktinn sem formaður flokksins.

Það er greinilega mikil skelfing hlaupin á flokksmenn yfir stöðunni, það vekur mikla athygli að þegar eru farnar að heyrast raddir um það innan úr Samfylkingunni að Ingibjörg Sólrún geti ekki komið sem sigurvegari með flokkinn út úr þessum kosningum. Það myndi þurfa hvorki meira né minna en ótrúlegasta pólitíska kombakk síðan að Halldóri Ásgrímssyni tókst að komast inn á þing í sínum síðustu alþingiskosningum sem frambjóðandi við annan mann í Reykjavík norður. Það virðist vera sem að Ingibjörg Sólrún sé komin í sína erfiðustu pólitísku baráttu - kannski þá síðustu, hver veit?

Orðrómur þeirra sem hvað mest hafa stutt Össur er klárlega með þeim hætti núna að fullreynt sé með Ingibjörgu Sólrúnu nái flokkurinn ekki góðri kosningu í þingkosningunum eftir fjóra mánuði. Kannanir nú sýna vondu stöðu víða og hvergi mælist Samfylkingin með yfir 30% í kjördæmunum. Ingibjörg Sólrún varð formaður fyrir tæpum tveim árum undir merkjum þess að flokkurinn væri ekki búinn að ná hæstu hæðum - hún væri sú hin eina rétta til að snúa við stöðu mála. Eftir að Össuri var hnikað til fyrir svilkonu sína hefur hinsvegar saga flokksins orðið hrakfallabálkasaga hin mesta og ekkert gengið upp.

Ingibjörg Sólrún hefur fengið á sig táknmynd hins sigraða, þvert á það sem var á níu ára borgarstjóraferli hennar í Reykjavík. Hún virðist ekki fúnkera vel við þær aðstæður með blæ lúsersins á brá. Það er merkilegt að sjá suma holla krata innan Samfylkingarinnar vera að tala í fullri alvöru um það nú hver eigi að vera næsti formaður flokksins og það fjórum mánuðum fyrir alþingiskosningar - jafnvel að skipta fyrir kosningarnar sjálfar! Það er greinilegt að margir eru búnir að gefa upp vonina með formanninn, það er kannski varla undur með flokkinn að mælast í rétt rúmum 20% og með 14 þingsæti, sex færri en í kosningunum 2003.

Það virðist að duga eða drepast fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Hún er ekki öfundsverð af sinni stöðu eins og nú er komið málum. Flokkurinn í frjálsu falli og hún sem átti að gera Samfylkinguna að leiðandi afli í takt við norræna jafnaðarmannaflokka. Það stefnir í eitthvað allt annað heldur betur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Algerlega sammála þér með að hennar tími sé að líða undir lok og að kjósendur Samfylkingarinnar hafa ákveðið að senda skýr skilaboð til flokksins varðandi óánægju sína. Bendi á færslu mína í gær 21.01 varðandi þetta mál.

Guðmundur H. Bragason, 22.1.2007 kl. 17:39

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Mér finnst þessar bollaleggingar um að tími Ingibjargar Sólrunar,sem formanns Samfylkingarinnar sé að líða undir lok óttarlegt bull.Engin haldbær rök færð fyrir máli sínu nema niðurstöður á skoðanakönnunum.Ingibjörg  sýndi þegar hún var borgarstj.hversu mikla foringjahæfileika hún hafði og vinsældir að  vinna í þremur borgarstjórnar kosningum.Það hefur tekið sinn tíma að sæmræma stefnur þryggja stjórnmálafl.flokka.Ég er viss um tvennt fyrir komandi alþingiskosningar,að ríkisstj.missir meirihlutann og Samfylkingin mun leiða næstu ríkisstjórn.Það er ekki tímabært fyrir ykkur íhaldamenn að fagna neinu ennþá.

Kristján Pétursson, 22.1.2007 kl. 21:37

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Þegar Ingibjörg Sólrún var hrakin stóli borgarstjóra, var hamast á henni úr öllum áttum og hún gerð ótrúverðug í huga fólks. Ég hef aldrei séð eins illa vegið að einum stjórnmálamanni og ISG, í fyrstu var það hræðsla andstæðinga sem rak áfram þessar undarlegu hvatir.....en nú eru raddir farnar að hljóma víðar.

ISG hefur hins vegar unnið mjög vel innan flokksins, rekið áfram mikla stefnumótunarvinnu sem mun fyrr en síðar skila sér í fylgi við flokkinn. ISG er að mínu mati frábær stjórmálamaður sem á mikið inni, og hún mun ná vopnum sínum, vittu til. Það er komin tími á að kona fari fyrir ríkisstjórn og ég tel ISG vera afar heppilegan einstakling í það embætti.

Eggert Hjelm Herbertsson, 22.1.2007 kl. 21:56

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin. Já, það verður fróðlegt að sjá pólitíska stöðu eftir kosningarnar. Staðan er ekki beysin fyrir hana nú svo sannarlega en það eru enn 100 dagar til kosninga.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.1.2007 kl. 00:13

5 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Ég vil minna Eggert á þá aðför sem gerð var að Davíð Oddsyni fyrir síðustu kosningar af hálfu Samfylkingarinnar með fulltingi Fréttablaðsins. En þar var ýmislegt ljótt í gangi og stefnan sett á að koma ISG í forsætisráðherrastólinn. Það sem Eggert kallar aðför að ISG eftir að hún ákvað að vinna gegn samstafsflokkum sínum í borgarstjórn í kosningabaráttunni fyrirAlþingiskosningarnar var langt í frá að vera einhver aðför. Þar stakk hún bara sína fyrrum samstarfsmenn í bakið og hélt að styrkur sinn væri svo mikill að það væri í góðu lagi.

Guðmundur H. Bragason, 23.1.2007 kl. 01:06

6 identicon

Össur kom flokknum í 30% flokk, Ingibjörg hefur afrekað að koma honum niður í 21% fylgi.
Framtíð sf fer mjög eftir því hvort hún kemst í ríkisstjórn, þá helst 2 flokka ríkisstjórn og samstarf með vg ætti að vera síðasti kostur.
Bæði vegna utanríkismála og svo verða þeir að fara ná einhverjum áttum í stóriðjumálum.

Stefán takk fyrir málefnalega og góða pistla.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband