Mér fannst mjög dapurlegt að sjá þessi skrílslæti við lögreglustöðina við Hverfisgötu síðdegis. Eftir tiltölulega vel heppnuð mótmæli, mjög táknræn sérstaklega, var þetta mikið feilhögg og styrkir ekki málstaðinn. Sama fólk og stóð að málefnalegum mótmælum féll í þann pytt að mæta við lögreglustöðina og leiða mál þar áfram. Þetta var ekki málstað þeirra til framdráttar.
Ég hef enga skoðun á málefnum þessa manns sem sat inni. Þau mál verða bara að fara sína leið í kerfinu. En valdbeiting við lögreglustöðina er ekki góður eftirmáli á friðsömu mótmælin á Austurvelli og eru engum þeirra til sóma. Svo velti ég fyrir mér hvaða táknmynd þessi gríma eigi að vera.
Er það kannski svo að þeir sem standa að friðsamlegum mótmælum ætli að missa þetta í skrílslæti, þvert á eigin loforð og heitstrengingar?
25.11.2008 | 15:06
Nauðgunin í Dagvaktinni endurgerð
Eitt umdeildasta atriðið í annars mjög vel gerðri Dagvakt á Stöð 2 er nauðgunaratriðið þegar Guðbjörg nauðgaði Ólafi Ragnari. Samt var merkilega lítið talað um það. Ég er viss um að þetta hefði verið umtalaðra hefði kynjahlutverkum verið snúið við og farið svona með konu á kjörtíma í sjónvarpi og það í gamanþætti.
Nú hefur kynjahlutföllum verið snúið við í grínmyndbandi. Ágætt að fara þessa leið og sýna áhorfendum. Er heldur viss um að þessu grínatriði hefði ekki verið tekið fagnandi, nema vegna þess að við vitum að þetta er grínútgáfa á nauðgunarsenunni.
25.11.2008 | 14:41
Skynsamlega tekið á ofbeldismálinu í Njarðvík
Fyrir nokkrum dögum sá ég að þessir strákar voru nafngreindir og afhjúpaðir á einni bloggsíðu. Slíkt er og verður umdeilt. Ég held og vona að þeir læri sína lexíu þó þeir séu ekki tættir í sundur á blogginu, nafngreindir og teknir þannig í gegn. Margt annað er hægt að gera til að kenna þeim sem beita svona ofbeldi lexíuna.
![]() |
Árásarmönnum vikið úr skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2008 | 19:33
Háðung stjórnarandstöðunnar - Sleggjan í SF?
Hafi stjórnarandstaðan ætlað að höggva skörð í samstöðu stjórnarflokkanna með tillögu sinni og koma fram sem sterk eining fyrir breytingar mistókst það algjörlega. Hvergi í umræðunni komu fulltrúar stjórnarandstöðunnar fram með lausnir eða tillögur í aðrar áttir en stjórnarflokkarnir hafa staðið að. Út í hött er að kjósa við þessar aðstæður, það verður að bíða betri tíma. Ekki er ráðlegt að bæta pólitískri upplausn saman við þá efnahagslegu.
Eftir atkvæðagreiðsluna er veik stjórnarandstaða mun veikari - hún gat ekki einu sinni komið fram sem sterk heild og einn sterkur hópur. Þar er meira að segja flótti skollinn á frá því verkefni að vera í stjórnarandstöðu. Sú niðurstaða er áfall stjórnarandstöðunnar. Tillaga þeirra snerist að lokum upp í tap þeirra sjálfra.
![]() |
Vantrauststillaga felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2008 | 17:53
Birna staðfestir greinaskrif Agnesar Bragadóttur
Mikið er talað um bankaleynd og hversu langt hún eigi að ganga. Mér finnst blasa við að ýmislegt miður geðslegt á að fela bakvið tjöldin með bankaleyndinni, hún eigi að ná mun lengra en eðlilegt er. Eðlilegt er að velta fyrir sér hvort ekki eigi að afnema hana og koma með allt á borðið.
Mjög mikilvægt er að hreinsa út og greinilegt að þeir eru í bönkunum sem leka gögnum og koma málum á borðið framhjá þeim sem yfir þeim eru og hefur verið felin forysta í bönkunum þó þeir hafi verið á kafi í ruglinu þar áður fyrr.
![]() |
Glitnir semur nýjar lánareglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2008 | 17:49
Sonur Kauphallarforstjóra handtekinn
Ég er hræddur um að ansi margt leynist undir yfirborðinu í þeirri rannsókn sem fylgir í kjölfar bankahrunsins. Þeir menn sem eru áberandi og leiða mál hafa þegar orðið of nátengdir í það sem gerst hefur bakvið tjöldin og erfitt að sjá hvort og hverjum sé hægt að treysta í því öllu, bæði vegna eigin þátttöku á markaði og fjölskyldutengsla.
![]() |
Risavaxnar millifærslur hjá Virðingu hf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2008 | 12:11
Séðogheyrt - blaðamennska
Kannski getum við verið sæl með þetta þangað til að ástarsögur ríka og fræga fólksins hérna heima fara að dúkka upp á mbl.is. Og þó ég gleymdi því við eigum ekkert ríkt fólk lengur sem vill láta sjá sig hérna heima nema þá örfáa lánlausa menn í felum, en dveljast að mestu leyti erlendis.
Mér fannst tilraunir sumra hérna heima til að gera Ásdísi Rán að einhverri táknmynd ríka og fræga fólksins í fréttaumfjöllun mistakast frekar hrapallega. En ég afþakka samt svona blaðamennsku, hún á helst heima annarsstaðar.
![]() |
Sáust kyssast og knúsast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2008 | 11:31
Áhuginn fyrir ESB-aðild minnkar til muna
Þeir sem hafa hallað sér að ESB sem lausn á örlagatímum íslensku þjóðarinnar geta hætt að búast við allsherjar lausnum frá Brussel. Að undanförnu er ekki laust við að sá orðrómur hafi verið nokkuð hávær að nóg sé fyrir okkur að horfa til Brussel og þá sé allur vandi leystur. Ummæli Olli Rehn og almenn skynsemi hafa slegið á þá draumóra.
Hvað varðar afstöðu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum verður mjög áhugavert að taka þá umræðu á landsfundinum eftir tvo mánuði. En minnkandi áhuga flokksmanna á ESB-aðild er mjög áhugaverð útkoma, sérstaklega eftir umræðuna að undanförnu.
![]() |
Minnkandi áhugi á ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2008 | 01:06
Eigendahagsmunir á leiðarasíðu Fréttablaðsins

Ég hef aldrei séð eigendahagsmuni koma eins vel fram í Fréttablaðinu eins og í sunnudagsblaðinu. Á sama tímapunkti og Agnes Bragadóttir kemur með leiftrandi grein um Glitni og FL Group í sunnudagsmogga (sem er prentað örfáum klukkustundum fyrir sunnudagsprentun fbl) svarar Jón Ásgeir Jóhannesson skrifum hennar á leiðarasíðunni sjálfri við hlið ábyrgrar greinar Björns Inga, sem hverfur við hlið eigendadálksins (grein var kippt út á síðustu stundu fyrir grein jáj).
Ef þetta er ekki að ganga hagsmuna eiganda síns þá veit ég ekki hvað skal kalla það. Mér finnst þetta rýra stöðu Fréttablaðsins og stimpla hann aðeins sem eigendavænan fjölmiðil í besta falli orðað. Og eflaust er þetta ekki fyrsta dæmið um slíkt þó það sé skelfilega áberandi að maður þarf að vera blindur til að taka ekki eftir því. Mikið er nú ömurlegt að horfa á fjölmiðlalitrófið þegar fjölmiðlakóngurinn fær svona royal treatment í blaðinu sínu.
Svo er fólk hissa á því að fjölmiðlarnir í landinu hafi verið gjörsamlega ónýtir og steinsofið. Fjórða valdið er jú undir hælnum á þeim sem spiluðu djarft í útrásinni.
![]() |
Björn: Fjölmiðlar marklausir við núverandi aðstæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.11.2008 | 18:36
Mikilvægar upplýsingar í Bónusfánamálinu
En ég tek hinsvegar undir það að það verði að fara varlega í þessum efnum og láta kerfið hafa sinn gang. Ef óánægja er með verk lögreglunnar er hægt að fara með það mál dómstólaleiðina og leita eftir rétti sínum ef hann er óyggjandi eftir lögum. Ég fer ekki leynt með þá skoðun að það hafi ekki verið gott að þeir sem standa fyrir friðsömum mótmælum á Austurvelli séu framarlega í flokki í Hverfisgötumótmælunum, enda höfðu þeir sjálfir sagt að verk fánastráksins hefðu verið ljótur blettur á mótmælum þeirra á sínum tíma.
![]() |
Var ekki látinn vita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2008 | 02:31
Skrílslæti við lögreglustöðina - af hverju gríman?
![]() |
Fanganum sleppt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2008 | 17:33
Standa sömu aðilar að báðum mótmælunum?
Nú kemur talsmaður Austurvallarmótmælanna fram sem talsmaður þess sem gerist við lögreglustöðina. Finnst það ekki beint styrkja það sem gerist á Austurvelli og í besta falli rýrir það trúverðugleika þess sem hann sagði eftir að fáninn var settur að húni að þar væri annað og óskylt um að ræða en það sem hann stæði fyrir. Er þetta það sama?
![]() |
Mótmæli við lögreglustöðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2008 | 16:56
Mun allt verða vitlaust 1. desember?
Ef marka má stemmninguna á mótmælafundinum á Austurvelli áðan er stefnt að einhverju stóru á fullveldisdaginn 1. desember, minnst var á þann dag sem upphaf að einhverju nýju. Hvað gerist þann dag? Hvernig má skilja orðin á Austurvelli? Á þá að fara í harkalegar aðgerðir gegn stjórnvöldum og eitthvað meira en bara mótmæli orðanna? Mér finnst eðlilegt að spyrja á hvaða leið mótmælin eru.
Sífellt fjölgar í mótmælunum. Er svosem ekki hissa á því. Fólk vill svör og trausta forystu. Við lifum á þeim tímum að þjóðin er í algjörri óvissuferð og vonlaust að ætla að stöðugleiki komist á hér í landinu á næstu mánuðum. Þetta er vissulega vond staða og það mun taka sinn tíma að byggja upp til framtíðar. Ekki mun það gerast á næstu dögum. Uppbyggingarstarfið er aðeins rétt að byrja.
Næstu mánuðir verða erfiðir hér á Íslandi. Mér finnst eðlilegt að almenningur í þessu landi hafi skoðanir á stöðunni og tjái sig hreint út. Vel hefur tekist til með mótmæli þar sem fólk talar hreint út og kemur fram sem samhent, hefur skoðanir á stöðunni og vill að tekið sé á henni. Auðvitað er það bara eðlilegt.
![]() |
Íslendingar láti ekki kúga sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2008 | 15:55
Samfylkingin bakkar upp kosningastefnu ISG

Augljóst er að flokksmenn í Samfylkingunni bökkuðu upp skoðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að boða ekki til kosninga með því að klappa svo mjög fyrir ræðu hennar. Því er lýst á vef RÚV að dynjandi lófatak hafi verið á meðan ræðunni stóð. Ekki hægt að túlka það öðruvísi en sem svo að stefna formannsins verði ofan á og hún hafi enn sterka stöðu innan flokksins eftir að hún kom fram með ábyrga afstöðu sína.
Finna mátti fyrir því á bloggsíðum í gær að sumir Samfylkingarfélagar voru ósáttir við skoðun formannsins en þeir hafa greinilega ekki látið það koma fram meðan formaðurinn endurtók sama boðskap á flokksstjórnarfundinum í Garðabæ. Ekki er hægt að túlka það öðruvísi en sem stuðning við hana og orð hennar.
![]() |
Áfallastjórnuninni lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2008 | 10:58
Þórðargleði Breta verður þeim dýrkeypt
Ég efast um að Íslendingar gleðjist yfir velgengni Browns, eftir ómerkilega framkomu hans við okkur. En sú þórðargleði sem sumir Bretar sýndu þegar íslensku þjóðinni varð á og tók skellinn var miklu táknrænni en svo að hún skrifist bara sem hefndarhugur. Brown nýtti sér veika stöðu okkar til að níðast á íslensku þjóðinni og öðlast endurnýjaðan kraft. Ef allt fer hinsvegar á versta veg í Bretland er hætt við að sá kraftur snúist upp í andhverfu sína.
![]() |
Bretland sömu leið og Ísland? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2008 | 00:39
Áætlun um að vernda Jónas hinn ósýnilega
Ég gat nú ekki annað en hlegið þegar ég heyrði að gerð hefði verið sérstök áætlun til að vernda Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, fyrir fjölmiðlum og koma í veg fyrir að hann þyrfti að tala um bankahrunið og sofandagang stofnunarinnar. Er ekki hissa, enda hefur Jónas verið algjörlega ósýnilegur í þessari kreppu og komist upp með að þegja algjörlega og svara ekki fjölmiðlum. Aðeins fyrir örfáum dögum fékkst Jón Sigurðsson, varaformaður bankaráðs Seðlabankans og stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins í fjölmiðla til að segja eitthvað.
Hvar í siðmenntuðu landi kæmust lykilmenn af þessu tagi upp með að þegja í margar vikur og ekki tjá sig um fjölmiðla. Hlutur Fjármálaeftirlitsins á að vera í umræðunni, enda eru þetta þær eftirlitsstofnanir sem áttu að vera vakandi en brugðust gjörsamlega hlutverki sínu. Þeir sem þarna ráða för hafa sloppið mjög billega, einum of. En það er kannski ekki skrýtið að þeir sleppi frá óþægilegum spurningum þegar byggður er varnarmúr utan um þá og til að koma í veg fyrir að þeir tali hreint út.
Þess ber reyndar að geta að forstjórinn ósýnilegi verður gestur í þætti Björns Inga á morgun. Sá þáttur er að verða athvarf þeirra sem þurfa á skjóli að halda, en meðal þeirra sem þar hafa komið í drottningarviðtöl eru Sigurður Einarsson og Hannes Smárason, fyrrum menn ársins í viðskiptalífinu og útrásarvíkingar með meiru.
![]() |
Forstjóri verndaður? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 21:44
Hélt forsetinn Hillary í gíslingu á Bessastöðum?

Eitt af því merkilegasta í bókinni um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, er frásögnin af fundi Hillary Rodham Clinton, verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og þáverandi forsetafrúar, með Ólafi í október 1999 þegar hún kom hingað til landsins á kvennaráðstefnuna Konur og lýðræði í Reykjavík. Þar er gefið í skyn að Ólafur Ragnar hafi haldið Hillary á Bessastöðum mun lengur en skipulögð dagskrá gerði ráð fyrir til að skaprauna Davíð Oddssyni.
Ég fékk í dag tölvupóst, eins og eflaust fleiri, þar sem gefið er í skyn að Ólafur Ragnar hafi skipulega reynt að koma í veg fyrir að Hillary kæmist í kvöldverðarboð forsætisráðherra til heiðurs henni í Perlunni á réttum tíma og hún orðið mjög reið vegna málsins, enda hafði hún ekki tíma til að skipta um föt og kom í veisluna í þeim fötum sem hún hafði verið í frá brottför í Washington.
Merkileg lýsing sem vert er að halda til haga.
"Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, kom hingað til lands í heimsókn í október 1999 til að taka þátt í ráðstefnunni um konur og lýðræði við árþúsundamót. Davíð Oddsson forsætisráðherra bauð til mikillar veislu í Perlunni, forsetafrúnni til heiðurs. Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands var hins vegar ekki boðið í veisluna og hefndi hann sín rækilega vegna þess strax við komu Hillary Clinton til landsins.
Flugvél forsetafrúarinnar lenti seinnipart dags á Keflavíkurflugvelli. Dagskráin var þannig að Hillary ætlaði að koma við á Bessastöðum í tæpan hálftíma, fara þaðan á hótelið til að hafa fataskipti og mæta svo í veislu Davíðs.
Allt gekk eins og í sögu á Bessastöðum, en þegar fór að styttast í heimsóknartímanum, þá bauð Ólafur Ragnar Hillary inn á skrifstofu sína, lokaði og tók hana á eintal. Hálftíminn leið og klukkan gekk áfram, en ekkert bólaði á forsetanum eða bandarísku forsetafrúnni. Þegar kortér var liðið til viðbótar bankaði einhver starfsmaðurinn á dyrnar og opnaði, til að minna á að komið væri yfir tímann. Ólafur Ragnar bandaði honum hins vegar út og hélt áfram að tala yfir Hillary.
Eftir annað kortér var aftur bankað, enda nú kominn hálftími yfir áætlaðan heimsóknartíma. Aftur bandaði Ólafur Ragnar starfsmanninum í burtu og út um gættina heyrðist hann segja, áður en hurðinni var lokað: And now, let me tell you this.
Fylgdarlið forsetafrúarinnar var við það að springa af bræði, en áfram var lokað inn á skrifstofu Ólafs Ragnars. Enn og aftur var bankað, og enn og aftur vísaði forsetinn viðkomandi út og aftur heyrðist hann taka til máls og segja: And then, let me tell you this.
Það var svo ekki fyrr en komið var klukkutíma framyfir tímann sem dyrnar loks opnuðust á skrifstofu forsetans og hann fylgdi frú Clinton til dyra. Það mátti sjá rjúka úr henni af reiði, en hún beit saman tönnum og passaði að vera diplómatísk.
Svo var keyrt af stað í loftköstum, því forsetafrúin var orðin of sein í heiðurskvöldverð forsætisráðherra í Perlunni vegna þessarar tafar. En hún komst auðvitað ekki á hótelið til að skipta um föt, en það var á upprunalegu dagskránni. Fyrir vikið sat hún eins og illa gerður hlutur í veislunni í krumpaðri ferðadragt sem hún hafði farið í við brottförina frá Washington. Hinar konurnar voru hins vegar uppstrílaðar í sínum fínustu kjólum, þannig að næsta víst er að heiðursgesturinn var ekki beint að fíla sig í veislunni miklu."
Var einhver að tala um sandkassaleik á Bessastöðum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2008 | 17:22
Sterkt útspil hjá Geir að óska eftir launalækkun
Geir tekur það skref sem ég taldi fyrirfram að ekki yrði stigið. Óttaðist það kannski frekar að ráðamenn þjóðarinnar myndu ekki horfa í eigin barm með að lækka laun á þessum tímum. En þetta eru traust og afgerandi skilaboð um að ráðamenn þjóðarinnar taki á sig vonda stöðu í efnahagsmálunum og lækki við sig launin. Landsmenn hljóta allir að fagna þessu útspili.
![]() |
Óska eftir launalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.11.2008 | 16:52
Mun nýtt eftirlaunafrumvarp róa almenning?

Augljóst er að stjórnarflokkarnir munu kynna nýtt eftirlaunafrumvarp í Þjóðmenningarhúsinu klukkan fimm. Þetta er samt mjög merkileg tímasetning. Flokksráðsfundur Samfylkingarinnar er á morgun og mótmælafundir síðar um daginn. Augljóst er að nýja frumvarpið er sett fram til að róa almenning og tryggja vinnufrið fyrir stjórnarflokkana. Ekki flókið að lesa þannig í stöðuna. Ég tel að innihald frumvarpsins muni ráða úrslitum um hversu ánægður almenningur í landinu verði með það. Verði gerðar alvöru breytingar og lagaðir helstu gallarnir við hin frægu eftirlaunalög gæti það róað fólk.
Ég hef misst tölu á öllum blaðamannafundunum sem ráðherrarnir hafa haldið, annaðhvort tveir eða Geir einn síðan að bankarnir hrundu. Mér finnst samt tímasetning síðustu tveggja föstudagsfunda verið táknræn og mjög áberandi í samhengi hlutanna. Þarna er verið að reyna að tala við fólk og róa það í mjög erfiðri stöðu. Ef marka má síðustu laugardagsfundi í Reykjavík og Akureyri höfðu þeir lítil áhrif á fólk. Kallað er eftir afsögnum og pólitískri ábyrgð umfram allt.
Nýtt eftirlaunafrumvarp hefur verið baráttumál sumra þingmanna og varaþingmanna Samfylkingarinnar. Forysta flokksins tók það upp fyrir síðustu kosningar og er fyrst núna eftir tæplega sautján mánuði í ríkisstjórn að koma því í framkvæmd með einum eða öðrum hætti. Í vor minnti fréttastofa Stöðvar 2 nær daglega á kosningaloforð Ingibjargar Sólrúnar um eftirlaunamálið, henni til mikillar skapraunar. En nú virðist komið að efndunum.
Eða verður þetta kannski útvatnað frumvarp sem leysir aðeins helstu gallana. Mun þetta frumvarp róa almenning og þá Samfylkingarmenn sem greinilega eru orðnir argir yfir verklagi síns fólks.
![]() |
Ráðherrar boða blaðamannafund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 14:35
Gamansemi stjórnarandstöðunnar á engin mörk
Ég skil vel að stjórnarandstaðan leiti logandi ljósi að sóknarfærum á þessum tímum, þegar þeir hafa tækifæri til að sækja fram. Þessi tillaga verður þó ekki nema í besta falli frétt dagsins í dag en er ekki beinlínis til þess fallin að hafa örlagarík þáttaskil fyrir þjóðina eða þau sjálf. Hvernig væri að tala í lausnum og sýna ábyrga forystu í stað þess að fara af stað með spuna sem þau vita ekkert hvernig þau eiga að fara með.
![]() |
Vantrauststillaga komin fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 12:30
Ábyrg afstaða Ingibjargar Sólrúnar
Mér finnst samt eðlilegt að velta fyrir sér að þeir tveir ráðherrar sem hafa talað opinberlega um kosningar eru þeir sem tæpast standa. Annar hefur verið pólitískt veikur allt kjörtímabilið en þrýst hefur verið á afsögn hins vegna bankahrunsins síðustu vikurnar og aukist sérstaklega síðustu vikuna. Ég velti fyrir mér hvort þessir ráðherrar geti setið áfram, eftir að hafa gengið svo freklega gegn formanni sínum og forsætisráðherranum.
![]() |
Kosningar ekki tímabærar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |