Fljótaskrift á stjórnarskrá í kosningabaráttu

Mér finnst vinnubrögðin í stjórnarskrármálinu ekki til sóma. Ekki er eðlilegt að ætla að keyra stjórnarskrárbreytingar í gegnum þingið þegar kosningabarátta er hafin, ríkisstjórnin umboðslítil og ekki unnið vel að málum. Augljóst er að vinnulagið er flausturskennt og unnið í kappi við tímann. Aldrei hefur gefist vel að breyta stjórnarskrá án samstöðu þegar rúmur mánuður er til alþingiskosninga og með svona miklum hraða. Enda hafa stjórnarskrárbreytingar ekki farið í gegnum þingið án samkomulags allra flokka í hálfa öld.

Sérstaklega er afleitt að ætla að breyta kosningalögunum þegar kosningarnar eru handan við hornið. ÖSE hefur þegar gert athugasemdir við þetta verklag hér. Enda hefur aldrei gefist vel að breyta stjórnarskrá þegar leikurinn er hafinn. Talað hefur verið um hjá ÖSE að glapræði sé að gera slíkt árið fyrir kosningar, hvað þá örfáum dögum eða vikum fyrir kosningar. Þetta er algjört rugl. Ætla þingmenn virkilega að breyta kosningabaráttunni í hreinan skrípaleik.

Mikilvægt er að breyta stjórnarskrá. Slíkt verður þó að gera af þingmeirihluta með sterkt umboð og afdráttarlausan stuðning þjóðarinnar. Slík staða er ekki uppi núna þegar umboð þingsins er mjög veikt og það verður kosið á næstu vikum.

mbl.is Umræðu um stjórnarskrárfrumvarp frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Það er fróðlegt að vita að ÖSE þarf að koma með athugsemd um þetta til Íslands. Vananlega eru þeir mest að spá í kosningum hjá þróunarríkjum, en ekki vestrænt ríkis.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 11.3.2009 kl. 02:26

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Greinilegt er að ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar undir vernd Framsóknar er á par við ríkisstjórnir í einræðisríkjum.

Fannar frá Rifi, 11.3.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband