Gylfi kominn af fjöllum - sjónarspil feigrar stjórnar

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, er nú kominn af fjöllum eftir að ljóst varð að hann laug að þingi og þjóð. Og niðurstaða forsætisráðherrans er auðvitað að hann skuli endilega sitja áfram í ríkisstjórn, hann sé traustsins verður. Á þetta að vera brandari? Hver trúir þessu sjónarspili?

Er staðan ekki einfaldlega sú að vinstristjórnin þolir ekki ráðherrahrókeringar? Hún er svo veikburða og illa stödd að hún má ekki við neinu róti og uppstokkun, þetta er ríkisstjórn á brauðfótum. Hún er bæði of veikburða til að taka ákvarðanir og taka á innri meinum sínum.

Þetta er raunaleg staða. Hvað er nú orðið af pólitísku siðferði þeirra siðapostula sem árum saman töluðu um pólitíska ábyrgð og menn yrðu að axla ábyrgð á mistökum sínum? Þvílíkt fíaskó að fylgjast með þessari vinstristjórn sem sameinast aðeins um að halda í völdin.

mbl.is Gylfi og Jóhanna töluðu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband