26.7.2009 | 22:23
Fóru Ómar og Einar hringinn yfir hámarkshraða?
Annars vona ég að þeim félögum gangi vel á keyrslunni. En það er eðlilegt að menn standi sig og birti réttar tölur vilji þeir láta taka sig trúanlega. Þetta er ögn vandræðalegt.
26.7.2009 | 00:51
Vonandi fór lottóvinningurinn á góðan stað
Óska vinningshafanum til hamingju og vona að þeim gangi vel að höndla vinningsupphæðina og það sem henni fylgir. Kannski er best að fagna slíku einn með sínum nánustu frekar en sleikja upp umfjöllun í öllum fjölmiðlum.
Stundarfrægðin getur oft snúist upp í annað en hamingju.
![]() |
Vann 46 milljónir í Lottó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2009 | 12:59
Ísland þarf að borga þvert á yfirlýsingar Steingríms
Nú er ljóst að þvert á allar yfirlýsingar Steingríms J. Sigfússonar þurfa Íslendingar að borga kostnað Breta í Icesave-málinu. Hvernig stendur á því að fjármálaráðherrann getur ekki sagt bara satt og viðurkennt hvað felst í samkomulaginu? Ég held að þjóðin sé búin að fá alveg nóg af svona útúrsnúningum og tilraunum til blekkinga.
Þessi ákvæði eru niðurlægjandi - íslenska samninganefndin hefur algjörlega beygt sig í duftið í samningsgerðinni. Hún samdi af sér, hugsaði um hagsmuni annarra en Íslendinga. Þetta eru mestu afglöp íslenskrar stjórnmálasögu.
Ekki þýðir fyrir vinstri græna að benda á aðra í þeim efnum. Þeir gerðu þennan samning og skrifuðu undir hann - bera á honum fulla ábyrgð og verða að taka skellinn á sig, enda útilokað að þjóðin sætti sig við svona afglöp.
![]() |
Niðurlægjandi ákvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2009 | 23:05
Obama hopar - byrjendaklúður í Hvíta húsinu

Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, varð heldur betur illa á í messunni þegar hann réðst að lögreglumanni í Massachusetts á blaðamannafundi í vikunni og sakaði hann um heimskulegt athæfi í starfi þegar hann sinnti aðeins sinni vinnu. Til að bæta gráu ofan á svart sagðist Obama ekki þekkja staðreyndir málsins allar nógu vel. Obama ætlaði sér að blása til sóknar til að bjarga heilbrigðisfrumvarpi sínu frá því að stefna í Waterloo-baráttu en blaðamannafundurinn drukknaði alveg í þessum byrjendamistökum hans.
Eftir að hafa átt góða sex mánuði í Hvíta húsinu er nýjabrumið að fara af Obama. Honum hefur tekist illa upp í forystu sinni með heilbrigðisfrumvarpið og virðist vera að tapa fylgi. Könnun Rasmussen í dag mælir Obama með innan við 50% stuðning í fyrsta skipti á forsetaferlinum. Hann mælist neðar en Jimmy Carter, eins kjörtímabils líberal forseti demókrata, gerði sumarið 1977. Nú reynir á forystuhæfileika Obama. George W. Bush er ekki lengur leikari í atburðarásinni og nú þurfa demókratar að fara að leiða mál.
Obama gerði alvarleg mistök á þessum blaðamannafundi með orðavali sínu um lögreglumanninn. Hann missti stjórn á sér og hefur kallað yfir sig reiði lögreglumanna um öll Bandaríkin og hann hefur ekki grætt á þessu í einu sterkasta líberal ríki Bandaríkjanna, Massachusetts, ríki Kennedy-anna. Svona mikil byrjendamistök hlýtur að vekja spurningar um hvort Obama sé að mistakast í forystu sinni og sé að missa gríðarlega trausta stöðu í upphafi kjörtímabilsins úr höndum sér.
![]() |
Obama hringir í lögreglumann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2009 | 08:29
Sættir Steingrímur J. sig við aðför að Íslandi?
Hvað er að gerast í fjármálaráðuneytinu þegar það sættir sig við að Norræni fjárfestingabankinn hætti að lána Íslendingum og setji þeim afarkosti? Skilaboðin þar eru einföld og hótanirnar augljósar - Icesave-samningurinn fari í gegn ella allt sett í salt. Annars er Steingrímur J. löngu hættur að koma fólki að óvörum. Dugleysi hans og þvermóðska er algjör.
Þetta bætist ofan á þann aumingjaskap, sem varð opinber í gær, að láta íslenska ríkið borga lögfræðikostnað breskra stjórnvalda vegna Icesave. Afglöp íslensku samninganefndarinnar í því máli verða æ augljósari og ekki hægt að tala um neinn samning lengur. Allt fellur á Íslendinga.
Þetta er versti samningur sem hefur verið gerður af hálfu Íslendinga. Geti vinstriflokkarnir ekki stöðvað hann samviskusamlega og tekið þetta klúður sitt úr sambandi ber að fella þessa ríkisstjórn með öllum tiltækum ráðum.
Þeim hlýtur að líða illa sem treystu vinstri grænum fyrir atkvæði sínu í vor. Enginn flokkur hefur samið af sér kosningaloforðin og pólitíska samvisku sína fyrir völd og mjúka stóla með meiri hraða og aumingjabrag en þeir.
![]() |
Hættir að lána Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.7.2009 | 17:00
Raunaleg forgangsröðun hjá vinstristjórninni
Ekki virðist það duga. Þegar er farið að sparka í Íslendinga og hóta þeim af hálfu Hollendinga. Algjörir draumórar eru að telja ESB-málið og Icesave tvö aðskilin mál. Icesave mun hundelta okkur í þessum viðræðum. Við verðum látin standa skil á þeim og þurfum að taka á okkur auknar byrðar til að eygja von á ESB-aðild.
Eitt er að verða áþreifanlega augljóst þessa sumardaga. Hagsmunir Íslands hafa orðið aukaatriði í tilraun Samfylkingarinnar til að komast til Brussel.
![]() |
Umsóknin á dagskrá á mánudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2009 | 00:07
Vinstriflokkarnir leita að útgönguleið úr vandræðum
Augljóst er að þessi samningur var dýr aðgöngumiði í Evrópusambandið. Hann virðist þó varla ætla að duga. Nú þegar er farið að hóta Íslendingum eftir samþykkt þingsins á ESB-aðildarviðræðum. Sæla Samfylkingarinnar vegna þess afreks að semja allt af sér fyrir það að komast með tærnar hálfa leið til Brussel er vægast sagt skammlíf. Allt logar stafna á milli hjá vinstri grænum. Steingrímur J. er að missa pólitískt veganesti sitt úr höndunum. Hann er að missa flokkinn og þjóðina úr höndum sér.
Vond eru örlögin fyrir Steingrím Jóhann.... sem á ekkert nema vondar ákvarðanir og vonda valkosti í boði eftir hin afdrifaríku pólitísku afglöp og mistök. Þetta Icesave-mál er að verða hans Íraksmál. Hann er á sömu leið og Halldór Ásgrímsson forðum daga... og það á mettíma.
![]() |
Hvorki fyrirvarar né frestun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2009 | 15:39
Yfirnáttúrulegt eða hrein lygasaga?
Mér finnst sagan af stelpunni sem keyrði í svefni frá Húsafelli til Keflavíkur einum of til að vera sönn. Finnst þetta fjarstæðukennt. Nema þá að hægt sé að ganga í svefni, skrifa og hugsa alla hluti í svefni og gera þá óaðfinnanlega. Eitthvað við þetta hljómar meira en lítið óraunverulegt.
Ég hef reyndar lengi velt fyrir mér hvort hægt sé að ganga í svefni og gera alla mögulega hluti. Eitthvað við það sem er svolítið sérstakt. Stemmir ekki allt saman.
Þessi saga líkist frekar absúrd sögu í kvikmynd frekar en raunverulegum atburðum. Svo þarf hugmyndaflugið að ákveða hvort þetta sé satt... eða geti gerst.
Efast um það.
![]() |
Ók landshluta á milli í svefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2009 | 14:06
Afleitur samningur - pólitísk áhætta Steingríms
Ég velti reyndar fyrir mér hvernig vinstri grænum og Samfylkingu líði með þennan afleita samning í fanginu og geta hvorki losað sig við hann né afneitað honum. Þvílík byrði, pólitískur harmleikur en sjálfskaparvíti. Mér finnst alltaf jafn aumingjalegt að sjá stjórnarsinna reyna að koma þessum samning yfir á aðra. Samningurinn er á pólitíska ábyrgð Steingríms J. og vinstri grænna. Þeir leiddu samninganefndina og skrifuðu undir fyrir hönd ríkisins. Þeirra er klúðrið.
Hver þeirra ætli verði fyrstur til að viðurkenna að þessi samningur er mega klúður? Þó það kosti þá áhættu að sparka í Steingrím J. En það er kannski með þetta eins og ESB... sá vinstri grænn sem þorir að rífa kjaft og sýna eigin sannfæringu og sanna forystu stendur uppi sem táknrænn sigurvegari.
![]() |
Er ríkisstjórnin að gera samskonar mistök og útrásarvíkingarnir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2009 | 00:07
Pólitísk afstaða - staðið og fallið með skoðunum
Þorgerður Katrín tók ekki afstöðu. Mér finnst hjáseta í svo stóru máli ekki afstaða heldur hreinn og beinn aumingjaskapur. Munurinn á þeim er að önnur tekur afstöðu, þorir að taka af skarið á meðan hin þorir ekki að taka afstöðu, standa og falla með pólitískri sannfæringu. Svo verður að ráðast hvernig fer fyrir þeim í þeirri afstöðu.
![]() |
Ragnheiður gerir grein fyrir atkvæði sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2009 | 11:57
Þorgerður Katrín á að víkja sem varaformaður
Ég held að margir sjálfstæðismenn séu á þeirri skoðun að Þorgerður Katrín eigi að finna sér eitthvað annað að gera og leyfa Sjálfstæðisflokknum að eflast til nýrra verka án tenginga bæði við hennar umdeildu fortíð í hruninu og annarra. Þegar við bætist að hún situr hjá í einu umdeildasta máli samtímans er ekki að sjá að það sé þörf fyrir hana í forystu flokksins.
Hún ætti að hugleiða sína stöðu og víkja af velli að mínu mati.
![]() |
Staða Þorgerðar Katrínar veikist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2009 | 11:53
Málningu slett hjá auðmönnum
Reiðin er mikil. Einhvern veginn verður hún að fá útrás. Þetta er ein leiðin, sú dapurlegasta að mínu mati. Miklu betra er að ráðast að þessum mönnum eða gagnrýna þá með skrifum og mætti málefnalegra skoðanaskipta heldur en með skemmdarverkum. Þeir hafa sjálfir unnið mikil skemmdarverk á samfélaginu og hafa misst bæði æruna og veldi sitt vegna eigin græðgi fyrst og fremst.
![]() |
Málning á hús Bjarna Ármanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 14:34
Aumingjaskapur Þorgerðar Katrínar
Ég missti allt álit á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, áðan þegar hún ákvað að sitja hjá í mikilvægri atkvæðagreiðslu um aðildarumsókn í Evrópusambandið.... tók bara enga afstöðu. Greinilegt er að hún studdi aðildarumsókn en þorði ekki að gera það. Þetta er ekta heigulsháttur sem einkennir afstöðu varaformanns Sjálfstæðisflokksins.
Ég ákvað að kjósa Þorgerði Katrínu sem varaformann á landsfundi í vor, vildi veita henni annan séns eftir að hún hafði brugðist flokksmönnum á mikilvægu augnabliki enda taldi ég lengi vel að hún ætti að fara úr forystunni með Geir H. Haarde. Bæði brugðust algjörlega þegar á reyndi. Ég sé eftir þeirri ákvörðun.
Svona fólk vil ég ekki sjá í pólitík og þaðan af síður styðja.
![]() |
Þorgerður Katrín greiddi ekki atkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 13:23
Alþingi hafnar því að þjóðin kjósi um ESB
Þessu hefur nú verið hafnað. Þeir sem hafa skreytt sig með því að fólkið í landinu eigi að fá meira vald, leita álits þjóðarinnar í lykilmálum og færa valdið nær fólkinu hafa nú gleypt þennan boðskap fyrir völdin og afhjúpað sig sem algjöra hræsnara.
![]() |
Atkvæðagreiðslan í beinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.7.2009 | 02:32
Svínaflensa eða fjölmiðlaflensa?
Óttinn er skiljanlegur að vissu marki, en samt sem áður verður ástæðan til að óttast undarlegri eftir því sem meira liggur fyrir varðandi flensuna og staðreyndirnar verða meira áberandi í umræðunni. Þetta minnir að sumu leyti á umræðuna um fuglaflensuna fyrir nokkrum árum. Reynt var að gera fólk um allan heim svo óttaslegið að það þyrði varla að ferðast.
Er á reyndi var fuglaflensan aðeins fjölmiðlaflensa. Nokkuð er um liðið síðan talað var um fuglaflensuna í fjölmiðlum, en um tíma var þetta í öllum fréttatímum, öllum blöðum og tímaritum.
Fjölmiðlar segja oft mikilvægar fréttir og miðla upplýsingum. Þeir geta þó stundum yfirdramatíserað hlutina. Gott ef svínaflensan fer ekki í sömu kategóríu og fuglaflensan bráðlega.
![]() |
Mæðgur fárveikar af svínaflensu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009 | 21:45
Brenglað fréttamat Ríkisútvarpsins
Í miðjum klíðum lokaumræðu um aðild að Evrópusambandinu finnst mér trúverðugleiki fréttastofu Ríkisútvarpsins dala gríðarlega. Í kvöld margtuggði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir upp að afstaða þingmanna Borgarahreyfingarinnar væri fráhvarf frá kosningastefnu og gerði mikið úr því í viðtali við Birgittu Jónsdóttur, alþingismann Borgara, að hún væri í plotti með atkvæði sín og hefði svikið málstaðinn. Þetta var svo endurtekið vel eftir viðtal Jóhönnu við Þór Saari í Kastljósi.
Eðlilegt er að spyrja hvort skipti meira máli eitthvað sem Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir sögðu fyrir kosningar eða algjör viðsnúningur Steingríms J. Sigfússonar og fleiri þingmanna VG í ESB-málinu, aðeins fyrir völdin. Veit ekki betur en Steingrímur J. hafi kokgleypt kosningastefnu VG og flokksstefnuna um ESB fyrir það að verða einn valdamesti maður landsins, ferðafélagi Jóhönnu og Samfylkingarþingmannanna, ESB-trúboðanna 20.
Hvar er mat Ríkisútvarpsins? Ætla þeir að tapa trúverðugleikanum í þessari ESB-hringekju Samfylkingarinnar, þeirri sömu og Steingrímur J. er orðinn svo áttavilltur í?
![]() |
Niðurstaða um ESB á hádegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009 | 16:29
Upplausn á Alþingi - leyndarhjúpur yfir ESB
Hvers vegna slá þeir leyndarhjúp um mikilvægar skýrslur - ætluðu þeir ekki að auka gegnsæið og miðla upplýsingum til fólksins í landinu?
Ég yrði ekki hissa á því að þessi stjórn sligaðist brátt vegna þrýstings frá grasrót vinstri grænna, sem vilja ekki svona vinnubrögð.
![]() |
Þingfundi frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2009 | 14:46
Þjóðin vill beinskeytta þjóðmálaumræðu
Eftir að Ísland í dag á Stöð 2 varð að Séð og heyrt í sjónvarpi og glansandi glamúrshow er hlutverk Kastljóssins enn mikilvægara að mínu mati. Sumarfrí þar á þessum tíma er því frekar óraunverulegt þó sennilega þurfi að spara til að færa okkur Lost, Ugly Betty og Leiðarljós.... undarleg forgangsröðun það.
![]() |
Davíð Oddsson setti Skjáinn á hliðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2009 | 23:50
Harkaleg viðvörun til Steingríms J. úr heimahéraði
Þetta er viðvörun til flokksleiðtogans um að ekki verði sætt sig við svik á kosningaloforðum og u-beygju frá flokkssamþykktum í mikilvægum málum, lykilmáli á borð við Evrópusambandsaðild. Skilaboðin eru mjög skýr.
Eflaust er þetta mesta pólitíska áfall Steingríms J. Sigfússonar. Þarna sést að það molnar undan honum á heimavelli, í lykilhéruðum í Norðausturkjördæmi. Vissulega merkileg tíðindi.
Eflaust blása vindarnir í aðrar áttir innan VG á næstu mánuðum. Ekki þarf að efast um að mjög gengur nú á pólitískt kapítal Steingríms.
![]() |
Steingrímur ómerkingur orða sinna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2009 | 18:51
Skorað á Davíð að taka þátt í baráttu örlagatímanna
Fjöldi fólks telur Davíð góðan fulltrúa sinn í þeirri baráttu og eðlilegt að hann taki þeim áskorunum og verði virkur í þeim átökum með einum eða öðrum hætti.
![]() |
Skorað á Davíð á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |