Lady Bird Johnson látin

Lady Bird JohnsonLady Bird Johnson, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, lést í Texas í dag, 94 ára ađ aldri. Hún fćddist 22. desember 1912. Viđ eigum ţví sama afmćlisdag, ég og Lady Bird. Hún lifđi nćstlengst allra eiginkvenna forseta Bandaríkjanna. Ađeins Bess Truman hefur lifađ lengur, en hún varđ 97 ára gömul. Lady Bird var ţađ sem kalla mátti fyrirmynd maka stjórnmálamanna á 20. öld, hún var viđ hliđ eiginmanns síns alla tíđ og sinnti sínum verkum viđ hliđ hans alla tíđ međ glćsibrag.

Lady Bird giftist Lyndon Baines Johnson í nóvember 1934. Ţau eignuđust tvćr dćtur; Lyndu Baines, og Luci Baines. Lyndon Baines Johnson er einn litríkustu stjórnmálamanna í sögu Texas-fylkis. Hann gegndi trúnađarstörfum fyrir Demókrataflokkinn áratugum saman og var um árabil ţingmađur og var sérstaklega gamalgróinn Texas-mađur. Hann ţótti óheflađur og sérlundađur. Konan viđ hliđ hans hélt vörđ utan um störf hans og ţau voru sterkt stjórnmálapar frá upphafi til enda.

Lady Bird var ţó ekki litlaus eiginkona stjórnmálamanns. Hún átti sér sín áhugamál og lét skođanir sínar óhikađ í ljósi. Hún var ekta Texas-kona sem stóđ međ manni sínum í einu og öllu en talađi af krafti hafđi hún skođanir og var ekki fjarlćg í framkomu. Barátta Lady Bird fyrir umhverfismálum setti alla tíđ svip á persónu hennar. Hún var eindreginn talsmađur ţess ađ standa vörđ um náttúruna og var áberandi í skógrćkt og tengdum málum. Hún gróđursetti jafnan tré í opinberum heimsóknum á forsetaferli eiginmanns síns um Bandaríkin.

Lyndon B. Johnson varđ atvinnustjórnmálamađur í Washington skömmu eftir giftingu hans og Lady Bird. Hann var kjörinn í fulltrúadeildina áriđ 1937 og átti ţar sćti í tólf ár. Johnson var kjörinn í öldungadeildina áriđ 1949 og átti ţar sćti ennfremur í tólf ár. Hann var leiđtogi demókrata í öldungadeildinni í átta ár, 1953-1961, allan tímann í meirihluta. Lyndon B. Johnson sóttist eftir forsetaembćttinu fyrst áriđ 1956. Hann náđi ekki útnefningunni í fyrstu atrennu og ekki heldur í ţeirri annarri, en hann tapađi fyrir John F. Kennedy áriđ 1960. Ţađ vakti mikla athygli ţegar ađ hinn ungi Kennedy valdi suđurríkjamanninn Johnson í kjölfariđ sem varaforsetaefni sitt.

Lyndon Baines Johnson sver embćttiseiđ

John F. Kennedy og Lyndon Baines Johnson voru mjög ólíkir stjórnmálamenn en voru saman sterk pólitísk blanda sem tókst loksins ađ fćra Demókrataflokknum tćkifćri til sigurs eftir ađ hafa veriđ utan valda í Hvíta húsinu í átta ár. Kennedy var sterkur fulltrúi norđurs og Johnson var međ lykilstöđu í suđrinu. Ţeir unnu forsetakosningarnar 1960, en naumlega ţó. Johnson tók viđ varaforsetaembćttinu í janúar 1961. Fáum órađi fyrir ţví á ţeim tímapunkti ađ hann ćtti eftir ađ taka viđ forsetaembćttinu. Allir töldu hinn unga Kennedy táknmynd hreystis og glćsileika - ekki myndi reyna á pólitíska klćkjarefinn frá Texas sem húsbónda í Hvíta húsinu.

En allt breyttist ţađ á föstudeginum 22. nóvember 1963. John F. Kennedy var myrtur í opinberri heimsókn í Dallas í Texas, fylki varaforsetans. Morđiđ á hinum unga forseta er enn í dag sama ráđgátan og blasti viđ á ţessum sviptingasama degi sem breytti stjórnmálalitrófinu í Bandaríkjunum međ nöprum hćtti. Johnson varđ ţví forseti Bandaríkjanna í einni svipan í eigin fylki. Hann sór embćttiseiđ sinn sem 36. forseti Bandaríkjanna í forsetaflugvélinni á flugvellinum í Texas síđar sama dag, rétt áđur en flugvélin hélt af stađ til Washington međ kistu hins fallna forseta. Starfsmenn Kennedys og fjölskylda hans höfđu ţá varla áttađ sig á endalokunum.

Sögufrćg er ljósmyndin af Johnson ađ sverja embćttiseiđinn í Air Force One. Viđ hliđ hans voru Lady Bird og Jacqueline Kennedy, sem var skyndilega búin ađ missa hlutverk sitt, var ekki lengur forsetafrú Bandaríkjanna. Jackie var enn í blóđugu dragtinni sem hún var í er forsetinn var skotinn í miđborg Dallas og var í henni ţar til seint um kvöldiđ er hún kom loks í Hvíta húsiđ. Lady Bird tók viđ skyldum forsetafrúar en var í skugga Jackie dagana sem framundan voru er Kennedy forseti var kvaddur. Johnson-hjónin fluttu ekki inn í Hvíta húsiđ formlega fyrr en í desember 1963, ţegar ađ Jackie hafđi jafnađ sig á vistaskiptunum sem fylgdu dauđa eiginmanns hennar.

Jackie Kennedy og Lady Bird Johnson voru ólíkar sem dagur og nótt. Jackie var tískudrottning, kona sviđsljóssins og glamúrsins. Lady Bird var annarrar kynslóđar og um leiđ hin sanna eiginkona stjórnmálamannsins á fyrri hluta 20. aldarinnar, konan viđ hliđ mannsins á valdastóli. Hún var hin sterka og áberandi týpa, sem ekki barst mikiđ á og sinnti sínum helstu verkum međ glćsileika. Margar kjaftasögur hafa gengiđ um samskipti Johnson-hjónanna viđ Jackie ţann tíma sem í hönd fór eftir hin sögulegu valdaskipti um borđ í forsetaflugvélinni. Ásýnd forsetaembćttisins breyttist mjög er hin miđaldra suđurríkjahjón, sem voru úr allt öđru umhverfi en Kennedy-hjónin, tóku viđ.

Johnson var forseti Bandaríkjanna í rúm fimm ár, var endurkjörinn í nóvember 1964 međ miklum meirihluta. Hann stóđ fyrir fjölda mikilvćgra mála og lauk t.d. lykilstefnumálum Kennedys, t.d. mannréttindamálum blökkumanna. Ţađ voru mikil tímamót sem fylgdu ţví ađ rótgróinn suđurríkjastjórnmálamađur skyldi klára ţau mál. Óvinsćldir Johnsons jukust mjög á skömmum tíma vegna Víetnam-málsins og hann ákvađ ađ sćkjast ekki eftir endurkjöri vegna ţess áriđ 1968. Johnson varđ bráđkvaddur á heimili sínu í Texas í janúar 1973, nákvćmlega fjórum árum eftir ađ hann lét af embćtti.

Lady Bird Johnson lifđi langa og merkilega ćvi. Hún var áberandi á stjórnmálaferli manns síns og markađi skref í stjórnmálasögu Bandaríkjanna og Texas-fylkis međ hlutverki sínu viđ hliđ Johnsons forseta. Hún var sönn suđurríkjakona og ţótti sterk í sínu. Ţrátt fyrir heilsuleysi kom hún reglulega fram ţar til nćrri undir hiđ síđasta. Fyrst og fremst mun svipmynd hennar viđ hliđ Johnsons á örlagastundinni í Air Force One á föstudeginum sviptingasama sem breytti ćvihlutverki hennar og manns hennar verđa lengst greypt í minni ţeirra sem fylgst hafa međ stjórnmálum fyrr og síđar.


mbl.is Lady Bird Johnson látin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ţakka ţer fyrir ţessa góđu grein um Persónur sem hafa haft mikil áhrif á allan heimin/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.7.2007 kl. 14:00

2 Smámynd: Stefán Friđrik Stefánsson

Takk kćrlega fyrir góđ orđ Halli.

mbk.

Stefán Friđrik Stefánsson, 14.7.2007 kl. 13:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband