Ólafur Ragnar hlýtur Nehru-verðlaunin

Ólafur Ragnar GrímssonÞað er mikill heiður fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hljóta Nehru-verðlaunin, til minningar um Jawaharlal Nehru, fyrsta forsætisráðherra Indlands, föður Indiru Gandhi og afa Rajivs. Þekktir þjóðarleiðtogar og mannréttindapostular hafa hlotið þessi verðlaun áður. Umfram allt staðfestir þetta hvað Ólafur Ragnar er vel tengdur Gandhi-fjölskyldunni.

Ólafur Ragnar hefur áður hlotið friðarverðlaun Indiru Gandhi og verið forseti alþjóðlegu þingmannasamtakanna Parliamentarians for Global Action. Ólafur Ragnar er vinur Soniu Gandhi, ekkju Rajivs og valdamestu konu Indlands nú um stundir sem leiðtogi Kongressflokksins, og hefur hitt hana margoft á síðustu árum.

Eins og flestir vita stjórnar Sonia öllu í Indlandi nú um stundir, þó hún hafi reyndar afþakkað að verða forsætisráðherra eftir þingkosningarnar 2004. Mun Pratibha Patil, forseti Indlands, afhenta verðlaunin, en eins og allir vita fékk hún forsetaembættið út á tryggð sína við Gandhi-fjölskylduna.

Óska Ólafi Ragnari til hamingju með þennan heiður.

mbl.is Hlýtur Nehru verðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já tek undir það. Hann er vel að þessu kominn.

Haraldur Haralds. (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Heldur þú Stefán að mörg flokksystkin þín taki undir hamingjuóskir þínar? Ég þekki allavega fólk á þínu róli í pólitík sem segir fullum fetum að ÓRG sé bara ekki þeirra forseti.

En ég tek undir hamingjuóskir þínar.

Gísli Sigurðsson, 7.4.2008 kl. 18:38

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Gísli: Hef alls ekki alltaf verið sammála Ólafi Ragnari og reyndar margoft gagnrýnt hann. En það kemur þessum verðlaunum ekkert við. Það vita allir að hann er vel tengdur Gandhi-fjölskyldunni og þetta þarf ekki að koma að óvörum. Það er meira en sjálfsagt að óska honum til hamingju með þetta.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.4.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband