8.10.2008 | 11:56
Hver ber ábyrgð á veðsetningu fyrir Icesave?
Mér finnst mikilvægt að upplýst verði hver hafi gefið leyfið fyrir veðsetningu íslensku þjóðarinnar á breskum lánamarkaði í gegnum Icesave. Nú þarf að fara ofan í þessi mál. Voru þar aðeins bankamenn á bakvið, ráðherrar í ríkisstjórninni eða aðrir menn valdsins. Kom Fjármálaeftirlitið að þessum gjörningi? Svara er þörf nú við því hver beri á þessu ábyrgð.
Auðvitað eru þetta alvarleg tíðindi, einkum ef stjórnvöld standa ekki við skuldbindingar sínar. Gordon Brown og Alistair Darling kalla okkur svikara á blaðamannafundi í Downingstræti 10 og við erum úthrópuð með hinum versta hætti. Þetta er í og með hin mesta þjóðarskömm sem við höfum orðið fyrir á alþjóðavettvangi.
En nú er svara þörf. Hver ber ábyrgð á svona veðsetningarábyrgð.
![]() |
Brown hótar aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2008 | 01:05
Ríkið tekur yfir Glitni - samningar úr sögunni

Á þeirri forsendu einni að stjórnendur bankans gáfu rangar upplýsingar um stöðuna er eðlilegt að fyrri samningar séu úr sögunni og bankinn fari sömu leið og Landsbankinn. Mér finnst það erfitt að sjá tvo banka fara yfir ríkisvaldið á innan við sólarhring en ég tel það skárri lausn en þeir rúlli og allir glati sínu, einkum sparifjáreigendur.
Þeir sem töluðu um bankarán í síðustu viku og yfirdramatíseruð sorgleg endalokin af eigin völdum eru þöglir nú. Eflaust vita þeir upp á sig skömmina með það.
![]() |
FME tekur Glitni yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 22:00
Frábær frammistaða hjá Davíð í Kastljósinu

Mér fannst mikilvægustu skilaboðin vera þau að ekki kæmi til greina að setja þjóðarbúið á hausinn fyrir "kláru" bissness-gæjana með því að yfirtaka erlendar skuldir áhættufíklanna heldur ætti að verja almenning í þessu landi. Margir eiga um sárt að binda vegna fjárhættubrasks þeirra sem treyst var fyrir miklu. Ég held að fjöldi fólks hafi séð stöðuna í nýju ljósi eftir þetta viðtal við Davíð. Engin tæpitunga töluð.
Davíð situr uppi með ábyrgðina á því hinsvegar að hafa veitt frelsið til útrásarvíkinganna. Ábyrgðin er þó fjarri því öll hans, mun heldur þeirra sem misnotuðu frelsið og fóru illa með það. Að þessu leyti er áróðursmaskínan gegn Davíð búin að vera. Enda hefur Davíð varað við þessu árum saman, en fáir hafa hlustað á varnaðarorð hans. Ég finn það vel eftir þáttinn að margir hugsa nú sitt ráð og er það vel.
Davíð á því hrós skilið fyrir sína frammistöðu í kvöld. Nú þarf að tala á mannamáli um útrásarvíkingana og það hvernig þeir hafa komið þessari þjóð á kaldan klakann. En þeir eiga nú að sitja uppi með sitt brask og taka skellinn. Sem betur fer varð það ekki niðurstaðan að þjóðin þyrfti að sitja uppi með þann SvartaPétur í stöðunni.
![]() |
Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 21:30
Norðmenn sýna Íslendingum vinarhug
Ekki er orðið neitt öruggt með lánveitingu Rússa til að efla gjaldeyrisvaraforðann, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar þar um. Þó ganga sögusagnir um að þetta sé komið vel á veg, enda mikilvægt að fá slíka innspýtingu gjaldeyris hingað, og einn sagði við mig í dag að þetta myndi ganga eftir. Þessar fréttir virðast þó hafa vakið nágrannaþjóðir okkar til lífsins og Norðmenn hafa sérstaklega látið í sér heyra við þessar aðstæður. Skal kannski engan undra.
Norska boðið er mjög gott og auðvitað er gott að vita að nágrannar okkar hugsi til okkar á þessari stundu. Ekki veitir okkur af góðum hugsunum og vinarþeli á þessum erfiðu tímum og þá skiptir mestu að nágrannar og vinaþjóðir okkar geti lagt lið eða í það minnsta vilji gera það þegar fornar vinaþjóðir vilja ekkert fyrir okkur gera.
Finnst áhugavert að fylgjast með bresku pressunni. Þeir sýna okkur mikinn áhuga á meðan þeirra undirstöður virðast mjög veikar og kannski ekki beint veglegar á þessari stundu. Grínið um að Ísland sé á við Coventry hefur gengið þar í marga daga, en kannski er sá brandari hættur að virka hjá þeim blessuðum.
![]() |
Norðmenn fylgjast grannt með |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 18:15
Alvarleg gjaldeyriskreppa
Alveg er það ævintýralegt að fylgjast með gengismálunum. Við erum komin í mikla og alvarlega gjaldeyriskreppu. Krónan er illa stödd í hagkerfi heimsins. Hef heyrt nokkrar sögur af því hvernig virði hennar hefur breyst stjarnfræðilega erlendis á síðustu sólarhringum og allt rokið upp hjá þeim Íslendingum sem eru erlendis og versla með evrur í gegnum krónur.
Nú reynir á hvort Seðlabankanum tekst að tryggja að nóg sé til af gjaldeyri. Ekki er margt sem bendir til þess á þessari stundu. Erfitt er að komast að því hvers virði krónan okkar er. Þetta eru viðsjárverðir tímar.
![]() |
Gengið getur verið frábrugðið á milli banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 18:12
Guðni horfir til Rússlands
Ég er búinn að missa töluna á því hversu oft Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur talað um björgunarbát síðasta sólarhringinn. Held að svo gildi um flesta. Rússaræðan hans í þinginu var svolítið fyndin. Hlegið var að ástarjátningu hans á Pútín í þinginu í dag. Sá að hann líkti Bush og Pútín saman. Þó Pútín sé valdamesti maður Rússlands er hann reyndar ekki lengur forseti. Sá heitir Dmitri Medvedev.
Guðna til hróss má segja að hann vann að því að samþykkja, fyrir hönd síns flokks, neyðarlögin í gærkvöldi á meðan aðrir stjórnarandstæðingar sátu hjá. Guðna hefur fram að þessu mistekist að leiða Framsókn yfir tíu prósent þröskuldinn og til fyrri vegs og virðingar. Ef honum tekst það ekki í þessari stöðu þá er vandséð hvort honum takist það.
![]() |
Guðni og Pútín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 14:50
Váleg tíðindi af sjóðum Landsbankans
Mér finnst mikilvægast af öllu að björgu ævisparnaði og peningum þeirra sem áttu allt sitt í Landsbankanum. Vonandi tekst að redda því öllu í þessum ólgusjó. Vonandi birtir upp um síðir í þessu svartnætti.
![]() |
Óvissa með sjóði Landsbankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 12:57
Þegar vinirnir bregðast er leitað að nýjum vinum
Tíðindin um lánveitingu Rússanna til Íslands er jákvæð þó hún sé enn nokkuð óljós. Ég hef alltaf litið svo á að þeir séu ekki vinir sem geti ekki rétt hjálparhönd á örlagastundu eða lagt lið. Þeir eru heldur ekki vinir sem koma ómerkilega fram. Staða þjóðarinnar nú er þess eðlis að við veljum okkur vini eftir því hverjir leggja okkur lið á þessum tímamótum í sögu þjóðarinnar, þegar við þurfum að taka til hjá okkur og endurbyggja fjármálakerfi landsins.
Mér finnst Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hafa styrkt stöðu sína með blaðamannafundunum í gær og í dag, auk ávarpsins síðdegis í gær. Þarna hefur verið talað til þjóðarinnar með afgerandi hætti, slíkt er mikilvægt á krísutímum. Geir og Björgvin stóðu sig vel á fundinum í morgun og svöruðu spurningum eins fumlaust og ábyrgt og hægt er miðað við stöðuna. Ekkert er öruggt í stöðunni og því eðlilegt að heildarmyndin sé ekki ljós.
Nú er ljóst hvað verður, væntanlega, um Landsbankann og Glitni. Ég get ekki skilið yfirlýsingar stjórnvalda öðruvísi en sem svo að innlend viðskipti þeirra verði sameinuð í nýjan banka á vegum ríkisins og hitt muni gossa. Augljóst er að hluthafar og lánadrottnar tapi sínu í þeim ólgusjó. Boðið er búið og nú þarf að hreinsa upp veislusalinn. Gestirnir og þeir sem buðu til veislunnar verða að redda sér sjálfir.
![]() |
Þurfum að leita nýrra vina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 11:30
Landsbankinn tekinn yfir af ríkinu
Mér finnst ríkisvaldið hafa staðið sig vel við þessar erfiðu aðstæður og gott að til staðar eru víðtæk stjórntæki til að taka á stöðunni.
![]() |
Samson óskar eftir greiðslustöðvun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 00:19
Verður Landsbankinn ríkisvæddur í nótt?
Einn sem ég talaði við í kvöld sagði tímaspursmál hvenær ríkið tæki Landsbankann yfir. Þetta eru nöpur endalok á veldi Björgólfs Guðmundssonar, mannsins sem fékk mikinn skell í Hafskipsmálinu en náði miklum völdum og áhrifum eftir margra ára puð og gekk frá Kolkrabbanum margfræga með yfirtöku á Eimskip og náði auk þess Landsbankanum í sínar hendur í ævintýralegri atburðarás.
Nú virðist veldi hans á fallanda fæti og hann hafa tapað öllu sínu sem sett var í bankann. Veldið mikla fuðraði upp á skömmum tíma. Miklar fréttir hafa verið eftir því sem liðið hefur á kvöldið um stöðu Björgólfs og Landsbankans. Þögnin hefur ekki beint verið sannfærandi.
Þetta verður dramatískt fall, verði það að veruleika sem flestir spá að innan örfárra klukkutíma verði Landsbankinn ríkisvæddur.
![]() |
Ný lög um fjármálamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 23:02
Glitnismyndband númer tvö
Á svörtum degi í sögu þjóðarinnar hefur Glitnismyndband númer tvö verið gert. Ekki vekur það minni athygli en hið fyrra. Mér finnst sérstaklega athyglisvert að velta fyrir sér sjóði númer níu. Svo finnst mér merkilegt að sjá umskipti þeirra sem kvörtuðu yfir ríkisvæðingu Glitnis að telja nú ótækt að snúa því við. Vika er langur tími, ekki aðeins í stjórnmálum heldur og viðskiptum.
Minni á fyrra Glitnis-myndbandið í leiðinni.
6.10.2008 | 20:13
Sterk staða Kaupþings - upplýsandi viðtal
Mér fannst það áhugavert að lesa um lánveitingu Seðlabankans til Kaupþings í frumdrögum frumvarps forsætisráðherrans. Sigurður fór betur yfir þau mál og Kaupþing virðist því vera í allt annarri stöðu en hinir bankarnir.
Annars er ekkert öruggt. Eins og staðan er um allan heim má þakka fyrir að vita frá degi til dags hvernig staðan er.
![]() |
Staða Kaupþings býsna góð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 19:01
Samstaða á örlagatímum þjóðarinnar
Á þessum örlagatímum þjóðarinnar er mikilvægt að pólitískt þras verði sett til hliðar. Nú þurfa allir að snúa bökum saman til að þessi þjóð nái að feta sig út úr vandanum. Þetta er ekki tími fyrir pólitísk hnútuköst og ósætti heldur þarf að ná pólitískri samstöðu um vandann og vinna sig úr honum. Ég tel að það hafi tekist með samstöðu allra flokka um aðgerðir og þær verði afgreddar fljótlega af Alþingi.
Síðar má velta fyrir sér hverjum vandinn er að kenna. Nú er baráttan um tvennt, annað hvort synda eða sökkva í ólgusjónum. Við verðum að hugsa um eitthvað allt annað núna en finna sökudólgana, en þeir munu finnast og gert verður upp við þá þó síðar verði.
![]() |
Skuldir bankanna þjóðinni ofviða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2008 | 17:19
Svartur dagur í sögu þjóðarinnar
Umræðan í þinginu er vissulega súrrealísk. Engum hefði órað fyrir þessum veruleika fyrir aðeins nokkrum mánuðum. Þetta er sannarlega svartur dagur. Nú er bara að vona að við getum bjargað sjálfum okkur í þessari stöðu, enginn annar mun gera það.
![]() |
Víðtækar heimildir til inngripa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 16:53
Ríkisyfirtaka innlendrar bankastarfsemi í augsýn

Við erum á viðsjárverðum tímum í sögu íslensku þjóðarinnar. Ekki er hægt að lesa ávarp Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, öðruvísi en við taki ríkisyfirtaka innlendrar bankastarfsemi landsins nú þegar í dag með samþykktum Alþingis og það muni renna í gegn með pólitískri samþykkt allra flokka landsins. Hljóðið var mjög þungt í Geir og það er eðlilegt, enda er þetta mikið áfall fyrir Íslendinga alla, en nú skiptir máli að vernda hagsmuni almennings og taka á stöðunni fumlaust.
Sumum fannst erfitt að skilja Geir, en ég tek nú ekki undir það. Skilaboðin eru mjög einföld. Ríkið ætlar ekki að ábyrgjast bankana og tekur aðra afstöðu til málsins en lengi vel var í augsýn. Tryggt er að Fjármálaeftirlitið, fyrir hönd ríkissins, taki að sér rekstur bankanna ef þeir fara í þrot í þessari stöðu. Ekki er það ósennilegt eins og staðan blasir við núna.
Mér finnst þetta jafngilda náttúruhamförum fyrir Ísland, bara undir öðrum formerkjum. Þetta eru söguleg þáttaskil fyrir þjóðina - vonandi komumst við í gegnum þennan ólgusjó.
![]() |
Neyðarlög sett í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 15:35
Geir ávarpar þjóðina - stórtíðindi framundan
Óhætt er að fullyrða að mikil stórtíðindi séu framundan þegar forsætisráðherra ákveður að ávarpa þjóðina. Augljóst er því að Geir hefur eitthvað mikið að segja okkur á eftir. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Íslands ávarpar þjóðina sérstaklega, utan áramótaávarps síns og hefðbundins ávarps úr þinginu í upphafi og lokum þinghaldsins, í tíu ár, eða síðan Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, forsetafrú, lést í Bandaríkjunum í október 1998. Þá var dagskrá rofin og Davíð Oddsson tilkynnti um lát hennar.
Þetta eru miklir örlagatímar og allir bíða eftir því hvert útspil ríkisstjórnarinnar verði. Því er óhætt að fullyrða að öll þjóðin fylgist með því sem stjórnvöld hafa að segja eftir hina löngu bið að undanförnu.
![]() |
Forsætisráðherra flytur ávarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 11:38
Biðin eftir aðgerðarpakkanum
Þrátt fyrir yfirlýsingar um að enginn yrði aðgerðapakkinn hlýtur að vera stutt í að eitthvað verði sett fram. Er þetta ekki bara spurning um örfáa klukkutíma? Hlýtur að vera.
![]() |
Lokað fyrir viðskipti með bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 10:52
Furðuleg atburðarás
Mér finnst það verða sífellt augljósara hversu veik ríkisstjórnin er þrátt fyrir mikinn þingmeirihluta. Ég hef reyndar skrifað um þessa stöðu, en hún hefur sjaldan orðið augljósari og vondari en seint íg gærkvöldi þegar öll þjóðin beið niðurstöðu úr Ráðherrabústaðnum en fékk ekkert að heyra nema að þetta myndi reddast.
Maður horfir á atburðarásina eins og hasarmynd sem vantar endann á.
![]() |
Eigendur Glitnis ekki með í ráðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 04:03
Merkileg yfirlýsing - biðleikur og næturfundir
Vonbrigði landsmanna með niðurstöðu maraþonfundanna í Ráðherrabústaðnum er greinilega mikil. Eftir stendur þó að stjórnvöld hafa sent bönkunum þau skilaboð að taka til og selja eignir upp í skuldir. Biðleikur ríkisstjórnarinnar er þó algjör, enn hefur enginn rammi um aðgerðir komið á þeim bæ. Virðist eiga að bíða átekta ef marka má orð forsætisráðherrans.
Velti samt fyrir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í skjóli nætur, rúmlega tvö, um að sparifé landsmanna verði tryggt. Þessi yfirlýsing virðist sett fram til að róa þá sem eru óttaslegnir eftir að aðgerðarpakkinn lá ekki fyrir eftir öll fundahöldin. Eftir alla biðina eftir engu, nema því sem augljósast var í stöðunni, er eðlilegt að velta fyrir sér hvað gerist á morgun.
Engin niðurstaða felst í atburðum helgarinnar. Enn erum við öll á vissum byrjunarreit málsins enn, eins ótrúlegt og það hljómar. Fundirnir með erlendum bankamönnum eykur enn á óvissuna en samt sem áður virðist vera sem stjórnvöld ætli að sjá til hvað morgundagurinn ber í skauti sér.
![]() |
Árétting frá ríkisstjórninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 00:07
Aðgerðarleysi er orð kvöldsins
Hvers vegna er enginn aðgerðarpakki kynntur? Á hverju strandar eða hvað stendur í vegi þess að það sé kynnt sem allir hafa búist við síðustu dagana? Kannski var hægt að afsaka aðgerðarleysið í sjálfri stefnuræðunni með því að það sé verið að vinna að einhverju, en er það hægt öllu lengur? Á virkilega ekkert að liggja á borðinu áður en markaðir opna með morgni?
Þetta er vægt til orða tekið mikil vonbrigði og hlýtur að vekja spurningar um hvort ríkisstjórnin ráði við að díla við sjálfa sig, hvað þá kreppuna.
Ég vorkenni samt pressunni að standa úti í kuldanum alla helgina að fá svo að heyra það í helgarlok að það sé ekkert að frétta í raun.
![]() |
Ekki þörf á aðgerðapakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)