Kælirinn tekinn úr sambandi í Austurstrætinu

Vilhjálmur Þ. VilhjálmssonÞau þáttaskil hafa nú átt sér stað í áfengismálum landsmanna að kælinum í vínbúðinni í Austurstrætinu hefur verið kippt úr sambandi. Með þessu ætti víst að teljast nokkuð líklegt að helstu vandamálin í miðbæ Reykjavíkur hafi verið leyst og framundan syngjandi sæla í breyttum heimi. Nú geta þeir sem fara í búðina aðeins keypt sér volgan bjór en ekki lifað við þann óþarfa munað að fá sér einn kaldan á hábjörtum degi. Þeir geta þó enn keypt sér bjór í stykkjatali í óþökk borgarstjórans í Reykjavík á grundvelli jafnræðisreglu.

Nei, að öllu gamni slepptu, þetta er allt frekar kostulegt eins og ég benti á hér á síðunni á mánudag. Finnst eiginlega að borgarstjórinn í Reykjavík ætti að fara að fá sér aðra pólitíska ráðgjafa og reyna að bæta stöðu sína eftir þetta ótrúlega klúður sem þetta mál allt hefur verið fyrir hann. Hversu gott telst það PR að standa að því að tala gegn köldum bjór sérstaklega og það að fólk geti keypt hann í stykkjatali? Heldur borgarstjórinn í Reykjavík virkilega að þeim sem langar virkilega í bjór verði fráhverfari að kaupa hann því að hann sé ekki til kældur?

Þetta mál er allt hið hlægilegasta að vissu marki og undarlegt að öðru leyti. Borgarstjórinn í Reykjavík sem vill volgan bjór og hætta að selja hann í stykkjatali og myndi ekki gráta lokun áfengisbúðarinnar í miðbænum telst vera leiðtogi hægriflokks í borgarstjórn Reykjavíkur. Hvar er eiginlega hægrimennskan í þessu blaðri hans? Hversu gott ætli að honum hafi eiginlega þótt þetta PR sitt?


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Bíð spennt eftir framhaldinu. Hann er rétt að byrja. Hvar er einstaklingsfrelsi? Hvar er frelsi til athafna? Hvar er frelsi til að veita þjónustu? Hvað fólk talar um er oft allt annað en framkvæðir.  

Heidi Strand, 22.8.2007 kl. 18:06

2 Smámynd: Skarfurinn

Borgarstjóri ætti að ganga strax í VG því hann vil bókstaflega banna allt, þar yrði hann í góðu yfirlæti með Steingrím, Ögmundi og co...... 

Skarfurinn, 22.8.2007 kl. 18:07

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Næsta skref hjá borgarstjóra ætti að vera að beita sér fyrir fækkun afgreiðslukassa í versluninni :)

Óðinn Þórisson, 22.8.2007 kl. 18:23

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Villa finnst hann betri volgur.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 22.8.2007 kl. 18:30

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki nóg að áfengisneysla er bönnuð á almannafæri.  Lögreglan getur hirt hvern þann, sem er með opinn bjór í miðbænum. Hvers vegna vilja þeir ekki nýta sér það til að sporna við drykkjunni?  Málið er að það er búið að uppræta þau meðferðarheimili, sem ætluð voru veglausum og enginn tímir að koma með neitt í staðinn.  Eftir að Byrgið lokaði, kom þessi gamalkunni "rónavandi" upp að nýju.  Réttast hefði verið að anda í bréfpoka í Byrgisfárinu og reka forstöðumaaninn, taka að sér reksturinn og sétja ábyrga yfirstjórn þar, jafnvel með kristnum gildum að grundvelli. 

Klúður?  Nei viljaleysi til að axla ábyrgð og játa rót vandans.  Áfengisvandinn verður seint upprættur og um leið og menn viðurkenna að hér er um viðvarandi fyrirbrigði að ræða, sem kostar x mikið af fjárlögum að sporna við,  þá hverfur þessi "smánarblettur" af vorri "flekklausu" borg.

Legg svo til að óhroði helgardjammsins, verði látinn standa í 1-2 daga áður en hreinsað er, svo menn sjái hvaða svínarí er á ferðinni og hugleiði alvöru úrræði.  Þeir halda partýinu áfram til eilífðarnóns, sem búa við það að mamma þrífur upp svínaríið áður en þeir fara á lappir.   

Jón Steinar Ragnarsson, 22.8.2007 kl. 20:04

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má svo benda á aðrar lagaheimildir, sem væri óðs manns æði fyrir lögregluna að framfylgja að óbreyttu, en það er t.d. að ölvun á almannafæri er ólögleg og viðurlög við henni. Einnig ónæði og hávaði. Á ekki að þurfa annað en að tilkynna um slíkt.  Lögreglan hefur takmarkaðan mannafla og húsrúm til að framfylgja þessu eog þyrfti frekari skilgreiningar á lögunum eins og áberandi ölvun eða bjarrgleysi sökum vímuefnanotkunar.  Hér er um viðurkenndan sjúkdóm að ræða og það þarf að bæta úrræðin og hafa afvötnunarstofnanir opnar, sem gerðu ekkert annað en að beina góðu og veiku fólki á betri braut.  Það hefði margfeldisáhrif til gæfu og gerði menn að nýtari þegnum og bættu uppeldisumhverfi barna þessara sjúklinga, því alkohólismi er svo langt frá því að vera einkamál þess, sem háður er.

Hér vantar alvöru vitræna umræðu um úrræðin í stað einhverra hjákátlegra hafta.  Það hefur aldrei sýnt sig duga að skrúfa fyrir eða draga úr aðgengi áfengis.  Það hefur einungis gert vandann dýpri og fjölþættari.  Á meðan áfengi er leyft, verðum við að viðurkenna og horfast í augu við aukaverkanirnar og afleiðingarnar.  Þær eru og þeim verður að bregðast við.

Borgin hefur ekkert gert undanfarið en að draga úr þessum úrræðum, með að fækka athvörfum og áfangaheimilum, sennilega vegna þess að þeim þykir það blóðpeningar að bruðla peningum í "fyllibyttur."  Ég trúi því að rót þessa "vanda" borgarinnar sé í raun fordómar ráðamanna í garð þessa ákveðna hóps sjúklinga.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.8.2007 kl. 20:22

7 Smámynd: Jón Agnar Ólason

100% sammála ykkur, Stefán og Jón Steinar; málið er allt hið hlálegasta og dapurlegasta í senn. Ef þetta eru öll þau spil sem Villevill hefur á hendi, jah... þá er stokkur hans fátæklegri en ég og margur annar hugði...

Jón Agnar Ólason, 23.8.2007 kl. 00:00

8 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Greyið Villi fyrst lóðarmálið og svo þetta ? Á Borgarstjóri að beita sér í svona fáránlegu máli ? Inngrip í viðskiptafrelsi og maður hefði haldið að þetta væri tilskipum í Norður Kóreu..."í dag hefur verið ákveðið að banna bjórkæla" punktur og basta, einræðistilburðir borgastjóra eru óþolandi og ekki til sóma fyrir hægri flokk.

Davíð Þór Kristjánsson, 23.8.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband