24.3.2009 | 00:54
Er líklegt að einhver kona hafi hafnað JFK?
John F. Kennedy, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er einn mesti kvennaljómi sögunnar. Hann átti í mörgum sögufrægum ástarsamböndum, við þekktar sem óþekktar konur, mörgum meira að segja á síðustu árum ævi sinnar, á meðan hann var húsbóndi í Hvíta húsinu. Frægar eru sögurnar af ástarfundum hans í forsetabústaðnum þar sem hann hélt miklar svallveislur og útbjó sérstaka aðstöðu fyrir þau ævintýri sín.
Margar konur heilluðust af Kennedy og sjarma hans og vildu fórna miklu fyrir ástarstund með honum. Mun algengara er að heyra sögur af konum sem vildu allt gera fyrir að vera við hlið hans en þær sem vildu ekki vera með honum og höfnuðu meira að segja boði um hjónaband. Mér finnst þessi saga austurrísku konunnar svolítið farsakennd og á erfitt með að trúa að einhver hafi neitað aðgöngumiða í Kennedy-ættina.
Marilyn Monroe var ein frægasta hjákona forsetans. Hún hélt sennilega allt til hinstu stundar að hún ætti framtíð með forsetanum og söng eftirminnilega, skömmu fyrir andlát sitt, afmælissönginn þokkafullt fyrir Kennedy forseta. Hún var einnig hjákona Bobby Kennedy og hefði örugglega fórnað öllu, bæði kynþokkanum og framanum, fyrir það eitt að ná alla leið í Hvíta húsið.
En konurnar voru margar sem féllu fyrir Kennedy-sjarmanum en þær eru örugglega fáar sem hafa hafnað hlutdeild í ævi þessa fræga kvennaljóma.
![]() |
Hafnaði Kennedy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 15:36
Davíð varaði við hruninu - hvað gerði stjórnin?
Þeir sem hafa viljað kenna Davíð Oddssyni og yfirstjórn Seðlabankans um hrunið verða að leita annað að sökudólgum. Í þessu minnisblaði er töluð íslenska um vandann. Þar er staðan greind án nokkurs hiks. Ríkisstjórnin og yfirstjórn Stjórnarráðsins virðist ekki hafa tekið á þeim vanda sem þarna kemur augljóslega fram frá Seðlabankanum. Greiningin er augljós.
Nú þurfa þeir að svara sem stýrðu þjóðinni á þessum tíma. Því var ekkert gert á þessu hálfa ári sem leið frá þessu minnisblaði þar til hrunið varð? Hvað gerðu þeir þegar minnisblaðið lá fyrir?
![]() |
Stefndu fjármálalífinu í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2009 | 22:09
Gríðarlegt klúður Gylfa - ómerkileg framkoma
Þessi viðskiptaráðherra hefur reyndar áður afhjúpað sig sem algjöran fimmaurabrandara, einkum í grein til Tryggva Þórs Herbertssonar. Þar talar hann eins og pólitískur fulltrúi, en ekki umboðslaus ráðherra í boði vinstriflokkanna, sem völdu hann til verka í hreinum pópúlisma og hafa sleppt honum lausum eins og grimmum varðhundi, sem eigandinn ætlar þó ekki að bera neina ábyrgð á.
Ég tek undir með starfsfólki Spron. Þessi ráðherra er hreinn brandari og ætti að skammast sín fyrir framkomuna á þeim sem missa vinnuna hjá þessu forna fjármálaveldi.
![]() |
Tilfinningaríkur fundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2009 | 19:37
Ási á Rifi sigrar Einar - sterkur listi í Norðvestri
Ég vil óska Ása á Rifi, Ásbirni Óttarssyni, innilega til hamingju með glæsilegan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann sigrar Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrum ráðherra, í leiðtogaslagnum og stimplar sig hressilega inn í forystusveit flokksins á landsvísu með því. Sigur Ása á Rifi er auðvitað mjög stór í ljósi þess að hann hefur lítið verið áberandi í landsmálapólitík en staðið sig þess þá heldur mjög vel í sveitarstjórnarmálunum og unnið sín verk traust og vel, er þekktur fyrir að hafa staðið sig vel í pólitískri baráttu. Grandvar og vandaður maður í hvívetna.
Í fjórum efstu sætunum eru sveitarstjórnarmenn úr Norðvesturkjördæmi. Aðeins Einar er eftir af forystusveit síðustu ára og tap hans eru vissulega mjög merkileg skilaboð og ákall flokksmanna í kjördæminu um breytingar og í raun má segja að kosning Eyrúnar og Birnu í efstu sætin sé það líka. Eyrún hefur staðið sig vel í bæjarpólitíkinni á Tálknafirði og Birna á Ísafirði. Ég óttaðist það mjög við fyrstu tölur að þær myndu strika hvor aðra út, enda koma þær af sama svæði kjördæmisins og eru báðar úr sveitarstjórnarpólitíkinni.
Athygli vekur einna helst hversu vond úrslitin eru fyrir Akranes. Beggi Óla nær í fimmta sætið en Eydís og Þórður ná ekki í hóp sex efstu. Akranes er stærsta þéttbýlissvæði kjördæmisins, eins og allir vita. Sama gerðist reyndar í prófkjörinu 2002 þegar Guðjón Guðmundsson, þáverandi alþingismaður, varð fjórði og datt í kjölfarið út af þingi.
Ég tel að flokksmenn á þessu svæði hafi valið mjög góðan lista. Þar er mikil endurnýjun, nýr leiðtogi kemur nýr til verka í landsmálunum og tvær traustar konur eru í baráttusætunum. Þessi listi ætti að geta náð góðu og traustu fylgi á þessu svæði.
![]() |
Ásbjörn vann baráttuna við Einar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2009 | 17:17
Kristján Þór Júlíusson í formannsframboð
Tími sjálfkjörinna formannsefna er liðinn að mínu mati. Eðlilegt er að flokksmenn fái að velja milli frambjóðenda með afgerandi stefnumótun að leiðarljósi og geri upp um hvert skuli stefna. Ekki aðeins skuli kosið um stefnu í vissum málaflokkum heldur fái flokksmenn að taka af skarið með hvernig formaður stýrir þeirri vinnu á næstu árum. Mikilvægt er að stokka flokkinn upp í samræmi við þá líflegu kosningabaráttu. Nýr formaður kemur mun betur frá landsfundi eftir slík átök og þannig uppgjör.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum nú eftir átján ára samfellda valdasetu í landsmálum, lengst af í forystusess ríkisstjórnar landsins. Í upphafi þess tímabils var kosið milli sterkra formannsefna og framtíðin mörkuð. Svipað uppgjör og þáttaskil verða að eiga sér stað nú. Því er ekki hægt annað en fagna því að sá valkostur sé til staðar á landsfundi um næstu helgi.
![]() |
Kristján Þór í formannskjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2009 | 11:38
Dauðastríð í beinni útsendingu
Jade Goody var algjörlega óþekkt þegar hún tók þátt í raunveruleikaþættinum Big Brother árið 2002, en náði að nota sviðsljósið sem farmiða inn í heimsfrægð á einni nóttu. Hún veiktist af krabbameini og háði mjög opinbera baráttu gegn sjúkdómnum í kastljósi fjölmiðla. Jade nýtti fjölmiðlaathyglina til að vekja athygli á sjúkdómnum og sjálfri sér, varð talsmaður á opinberum vettvangi allt til síðustu stundar.
Síðustu mánuðir á ævi hennar voru dókúmenteraðir frá upphafi til enda. Hún seldi fjölmiðlum algjöran aðgang að einkalífi sínu undir lokin. Þeir fengu aðgang að henni á sjúkrahúsi, fulla aðkomu að brúðkaupi hennar og Jack Twist. Hver mínúta varð að augnabliki í kastljósi fjölmiðla. Sjaldan áður hefur ein persóna kvatt og deilt síðustu augnablikum í fjölmiðlum.
Sumum fannst þetta sjúkt en aðrir dáðust að styrk hennar. Jade Goody mun væntanlega aldrei gleymast. Fólk verður svo að meta hvort dauðastríð í beinni útsendingu sé viðeigandi endalok baráttu eða siðlaust fjölmiðlaaugnablik. Allt hefur sinn tilgang sagði frægur fjölmiðlakóngur eitt sinn. Jade Goody lifði eftir því mottó til hinstu stundar allavega.
![]() |
Jade Goody látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2009 | 20:10
Spron heyrir sögunni til
Þegar samruni Kaupþings og Spron var í umræðunni var mikið talað um hversu margir starfsmenn myndu verða eftir hjá Spron, sem átti að starfa áfram í nær óbreyttri mynd að því er fullyrt var. Nú eru endalokin staðreynd og starfsmennirnir búnir að missa vinnuna. Ég held að allir hljóti að hugsa til þeirra sem þarna missa vinnuna.
Spron hefur verið ein umdeildasta fjármálastofnun landsins síðustu árin og mikið barist um yfirráðin yfir þessu forna og volduga fyrirtæki, sem hefur verið á fallanda fæti síðustu mánuði. Endalokin eru blóðug, eftir eru aðeins rústir þar sem áður var stöndugt og traust fyrirtæki.
![]() |
SPRON til Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2009 | 16:58
Leikari á krossgötum
Hann er einn besti leikari sinnar kynslóðar og hefur átt margar ógleymanlegar leikframmistöður í gegnum árin en samt aldrei unnið óskarsverðlaun. Mér fannst það algjör skandall að hann skyldi ekki hljóta óskarinn forðum daga fyrir stórleik sinn í Schindler´s List. Þvílík frammistaða, ein af þeim bestu.
Held líka að frammistaða Neesons í Love Actually, þar sem hann túlkaði syrgjandi eiginmann, sem þarf að halda áfram lífsströgglinu ásamt stjúpsyni sínum, öðlist nýja merkingu núna. Sérstaklega þetta frábæra atriði úr myndinni.
![]() |
Liam Neeson gerir hlé á leikferlinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 01:35
Feigðarflanið mikla - máttur iðrunarinnar
Geir H. Haarde ber mikla ábyrgð á því að hafa ekki gripið í taumana. Sjálfur hefur hann vikið af sviðinu, þá ákvörðun ber að virða. Ríkisstjórn hans svaf á verðinum. Sjálfsagt er að hann viðurkenni þá ábyrgð. Hann átti að gera það fyrir löngu síðan, enda er hún svo augljós. Mikilvægt er nú að við forystu Sjálfstæðisflokksins taki stjórnmálamenn sem ekki sátu í ríkisstjórninni sem brást. Þeir sem lögðu upp í feigðarflanið með Samfylkingunni eiga að víkja og láta öðrum forystuna eftir.
Því var mjög ánægjulegt að sjá nýja forystu myndast innan flokksins með prófkjörssigri Bjarna og Illuga, manna sem höfðu varað við hruninu í blaðagreinum og verið gagnrýnir á samstarf með SF. Ekki þarf mikinn spámann til að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin munu ekki í fyrirsjáanlegri framtíð mynda saman ríkisstjórn eða vinna saman á landsvísu. Stjórn flokkanna var handónýt, ákvarðanafælin og léleg. Hún stóð sig ekki í stykkinu.
Ég er einn þeirra sem varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með pólitíska forystu Geirs. Ekki aðeins hans heldur fleiri innan flokksins sem leiddu okkur út í stjórnarsamstarf sem var andvana fætt. Ég gaf því tækifæri og afneitaði ekki þeim valkosti þegar hann kom til sögunnar. En þetta small aldrei saman og eftirmæli þessarar stjórnar verða því miður að hafa sofið á verðinum þar hún tók skellinn. Hún fékk hinsvegar ekki tækifæri til að standa í lappirnar og bæta fyrir mistök sín.
Betri valkostur er fyrir Sjálfstæðisflokkinn að standa utan ríkisstjórnar en stóla á sundraðan og veikan flokk margra fylkinga á borð við Samfylkinguna. Reynslan sýnir okkur að sá flokkur er í miklum innri væringum og ekki hægt að treysta honum - brást í verkefninu sem hún lagði upp í. Hún lagði á flótta frá vandanum.
Ég met mikils að menn geti beðist afsökunar. Slíkt er manndómsmerki. Margir fleiri þurfa að gera það en stjórnmálamenn. Þeir sem leiddu okkur út í þetta fen, útrásarvíkingar og bankamenn bera stóra ábyrgð sem þeir verða að taka á sig. Þeir hafa sloppið of billega frá þessu.
Ég skynja að Geir iðrast sinna mistaka. En hann greinilega túlkar stóru mistökin sín að hafa treyst á Samfylkinguna. Æ betur sést hversu mjög hann þóknaðist þessum margsundraða flokki og lagði eigin örlög í hendur aðila sem voru ekki heilsteyptir.
![]() |
Bankaleyndin gengið út í öfgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2009 | 00:49
Raddir fólksins þagna - mótmælaaldan búin
Aldrei var þessum mótmælum beint að forseta Íslands, sem var manna öflugastur í að verja útrásarvíkingana, né heldur að Samfylkingunni, sem sat í ríkisstjórn þegar hrunið varð. Raddir fólksins þáðu svo kaffiveitingar á Bessastöðum og með ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Eftir þær kaffiveitingar varð þessi samkoma ótrúverðug og botninn fór endanlega úr henni. Síðasta laugardag voru innan við hundrað á svæðinu og heldur enginn Hörður.
Ég held að síðar meir verði þetta metið pólitískt bragð þar sem vissum sjónarmiðum vinstriflokkanna var fyrst og fremst komið á framfæri. Aðstandendur mótmælanna staðfestu það vel með vinnubrögðum sínum og með því að vilja ekki halda áfram baráttu sinni þegar vinstriflokkarnir settust saman í ríkisstjórn og þiggja veitingar hjá þeim embættismanni sem var hin eina og sanna klappstýra útrásarvíkinganna.
![]() |
Hlé á fundum Radda fólksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2009 | 02:59
Sorgarsaga Natöshu
Væntanlega verður mikið velt fyrir sér hvað hafi verið hægt að gera og hvort hægt hafi verið að bjarga henni. Allt fór á versta veg. Fyrstu viðbrögð hafa alltaf úrslitaáhrif þegar fólk slasast. Ég vona að þetta hafi fyrst og fremst þau áhrif til góðs að fólk fari ekki á skíði nema vera með hjálm á höfðinu.
![]() |
Hefði getað bjargað Richardson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 20:18
Jóhanna lætur undan þrýstingi spunameistaranna
Greinilegt er að allir óvinsælu foringjar Samfylkingarinnar ætla að komast á leiðarenda með því að svífa á vinsældum Jóhönnu. Hún á að leiða allt óvinsæla og gamla liðið, í ríkisstjórn á síðustu tveimur árum, aftur til valda. Þetta er svolítið kostulegt plott en mjög fyrirsjáanlegt, enda hefur enginn annar þennan styrkleika. Upphaflega átti að láta hana vera í hliðarhlutverki; fara í þingforsetaembættið á þessu ári og klára kjörtímabilið og ferilinn þar.
Nú er hún orðin ótvíræður leiðtogi Samfylkingarinnar og sú sem getur leitt vagninn, hefur vinsældirnar sem hjálpar öllum þeim óvinsælu, t.d. Össuri sem fékk rassskell í prófkjörinu í Reykjavík, fékk aðeins þriðjung atkvæða í annað leiðtogasætið í Reykjavík. En Jóhanna er að verða 67 ára gömul, orðin greinilega svolítið þreytt og hugsar til pólitískra endaloka.
Hún verður því aðeins uppfyllingarefni um stund, á meðan valdabaráttan um forystuna er í raun geymd fram á næsta kjörtímabil. Jóhanna er hinsvegar gamalt andlit í pólitískri baráttu - hefur setið á þingi frá vinstrisveiflunni árið 1978, fór á þing með Vilmundi Gylfasyni, arkitekt þeirrar sveiflu, og hefur mikla reynslu að baki.
Slíkt er bæði kostur og galli á breytingaári í stjórnmálum. Við skulum samt ekki gleyma því að á meðan Jóhanna er klöppuð upp til forystu eru valdaátökin undir niðri. Þeim er ætlað að vera í aukahlutverki. Við skulum því hafa fókusinn á sviðinu öllu hjá Samfylkingunni.
Um leið og gamla baráttukonan er klöppuð upp til forystu, gegn vilja hennar, hefst baráttan um hver leiði flokkinn á næstu árum. Jóhanna verður aðeins biðleikur eftir þeirri forystu.
![]() |
Jóhanna svarar kalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 00:58
Natasha Richardson látin - Redgrave-ógæfan

Þá er breska leikkonan Natasha Richardson, eiginkona leikarans Liam Neeson, látin, aðeins 45 ára að aldri. Þetta eru afar sorgleg endalok, en haldið var um stund í þá veiku von að hún myndi ná sér. Natasha Richardson var ekki aðeins heimsþekkt leikkona og gift frægum leikara, einum af þeim bestu í kvikmyndabransanum, heldur afkomandi þekktra leikara.

Móðir hennar er óskarsverðlaunaleikkonan Vanessa Redgrave, sem þekktust er fyrir óskarstúlkun sína í Juliu árið 1977, auk Agöthu og Howards End, og pólitíska þátttöku og umdeildar skoðanir, og faðir hennar var leikstjórinn Tony Richardson, sem hlaut leikstjóraóskarinn fyrir kvikmyndina Tom Jones árið 1963 og gerði t.d. ennfremur Blue Sky í upphafi tíunda áratugarins.

Vanessa var eitt sinn í sambúð með Bond-leikaranum Timothy Dalton, og er auðvitað dóttir hins fræga breska leikpars Michael Redgrave (sem var einn besti leikari Bretlands fyrr og síðar) og Rachel Kempson. Natasha lék sjálf talsvert og átti ágætis feril, lék t.d. í myndinni um Patty Hearst og Nell (hún kynntist Neeson við gerð hennar) og Parent Trap.
Hún var samt alltaf í skugga systur sinnar, Joely, sem þekkt er fyrir leik sinn í Nip/Tuck og fjölda kvikmynda. Redgrave-ógæfan er orðin margfræg. Þó fjölskyldan hafi verið mjög fræg og verið ein sú traustasta í breskri leiksögu og orðið heimsfræg hefur hún orðið fræg fyrir persónulega erfiðleika og ólán í einkalífinu.
Sjálf neitaði Natasha þessu oft og sagði þetta þjóðsögu. Sorgleg örlög hennar fær eflaust marga til að hugsa um Redgrave-ógæfuna.
![]() |
Natasha Richardson látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 23:06
Glæsilegur sigur í Skopje - sæt hefnd
Finnst Guðmundur hafa gert frábæra hluti með liðið. Hann tók við því þegar enginn vildi taka verkefnið að sér og gerði það traust á heimsmælikvarða. Margir framtíðarmenn í handboltanum höfnuðu því að fóstra liðið næstu skrefin og flestir töldu þrautagöngu framundan. Sú varð raunin með Makedóníuleikana en Ólympíuárangurinn var sætur og góður í kjölfarið.
Flott hjá strákunum. Þetta er sæt og kærkomið hefnd fyrir niðurlæginguna gegn Makedóníu í fyrra og er gott fyrir þjóðarstoltið.
![]() |
Frábær sigur í Skopje |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 14:50
Mikilvægt að flokksmenn fái valkosti í forystuna
Í raun eru allir fundarmenn þó í framboði og flokksmenn geta skrifað hvaða nafn sem þeir vilja á atkvæðaseðilinn. Hinsvegar hefur jafnan verið svo að menn gefa upp formlega framboð sín og eðlilega hafa fleiri áhuga á að skipa þau sæti en Bjarni og Þorgerður. Sjálfur tel ég að Bjarni eigi að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og hef lýst yfir stuðningi við hann. Hinsvegar finnst mér ekki óeðlilegt að einhver annar hafi áhuga á því að taka við formannsembættinu þegar Geir H. Haarde hættir í stjórnmálum.
Ekki hefur verið tekist á um formennskuna síðan Davíð Oddsson felldi Þorstein Pálsson fyrir átján árum, en síðast var kosið um varaformennskuna í spennandi kosningu fyrir fjórum árum þegar Þorgerður Katrín sigraði Kristján Þór. Ekkert á að vera sjálfgefið í þessum forystumálum. Þessi landsfundur á að vera vettvangur uppgjörs. Þeir sem sigra hljóti nýtt umboð og ef aðrir vilja sækjast eftir þeim embættum eiga þeir að bjóða sig fram og reyna á styrkleika sinn og hvar þeir standa.
![]() |
Kristján Þór íhugar framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 00:20
Straumi kippt úr sambandi
Ég vorkenni starfsfólki bankans, samt öllu meir, en nokkru sinni hinum aðilum málsins. Þeirra bíða erfiðir tímar.
![]() |
Innistæður Straums flytjast yfir til Íslandsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2009 | 21:40
Andlit illskunnar afhjúpað án möppunnar

Josef Fritzl hefur verið nefndur andlit illskunnar í austurrískum fjölmiðlum, sem hafa ekki hikað við að niðurlægja hann, gera grín að honum og uppnefna, ekki að ástæðulausu. Fritzl hefur ekki þorað að sýna andlit sitt í réttarhöldunum og hefur falið það í blárri möppu, fullri af gögnum, til þess að fjölmiðlar geti ekki myndað svipbrigði hans. Fyrsta myndin af honum án möppunnar hefur farið á alla fréttavefi í heiminum í dag. Varð auðvitað fyrirsögn strax á fréttamiðlum að þeir hefðu náð bráðinni.
Pressan lýsir Fritzl sem aumingja, hann sé heigull að sýna ekki andlit sitt. Tek undir það. Dómurinn yfir honum verður þungur, bæði af hálfu dómstóla og almennings. Sálfræðilega er mikilvægt að skyggnast inn í svo sýktan huga; fá svör við spurningunum áleitnu og átta sig á því afli sem knúði hann í þennan blekkingarleik og misnotkun á eigin barni.
Og hvernig er hægt að færa afkomendur blóðskammarinnar lífið, sum eru um tvítugt fyrst að upplifa lífið. Áleitin viðfangsefni blasa við til að gefa þolendum tækifæri til að upplifa það líf sem við teljum sjálfsagðast af öllu í veröldinni. Og þessi hundingi fær þungan skell og á hann skilið.
![]() |
Fritzl sýnir andlitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.3.2009 | 18:01
Ómálefnaleg viðbrögð við tillögum Tryggva Þórs
Hvernig er það, hafa þessir forystumenn þjóðarinnar ekkert fram að færa í efnahagsmálum nema fimmaurabrandara? Ef þau ætla að gagnrýna tillögur Tryggva Þórs væri þá ekki nær að þau kæmu með einhverjar tillögur og sýndu að þau væru að gera eitthvað annað en búa til brandara þegar vantar leiðsögn í þessu landi, alvöru forystu.
Hvaða tillögur hafa stjórnvöld fram að færa til lausnar hinum aðsteðjandi og augljósa vanda sem blasir við heimilum landsins? Nú duga engir fimmaurabrandarar frá þeim sem ráða för!
![]() |
Húsráð Tryggva Þórs þykja vond |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 12:05
Heiðarleiki í vafa - tengsl Logos við Baug ljós

Tilraunir forsvarsmanna lögfræðistofunnar Logos að neita tengslum við Baug voru pínlega vandræðalegar. Heiðarleikinn var undir og þeir glötuðu honum sjálfir með því að reyna að ljúga sig frá augljósum staðreyndum. Myndin af Jóni Ásgeiri, að koma út úr húsakynnum Logos eftir krísufund vegna FL Group, er nóg ein og sér til að vekja efasemdir, ekki þarf að grafa dýpra. Mér finnst þetta afleitt.
Þeir sem eiga að taka að sér stærsta gjaldþrotamál í Íslandssögunni standa ekki undir lágmarks kröfum um heiðarleika, þeir misstu hann á fyrsta degi. Svo er ljóst nú að skiptastjórinn kom eigum sínum undan. Ekki glæsilegur upphafsreitur sem hann er á þessi maður.
Þetta verður að taka fyrir frá grunni og skipta um þann sem heldur utan um þetta risavaxna gjaldþrot. Trúverðugleikinn er undir, heiðarleikinn er þegar farinn.
![]() |
Víðtæk tengsl við Baug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2009 | 00:42
Eiga leikskólastarfsmenn að geta slegið börn?
Þetta er grundvallaratriði. En lögin vernda vissulega starfsmenn frá uppsögn og það virðist þurfa langt ferli til að þeir víki úr starfi. Í þessum efnum þarf að geta tekið á málum fljótt og vel. Enginn vill að einstaklingur sem hefur misst stjórn á skapi sínu af slíkum ofsa að slá smábarn passi sín börn eftir það.
Þetta mál opnar vissulega aðra umræðu og það er hvenær er virkilega hægt að treysta öðrum fyrir að passa börn. Hún á að vera óþörf en hlýtur að verða opinber þegar slíkt gerist hjá stofnun sem treyst er fyrir miklu verkefni. Þessi vafi á ekki að þurfa að vera til staðar.
![]() |
Hefur verið sagt upp störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |