25.2.2010 | 19:05
Engar brunavarnir í Sjallanum
Tvenn atriði vekja sérstaka athygli... hvað er eigandinn að hugsa þegar hann rekur stað þar sem búið er að slá bæði út brunaviðvörunarkerfi og skrúfa aftur neyðarútgangana? Getur þetta virkilega verið að menn hafi vísvitandi rekið staðinn og vitað af þessum atriðum? Þetta er þessu fólki til algjörrar skammar og á að taka á því.
Mér finnst alveg lágmark að nú reyni á viðurlög í þessu tilfelli, það á að fylgja ábyrgð því að láta fólk borga sig inn á skemmtistað sem hefur engar brunavarnir og slekkur á kerfinu og skrúfar aftur neyðarútganga. Til háborinnar skammar fyrir hlutaðeigandi!
![]() |
Alvarleg brot á brunavörnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2010 | 13:47
Eigandinn styrkir Fréttablaðið - er sálan föl?
Jón Kaldal sem löngum var nefndur Jón Ásgeir Kaldal var hollur eigendum sínum og blaðsins, en það virtist ekki duga til fyrir hann. Þessi stefnubreyting sem á sér stað á blaðinu er sumpart bæði pólitísk og viðskiptaleg... til marks um hvaða hópa eigandinn vill vingast við og reyna að efla... ESB-armur sjálfstæðismanna fær nú málpípu á dagblaði, en ESB-erindið hafði verið öflugt á Mogganum í ritstjóratíð hans.
Jón Ásgeir er í vondri stöðu og þarf örugglega öflugari málsvara í pressunni en verið hefur. Ég vona að nýji ritstjórinn hafi ekki selt sálu sína við þessar breytingar. Þó ég hafi stundum verið ósammála honum hef ég alltaf talið hann góðan penna og flottan fjölmiðlamann.
![]() |
Ég var rekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2010 | 15:08
Þjóðin búin að fá nóg af Jóhannesi í Bónus
Jóhannes í Bónus naut lengi vel stuðnings og trausts þjóðarinnar. Hann er þó greinilega orðinn ónýtt bissnessmerki, hann er orðinn táknmynd óráðsíunnar og sukksins sem einkenndi útrásina. Sonur hans var einn helsti merkisberi hennar, en hefur lítið haft sig í frammi að undanförnu og haft föður sinn sem einhvern skjöld fyrir enduruppbyggingu eftir að allt bixið fór á hausinn, drukknaði í skuldafeni.
Þjóðin er greinilega búin að fá nóg, vill hreint borð og uppstokkun í bönkum og bissness. Skal heldur engan undra. Jóhannes í Bónus hefur misst stuðning þjóðarinnar - hún er ekki sammála Arion um að hann sé mikilvægur í uppbyggingunni. Fleiri geta rekið verslanir, merkilegt nokk.
![]() |
80% vilja ekki Jóhannes í Bónus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2010 | 18:35
Er Gunnar á leiðinni í sérframboð?
Loksins hefur Gunnar I. Birgisson talað um prófkjörsúrslitin í Kópavogi. Ergjan og sárindin leyna sér ekki. Undrast þau ekki, enda er fallið hátt og tapið er sárt fyrir mann sem hefur ríkt sem kóngur í veldi sínu í tvo áratugi. En mér finnst það frekar leitt að hann skuli ekki beygja af leið, brjóta odd af oflæti sínu og reyna að græða þau sár sem eru vegna átakanna síðustu mánuði innan flokksins.
Hélt að Gunnar myndi aldrei daðra við sérframboð en finnst erfitt að skilja hann öðruvísi en sem svo að hann hugleiði það alvarlega. Slíkt framboð myndi kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi í tvær fylkingar og dæma flokkinn til glötunar í bæjarmálum í nánustu framtíð. Slík sár yrðu lengi að gróa að fullu og færu verr með flokkinn en átökin um persónu Gunnars Birgissonar.
Gunnar væri maður að meiri að sætta sig við úrslitin, sætta sig við tapið, þó það sé erfitt og fylkja liði og vinna að því að efla flokkinn fyrir komandi kosningar.
![]() |
Úrslitin komu Gunnari á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2010 | 18:13
Biðin eftir Gunnari
Vissulega var mjög sótt að honum, hvort sem það var óverðskuldað eður ei. Óánægjan með forystu hans var einfaldlega meiri en mörgum óraði fyrir, þó ég tel að æ fleiri hafi gert sér grein fyrir hvert stefndi eftir því sem leið á baráttuna. Gunnar hefur alla tíð verið mjög umdeildur, en heildaratkvæðafjöldi hans segir alla söguna um stöðu Gunnars.
Sjálfstæðismenn í Kópavogi eiga Gunnari Birgissyni mikið að þakka. Hann var lengi vel mjög traustur leiðtogi, á heiður skilið fyrir trausta uppbyggingu í bænum og verið sterki maðurinn í bæjarmálunum, verið landsþekktur fyrir verk sín. Hann hefur leitt erfið en umfangsmikil mál og hefur tryggt Sjálfstæðisflokknum oddastöðu þar árum saman.
En það er eðlilegt að nú verði kaflaskil. Þau eru skilaboðin úr þessu prófkjöri.
![]() |
2000 skráðu sig í flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2010 | 17:55
Konudagur
Móðurbróðir minn, Helgi Seljan, fyrrum alþingismaður, er þekktur hagyrðingur og hann orti eitt sinn ljóðið Kvennaminni, sem er fallegt mjög, það eru 20 erindi - óður til kvenna. Birti hér nokkur erindi.
Konur okkur gleði gefa,
geta náð að hugga og sefa.
Dásamlegar utan efa
við að knúsa og kela,
kossum mætti stela.
Kostum ykkar karlar lýsa,
kannski á suma galla vísa,
fegurð ykkar frómir prísa,
færa lof í kvæði,
njóta ykkar í næði.
Ekki má ég einni gleyma,
yndi mínu og gleði heima.
Í hjarta mér sem gull vil geyma,
gjöfin lífsins besta.
Konan kostamesta.
Ykkur konum yl ég sendi,
á ástarþokkann glaður bendi.
Mínu kvæði í kross bendi,
kyssi ykkur í anda
enn til beggja handa.
![]() |
Blóm fyrir elskuna í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2010 | 00:50
Traustur sigur Ármanns - nýjir tímar í Kópavogi
Gunnar Ingi Birgisson hefur gert margt gott fyrir Kópavog og Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi síðustu tvo áratugi... leitt mikla uppbyggingu og staðið fyrir drift og dugnað í málefnum sveitarfélagsins, en hann hefði átt að þekkja sinn vitjunartíma.
Vil óska Ármanni til hamingju með sigurinn. Umboð hans er traust og skýrt... í því felst ákall um nýja tíma, nýtt fólk í forystu á umbrotatímum. Eftir harkaleg átök tengd Gunnari síðustu mánuði er umboðið enn meira afgerandi.
![]() |
Ármann sigraði í prófkjörinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2010 | 15:31
Er Steingrímur J. með leynimakk í Icesave-málinu?
Nýjustu sögusagnir um vinnubrögð íslenska fjármálaráðherrans og fulltrúa á vegum hans eru afleitar ef sannar eru. Því miður hafa þessir menn unnið þannig síðasta árið að ekki er hægt að treysta öllu sem þaðan kemur. Menn sem hafa samið þjóðina í afleita stöðu, haldið illa á spilum, reynt að verja samning sem er ekki boðlegur og reynt að leggja allt undir til að fá hann samþykktan gegn þjóðarhag eru ekki lengur trúverðugir í sínu verkefni.
Unnið hefur verið baki brotnu að því síðustu vikur að reyna að ná einhverjum pólitískum stöðugleika um þetta hitamál, eftir að vinstristjórnin sigldi því í kaf með því að hafa ekkert samráð eða samstarf um það mánuðum saman. Miklu máli skiptir að pólitík samstaða náist um góðan og viðunandi samning fyrir íslensku þjóðina. Sé unnið að einhverjum díl bakvið tjöldin sem grefur undan þeirri samstöðu eða gerir hana að engu er það alvarlegt mál.
Því miður er það staðreynd eftir atburði síðustu mánaða að Steingrímur J. hefur ekki enn horfst í augu við alvarleg afglöp og mistök sendinefndar undir forystu Svavars Gestssonar, pólitísks læriföður síns. Samfylkingin hefur bakkað frá þeim samningi á meðan vinstri grænir geta ekki hugsað sér að viðurkenna alvarleg mistök á vakt þeirra síðasta árið... þeir bera ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hafa verið... og verða að axla þá ábyrgð.
Vinstri grænir hafa sýnt og sannað að lýðræði er mjög sveigjanlegt hugtak í þeirra orðabók... nóg að líta á forvalið í Reykjavík sem var skólabókardæmi um léleg vinnubrögð... því er leynimakk og ógegnsæi í vinnubrögðum varla svo mikil tíðindi. Nóg höfum við séð af því á ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar og flokksfélaga hans í Icesave-málinu.
![]() |
Grunur um leynimakk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2010 | 14:53
Sukkuð fjölskyldumynd úr góðærinu

Maður fær æluna alveg upp í kok við að sjá djammmyndina úr góðærinu þar sem Jón Ásgeir er gestgjafi bankastjóra og bissnessmanna í einhverju partýi erlendis. Þessi eina mynd segir meira en mörg orð um hversu sukkað og ógeðslegt íslenskt samfélag var fyrir hrun, þetta er vænni skammtur af vibba en Mónakó-klippan sem lak út fyrir nokkrum vikum þar sem allt var yfirfljótandi í glimmer og glassúr.
Verst af öllu er að breytingin í íslensku samfélagi er engin. Eftir svokallaða búsáhaldabyltingu í fyrra komst til valda ný ríkisstjórn, fyrsta hreinræktaða vinstristjórnin hvorki meira né minna, eftir þingkosningar. Ekkert hefur breyst... hver skynjar breytingar? Við lifum í smákóngaveldi þar sem spilað er á handónýta ríkisstjórn sem hefur engin tök á vandanum eða stöðunni og auðjöfrarnir ná aftur fótfestu.
Sukkið og svínaríið lifir góðu lífi... þetta er algjörlega ógeðslegt... Þeir sem kusu yfir sig þessa vinstristjórn hljóta að vera illa vankaðir og aumir yfir þeirri stöðu sem þeir hafa fóstrað. Sukkið heldur áfram... spillingin aldrei verið meiri.
Myndin úr djamminu gæti þess vegna verið tekin í dag... sama liðið er enn að sukka og rís aftur upp tvíelft... með hjálp bankanna og ríkisstjórnar sem er steinsofandi á vaktinni... horfir þegjandi á sukkið og spillinguna magnast. Hreinn vibbi!
![]() |
Mynd á bloggsíðu vekur umtal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2010 | 23:34
Yfirgangur Sóleyjar
Hvað hefðu femínistar, meðal annars Sóley, sagt ef karlkyns pólitískur leiðtogi hefði kallað slík fyrirmæli í miðri atkvæðagreiðslu til kvenkyns varamanns... skipað henni fyrir verkum og niðurlægt varamanninn með svo áberandi hætti? Eigum við að giska?
Og hvað hefðu vinstrimenn annars sagt ef Hanna Birna Kristjánsdóttir hefði öskrað slík fyrirmæli. Sóley virðist vera magnað vinstri grænt flopp fyrir pólitíska andstæðinga sína.
![]() |
Hermann studdi Ólaf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2010 | 19:26
Rappstríðið mikla
Átök og blóðug læti hafa lengi loðað við rappbransann. Nú hafa íslensku rappararnir Erpur og Móri tekið þessa stæla alla leið hingað heim og verið í barnalegum leðjuslag um ágæti sitt, svo eftir hefur verið tekið. Deilt aðallega um hvor hafi nú startað rappstuðinu hérna heima á Fróni.
Þessi læti eru óskiljanleg, veit ekki hvort þetta er meira til að vekja á sér athygli eða taka þátt í furðulegri æsifréttamennsku. Og svo er þetta fyrsta frétt í kvöldfréttum... aðallega fyndið.
![]() |
Móri réðist að Erpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2010 | 16:27
Njáll Trausti er sigurvegari prófkjörsins
Sjálfur fann ég mjög fyrir því að flokksmenn vildu framkvæmdamann í öruggt sæti og vildu auk þess nýjan mann með ferskar hugmyndir og stokka hópinn upp. Þess vegna ákvað ég allavega að styðja hann í öruggt sæti. Góður árangur bæði hans og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur í fjórða sætið er traust merki þess að flokksmenn vilja stokka upp og yngja upp bæjarfulltrúahópinn, með aðra ásýnd.
Njáll Trausti er fertugur og Anna Guðný er 32 ára, enn ungliði. Síðustu árin hefur Sigrún Björk Jakobsdóttir verið yngsti bæjarfulltrúinn, fædd 1966. Anna Guðný í baráttusætinu, verður væntanlega yngsti bæjarfulltrúinn ef hún nær kjöri, enda verður seint sagt að aðrir flokkar hafi raðað upp fólki undir 35 ára aldri í örugg sæti.
![]() |
Líst vel á listann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2010 | 15:25
Elín Margrét fellur úr bæjarstjórn
Í sjálfu sér er staðan þannig að þeir sem tapa slagnum um annað sætið hrapa mjög niður listann. Tveir nýjir frambjóðendur sem börðust um þriðja sætið festa sig á eftir sigurvegaranum í hörðum slag um annað sætið. Vitað mál var að dreifing atkvæða yrði mikil.
Lengi vel taldi ég að sterk staða Ellu í flokkskjarnanum árum saman myndi tryggja hana í sessi ofar en raun ber vitni sama hvernig færi með annað sætið. Eflaust liggja margar og ólíkar aðstæður að baki þessari útkomu. Sjálf hefur hún nefnt nokkrar. Þær eru fleiri.
Eftir þetta prófkjör blasir við að Sigrún Björk ein situr eftir úr topp sex sætum á framboðslistanum 2006. Endurnýjunin er nær algjör og nýr framboðslisti er staðreynd, eftir að Kristján Þór, Doddi og Hjalti Jón ákváðu að hætta.
Ég hef unnið í flokksstarfinu árum saman með Ellu og vil þakka henni fyrir sín verk, þegar þessi skellur er staðreynd. Hún er vinnusöm og dugleg, en svo fór sem fór.
![]() |
Alltaf viss vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2010 | 15:10
Traust umboð Sigrúnar Bjarkar í leiðtogastólinn
Sigrún Björk fékk góða kosningu í prófkjörinu 2006, fékk þá ein bindandi kosningu með Kristjáni Þór Júlíussyni og varð svo bæjarstjóri þegar hann fór í þingframboð og hefur leitt hópinn síðan, sem bæjarstjóri út þann tíma kjörtímabilsins sem ætlaður var Kristjáni Þór fyrst og leitt meirihlutann með Samfylkingunni.
Traust umboð Sigrúnar Bjarkar í leiðtogasætið gefur til kynna að almennir flokksmenn vilji að hún haldi sínum verkum áfram og fái tækifæri til að leggja verk sín í dóm kjósenda. Umboðið er líka það sterkt að hún verður væntanlega bæjarstjóraefni listans.
Hitt er svo annað mál að Sigrún hefur verið sterki leiðtoginn í bæjarstjórninni síðan Kristján Þór fór. Eftirmaður hennar sem bæjarstjóri hefur ekki slíka stöðu, enda fékk hann tvo þriðju atkvæða í leiðtogaframboði með engan keppinaut.
Sigrún Björk hefur haft afgerandi stöðu í bæjarfulltrúahópnum og í flokkskjarnanum. Úrslitin gefa til kynna að flokksmenn vilji traust akkeri í forystu listans og bjóða fram sterkan pólitískan valkost sem bæjarstjóra, eins og áður með KÞJ.
![]() |
Öruggur sigur Sigrúnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2010 | 14:24
Glæstur sigur fyrir Indefence
Seint og um síðir... eftir endalaus afglöp og sleifarlag vinstristjórnarinnar er Icesave-málið komið í viðunandi ferli fyrir íslensku þjóðina. Eftir að stjórnarandstaðan settist að borðinu með ríkisstjórn sem hafði gjörsamlega klúðrað málinu og sat eftir með tapað tafl og samansafn af heimskupörum virðist samningur í sjónmáli sem sættir aðila og getur leitt til samstöðu.
Indefence hópurinn hefur unnið glæstan sigur ef þetta verður raunin - sigur sem aldrei var sjálfgefinn í baráttu við ríkisstjórnin sem var tilbúin að selja sálu sína fyrir að koma afleitum díl og varpa þungum byrðum yfir á íslensku þjóðina, allt fyrir aðgöngumiða að Evrópusambandinu, höfundi gallaðs regluverks.
Burt með þessa óstjórn.
![]() |
Íslendingar greiði ekki Icesave-vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2010 | 21:02
Vandræðalegir eftirmálar vinstri græns prófkjörs
Ef þetta er lýðræðisást vinstri grænna í hnotskurn er óþarfi að gefa mikið fyrir það hugtak á þeim bænum. Þegar við bætist að háskólakennari fléttist inn í vandræðalegu vinnubrögðin og sér ekki sóma sinn í að biðjast afsökunar eða allavega beygja af leið er illa komið fyrir viðkomandi. Spurt er ósjálfrátt um sómatilfinningu og heiður þeirra sem í hlut eiga.
Hvað hefði verið sagt ef ónefndur en margfrægur prófessor í stjórnmálafræði sem tengdur er í Sjálfstæðisflokkinn hefði stundað slík vinnubrögð og verið flæktur í prófkjörsvafstur fyrir vini sína með sama hætti? Ekki er greinilega sama hver í hlut á. Ekta vinstri hræsni.
![]() |
Moldviðri vegna þess að róttækur femínisti lagði miðaldra mann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2010 | 10:00
Stjórnarsamstarfið felur feigðina í sér
Sumir töldu þó að hreinn þingmeirihluti vinstrimanna myndi færa þeim meiri tækifæri til samstarfs. Öllum var jú talin trú um að fengju þeir þingmeirihluta gætu þeir unnið mál samhent og vel. Þeir hafa ekki staðið undir því trausti landsmanna.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er farin í frí á undarlegasta tíma, þegar stjórnin sligast og vandræðagangur hennar eykst dag frá degi. Hún er orðin örmagna og þreytt, búin með sitt pólitíska kapítal og væntanlega á útleið.
Enn hefur ekkert verið gefið upp um hver gegni embætti forsætisráðherra meðan Jóhanna er í leyfi. Vandræðagangurinn er algjör. Á meðan Jóhanna er úti er reynt að tryggja undirstöður þessarar löskuðu stjórnar.
En þetta stjórnarsamstarf felur feigðina í sér. Allar líkur eru á nýjum kosningum fljótlega. Ef þessi stjórn getur ekki höndlað verkefnin og staðið undir trausti landsmanna á hún að fara frá og rjúfa þing.
![]() |
Biðla til Framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2010 | 15:14
Lukkuriðill fyrir KSÍ - spennandi leikir
Ekki amalegt fyrir íslenska knattspyrnumenn að fá Ronaldo, Riise, Agger og Deco í heimsókn í undankeppninni. Okkur hefur aldrei tekist að vinna Dani í landsleik og kominn tími til. Þetta verður spennandi og KSÍ getur vel við unað peningalega með þennan pakka.
![]() |
Mæta Norðurlöndum og Portúgal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2010 | 02:17
Traustur sigur hjá Heru Björk í Eurovision
Þetta er blanda sem gæti gengið vel. Höfundurinn hefur farið út áður og söngkonan verið í íslenska hópnum í keppninni áður, en nú sem aðalrödd, og hennar tími sem slíkur kominn og gott betur en það.
![]() |
Hera Björk fulltrúi Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2010 | 21:02
Samfylkingin á flótta frá samningum Svavars
Þetta kalda mat þarf þó ekki að koma að óvörum, enda blasir við að þjóðin muni henda þessum samningi út í hafsauga í þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði. Samfylkingin er komin á flótta frá samningnum á meðan VG leggur allt púður sitt í að verja læriföður Steingríms - þeirra pólitíska fulltrúa í samningaferlinu.
Þessi samningur er á ábyrgð vinstri grænna, þeir völdu samningamanninn og þeir tóku málið úr því ferli sem það hafði verið. Allt á ábyrgð Samfylkingarinnar sem leyfði þeim að vinna málið áfram. Einhver verður að taka pólitíska ábyrgð á þessum afleita samningi ef tveir þriðju þjóðarinnar synja eins og kannanir sýna.
Nú á þjóðin valið - hún á að henda þessum samningi út í hafsauga. Enda vorum við með lélega samningamenn og klúðruðum málinu með lélegum stjórnmálamönnum á vaktinni og mistökum þeirra. Nóg er komið af þessu rugli. Þjóðin hefur nú valdið og á að senda skýr skilaboð.
![]() |
Skynsamlegt að fá erlendan samningamann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |