Vilhjálmur á að víkja - Hönnu Birnu til forystu strax

Hanna Birna Kristjánsdóttir Staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er orðin svo slæm undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar að tímabært er orðið að hann taki pokann sinn og nýr leiðtogi verði valinn, sem um leið verði borgarstjóri að ári. Annað kemur ekki til greina nema keyra eigi flokkinn í borginni til pólitískrar glötunar viljandi og af ásetningi. Ekki fer á milli mála að Hanna Birna Kristjánsdóttir nýtur yfirburða stuðnings til að taka við. Allar kannanir staðfesta að henni einni er treyst að ráði í hlutverkið.

Í sjálfu sér hefði það verið flokknum fyrir bestu að hún hefði tekið við flokknum þegar í krísunni í febrúar, er öllum var ljóst að pólitískur styrkleiki Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar var endanlega gufaður upp eftir hvert klúður hans á eftir öðru, en varla er nokkur vafi á því nú að það voru mestu pólitísk afglöp forystu Sjálfstæðisflokksins á síðustu áratugum að beita sér ekki fyrir þeim leiðtogaskiptum þá. Síðan hefur flokknum blætt hressilega og ég tel að flestir þeir sem vörðu Vilhjálm Þ. þá séu farnir að átta sig á mistökunum sem gerð voru.

Mér finnst allar kannanir nú staðfesta hversu illa sé komið fyrir flokknum á vakt Vilhjálms Þ. og um leið honum sjálfum. Hann er auðvitað bara búinn að vera sem trúverðugur leiðtogi og mun ekki ná að endurheimta þá stöðu sína sem hann hafði eftir prófkjörið 2005 og kosningarnar fyrir tveim árum. Honum var treyst til forystu og fékk sterkt umboð til þess en stóð ekki undir væntingum. Því er það óskiljanlegur pólitísk glámskyggna að hann sitji ennþá í leiðtogastólnum og forysta flokksins skuli horfa upp á það að flokknum blæði.

Auðvitað er það ábyrgðarhluti fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins að horfa lengur þegjandi á þessa grafalvarlegu stöðu. Næstu leikir í stöðunni eiga að vera einfaldir eins og landið liggur. Skipta þarf um leiðtoga helst þegar í þessum mánuði og hefja starf til framtíðar við að byggja flokkinn upp eftir þau mistök sem gerð hafa verið. Ekki þýðir að setja lengur hagsmuni nokkurra einstaklinga í forgang umfram það sem flokknum er fyrir bestu. Nú er kominn tími til aðgerða.

Tvisvar á þessu kjörtímabili hefur það gerst að sterkir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarpólitík hættu sem bæjarstjórar og flokksleiðtogar; Kristján Þór Júlíusson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Eftirmenn þeirra urðu þau sem skipuðu annað sætið á framboðslista; Sigrún Björk Jakobsdóttir og Haraldur Sverrisson. Umboð þeirra var mjög skýrt og enginn efaðist um það. Hér á Akureyri var þetta ekki einu sinni rætt, þetta var svo sjálfsagt.

Tími Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar er liðinn. Honum urðu á alvarleg mistök í hlutverki sínu sem flokksleiðtoga og brást á örlagastundu flokknum og þeim sem unnu fyrir hann í prófkjöri og kosningum. Hann brást sérstaklega þeim sem kusu hann sem sterkan leiðtoga reynslunnar til verka. Honum ber að víkja og best væri ef hann sjálfur gerði sér grein fyrir stöðunni og stigi af stóli með þeirri reisn sem eftir er í stöðunni, þó það sé að verða um seinan.

Ekki þýðir lengur að velta fyrir sér hvað "Gamli góði Villi" hafi gert í fortíðinni og hvað hann geti mögulega gert fram að kosningum. Leiðtogaskipti eru þörf nú sem fyrst, til að hefja megi nýtt upphaf í borgarmálunum. Áhættan af aðgerðarleysi er of mikil til að menn setji undir hagsmuni flokksins fyrir leiðtoga sem hefur misst stöðu sína og hefur verið hafnað af kjósendum flokksins.

mbl.is Vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svona , svona Stebbi minn.

Þetta lagast all í Heiðinni.

Þetta úrtakk var nú ekki stórt í Höfuðborginni og svo voru einhverjar Dreifbýlistúttur að tjá sig um OKKAR mál.

Frábiðjum okkur svoleiðis.

Hanna Birna er flott og allt það EN;

1.  Skipulagsreglur gera EKKI ráð fyrir öðru en að kjörnir fulltrúar skipti með sér verkum að kkosningaúrslitum fengnum.

 2.  Ef oddviti hópsins hættir af einhverjum ástæðum á kjörtímabilinu, velur hópurinn aftur úr sínum röðum, oddvita.

3.  Okkar vandræði núna ERU EKKI EINSKORÐUÐ VIÐ borgarstjórnarflokkinn, svo mikið get ég upplýst þig um.

Við erum í verri málum á Alþingi en áður hefur sést, skoaðanakönnunin sem nú var framkvæmd, er ekki nema smávægileg staðfesting þess.

Okkar vandi er, að um OF hefur verið mulið undir suma og þá fá menn það á tilfinninguna, að það sé á kostnað sín og afkomenda.

Hvernig er hægt að færa til sanns vegar, sem bullað hefur verið yfir alþjóð, um að verja HEIMILIN Í LANDINU MEÐ 500 MILLJARAÐA LÁNINU FRÆGA????????????

Hvernig er hagt að segja við Litlu Gunu, að Verðtryuggingin sé gerð vegna hennar??????????????????????????

Hvernig í dauðanum er mögulegt, að fá það út AÐ KVÓTAKERFIÐ HAFI VERNDAÐ FISKISTOFNANA OPG LÍFRÍKIÐ?????????????????

Sko minn kæri samflokksmaður.

Það er hægt að plata almennig einusinni suma alltaf en oftast vita menn hvenær er verið að ljúga.

Ég sé efit tímanum með Geir Hallgrímssyni, þá var það FULLVÍST að það sem hann sagði var DAGSATT.  En ekki Dag,,satt".

við verðum að kveikja á því hvað er að gerast víað erlendis.

Frjálshyggjan, sem boðuð hefur verið með offorsi, er á útleið og við henni tekur eitthvað annað, líklega mannglidis stefna lík og við stunduðum í Flokknum áður og fyrrmeir.

Á síðustu öld dó Kommúnisminn.  á þessari er Ofurfrjálshyggjan að líða undir lok með stóru BANGi.

Miðbæjaríhaldið

á þjóðernis og manngildis nótunum

Bjarni Kjartansson, 2.6.2008 kl. 11:31

2 identicon

Reyndar held ég að Vilhjálmur Þ. hafi nákvæmlega engan áhuga á að taka við embætti borgarstjóra. Hann er búinn að ná því takmarki. Niðurstöður þessa leiðtogakannana koma manni ekki á óvart enda hefur Vilhjálmur sagt að þetta sé hans síðasta kjörtímabil, í ljósi þess er ólógíst að hann taki við.

Þú talar um að Vilhjálmur hafi brugðist flokknum á örlagastundu, alveg óskiljanlegt hvernig þú færð það út. Það voru ekki síst borgarfulltrúarnir á eftir Vilhjálmi á listanum sem brugðust flokknum, sem á endanum olli því að Björn Ingi gat ekki hugsað sér að starfa með þeim lengur og sleit meirihlutanum. Mér finnst bara ótrúlegt Stefán hvernig þú getur ritað þetta um mann sem myndaði báða meirihluta Sjálfstæðisflokksins hér í Reykjavík, í seinna skiptið var hann varla fyrr búinn að því en að skógöngumennirnir aftar á listanum vildu feita djobbið, að þú sjáir þetta bara ekki er ótrúlegt. Það væri í raun best ef hann skilaði þessum meirihluta til föðurhúsanna, þá þarft þú og aðrir ekki að vera hafa þessar gríðalegu áhyggjur af því hver verður borgarstjóri Sjálfsstæðisflokksins að ári eða bara yfirhöfuð.


Held reyndar að Vilhjálmur standi frammi fyrir talsverðu vandamáli hver eigi að taka við af honum, margir vilja stólinn og er sundurlyndið meðal þeirra innan borgarstjórnarflokksins orðið víðfrægt. Þetta vita borgarfulltrúarnir líka og þess vegna vill enginn pusha ákvörðuninni. Staðreyndin sem margir vita er sú að Vilhjálmur er límið innan borgarstjórnarflokksins og þessa meirihluta yfirhöfuð. Ef hann hverfur á braut gæti brotist úr valdabarátta sem ekki yrði séð fyrir endan á, hvað þá bara varðandi meirihlutann yfirhöfuð.
Hann er ekki í öfundsverði stöðu, trúi því að hann myndi helst vilja skila þessum meirihluta í stað þess að gera einhvern af þeim samflokksmönnum hans sem fóru bakvið hann á sínum tíma að borgarstjóra.


Þó má ætla að hann geti á mun auðveldari hátt í dag stutt Hönnu Birnu til starfans í ljósi þess stuðnings sem hún er að fá útávið, aðrir borgarfulltrúar D eru ekki lengur í stöðu til að krefjast þess, stöðu sem þeir höfðu í febrúar Stefán, ef valið hefði átt að gerast þá hefði þetta orðið verulega blóðugt. Held að Vilhjálmur muni styðja Hönnu.

Sigurður G. (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband