Emilía Björg gefst upp á Nylon-æðinu

Emilía Björg Emilía Björg Óskarsdóttir hefur nú sagt skilið við Nylon-söngflokkinn eftir þriggja ára þátttöku í miðpunkti Nylon-æðisins, sem eflaust náði hámarki sumarið 2004 þegar að ekki aðeins lög komu út heldur var í gangi sérstakur sjónvarpsþáttur um dæmið allt á Skjá einum. Ég verð að segja alveg eins og er að ég hef aldrei skilið upp né niður í þessu Nylon-æði. Það hefur að mér sýnist gengið upp og niður, útrásin hefur eflaust skilað einhverju til þeirra sem að standa og einhverjir smellir hafa komist á kortið þar.

Þetta æði varð óskiljanlega geggjað fyrir þrem árum með sjónvarpsþættinum og æðinu. Var staddur á stað á þeim tíma þar sem þær komu fram. Þær voru dýrkaðar eins og guð væru, ekki ósvipað og Birgitta Haukdal skömmu áður og Silvía Nótt var dýrkuð síðar, svo nokkur dæmi séu nefnd. Það er svosem eðlilegt að æska landsins eigi einhver átrúnaðargoð, það hefur fylgt okkur alla tíð og mun gera svo lengi sem við höfum einhverja laglínu í hausnum og sætt andlit gefur út fallegt lag á nýrri plötu. Gott dæmi um þetta núna er Jógvan hinn færeyski.

Þessi heimur, þó yndislegur sé eflaust, verður æði oft frekar þunglamalegur og frægðin getur orðið þyng byrði í gegnum lífið. Það hlýtur að vera erfitt að slíta sig og setjast að í London og vinna þar að frama, fjarri fjölskyldu og vinum. Í því ljósi er ákvörðun Emilíu skiljanleg. Það kemur að þeim tímapunkti, held ég, hjá öllum í þessum bransa að þreytan færist yfir. Þó að þessi bransi lúkki sem dans á rauðum rósum eru þyngsli hans oft lýjandi erfið.

Nú er Einar Bárðarson kominn með strákasöngflokk í takt við Nylon, held að hann heitir Lúxor, eða æi ég man það ekki. Ætla rétt að vona að þeir verði ekki svona Westlife-horror eða Boyzone eða hvað þetta heitir allt. Það er komið nóg af colgate-skjannasöngsveitum.

mbl.is Emilía hættir í Nylon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Tónlistarbransinn er bundinn mikilli áhættu. Sérstaklega fyrir þá sem fjárfesta í slíkum ævintýrum. Verður spennandi að sjá hvernig Marinara Bárðarsyni tekst að spila úr þessu dæmi. Það liggja miklar fjárfestingar í Nylonflokknum, og líklega ekki nokkur einasta innkoma en sem komið er. Þannig að það verður pressa á að þessi raunveruleikaþáttur eigi eftir að ganga vel, til þess að fjarfestingaraðilarnir fái að sjá innkomu.

Sama á við um gríðarlegar fjárfestingar í Garðari Cortes, sem hefur samið við þýskt Óperuhús í trássi við þá sem standa á bakvið fjárfestingunum. En Einar er snjall markaðsmaður, og það á eftir að spyrja að leikslokum.

Ingi Björn Sigurðsson, 17.7.2007 kl. 18:14

2 identicon

Þetta var dauðadæmt frá upphafi... Einar hefur ekkert vit á tónlist, það er bara staðreynd

DoctorE (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 19:17

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Skelfilega er ég sammála þér.

Óðinn Þórisson, 17.7.2007 kl. 20:37

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Stelpan hefur örugglega bara verið búin að fá nóg af þessu rugli, með eiginmann ofl. þá hlýtur nú bara að verið komið nóg af flakki.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2007 kl. 20:53

5 Smámynd: halkatla

ótrúlega sammála, sérstaklega því sem doktorE segir 

halkatla, 17.7.2007 kl. 21:38

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Satt er það að æska landsins dýrkaði þær, einnig hefur Birgitta verið talin svona hér um bil í guða tölu hjá yngri kynslóðinni.  Dóttir mín fygdist mikið með þessum tveim tónlistarmönnum. Það verð ég að sega fyrir mitt leiti að þær hafa staðið undir því, ég held að hvorki Nylon né Birgitta séu slæm fyrirmyndólíkt öðrum Íslenskum tónlistarmönnum sem eru ekki þannig að maður vilji að börn sín líti upp til þeirra.

Lúther

S. Lúther Gestsson, 18.7.2007 kl. 00:23

7 Smámynd: Sleggjan

Þegar þú skrifaðir strákasöngflokk, þá las ég : stangastökk.

ég er þreyttur

Sleggjan, 18.7.2007 kl. 11:19

8 Smámynd: Freyr Árnason

Finnst nú frekar kjánalegt að sjá DoctorE skrifa að Einar Bárða hafi ekkert vit á tónlist. Maðurinn sem gerði Skímó að því sem þeir eru, samdi hittara eins og "Farinn". Tók ungan óperusöngvara að sér og seldi yfir 18.000 eintök á Íslandi, byggði upp eitthvert stærsta tónleika og umboðsfyrirtæki landsins og bjó til Nylon sem hingað til hafa bara gefið út gullplötur.

Þetta er aðeins brot af því sem maðurinn hefur gert og þess vegna er fáranlegt að halda því fram að hann hafi ekkert vit á tónlist.

En gaman að sjá þig Stefán, einan moggabloggara, skrifa um þessa frétt eins og maður. Enda ekki þekktur fyrir annað og alltaf gaman að kíkja á bloggið þitt og lesa alvöru skrif. 

Freyr Árnason, 19.7.2007 kl. 01:33

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Þakka Frey sérstaklega fyrir góð orð í minn garð og vefsins.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.7.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband