Guðni Ágústsson segir af sér þingmennsku

Guðni Ágústsson
Ég varð eiginlega alveg orðlaus þegar ég heyrði fyrir nokkrum mínútum að Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefði sagt af sér þingmennsku. Sá líka á viðbrögðum í þingsal að þar voru þingmenn eiginlega orðlausir líka, enda eru þetta mikil tíðindi sem fylgja í kjölfar Evrópusviptinga innan Framsóknarflokksins og vendinga sem fylgdu afsögn Bjarna Harðarsonar fyrir tæpri viku. Mér finnst það eiginlega ótrúlegt til þess að hugsa að báðir þingmenn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hafi sagt af sér á innan við viku.

Erfitt að spá í stöðuna fyrr en Guðni hefur tjáð sig hreint út. En þetta eru merkileg tímamót fyrir framsóknarmenn, enda hefur Guðni verið á þingi í 21 ár og verið nær allan þann tíma mikið í sviðsljósinu og fulltrúi landbúnaðararmanna innan flokksins. Afsögn hans hlýtur að tákna þau þáttaskil sem eru í augsýn innan flokksins í Evrópumálunum.

Eitt er þó ljóst: Guðni hefur talið miðstjórnarfundinn um síðustu helgi fullt vantraust á sig og sína pólitík og gengur af velli. Þetta er söguleg afsögn en hún ber vitni þess að Guðni telur sér ekki lengur fært að vinna í pólitísku starfi í nafni Framsóknarflokksins. Miklar sviptingar svo sannarlega.

mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Já þetta er óvænnt Stefán Friðrik. .... Vonandi er þetta bara byrjunin á að þingmenn axli ábyrgð. Alþingismenn bera stóra ábyrgð á því ástandi sem við erum að upplifa þessa dagana.    

Gylfi Björgvinsson, 17.11.2008 kl. 15:32

2 identicon

Húrra.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband