23.1.2009 | 12:46
Geir hættir vegna krabbameins - kosningar í maí

Ég er mjög sleginn að heyra af því að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hafi greinst með illkynja krabbamein í vélinda og hafi því ákveðið að hætta sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Ég vil færa Geir góðar batakveðjur og vonast eftir því að hann sigrist á meini sínu. Mikilvægt er að hann taki sér frí frá störfum og leggi alla sína orku í að ná heilsu að nýju. Ekkert er mikilvægara á þessari stundu, rétt eins og ég vona að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir muni ná sér, eins og góðar fregnir í morgun gefa tilefni til.
Augljóst er að nýjir tímar eru framundan innan Sjálfstæðisflokksins. Ný forysta verður kjörin á landsfundi í marslok, en fyrri fundi hefur nú verið frestað. Þar er mikilvægt að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verði einhver sem stendur utan meginátaka undanfarna daga og tryggt verði að flokkurinn endurnýji sig í aðdraganda vorkosninga, sem augljóst er nú að verða haldnar laugardaginn 9. maí nk.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fullt tækifæri til að endurnýja sig og treysta böndin á landsfundi í marslok. Nú þegar Geir H. Haarde, traustur forystumaður um langt skeið, yfirgefur sviðið og einbeitir sér að því að ná heilsu er mikilvægt að við flokksmenn stöndum saman um enduruppbygginguna og veljum formann sem getur endurreist flokkinn til verka og tekið trausta forystu varðandi þingkosningarnar.
![]() |
Geir: Kosið í maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2009 | 12:31
Stórtíðinda að vænta úr Valhöll
![]() |
Miðstjórnarfundur að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 01:30
Friðsöm mótmæli - lærdómur skemmdarverkanna
Svo er líka gott að mótmælendur hafi áttað sig á því að áfengi og mótmæli eiga enga samleið. Ég hef heyrt margar sögur af því hvernig síðasta nótt var og fannst nóg um. Skrílslætin fóru yfir strikið síðustu nótt og ekki hægt að líta öðruvísi á en reynt hafi verið að drepa suma lögreglumenn með því að kasta í þá þungum steinhnullungum. Slíkt grjótkast er ekkert gamanmál, heldur hreinlega manndrápstilraun. Þeir mótmælendur sem snerust til varnar lögreglunni eiga hrós skilið fyrir sitt verk.
En allir hafa rétt á sínum skoðunum - setja verður þó mörk á milli skoðana og ofbeldis.
![]() |
Mótmælt í góðri sátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 19:02
Ingibjörg Sólrún fárveik - vill áfram sömu stjórn
Mér fannst eiginlega erfitt að hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu í viðtali á Stöð 2 fyrir stundu. Hún er augljóslega mikið veik og er ekki í standi til að taka erfiðar ákvarðanir um stjórnmál. Hugur hennar á að vera um að ná heilsu og komast aftur á fætur. Mér finnst það mjög dapurlegt að hún fái ekki frið til að ná áttum í veikindum sínum og þurfi að setja önnur mál ofar á dagskrá.
Vandi Samfylkingarinnar er þó sá að enginn staðgengill, trúverðugur altént, er til staðar og því þarf Ingibjörg Sólrún af sjúkrabeði fárveik að gegna skyldum sínum enn. Mér finnst þetta sorglegt og finnst leitt að hún fái ekkert svigrúm fyrir sjálfa sig, þegar þess er þörf.
![]() |
Ingibjörg vill kosningar í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 17:35
Telja dómstólar flengingar farsæla uppeldisaðferð?
Mér finnst reyndar mjög sérstakt að þessi maður er haldinn bdsm-órum. Fær fólk útrás fyrir það eðli sitt með því að flengja börn sambýlisfólks þess? Mér finnst þetta mjög sjúkt.
![]() |
Mátti flengja drengi kærustu sinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2009 | 16:04
Ríkisstjórnin komin á endastöð - næstu skref
Hún mun væntanlega ryðja sviðið í Samfylkingunni fyrir sitt pólitíska eftirlæti, Dag B. Eggertsson, og senda þau skilaboð að sitjandi forysta verði öll að fara, ráðherrarnir meðtaldir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur vissulega þann leik að geta slitið samstarfinu og rekið ráðherra Samfylkingarinnar úr ríkisstjórninni, pólitískur leikur sem Þorsteinn Pálsson hefði getað gert við stjórnarslit árið 1988 en gerði ekki er á hólminn kom.
Slíkt er vissulega umdeilt en yrði merkileg endalok á þessu tveggja ára samstarfi sem var eldfimt og erfitt frá fyrsta degi, þó lengi vel héldist það saman á valdagleði Samfylkingarmanna. Í öllu falli er eitt ljóst; það verða kosningar í maí. Kemur engum að óvörum úr þessu, það hefur verið augljóst síðustu dagana að það væri í kortunum.
![]() |
Mikilla tíðinda að vænta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 12:40
Eru mótmælendur endanlega að verða ruglaðir?
Ég held að mótmælin hafi runnið út í sandinn og orðið ótrúverðug í nótt. Árásin á lögregluna og nú þessi yfirlýsing um að ráðast að heimilum lögreglumanna er óverjandi og lágkúruleg. Ég held að mótmælendur séu á góðri leið með að eyðileggja baráttuna og þeir sem ganga lengst eyðileggja friðsöm mótmæli þeirra sem hafa frekar haldið sér til hlés og verið rólegir í sinni tjáningu.
Það að ráðast að lögreglunni með þvagi og saur, eins og fram hefur komið, er óverjandi og aðeins til þess fallið að landsmenn leggist gegn mótmælunum. Takmörk eru fyrir öllu. Þeir mótmælendur sem ganga fram með þeim hætti og var í nótt eru ekkert nema skríll og eiga að fá það heiti yfir sig og sinn tjáningarmáta.
![]() |
Nafnbirtingin grafalvarlegt mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 12:03
Sjálfseyðingarhvöt á Stöð 2 - Sigmundur rekinn
Held að þetta sé besta dæmið um að hörð pólitík er sett þar til hliðar en tekin upp dúlluleg umfjöllun á örlagatímum. Greinilegt er að fréttastofan logar af óeiningu og þar er algjört stjórnleysi. Held að flestum hafi blöskrað þegar Íslandi í dag var breytt úr alvöru þjóðmálaþætti í séð og heyrt glamúrmennsku með yfirborðskenndri umfjöllun sem er ekki í takt við almenning.
Á þeim degi þegar mótmælin hófust við þinghúsið var sérstakt að sjá Ísland í dag sem virkaði eins og þátturinn væri í glerkúlu fjarri fólkinu og í engu samhengi við aðra umfjöllun. Þegar Sölvi Tryggvason var rekinn mátti sjá nýjar áherslur og brottrekstur Sigmundar Ernis staðfestir það.
Fréttastofa Stöðvar 2 er ónýt sem marktækur fréttamiðill, hafi einhverntímann verið eitthvað að marka hana, og virðist vera varnarveggur fyrir auðjöfra, eiganda sinn, frekar en frjáls og óháð.
![]() |
Frjáls undan oki auðjöfra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 02:43
Hafa mótmælin verið yfirtekin af skríl?
En kannski er þetta fólk einmitt að óska eftir óeirðum og því að gengið verði lengra gegn þeim. Mér finnst ekkert annað blasa við, sé mið tekið af því að hjóla beint í lögregluna. Hreint skemmdarverk og ofbeldi er mótmælendum ekki til sóma.
![]() |
Mótmælendur við Stjórnarráðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 01:15
Táragas á Austurvelli - óeirðir að skella á?
Ég verð að segja að ég er ekki hissa á því að táragasi sé beitt á Austurvelli sé það rétt að gangstéttarhellu hafi verið kastað í lögregluþjón og reynt að ráðast beint að þeim. Slíkar aðgerðir verða aðeins til þess að lögreglan svarar á móti með ofbeldi. Mér sýnist því miður þetta stefna í óeirðastíl á Austurvelli og tel að það sé verulegt áhyggjuefni að mótmælendur ráðist beint að lögreglunni við skyldustörf sín. Slíkt getur ekki endað nema illa.
Óeirðirnar á Austurvelli 30. mars 1949 eru ógleymanlegur hluti af Íslandssögunni og svipmyndir þess dags vel varðveittar í frásögn af inngöngunni í Nató, sem þrátt fyrir mikla ólgu á þeim tíma, reyndist mikið gæfuspor og enginn lagði í að stöðva síðar meir. Nú virðast þessir sögulegu atburðir að endurtaka sig á Austurvelli að einhverju leyti og það að beitt sé táragasi markar viss þáttaskil í þessari ólgu.
![]() |
Táragasi beitt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 00:12
Mótmælendur ráðast að lögreglunni - átakanótt?
Mér fannst mjög dapurlegt í dag að kastað væri flugeldum eða blysum að lögreglunni og gengið þar með of langt, enda er hægt að valda miklum meiðslum á mönnum sem sinna aðeins sínum verkum. Ég veit ekki hvort gott sé að spá um hvernig nóttin muni verða. Held að allt bendi til þess að átök séu að skella á milli aðila. Slíkt endar bara með óeirðum.
Ef ofbeldið ætlar að verða þannig að ráðist er að mönnum sem sinna sinni vinnu og hafa ekkert af sér gert, að tilefnislausu, er gengið of langt og skaðar aðeins mótmæli þeirra sem halda enn áfram. Kannski er tilgangurinn einn að kveikja ófriðarbál.
![]() |
Lögregla beitti kylfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 22:06
Stjórnin að falla - frumkvæðið að endalokunum
Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með ummæli Geirs í kvöld og finnst það vera eins og veruleikafirring að tala og láta líta út fyrir sem að allt sé í himnalagi og hægt verði að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Ríkisstjórnin hefur oft verið tæp, í raun aldrei heilsteypt, en nú eru endalokin greinilega í augsýn. Áframhaldandi mótmæli af þessu tagi og skiljanleg krafa almennings að einhver framtíðarsýn sé mótuð og talað til fólks af viti, mun ekki enda öðruvísi en með því að kjósendur fái umboðið í sínar hendur.
Sjálfur hef ég margoft verið óánægður með þessa ríkisstjórn og verið ósáttur - eiginlega langt síðan ég hætti að styðja hana af hugsjón og áhuga. Margir þættir hafa orðið til þess og þeir sem lesa bloggið vita örugglega af skoðun minni á ríkisstjórninni. Eftirmæli hennar verða því miður að hafa sofið á verðinum og látið sem ekkert væri að gerast þegar þörf var á öflugri forystu og traustum vinnubrögðum. Fálmkennd vinnubrögðin verður það sem flestir minnast þegar hugsað verður til þessa tíma, því miður.
Eitt veigamikið vandamál nú, þegar allt riðar til falls og kjósendur sækja að kjörnum fulltrúum og embættismönnum með orðum og aktívisma, er að límið í ríkisstjórn landsins er ekki lengur til staðar. Formaður annars stjórnarflokksins er greinilega mikið veik og ekki fær um að gegna störfum sínum áfram og hinn formaðurinn virðist vera orðinn lokaður af og átta sig ekki á raunveruleikanum sem er að gerast. Þetta eru ill örlög einnar ríkisstjórnar.
Kosningabaráttan er greinilega að hefjast. Þar verður horft til uppstokkunar í stjórnmálum og reynt að byggja upp aftur á því sem aflaga fór áður. Þar hlýtur hagur þeirra sem eru nýjir og hafa lausnir að vera vænlegur en um leið hljóta þeir að fara af sporinu sem hafa engar lausnir og upphrópanir sem eru verðlausar út af fyrir sig.
![]() |
Samþykktu ályktun um stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.1.2009 | 18:29
Ríkisstjórn í andaslitrunum - uppgjör framundan
Framtíðin er óljós. Mikið er talað um myndun rauðgrænnar stjórnar. Ef vinstriflokkarnir telja sig ráða við ástandið betur og gætu tekið af skarið verður það að ráðast. Ég hef aldrei verið mjög hrifinn af vinstristjórnum, enda sagan ekki beint þeim hliðholl. Þær hafa sjaldan staðið undir sér nema um skamman tíma og oftast endað í upplausn og fylkingamyndunum. Mér finnst eðlilegast gefist þessi stjórn upp að kosningum verði flýtt eins og mögulegt má vera og það verður ekki umflúið.
Ég tel að menn hefðu betur farið að ráðum Davíðs Oddssonar í vetur og myndað þjóðstjórn þegar eftir bankahrunið eða allavega tryggt samstöðu stjórnmálanna um verkin. Slíkt var ekki gerist og dæmist sem mikil pólitísk mistök. Davíð mat stöðuna þá rétt. Mér hugnast betur að fá utanþingsstjórn ef þessi gefst upp. Ef stærstu flokkar landsins geta ekki leitt þjóðina á að fá utanaðkomandi menn að verkinu.
Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn er ég kominn á þá skoðun að þar verði að taka duglega til í forystunni og sýna nýja ásýnd á landsfundi í næstu viku. Slíka stefnu þarf að móta í aðdraganda kosninga og gefa fólki tækifæri til að velja nýja ásýnd flokksins í kosningunum sem verða fyrr en síðar.
![]() |
Ekki á kosningabuxunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 15:03
Allt á suðupunkti - mun fólk beita ofbeldi?
Hitt er svo annað mál að pólitísk upplausn er í landinu. Ríkisstjórnin stendur mjög veikt. Ég skynja mikla óánægju með veika forystu hennar á þeim tímum þegar við verðum að hafa styrka forystu og taka alvöru ákvarðanir. Hún stendur ekki í lappirnar og er að bugast, einkum af innanmeinum sem hafa verið til staðar mjög lengi en verið haldið niðri með samstöðu formanna flokkanna. Formaður annars flokksins er veik og fjarri sviðinu. Allt getur því gerst.
![]() |
Mótmælendur umkringdu Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 06:59
Stjórnleysisástand á Austurvelli
Nú verður fróðlegt að sjá hvað lögreglan mun ganga langt ef allt verður á suðupunkti síðar í dag.
![]() |
Mótmæli fram á nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 00:49
Eru mótmælin ekki farin að ganga of langt?
Mér sýnist þessi mótmæli vera orðin stjórnlaus og þokist áfram frekar spontant frekar en vera skipulögð og ákveðin. Reiðin ber fólk ofurliði og það fer alla leið á þeirri gremju sem býr í því. Miðað við viðtölin í tíufréttum og stemmninguna sem var hjá því er varla við því að búast að skynsemin sé við völd í baráttunni. Þetta er að stefna í eitthvað meira en mótmæli, þetta er að verða að hreinni árás á allt stjórnkerfið og virðist valdi þar beitt af öllu afli.
Morgundagurinn verður örugglega átakadagur eins og sá sem nú er liðinn. Mér sýnist engin mörk á því hvað geti gerst og væntanlega verður ofbeldið meira en í dag ef fram heldur sem horfir. Nú reynir á hvað lögreglan og stjórnvöld eru tilbúin til að gera til að verja þinghúsið. Mér sýnist þetta vera að þokast mjög á verri veg.
![]() |
Jólatréð brennt á bálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 22:24
Söguleg átök við þinghúsið minna á ástandið 1949
Reiðin og beiskjan í fólki er skiljanleg. Ríkisstjórnin hefur allt frá því hún tók við fyrir tveim árum verið mjög veik þrátt fyrir mikinn þingmeirihluta og ekki getað verið öflug í verkum. Eftir bankahrunið hefur hún haft mörg tækifæri til að taka stöðuna traustum tökum en mistekist það æ oftar. Ég er því ekki hissa á að kallað sé eftir traustri forystu og einhverri framtíðarsýn. Vinnubrögðin hafa verið fálmkennd og fjarlæg. Pólitíska forystan í landinu hefur ekki náð að róa almenning eða ná trausti þess. Því er skiljanlegt að reiðin brjótist upp á yfirborðið.
Ég hef aldrei verið talsmaður ofbeldis og grimmdarverka, hvort sem það er gegn mótmælendum eða þeim sem ráða för. Hitt er þó orðið ljóst að það líður að þingkosningum. Þær hafa verið í augsýn mjög lengi og öllum ljóst að þær verða í síðasta lagi þegar rannsóknarferlið er frá. Ég tel að ekkert geti róað almenning úr þessu nema að kosningar fari fram og þær verði tímasettar.
Svo verður að meta hvort stjórnvöld gefa eftir og hugleiða kosningar. Mér sýnist pólitísk samstaða um að sitja við völd óháð ástandinu vera að bresta. Við erum að stefna í pólitíska hitatíma í takt við það sem var í gamla daga. Kannski er ofmælt að líkja því við baráttuna árið 1949 en hitinn er engu minni. Almenningur er að tjá skoðanir sínar með mismunandi beittum hætti.
Pólitíkin hefur verið hreint dútl í ótalmörg ár. Það er að breytast með dramatískum hætti á þessum janúardögum.
![]() |
Mannfjöldi á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 18:22
Óeirðir og óeining - umbrotatímar í stjórnmálunum
Persónulega hef ég viljað að farið verði yfir allt ferlið og dómar felldir í kjölfar þess. Hinsvegar er vandséð hvernig verði komið í veg fyrir þingkosningar á árinu. Ákallið er sterkt og mjög skiljanlegt.
![]() |
Þjóðin var í Alþingisgarðinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 18:18
Barack Obama tekur við forsetaembættinu

Barack Hussein Obama hefur nú svarið embættiseið sem 44. forseti Bandaríkjanna. Nú reynir á ákall hans um breytingar og söguleg þáttaskil í bandarískum stjórnmálum - leiðarstefið sem hann byggði kosningabaráttu sína á, eina öflugustu og tæknivæddustu kosningabaráttu sögunnar. Breytingarnar eru nú í sjónmáli og verður áhugavert að sjá hvernig honum gangi í verkum sínum. Embættistakan var mjög merkileg stund í pólitískri sögu, ekki aðeins Bandaríkjanna heldur í alþjóðastjórnmálum, enda allt við sigurgöngu Obama sögulegt.
Engin stórtíðindi voru í innsetningarræðu Obama forseta. Hann átti mjög erfitt með að setja markið hærra en í fyrri sögulegum ræðum sínum, sigurræðunni í Iowa í janúar 2008, þegar hann tók við útnefningu demókrata í Denver í ágúst 2008 og þegar hann fagnaði sigri í Chicago í nóvember 2008. Hann hefur fyrir löngu sett markið hátt í ræðusnilld og flutt margar af eftirminnilegustu ræðum nútímastjórnmála og erfitt að gera innsetningarræðuna betri en þær. Þar var þó talað á mannlegu nótunum og greinilegt að forsetinn mun gera sitt besta í embætti.
Vandræðaleg mistök í embættiseiðnum vöktu athygli þegar Obama forseti og Roberts forseti Hæstaréttar fóru af sporinu en þeir náðu fljótlega áttum. Svo var alveg yndislegt að hlusta á Arethu Franklin flytja fallegt ættjarðarlag. Fannst Rick Warren stinga mjög í stúf við að flytja predikun, en hatur hans á samkynhneigðum er vel þekkt og mjög umdeilt þegar Obama forseti valdi hann til að tala.
Stóra stundin var þó fyrir nokkrum mínútum þegar George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú, yfirgáfu Washington í þyrlu á leið heim til Texas. Þau hafa átt átta söguleg ár í forsetaembættinu. Bush fer af velli sem einn óvinsælasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna en um leið með sterkan sögulegan sess sem þjóðarleiðtogi á miklum umbrotatímum.
Bush virtist glaður við brottförina en Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti, var greinilega mjög fjarlægur og hugsi þar sem hann sat í hjólastólnum vegna bakmeiðsla. Táknræn endalok að öllu leyti á átta árum Bush-stjórnarinnar á þessum merkilega degi. En nú er Bush-stjórnin komin í sögubækurnar - umdeildi tími hinna erfiðu ákvarðana tengdum honum er nú að baki.
Framtíðin blasir nú við Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og stjórn hans. Allra augu verða á verkum hans og forystu næstu árin, þó fyrst og fremst fyrstu 100 dagana, þegar ný framtíðarsýn er mótuð.
![]() |
Obama: Við erum reiðubúin að leiða á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 16:21
Pólitísk þáttaskil í Bandaríkjunum

Söguleg þáttaskil verða í Bandaríkjunum innan klukkustundar þegar Barack Hussein Obama sver embættiseið sem 44. forseti Bandaríkjanna. Þetta er mikill hátíðardagur í Bandaríkjunum og mjög skemmtilegt að fylgjast með hátíðarhöldunum í vefsjónvarpi CNN, en mjög er vandað til útsendingarinnar enda embættistakan með þeim sögulegustu í stjórnmálasögu Bandaríkjanna og markar virkileg kaflaskipti og nýtt upphaf, enda fyrsti þeldökki forsetinn að taka við embætti.
Mjög merkilegt að sjá George W. Bush, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, yfirgefa Hvíta húsið í síðasta skipti sem forseti fyrir stundu. Forsetaferill Bush hefur verið mjög sögulegur, hann var forseti þegar Bandaríkin urðu fyrir hryðjuverkaárás, hann stýrði Bandaríkjunum í stríð í Afganistan og Írak og hefur verið einn umdeildasti þjóðhöfðingi Bandaríkjanna á sínum átta árum í Hvíta húsinu. Nú fer þetta umbrotatímabil í sögubækurnar og fróðlegt að sjá hvernig það verði metið.
Ég skrifaði fréttaskýringu um Barack Hussein Obama, 44. forseta Bandaríkjanna, á AMX í dag og fór þar yfir stjórnmálaferil og ævi hans - sigurganga hans er stórmerkileg og sýnir vel að bandaríski draumurinn er vel til staðar.
![]() |
Bush skrifaði miða til Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |