6.3.2009 | 16:41
Tryggja þarf endurnýjun í Suðurkjördæmi
Ég held að staða þeirra sé hinsvegar mjög veik og undrast framsetninguna, enda tel ég að flokkurinn þurfi sérstaklega á endurnýjun að halda. Ekki er mikið talað um nýja öfluga frambjóðendur í forystusætum í þessari upptalningu og frekar reynt að draga úr möguleikum þeirra. Undrast þessa framsetningu og velti fyrir mér hvað vaki eiginlega fyrir þeim sem skrifar þessa fréttaskýringu. Þetta er umhugsunarefni allavega.
Mér finnst mikilvægt að sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi tryggi endurnýjun á framboðslista sínum þegar þeir fá tækifæri nú við brotthvarf Árna Mathiesen úr stjórnmálaforystu. Ég ætla að vona að Ragnheiður Elín Árnadóttir fái góða kosningu í leiðtogastólinn og Unnur Brá Konráðsdóttir nái öðru sætinu. Þær eru öflugar og traustar og eiga að vera í forystusveitinni í kjördæminu.
Hvet flokksmenn til að kjósa þær í prófkjörinu og tryggja endurnýjun í forystusveitinni.
![]() |
Fréttaskýring: Endurnýjun í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 14:47
Kosningabragur á atvinnutillögum vinstrimanna
Mikla athygli mína vakti að sérstaklega er talað um að þeim eigi að fjölga sem hljóti listamannalaun og ekki er það undrunarefni að þetta er talið upp síðast í þessari upptalningu. Eins og við er að búast er talað gegn því að skapa störf í orkufrekum iðnaði beint með álveri í Helguvík og á Bakka en gælt við það á öðrum sviðum. Enda er greinilegt að vinstri grænir leggjast gegn beinni slíkri atvinnusköpun en hafa það fram að færa að fjölga beri fólki á listamannalaunum og gróðursetningu. Þetta er svolítið vinstri græn áhersla.
En hvað með það. Held að það sé visst ánægjuefni að Eyjólfur, eða ætti maður kannski frekar að segja Steingrímur, hressist og ætli að gera eitthvað fyrir kosningar annað en telja ráðherralyklana sína og lækka röddina í takt við valdasessinn. En það er mikil kosningalykt af þessu, vægast sagt. En hvernig er það, er ekki óábyrgt að hækka listamannalaunin?
![]() |
Ætla að skapa 4000 ársverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2009 | 00:43
Unglingaátökin í Reykjavík
Þegar unglingar eru farnir að slást með hnífum er oft mjög stutt í skelfilegan harmleik. Öll munum við eftir sorglegum málum í London þar sem ungmenni hafa dáið eftir hnífaárásir í slagsmálum þar sem hópast er á einn stundum eða einhver saklaus áhorfandi verður fyrir stungu. Þetta er þróun sem við höfum heyrt af í fjölmiðlum en viljum ekki að verði íslenskur veruleiki.
Eðlilegt er að hugleiða hvert stefnir í slíkum ofbeldismálum, hvort þetta sé einangrað tilfelli eða almennur vandi sem er að koma í ljós.
![]() |
Átök milli ungmenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 22:04
Var frjálshyggja í boði Samfylkingarinnar?
Fáir hafa slegið meiri skjaldborg um þessa menn í gegnum árin en einmitt Samfylkingin. Hver ber ábyrgð á því?
![]() |
Hrunin frjálshyggjutilraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 20:26
Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína
Engum dylst að krafan úr grasrót Sjálfstæðisflokksins er einföld - þeir sem beri ábyrgð axli hana, sérstaklega með því að víkja úr forystusveitinni, láti sig hverfa, annaðhvort með góðu eða illu. Þetta fer ekki framhjá nokkrum manni. Grasrótin í flokknum er mjög eindregin í afstöðu sinni. Sjálfur hef ég tjáð þær skoðanir mánuðum saman að flokkurinn stokki sig upp og þeir víki af sviðinu sem brugðust. Þetta er sjálfsögð og eðlileg krafa - nægir að líta á skýrslu endurreisnarnefndarinnar sem öflug skilaboð, en þar er gert upp við forystuna, forystu sem brást á örlagatímum.
Þeir sem voru á vaktinni í aðdraganda bankahrunsins og þegar allt hrundi og fyrstu mánuðina eftir það verða að víkja. Þetta er einföld krafa og innan Sjálfstæðisflokksins er búið að verða við henni að mestu. Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundi eftir þrjár vikur og útlit er fyrir umtalsverðar breytingar í prófkjörum, sérstaklega í Reykjavík. Flokksmenn sætta sig einfaldlega ekki við að þeir sem hafa brugðist leiði áfram flokkinn. Leitað er til nýs fólks. Þetta er stóra ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn er að ná vopnum sínum. Hlustað var á grasrótina.
Í Samfylkingunni er staðan allt önnur. Þar ætlar pólitískt skaddaður formaður, sem brást á vaktinni í aðdraganda bankahrunsins, að sækjast eftir endurkjöri sem flokksformaður og fara í þingframboð í vor eins og ekkert hafi í skorist. Hún ætlar að komast aftur á þing og halda sínum völdum með persónulegum vinsældum Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún ætlar sér að reyna að hanga í pilsfaldi gömlu konunnar sem er nógu góð til að leiða vagninn en fær ekki að taka við Samfylkingunni sem flokksformaður og alvöru leiðtogi.
Þar hefur þrem efstu sætum í Reykjavík verið úthlutað af þessum skaddaða flokksformanni sem brást á vaktinni á kostulegum blaðamannafundi. Þessir þrír kandidatar fara ekki einu sinni á framboðsfund með meðframbjóðendum sínum í Reykjavík. Eru of upptekin fyrir því að berjast um sæti sem þau virðast sjálfkjörin í. Þetta er allt lýðræðið. Svo virðist sem að velja eigi nýjan formann og þingmann bakvið tjöldin, Dag B. Eggertsson, án kjörs á landsfundi og í prófkjöri.
Ætlar grasrótin í Samfylkingunni að sætta sig við þetta? Á meðan grasrótin í Sjálfstæðisflokknum er að taka til, stendur fyrir alvöru hreinsunareldum og pólitískum þáttaskilum með mannabreytingum á vaktinni sefur Samfylkingin á verðinum með skaddaðan formann sem er úr tengslum við þjóðina. Hún er skemmd söluvara, enda talar hún ekki lengur fyrir Samfylkinguna.
Stóru tíðindin í þessari könnun að öðru leyti eru tvenn. Fjórflokkurinn er afgerandi í sessi og Framsókn virðist stopp í tólf prósentum. Ný framboð ná engum hljómgrunni og frjálslyndir eru um það bil að þurrkast út af þingi. Þetta verða kosningar fjórflokkanna sýnist mér.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2009 | 16:45
Heitar tilfinningar í árásarmálinu í Sandgerði
![]() |
Óvægin ummæli á bloggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2009 | 14:36
Eftirlaunalögin felld úr gildi - góð málalok
Eftirlaunalögin voru samþykkt í pólitískum hita rétt fyrir jólin 2003. Fyrst stóðu þingmenn allra stjórnmálaflokka landsins að málinu sem flutningsmenn frumvarpsins í þinginu. Á örfáum dögum skipti stjórnarandstaðan meira og minna um kúrs og snerist við. Sérstaklega eru dramatískar og eftirminnilegar frásagnir af viðsnúningi innan Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi varaformaður flokksins, tók forystu gegn lögunum og vann þeim málstað fylgis á kvöldfundum í þinghúsinu og tók forystu málsins af Össuri Skarphéðinssyni. Er yfir lauk studdi aðeins Guðmundur Árni Stefánsson, einn af varaforsetum Alþingis, málið af hálfu stjórnarandstöðunnar og fylgdi eftir hlutverki sínu við að leggja frumvarpið fram.
Deilt hefur verið um málið alla tíð síðan. Tvöfaldar launagreiðslur til ráðherra, sem fyrr eru nefndar, eru ekki hið eina sem er umdeilt við eftirlaunalögin. Allt frá því frumvarpið var rætt hefur mér fundist óeðlilegt að þingmenn njóti sérréttinda í lífeyrismálum og óviðunandi með hvaða hætti það var ákveðið.
Starfskjör þingmanna eru að mínu mati orðin það góð að þeir ættu að geta náð vænum lífeyrisauka fyrir eftirlaunaárin sín með frjálsum lífeyrissparnaði. Engin sérréttindi eiga að vera þar.
![]() |
Eftirlaunafrumvarp samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 14:30
Hversu virkur er nornagaldurinn?
![]() |
Nornabúðin lokar dyrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 01:46
Fljótaskrift á stjórnarskrá kortéri fyrir kosningar
Ég hef alltaf verið mikill talsmaður þess að stokka stjórnarskrána upp. Efast þó um hvort það kunni góðri lukku að stýra að ætla að koma með breytingar á stjórnarskrá undir hita og þunga kosningabaráttu þegar að kortér lifir af kjörtímabilinu. Afleitt verklag er að leggja stjórnarskrána undir eins og peningaseðil í Vegas. Þetta var hreinræktað fíaskó fyrir þingkosningarnar 2007 - ég var þá mjög á móti breytingum á þeim tímapunkti, enda var það hvorugum stjórnarflokknum til sóma þá.
Seint verður sagt að sá málatilbúnaður hafi aukið tiltrú á þingi og stjórnmálaflokkum landsins. Ég sem kjósandi þessa lands horfði á þetta mál þá og botnaði vart í því. Ég gladdist mjög þegar að það dagaði uppi. Það voru fyrirsjáanleg endalok að mínu mati. Nú á að leika sama leikinn, þó með öðrum aðalleikurum. Að mínu mati þarf að vanda mjög til verka við uppstokkun stjórnarskrár. Leita þarf samstöðu allra flokka og tryggja að vel sé unnið á öllum stigum, ekki sé farið í einhverja fljótaskrift í ferlinu.
Mér finnst það ábyrgðarhluti að ætla að keyra svona tillögu í gegnum þingið á örfáum dögum, síðustu dögum fyrir alþingiskosningar. Þetta var farsi 2007 og mér grunar að þetta verði svipað nú, sérstaklega ef vinnuferlið á að líkjast fíaskó vinstriflokkanna í Seðlabankafarsanum. Stjórnarskrárin er mikilvægt plagg og vanda þarf til verka, en ekki vinna í kappi við tímann. Mörg önnur mál eru brýnni.
Stjórnarskrárbreyting í kappi við tímann fyrir tveimur árum, í aðdraganda kosninga, fékk sín eftirmæli sem málið sem strandaði í fjörunni. Gerist hið sama núna?
![]() |
Frumvarp um stjórnarskrárbreytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 20:20
Engin breyting hjá VG í NA - veikur listi
Mér finnst niðurstaða forvals VG í Norðausturkjördæmi vera góð tíðindi fyrir andstæðinga flokksins hér á svæðinu. Engin breyting verður í efstu sætum og listinn hlýtur að teljast mjög veikur í því ljósi. Mér finnst það mjög lélegt að vinstri grænir hafni algjörlega Hlyni Hallssyni og taki þá afstöðu að velja aðra fulltrúa í forystusveitina. Með þessu verður yfirbragð listans frekar einsleitt og veiklulegt.
Fyrir andstæðinga VG er þetta óskaniðurstaða og eykur líkurnar á því að VG verði á svipuðum slóðum og í síðustu kosningabaráttu. Þá byrjaði VG vel en tapaði fylgi eftir því sem nær kosningum dró. Veikleikar listans komu þá vel í ljós á öllum sviðum. Listi án Hlyns er mjög veikur sérstaklega hér á Eyjafjarðarsvæðinu, rétt eins og síðast. Þetta er því góð útkoma fyrir þá sem eru í öðrum flokkum.
Baráttan við VG um fylgi hér á Akureyri verður mjög skemmtileg í ljósi þess.
![]() |
Steingrímur J. efstur í NA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 14:07
Rosaleg mistök hjá Háskólanum
Svona á einfaldlega ekki að geta gerst, og geti það gerst þarf að fara yfir alla vankanta og reyna að koma í veg fyrir að svona veikleikar séu til staðar og fylla upp í þær holur. Stundum er sagt að tölvan geti alltaf klikkað og minnstu hnökrar geti haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er sannarlega eitt af þeim tilvikum.
![]() |
Þúsundum vísað úr HÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 12:34
Mögnuð skrif Jóns um Seðlabankafarsann
Jón Sigurðsson, fyrrum seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, ritar frábæra grein á Pressunni um Seðlabankafarsann hér á Íslandi. Þar segir hann í raun allt sem segja þarf um lélegan aðdraganda breytinganna og ófagleg vinnubrögðin, slöpp vinnubrögð sem vonandi munu aldrei endurtaka sig. Pólitísk hrossakaup og baktjaldamakk lýsa ekki nýrri sýn á ákvarðanatöku og lýðræðislegum vinnubrögðum sem vinstriflokkarnir hafa svo oft heitið að standa fyrir. Þeir féllu á fyrsta og mikilvægasta prófinu.
Eftirfarandi skrif Jóns standa upp úr öllu öðru góðu:
"Pólitískur flokksforingi hitti útlendan pólitískan foringja á flokksfundi og bað hann vinsamlegast að útvega Íslendingum seðlabankastjóra. Útlendi stjórnmálaforinginn litaðist um í höfuðborg heimalandsins og fann fyrrverandi aðstoðarráðherra og náinn trúnaðarmann í forystu norska Jafnaðarmannaflokksins. Svo voru þessi pólitísku skilaboð send til Íslands. Bingó. Norðmaðurinn er settur seðlabankastjóri í Reykjavík.
Hvað er ,,faglegt" við þetta?
Hvað í þessu getur nokkru sinni ,,réttlætt" eða ,,útskýrt" þá ráðstöfun að hrekja íslensku peningamálasérfræðingana Eirík Guðnason og Ingimund Friðriksson úr störfum? Er það virkilega allur munurinn að Norðmaðurinn er krati en Davíð Oddsson hægrisinnaður? Er það annars stigs pólitík að vera aðstoðarráðherra og náinn trúnaðarmaður flokksformanns - en forystuferill Davíðs þá einhvers konar fyrsta stigs pólitík? Skiptir slíkt máli í seðlabankastörfum?"
Svo mörg voru þau orð - sannkölluð skyldulesning!
![]() |
Hvað er faglegt við þetta?" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 11:23
Litlar líkur á miklum þáttaskilum í pólitíkinni
Spádómar Ólafs Þ. Harðarsonar gera ráð fyrir mikilli vinstrisveiflu. Þar gerir hann ráð fyrir því að annar vinstriflokkanna haldi sjó þrátt fyrir að bera umtalsverða ábyrgð á bankahruninu og erfiðri stöðu landsins en hafa ekki axlað þá ábyrgð að neinu leyti. Enn situr formaður þess flokks á sínum stóli og skammtar öðrum í kringum sig völd og ákveður skipan þriggja efstu sæta á framboðslistanum í Reykjavík ein og óstudd. Ægivald hennar innan eigin flokks virðist enn til staðar þrátt fyrir að allt annað í kringum hana hafi hrunið til grunna.
Mér finnst lýðræðið hjá Samfylkingunni í Reykjavík koma best fram í því að nýja skoðanakannanakerfið á netinu, Þjóðfundur, mælir styrk kjördæmaleiðtoga allra flokka um allt land í prófkjörum. Þegar kemur að þeim er spurt um hver verði í fjórða sæti. Stóra spennan í prófkjörinu er um fjórða sætið. Lýðræðið er mjög skondið fyrirbæri, sérstaklega hjá vinstrimönnum. Þar á líka að tefla fram leyniformannskandidat án kosningar. Tryggja á Degi flokksformennsku og þingsæti framhjá prófkjöri og landsfundi.
Eflaust snúast kosningarnar í vor um lýðræði og hvort við höfum lært eitthvað á hruninu. Mér finnst eðlilegast að þeir sem virkilega taka til hjá sér og fara í naflaskoðun njóti sannmælis á meðan þeir sem engu vilja breyta og hafa sama gamla, þreytta liðið í forystu fái að kenna á því. Þeir hafa þá í raun ekki lært neitt. En eflaust er það rétt að gömlu flokkarnir berjast um völdin og það verður milli þeirra innbyrðis sem örlögin ráðast. Nýju framboðin falla sennilega á tíma.
![]() |
Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 01:16
Er gáfulegt að klára tónlistarhúsið í kreppunni?
Að óbreyttu er það reyndar minnisvarði um græðgina og sukkið sem varð íslensku samfélagi svo dýrkeypt, hinu liðnu tíma þegar útrásarvíkingarnir þóttu hálfgerðir guðir hér á Íslandi. Kannski er best að það verði einmitt þannig á næstu árum, minnisvarði um siðleysið á öllum sviðum?
Eðlilegt er að stjórnvöld hugleiði hvað sé mikilvægt og hvað ekki.
![]() |
Tekist á um Tónlistarhús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 18:17
Brösug hjónabandssæla stjórnarflokkanna
Annað hvort ná flokkarnir þrír saman um að halda þingi áfram eða blása það af 12. mars. Framsókn hefur það í hendi sér. Það yrði neyðarlegt fyrir stjórnarflokkana ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fá saman í gegn tillögu um frestun þingfunda frá 12. mars. En kannski er það sem gerist. Nú reynir á hversu öflug Framsókn verður með sín mál.
![]() |
Fundað um stjórnarsamstarfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 17:27
Össur talar niður og upp til Sigmundar
Þetta er svona í takt við það þegar ráðherraræðið í Stjórnarráðinu ætlaði að stilla Framsókn upp við vegg um daginn og reyna að tuska þá til með hótunum. Þar fór umhyggjan fyrir þingræðinu fyrir lítið, hjá þeim sem mest höfðu talað um það.
Minnihlutastjórnin hagar sér eins og hún sé meirihlutastjórn sérstaklega í fyrirskipunum í þingstarfinu. Ætli það sé ekki vandinn stóri sem blasir við öllum, ástæðan fyrir því að þessi stjórn er jafn veikburða og raun ber vitni.
![]() |
Sigmundi Davíð boðin sáttahönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 15:16
Vinstristjórnin að falla á tíma vegna kosninganna
Eðlilega bendir Framsóknarflokkurinn á það að þau verkefni sem ríkisstjórnin var mynduð um og Framsókn setti sem skilyrði fyrir stuðningi hafa ekki staðist. Ekkert hefur verið gert. Eftir rúma 30 daga er eins og landið hafi staðið í stað. Enginn er að leiða þjóðina af krafti, koma fram með framtíðarsýn og einhverja alvöru forystu. Við erum í einhverju furðulegu tómarúmi þar sem hugsað er aðeins um hentug mál stjórnmálamannanna við völd.
Greinilegt er að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ekki lært á minnihlutastjórnarformið. Þeir sem hæst töluðu um að auka þyrfti virðingu Alþingis hafa gengisfellt það með því að beita því sem afgreiðslustofnun. Hræsni þeirra er algjör.
Nú tala stjórnarflokkarnir svo um að ekki sé tími til að koma málum í gegnum þingið og gefa í skyn að fresta þurfi kosningunum. Sumir af þeim göluðu sem hæst í janúar um að kjósa þyrfti sem fyrst og færa umboðið til þjóðarinnar.
Nú þarf að festa kjördaginn 25. apríl í sessi og rjúfa þing - tryggja að starfhæf ríkisstjórn taki til starfa sem fyrst. Þessi vinstristjórn hefur fallið á prófinu, bæði með verklagi sínu og aðgerðarleysi.
![]() |
Stóru málin bíða í þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 13:10
Harkalegt uppgjör á stöðu Íslands
Höfum við kallað þetta yfir okkur sjálf? Vissulega höfum við gert það að mörgu leyti. Við létum spádóma erlendra sérfræðinga sem vind um eyrun þjóta og neituðum að horfast í augu við yfirvofandi vanda og efnahagslegt óveður sem var á leiðinni. Margir féllu með vísakortið í hendi og sumir eru enn að reyna að standa í lappirnar við að bjarga sér frá hruninu. Við lærðum vonandi okkar lexíu, stóra niðurstaðan er sú að við verðum að vera vakandi fyrir vandanum og vera raunsæ í hverju því sem gert er.
Raunsæi og veruleikaskyn tapaðist á síðustu árum. Mestöll þjóðin var með glampann í augunum fyrir þeim sem skuldsettu okkur upp í rjáfur og fyrst núna virðumst við vera að vakna upp við hversu illa var unnið. Myndin um Enron ætti að vera sýnd reglulega til að vekja þá sem enn trúa því að útrásarvíkingarnir hafi verið snjallir og skynsamir menn.
Eitt finnst mér þó vanta á þessum tímum. Okkur vantar sterka leiðtoga sem talar við fólkið í landinu, talar kjark og kraft í það við þessar erfiðu aðstæður. Enginn slíkur er á sviðinu núna. Ég held að fólkið í landinu sé ráðvillt því enginn talar til þeirra í lausnum og markmiðum. Við erum í mikilli þoku, ekki aðeins efnahagslega heldur pólitískt.
Staðan er kannski ekki þannig að allir hafi framtíðarsýn til langs tíma. En það er mikilvægt að þeir stjórnmálamenn sem vilja vera ábyrgir og traustir tali í lausnum og skapi framtíðarsýn, ef það sé ósátt við stöðu þjóðarinnar komið með einhvern vegvísi til framtíðar.
![]() |
Wall Street á túndrunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2009 | 01:14
Blekkingarleikur á endastöð
Ég held að margir sjái hlutina í öðru ljósi eftir Kastljós kvöldsins, þar sem kom fram að margfrægar fullyrðingar Björgólfs Thors í Kompásviðtalinu í október standast ekki. Mér finnst merkilegt að það hafi tekið íslenska fjölmiðlamenn marga mánuði að komast að sannleikanum í þessu máli. Tilraun stjórnenda Landsbankans fyrir bankahrunið til að snúa hjólinu enn einn hring og halda útúrsnúningunum áfram er dæmd til að mistakast að mínu mati.
Þeir eru orðnir fáir sem trúa þessum mönnum. Trúverðugleikinn er löngu farinn og sumir reyna ekki einu sinni að halda uppi vörnum. Svikamyllan og blekkingarleikurinn hefur verið afhjúpaður. Mikil lexía var að horfa á Enron-myndina í gær. Þetta var eins og innsýn í íslenskan veruleika útrásartímans. Sukkið og græðgin í Enron er sá sami og einkenndi öll verk og viðskiptalega sýn útrásarvíkinganna hér á Íslandi.
![]() |
Fengu ekki fyrirgreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2009 | 21:09
Ásta talar hreint út - Geir á að biðjast afsökunar
Ásta Möller, alþingismaður, á hrós skilið fyrir að segja hlutina hreint út í sama fréttatíma. Þar sagði hún það sem flestir flokksmenn telja að þurfi að gerast. Viðurkenna þarf mistökin og reyna að læra af þeim. Því fannst mér Ásta tala um skýrslu endurreisnarnefndarinnar heiðarlega og traust, þetta er fyrsta skrefið í því að viðurkenna mistökin og reyna að feta sig fram á veginn. Mjög einfalt mál í sjálfu sér.
Endurreisnarnefndin þarf vissulega að líta til framtíðar. En við getum ekki horfst í augu við nýja tíma nema að gera upp fortíðina. Því er plagg endurreisnarnefndarinnar traust uppgjör á því sem gerðist. Þeir sem bera ábyrgð eiga að axla hana og viðurkenna hlut sinn í því að hafa ekki komið í veg fyrir það sem gerðist.
Ábyrgð þeirra er augljós og hana eiga þeir að viðurkenna. Þetta ætti fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins að átta sig á sem fyrst.
![]() |
Baðst afsökunar á mistökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |