Ólöf aðstoðar Ólaf

Ólöf GuðnýFinnst það gott val hjá Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra, að velja Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur sem aðstoðarmann sinn. Held að í henni muni Ólafur F. hafa styrka stoð. Ekki veitir honum af í embættinu næstu þrettán mánuði að hafa traustan aðstoðarmann sem heldur utan um dagbókina hans.

Mér finnst Ólafur F. hafa staðið sig vel síðustu dagana og er viss um að hann verði góður borgarstjóri. En þetta er mikið verkefni. Ólafur F. veit vel að margt er í húfi fyrir hann að vel gangi á borgarstjórastóli. Hann mun eflaust láta verkin tala og mun láta málefni sín ráða för. Það hefur hann alltaf gert.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og F-lista hefur ekki setið lengi við völd en það er eðlilegt að hann fái sína hundrað daga til að vinna verkin og svo verði látið á reyna hvernig að honum muni ganga. Kannanir sýna vel að óánægja er með óstöðugleikann í borgarmálunum. Það er eðlilegt að sá ágreiningur komi fram, enda eigum við aldrei að vera ánægð með að meirihlutar komi og fari.


mbl.is Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Ég er sammála því að Ólafi veitir ekki af góðum í kringum sig, veiti ekki af öllum þeim styrk og stoðum sem honum berist. Ólöf Guðný á örugglega eftir að standa sig með sóma.

Samt á ég nú ekki von á að Ólafur eigi eftir að vera í stól borgarstjóra allan þann tíma sem talað er um, eins veikur hlekkur sem hann er í  þessu samstarfi. Gruna að um leið og gullfiskaminnið margfræga hefur gleypt það fárviðri sem snýst um REI núna - taki sjálfstæðismenn til sinna ráða og komi Vilhjálmi beint í stólinn. Vittu til, þegar róast niður þá fáum við nýjan borgarstjóra. Það koma alltaf upp einhver ný mál sem valda því að "gömlu" málin gleymast hratt.

Tiger, 8.2.2008 kl. 15:08

2 identicon

Sæll frændi. Þetta er góðar fréttir. Og sjáðu til, Ólafur mun halda áfram, Vilhjálmur tekur pjönkur sínar saman og axlar sín skinn. Ólafs mun verða minnst sem eins bezta borgarstjóra Reykjavíkur þega upp er staðið. Eða hvað?Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 15:48

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er góður liðstyrkur fyrir Ólaf F Magnússon, sem á eftir að farnast vel.

Sigurður Þórðarson, 8.2.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband