22.6.2009 | 00:24
Algjör vitfirring - mikilvægt atriði vantar í fréttina
Moggafréttin segir þó bara hálfa söguna, enda kemur fram í frétt á vísir.is að maðurinn hafi hringt í fréttastofuna og sagt hvað hann ætlaði að gera og verið með hótanir. Mjög alvarlegt mál. Hvað gerði sá sem fékk þá hringingu?
Mikilvægt að fá svar við því. Hafði hann samband við lögregluna? Ef ekki, var ástæða til að telja samtalið grín eða að það væri tilraun til að blekkja fréttastofu?
En hvert er tilefnið? Hvað kallaði fram aðra eins vitfirringu og yfirlagða aðför að slökkviliðinu?
Viðbót
Hafsteinn Gunnar Hauksson, blaðamaðurinn sem vann fréttina og talaði við manninn, hafði samband við mig og benti mér á hið mikilvæga atriði að hann hafði samband við neyðarlínu eftir að tala við manninn og bent þeim á stöðu mála. Mikilvægt að benda á það í samhengi við þessa bloggfærslu. Þakka Hafsteini fyrir að hafa samband.
![]() |
Ók á hurðir slökkviliðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.6.2009 | 19:45
Gunnar víkur meðan rannsókn fer fram
Gunnar Birgisson gerir rétt með því að fara í leyfi frá störfum í bæjarstjórn meðan rannsókn fer fram á málefnum Lífeyrissjóðs Kópavogs. Ekki er hægt að bjóða bæjarbúum í Kópavogi upp á annað meðan unnið er úr málinu. Öll óvissa um hæfi þeirra sem sitja við völd er algjörlega ólíðandi og skaðar mest þá sem gegna trúnaðarstörfum.
Því er hinsvegar ekki að neita að pólitískir skandalar og erfið staða forystumanna sveitarfélagsins hafa lamað pólitíska forystu Kópavogsbæjar og vandséð hvernig menn geti náð aftur trausti kjósenda nema farið sé yfir alla þætti og skorið úr um í eitt skipti fyrir öll hvernig var að verki staðið.
Vafasöm atriði tengd lífeyrissjóðnum eru þó sérstaklega þess eðlis að vandséð er hvernig Gunnar Birgisson geti áfram gegnt störfum, sérstaklega hafi hann sagt ósatt opinberlega um stöðu mála og ekki greint stjórn sjóðsins og bæjarstjórn rétt frá.
![]() |
Gunnar fer í leyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2009 | 12:56
Alvarlegar ásakanir - pólitísk krísa í Kópavogi
Reyndar er pólitíska krísan í Kópavogi algjör eins og komið er málum. Fjórir bæjarfulltrúar af ellefu, þar af tveir flokksleiðtogar og fyrrum leiðtogi Samfylkingarinnar, eru tengdir málinu og deilt um ábyrgð þar um.
Vandséð er hvernig trúverðugleikinn verður endurheimtur fari málið alla leið í kæruferli fyrir dómi. Þetta hlýtur að vekja umræðu um trúverðugleika og stöðu kjörinna fulltrúa.
![]() |
Sakar Gunnar um blekkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2009 | 00:27
Pólitískur skandall eða pólitískt bjargráð
Pólitísk ábyrgð þeirra allra ræðst í meðferð málsins á næstu vikum, en óneitanlega er staðan undarleg. Enginn rís upp til að gagnrýna vinnubrögðin úr bæjarstjórninni sem staðfestir að ákvörðunin var augljós öllum stóru framboðunum í bæjarstjórn. Allir sitja þeir uppi með það og taka afleiðingunum síðar. Af því leiðir að sameiginleg ábyrgð er til staðar. Ekki verður vart við að nokkur hafi setið hjá leik og allir í stjórninni, minnihlutafulltrúar í bæjarstjórn tekið ákvörðunina jafnt og leiðtogar meirihlutans.
Mér finnst reyndar drastískt að stíga fram og taka þessa menn fyrir með þessum hætti. Öllum er augljóst hvaða hagsmunir voru undir og hverra hagsmunir voru hafðir að leiðarljósi. En pólitísk ábyrgð tilheyrir í þessu máli sem öðru.
Vandséð er þó að meiri myrkraverk hafi verið gerð í þessum sjóði en öðrum sjóðum. Ekki var farið með valdi inn í suma þá sjóði sem mest hefur verið deilt um og settir tilsjónarmenn yfir.
Eðlilegt er að rætt verði, eða í það minnsta hugleitt eitt augnablik, hvernig hafi verið unnið bakvið tjöldin í skugga hrunsins.
![]() |
Sjóðsbjörgun kærunnar virði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2009 | 16:47
Ríkisforsjárhyggjan nýtur sín hjá vinstri grænum
Ég sver það að þegar ég heyrði fyrst af Bankasýslu ríkisins datt mér fyrst í hug Marteinn Mosdal - yndislega fyndinn en skemmtilega pirrandi og yfirgengilega ríkisforsjárhyggjulegur einstaklingur. Reyndar hefur Marteinn Mosdal oftar en ekki minnt mig á Steingrím Jóhann Sigfússon.
Nú er tveggja áratuga veruleiki Marteins Mosdal í gervi Ladda að verða að veruleika í umboði vinstri grænna. Þeir njóta þess í botn að ríkisvæða samfélagið og láta stjórnmálamennina verða kónga í því ríki sínu. Blautur draumur myndi einhver segja.
Rifjum upp Martein Mosdal og hugsum um Steingrím J. endilega í leiðinni. Eða kannski bara Bankasýslu ríkisins....
![]() |
Stofna Bankasýslu ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2009 | 02:37
Jörð skelfur enn fyrir sunnan
Jarðskjálftahrinan heldur áfram fyrir sunnan, ekki langt frá þeirri síðustu heldur. Vonandi fer að róast yfir. Við hér í Eyjafirði þekkjum sannarlega vel þá tilfinningu sem þeir á Suðurlandi finna fyrir í dag og hafa gert síðustu mánuði, enda margir skjálftar dunið hér yfir okkur Norðlendinga í áranna rás, enda Eyjafjarðarsvæðið mikið jarðskjálftasvæði. Ekki nema rúm sjötíu ár frá Dalvíkurskjálftanum margfræga. Síðan hafa margir skjálftar komið, sennilega er skjálftinn árið 1963 þeirra eftirminnilegastur en ennfremur er mörgum hér fyrir norðan í fersku minni skjálftinn árið 1976, þar sem tjón varð mikið t.d. á Kópaskeri.
Horfði fyrir nokkrum dögum á nokkrar stórslysamyndir sem ég á. Þær eru ágætar mitt á milli spennumyndanna öðru hverju. Horfði m.a. á Earthquake með Charlton Heston og Övu Gardner. Ein af þessum ekta stórslysamyndum frá áttunda áratugnum þar sem gert var út á sem mestan hasar út frá skjálftum, eldsvoðum og sjóslysum. Vantar ekki dýnamíkina í þessa mynd, eins og sést á þessari klippu.
![]() |
Reykjanes skelfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 17:17
Okkur vantar sameiningartákn á forsetastól
Ég sakna þess mjög á þessum erfiðu tímum að íslenska þjóðin á ekki sameiningartákn á forsetastóli þegar þess er mest þörf. Við höfum ekki átt traust sameiningartákn og leiðarljós í forsetaembættinu síðan Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands. Rödd Vigdísar og boðskapur hennar hefur verið mikilvægt leiðarljós í þeim efnahagsþrengingum sem dynja á íslensku þjóðinni,
Mér hefur alltaf þótt vænt um Vigdísi og finnst mikils virði að hún tali til fólksins í landinu. Hún hefur mjög mikið fram að færa og hefur þann trausta styrkleika að njóta trausts og stuðnings allra - er hafin yfir dægurþrasið. Þó rúmur áratugur sé nú liðinn frá því að hún flutti frá Bessastöðum er Vigdís og verður alla tíð forseti í huga okkar allra.
Vigdís var sameiningartákn þjóðarinnar um langt skeið og er það í raun enn. Á þeim tímum þegar forseti Íslands, sem ætti að öllu eðlilegu að vera sameiningartákn þjóðarinnar, er ekki lengur traustsins verður og hefur farið svo illa úti í efnahagshruninu verður rödd Vigdísar enn meira virði.
Við getum treyst því að hún talar af visku og sannleika um stöðuna og hefur þann sess að vera hafin yfir þessar átakalínur - ein af fáum landsmönnum sem allir geta treyst til að tala einlægt og án þess að hefja sjálfa sig upp. Slíkt er og mikils virði.
Í dag, kvenréttindadaginn, opnaði heimasíða Vigdísar Finnbogadóttur. Hvet alla til að líta á hana.
![]() |
Ólafur Ragnar heimsækir Grænland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2009 | 01:09
Neyðarkall mannsins sem er að sökkva
Þetta myndband af húsarústunum á Álftanesi talar sínu máli. Sá sem þetta gerir er örvæntingarfullur og um leið að kalla eftir umræðu um stöðuna í samfélaginu. Honum tókst það heldur betur. Eftir að hafa séð viðtal við manninn sem rústaði húsinu er ekki annað að sjá en þetta sé venjulegur maður, sallarólegur en einbeittur, sem kallar eftir réttlæti og réttu uppgjöri við fortíðina. Þetta er neyðarkall, það sjá allir.
![]() |
Biður nágranna afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2009 | 19:33
Þór Saari skammar stjórnarþingmenn
Og auðvitað er þingforseti Samfylkingarinnar að skamma þann sem segir sannleikann. Enda er hún gjörsamlega úti á túni í fundastjórn sinni.
![]() |
Skammist þið ykkar" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2009 | 08:18
Táknrænn gjörningur á Álftanesi
Hreinn barnaskapur er að álykta sem svo að maðurinn hafi aðeins sturlast og ekki vitað hvað hann gerði. Þessi táknræni gjörningur rímar við fjölda þeirra sem eiga í erfiðleikum. Margir að missa eignir sínar eða standa ekki undir sínu í skuldafeninu. Með því að rífa húsið á þjóðhátíðardeginum verða skilaboðin enn táknrænni.
Enn merkilegra er að eyðilegging hússins sem maðurinn missti sé aðalfrétt dagsins þegar forsætisráðherrann sem lofaði landsmönnum skjaldborg fyrir heimilin flutti enn eina innihaldslausu ræðuna sína. Voru ekki aðalskilaboðin frá forsætisráðherranum til þjóðarinnar að hún hefur nákvæmlega ekkert að segja?
![]() |
Bankinn fékk ekki lyklana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2009 | 20:19
Mun fólk fara að eyðileggja eignir sínar?
Hversu margir munu taka sömu afstöðu, frekar eyðileggja sem mest þar en leyfa öðrum að eignast hana? Kuldalegt í meira lagi. En svona er víst íslenskur raunveruleiki þessa dagana, þegar fólk er að missa eign sína og sér ekki fram á annað en verða gert upp og missa allt út úr höndunum.
![]() |
Eyðilagði íbúðarhúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.6.2009 kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.6.2009 | 00:31
Bjöllusauður á Alþingi
Reyndar hefur þessi þingforseti látið stórundarlega síðan hún tók við embætti og farið yfir strikið í smámunasömum athugasemdum um starfsheiti þingmanna og ráðherra og verið þar með formlegustu þingforsetum sem setið hafa áratugum saman.
Þingið þarf á virðulegum þingforseta sem sættir ólík sjónarmið og stendur vörð um virðingu þingsins mun frekar en hann verði hringjarinn í Notre Dame eða hálfgerður bjöllusauður.
![]() |
Óásættanleg framkoma forsetans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2009 | 13:53
Aumingjaskapur ríkisstjórnarinnar
Þetta er algjör aumingjaskapur, algjör uppgjöf í verkefninu framundan. Er betra að lengja vandann og þora ekki að takast á við verkefnið? Hversu miklar byrðar geta heimilin í landinu tekið á sig í viðbót við allt annað?
![]() |
Skattahækkanir úr ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2009 | 12:55
Gunnar víkur af bæjarstjórastóli
Nú er það verkefni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi að velja nýjan bæjarstjóra og velja leiðtoga flokksins án prófkjörs og sveitarstjórnarkosninga. Vel hefur komið í ljós að engin afgerandi samstaða er um leiðtoga úr bæjarfulltrúahópnum. Fróðlegt verður að sjá hvort niðurstaðan verði sú að einstaklingur utan bæjarstjórnar taki við bæjarstjórastólnum eða hvort samstaða náist, þrátt fyrir deilur bak við tjöldin síðustu dagana.
![]() |
Gunnar hættir sem bæjarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2009 | 00:08
Sterk staða Gunnars - verður meirihluta bjargað?
Vandamál Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er að örlög Gunnars ráðast hjá samstarfsflokknum. Muni Framsóknarflokkurinn gera honum að hætta, eins og útlit var fyrir nær alla síðustu viku, er honum ekki sætt áfram og þá er vandi Sjálfstæðisflokksins að leysa úr því áður en þeir missa atburðarásina úr hendi sér. Fundurinn með leiðtoga Framsóknar er að reyna til þrautar að leysa málið með einhverjum hætti án þess að það verði að velja nýjan leiðtoga.
Nú reynir væntanlega á allan styrkleika og allt afl Gunnars Birgissonar í samningaviðræðum við samstarfsflokk til tveggja áratuga. Ef eitthvað eitt hefur komið í ljós, fyrir utan að nýr leiðtogi er í Framsókn sem þarf að búa sér til stöðu sem hentar kannski ekki Gunnari Birgissyni, er að þreyta er komin í samstarfið. Gunnar Birgisson þarf að berjast fyrir sínu og væntanlega verður það erfiðara en að þjappa Sjálfstæðisflokknum að baki sér.
En nú reynir á hversu sterkt lím heldur saman þessum þaulsetna og árangursríka meirihluta sem hefur ráðið í Kópavogi, allan þann tíma með Gunnar Birgisson sem risann í Kópavogi, allt frá árinu 1990.
![]() |
Falið að ræða við Framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2009 | 21:55
Mun Gunnar sitja áfram á bæjarstjórastóli?
Svo verður að ráðast hvort sjálfstæðismenn ná stuðningi við hann áfram á bæjarstjórastóli fram að næstu kosningum. Eitt hefur komið í ljós síðustu daga; samstaða næst ekki um annan bæjarfulltrúa í stólinn.
Er á hólminn kemur er erfitt að velja annan til verksins nema samstaðan sé algjör. Efast ekki um að Gunnar hefur fullan stuðning fulltrúaráðsins.
En þar ræðst framtíðin. Ekki verður hróflað við Gunnari eða valinn nýr leiðtogi nema fulltrúaráðið staðfesti þann gjörning.
![]() |
Sjálfstæðismenn enn á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2009 | 11:55
Samstaða næst ekki um eftirmann Gunnars
Miðað við úrslitakosti Framsóknarflokksins og afstöðu minnihlutans um að Gunnar víki er hættuspil hjá sjálfstæðismönnum að skipta ekki um bæjarstjóra þegar þeir hafa til þess tækifæri. Vandséð er hvernig Framsóknarflokkurinn geti bakkað úr þessari atburðarás og sætt sig við að Gunnar sitji áfram eftir stórar yfirlýsingar.
Boltinn er hjá sjálfstæðismönnum í Kópavogi. Auðveldasta niðurstaðan fyrir þá er að lýsa yfir stuðningi við Gunnar þar sem engin samstaða næst um annan en hann. En þá eiga þeir á hættu að dæma sig til minnihlutavistar og önnur framboð myndi meirihluta. Sjálfstæðismenn hljóta að geta landað þessu máli traust.
![]() |
Vilja ekki að Gunnar hætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2009 | 00:41
Einum of langt gengið
![]() |
Flösku grýtt í KR-inga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2009 | 23:02
Fjármálaeftirlitið skoðar hringekju Sigurjóns
Mikið var að Fjármálaeftirlitið vaknaði og hóf rannsókn á hringekjusukki Sigurjóns Þ. Árnasonar. Í þeim efnum þurfti skrif hjá bloggurum og að birta mikilvæg gögn til að sjálft Fjármálaeftirlitið tæki til starfa og færi í verkið. Þeir bloggarar sem vöktu fyrst máls á þessu sukki og svínaríi, siðlausum vinnubrögðum, eiga hrós skilið.
Svona þarf að vinna. Koma málum í dagsljósið og rekja slóðina - kanna þau svo tekið verði á málinu. Landsbankinn gerir hið eina í stöðunni og biður um rannsókn. Farið verði yfir svikamylluna og hvernig var unnið.
Samt þarf að svara mörgum spurningum. Þær verður að fá fram. Hvort sem það verður sótt inn í Nýja landsbankann eða þá sem véluðu um sukkið.
![]() |
Máli Sigurjóns vísað til FME |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2009 | 18:11
Var kúlulánið til Sigurjóns veitt úr séreignasjóði?
Ekki aðeins vekur það athygli heldur og mun frekar vaxtakjörin. Þetta kemur fjarri því heim og saman við yfirlýsingar Sigurðar G. Guðjónssonar í gær um að þetta væri einkalífeyrissjóður Sigurjóns sjálfs. Varla passar það heim og saman þegar ljóst er að yfir 2500 manns hafa greitt í hann.
Fullyrt er á sumum vefum að lánin séu tvö, samtals 70 milljónir. Þessar kjaftasögur eru alvarlegt mál. Þeir verða að svara fyrir þær. Þeir 2500 einstaklingar sem borguðu í þennan sjóð hljóta sérstaklega að kalla eftir svörum.