Eygló kemst á þing í sætinu sem hún var ósátt við

Ég vil óska Eygló Harðardóttur til hamingju að vera komin á þing. Hverjum hefði órað fyrir því þegar hún tók slaginn við flokkskerfið fyrir síðustu kosningar um að fá að halda þriðja sætinu, en var færð í fjórða sætið, að hún ætti eftir að komast á þing áður en kjörtímabilið yrði hálfnað. Ótrúleg atburðarás hjá Framsóknarflokknum hefur leitt til þess að varaþingmenn flokksins í Suðurkjördæmi eru komnar á þing og Helga Sigrún Harðardóttir er orðin kjördæmaleiðtogi í Suðrinu eftir innan við viku á þingi.

Eygló varð í fjórða sætinu í prófkjöri framsóknarmanna í janúar 2007 á eftir Hjálmari Árnasyni, sem tapaði leiðtogaslag gegn Guðna Ágústssyni, en fékk ekki þriðja sætið þegar Hjálmar afþakkaði það og hætti þátttöku í stjórnmálum. Mikil átök voru um þriðja sætið, en Reykjanesmenn gerðu kröfu um að fá sætið eftir að Hjálmar afþakkaði það og svo fór að Helga Sigrún Harðardóttir fékk það þó hún hefði ekki tekið þátt í prófkjörinu.

Eygló fór mikinn þá og skrifaði eftirminnilega grein gegn spunaskrifum Björns Inga Hrafnssonar og Steingríms Ólafssonar um að hún ætti ekki að fá sæti Hjálmars. Greinin hét Karlaplott og þúfupólitík. Skemmtilegt að lesa hana nú í því ljósi að Eygló náði þingsætinu úr fjórða sætinu sem hún var svo ósátt við - nú þegar þeir fóstbræður Guðni og Bjarni hafa kvatt Alþingi.

En mikið er það nú annars skemmtileg tilviljun að þrír þingmanna Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi á þessu kjörtímabili eru Harðarbörn og annar varaþingmaðurinn núna heitir Lilja Hrund Harðardóttir. Er þetta nokkuð sami Hörður sem á þarna hlut að máli? :)

mbl.is Eygló tekur sæti á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband