Peningamaskínan í bandarísku forsetakjöri

Dollarar Það er mjög sérstakt að fylgjast með peningatölunum í bandarísku forsetakjöri. Það er ekki fyrir neinn aukvisa að sækjast eftir þessu valdamesta embætti þjóðarinnar, enda þarf allt í senn kláran frambjóðanda með bakland stuðningsmanna og strategíumaskínu auk heils hellings af peningum. Það byggir enginn slíkt bakland upp á nokkrum vikum og heldur óundirbúinn til leiks ef alvara á að fylgja máli á hinni löngu leið til Hvíta hússins.

Allir frambjóðendur sem börðust í forkosningum fyrir forsetakjörið, nú eftir áramótin, gáfu kost á sér snemma árs 2007, nema Fred Thompson. Hann kom til leiks í september og þótti seinn. Náði heldur ekki að standa sig vel og slaufaði sig frá baráttunni eftir að honum mistókst að standa sig í suðrinu, féll í Suður-Karólínu. Enda eru fræg spakmælin að sértu fyrrum þingmaður eða ríkisstjóri úr suðrinu og getir ekki orðið sigursæll í suðrinu sé eins gott að sitja heima. Allir þessir frambjóðendur hafa ekki síður þurft að safna heilum helling af peningum sem eldsneyti í framboðið, ekkert síður en byggja bakland. Peningarnir eru grunnur alls hins.

Kosningabaráttan að þessu sinni er orðin sú lengsta í bandarískri stjórnmálasögu. Þeir sem fara alla leið sem frambjóðendur stóru flokkanna munu þurfa að heyja kosningabaráttu, í raun án nokkurrar alvörupásu, í tæp tvö ár. Flestir frambjóðendurnir gáfu kost á sér í janúar 2007. Það var til marks um hversu veik staða George W. Bush var orðin og hve baráttan fyllti upp í tómarúm pólitísku stöðunnar í kringum forsetann. Hann hefur verið særður eftir þingkosningarnar 2006, hefur ekki náð að byggja sig upp eftir það mikla tap og er nú eins og týpískur forseti á seinna tímabili - allir bíða eftir að hann hætti. Áhrifin alltaf hverfandi.

En það þarf mikla peninga til að halda baráttunni lifandi allan þennan tíma. Einhver sérfræðingurinn sagði að milljarður dollara væri farin frá upphafi hjá öllum frambjóðendunum. Veit ekki hvort það er satt, en það er allavega ekki fjarstæðukennt sé litið á eyðslu frambjóðendanna og tímann sem þeir hafa verið í framboði með öllu sem því fylgir. Talað er um að frambjóðendur á ofur-þriðjudegi hafi verið að eyða hundrum milljónum íslenskra króna per dag undir lok baráttunnar, altént þeir sem áttu alvöru möguleika á að vera sigursælir og lögðu allt í sölurnar fyrir að ná góðum árangri. Sumum mistókst að ávaxta það pund.

Það fer ekki alltaf saman að vera sigursæll og eiga mikla peninga. Í gær dró Mitt Romney sig út úr forsetaslagnum. Hann átti mjög mikið af peningum en hann komst ekki alla leið, var fjarri því eftir ofur-þriðjudaginn en ákvað að pakka saman frekar en eyða meiri peningum. Í hans tilfelli voru peningar ekki til þess að tryggja honum styrk í gegnum mikilvægasta hjallann. Nú er talað um eyðsluna hjá Hillary og Obama. Þar virðist baráttan standa enn af alvöru. Það er fjarstæða að annað þeirra sé búið að vera. Staðan á ofur-þriðjudegi sagði allt um styrk þeirra í flokkskjarnanum.

Bæði þurfa að halda áfram. Hálf baráttan þeirra snýst um eldsneytið í slaginn; peningana. Þar virðist öllum brögðum beitt og reynt er að sækja peninga með öllum tiltækum ráðum. Það verður áhugavert að sjá peningastreymið nú þegar að alvöru slag er í raun lokið hjá repúblikunum og John McCain stendur einn þar eftir á sviðinu sem trúverðugur frambjóðandi með styrk til að fara alla leið. Hversu  mikið ætli að Obama og Hillary þurfi til að berja á hvoru öðru?

mbl.is Peningarnir streyma til Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband