Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.11.2007 | 16:50
Vissi Geir um samrunann á undan borgarfulltrúum?
Þetta er að mínu mati mikilvægir þættir sem duga engar kjaftasögur um. Það þarf að fá fram í dagsljósið. Mér finnst það vera mjög dapurlegt fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sé það svo að óbreyttir borgarfulltrúar flokksins, kjörnir fulltrúar hans í borgarmálunum, hafi fengið að vita um samrunann svo seint og jafnvel á eftir formanni flokksins, eins og mjög háværar sögusagnir eru nú um.
Mér finnast skýringar Jóns Kristins Snæhólm, fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra, sem fram komu á vísi.is í dag mjög athyglisverðar og finnst vanta eitthvað í þá frásögn, þar sem hann skiptir að því er virðist um útgáfu á skömmu millibili. Það er ekki undrunarefni að fólk leitist eftir að vita þessa atburðarás með svo háværar sögusagnir.
Það er ágætt að fara yfir þennan þátt málsins, enda hlýtur það að teljast vont fyrir flokkinn ef borgarfulltrúar hafa farið inn á fundinn kvöldið fyrir tilkynningu um samrunann án þess að vita nokkuð. Lýsingar á atburðarásinni komu fram í vandaðri umfjöllun Péturs Blöndals í Mogganum um helgina, sem sýndi málið í mjög áhugaverðu samhengi.
Þar kom æ betur fram að sólóspil fyrrverandi borgarstjóra í málinu innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins var algjör.
![]() |
Björn Ingi segir að forsætisráðherra hafi vitað um samruna REI og GGE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2007 | 10:00
Leyndarhjúpurinn yfir OR þolir ekki dagsljósið

Það hefur verið ævintýralega áhugavert að fylgjast með málefnum Orkuveitu Reykjavíkur síðustu árin. Þar eru mörg spurningamerki sem blasa við og ekki nema von að þeir sem eigi fyrirtækið vilji fá þau svör sem mestu skipta. Þessi leyndarhjúpur er því algjörlega óskiljanlegur og beinlínis óviðeigandi sérstaklega í þeirri stöðu sem fyrirtækið hefur verið í síðustu vikur þar sem hitamál þar innbyrðis urðu örlagavaldur í forystu Reykjavíkurborgar.
Leyndarhjúpur af þessu tagi leiðir til þess að enn fleiri spurningar vakna en áður lágu fyrir. Hvað er að fela? Hversvegna þarf að leyna skattborgurum þessum upplýsingum?
![]() |
Launin þola ekki dagsljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2007 | 00:50
Össur brosir sínu breiðasta eins og jólabarnið

Þetta var áhugavert að sjá, þeir sem eru ósammála mér með uppveðrun Össurar mega ekki misskilja mig. En er ekki hægt að ætlast til þess að iðnaðarráðherrann verði ekki eins og smábarn á aðfangadagskvöld af fögnuði og reyni aðeins að hemja gleði sína? Fréttaflutningurinn af Asíuför Össurar var svo háfleygur að ég hélt stundum að ég væri að fylgjast með fréttum af sigurförum landnema fyrr á öldum þegar að þeir voru að nema fjarlæg lönd. Slík var presentering ráðherrans í skrifum frá einhverju austurlensku hótelherbergi.
Ráðherrann fór reyndar út með REI-málið allt sprungið í loft upp; samruna sem enginn kjörinn fulltrúi vildi kynna er á hólminn kom og fór Bjarnalaus út því að Svandís bannaði honum að fara. Og Össur var bara hissa á þessu en hafði reyndar á orði að enginn hefði saknað Bjarna, sennilega vegna þess að hann var ábyggilega áfjáðari í bissnessnum en Bjarni sjálfur. Það er kannski svo gaman að dæla út fyndnum bröndurum um fjárfestingar og pólitíska sigra á erlendri grundu. Veit ekki.
Það er greinilegt að Svandís Svavarsdóttir var ekkert alltof hamingjusöm með yfirlýsingar ráðherrans sem var háfleygari í spádómum sínum en nokkur kjörinn borgarfulltrúi, eftir að meirihlutinn sló á puttana á Birni Inga það er að segja. Enda er þetta mál kjörinna fulltrúa í Reykjavík. Þar hafa menn tekið réttar ákvarðanir og markað kúrsinn betur eftir klúður fyrri meirihluta. Og Svandís vill auðvitað stjórna þeirri för en ekki setjast afturí hjá honum Össuri.
Iðnaðarráðherrann veit vonandi að í þessu skattpeningaævintýri sem hann talar fyrir eins og gamaldags brosmildur bílasali eru fólgnar áhættur. Öll fjárfesting, hversu vel hún mögulega lítur út á pappír, er fúlasta alvara. Áhættan í þessum bransa er sérlega mikil. Össur talar mikið um skoðanaskipti sjálfstæðismanna. En eftir stendur að afstaða sexmenninganna í borgarstjórn hefur að mestu orðið ofan á. Samruninn er úr sögunni og þá Lilju vilja flestir kveðið hafa.
Það eru annars svo margar spurningar í þessum efnum. Peninga skattborgara verður að meðhöndla af alvöru og ekki leika með þá eins og spilapeninga í Las Vegas. Það verður að hugsa málin vel og í því ljósi skil ég ekki söluherferð iðnaðarráðherrans, sem virðist áfjáðari en borgaryfirvöld í að nema lönd í austurvegi og fetar þar í fótspor bissnessmanna á borð við Hannes og Bjarna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2007 | 16:51
Kárahnjúkavirkjun gangsett - tímamót fyrir austan

Það var því táknrænt að Ólafur Ragnar skyldi sjálfur leggja hornstein að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar, Fljótsdalsstöð, fyrir einu og hálfu ári. Það var gott að hann sem forseti Íslands skyldi staðfesta framkvæmdina og mæta sjálfur þangað, með stjórnmálamönnum, sem tóku virkan þátt í málinu á öllum stigum þess. Framkvæmdin skiptir Austfirðinga miklu máli og finna má hversu mjög framkvæmdir á öllum stigum hafa styrkt Austurland allt, ekki síður Egilsstaði og nágrenni en Fjarðabyggð.
Vil óska Austfirðingum til hamingju á þessum degi. Það þurfti mikla baráttu til að tryggja framkvæmdirnar fyrir austan, baráttu sem var sannarlega vel þess virði.
![]() |
Kárahnjúkavirkjun byrjar að framleiða rafmagn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.11.2007 | 18:18
Mun Musharraf geta haldið uppi einræði í Pakistan?

Það er ánægjulegt að Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, hafi tekið af skarið með afgerandi hætti og taki sér stöðu með stjórnarandstöðunni í baráttunni fyrir því að binda endi á ógnarstjórn hersins og einræðislegum tilburðum Musharraf, sem setur á herlög til þess eins að reyna að herða tök sín í vondri stöðu, allt að því óvinnandi. Bhutto talar skýrt í þessum efnum og hefur allar forsendur til að verða sá sterki leiðtogi sem Pakistan þarf á að halda nú í skugga ógnarstjórnar hersins. Ákvarðanir Musharrafs munu aðeins styrkja andstöðuöflin og þetta er engin lausn í stöðunni.
Það verður áhugavert að sjá hvað vesturveldin gera nú. Musharraf hefur notið velvildar víða en það virðist vera að fjúka út í bláinn með nýjustu vendingum í stöðunni. Lýsingarnar á handtökum andstöðumanna, yfirtöku fjölmiðla og hæstaréttar segja allt sem segja þarf um það einræði sem sett hefur verið á í Pakistan, enn sterkari versíón af yfirtöku Musharrafs á Pakistan en var er hann tók völdin með hervaldi fyrir tæpum áratug og sparkaði Nawaz Sharif frá völdum. Það er ekki óvarlegt að telja þessar aðgerðir valdarán, enda ljóst að umboð forsetans var að renna honum úr greipum.
Það er sérstaklega alvarlegt mál ef Musharraf ætlar að afstýra lýðræðislegum þingkosningum í landinu í janúar. Þessi skref sem hann hefur stigið síðustu 40 klukkustundir flokkast ekki undir neitt annað en einræðislegan endaleik alræðisvalds sem er að missa tök á stöðunni og reyna að styrkja veikar stoðir.
![]() |
Bhutto sakar Musharraf um valdarán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2007 | 17:28
Ár til forsetakosninga í Bandaríkjunum

Það blasir orðið nokkuð vel við að Hillary Rodham Clinton, öldungadeildarþingmaður í New York og fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, verði forsetaframbjóðandi demókrata. Hún nýtur um eða yfir 20% forskots á aðra frambjóðendur flokksins. Það er mjög afgerandi forskot. En það er ekkert öruggt í þessum efnum, eins og Howard Dean mátti reyna fyrir fjórum árum. Hann hélt inn í desembermánuð 2003 með mikið forskot, og fékk þá meðal annars afgerandi stuðning Al Gore, en missti forskotið fljótt á árinu 2004 og varð að játa sig sigraðan. En staða Hillary er mjög vænleg.
Baráttan verður hörð hjá repúblikunum. Fátt öruggt í slag þeirra. Þó hefur Rudy Guiliani, fyrrum borgarstjóri í New York, verið með forskot í könnunum þeirra á meðal mjög lengi og virðist hafa sterka stöðu. Hann er þó mjög umdeildur hjá hægrisinnuðustu flokksmönnum og erfitt að spá um hvað gerist þegar að fækka tekur í hóp frambjóðenda og baráttan verður að slag tveggja til þriggja, enda blasir við að fækka mun mjög hratt eftir fyrstu forkosningarnar. Flestir búast við hörðum slag einkum Fred Thompson, Mitt Romney og John McCain við Giuliani. Það verður mjög áhugavert að sjá hverjir missa fyrst af lestinni og hverjir verða raunhæfir keppinautar Giuliani um hnossið.
Fyrir sjö árum stefndi flest í að Hillary Rodham Clinton og Rudolph Giuliani myndu berjast hatrammlega um öldungadeildarþingsæti Patrick Moynihan í New York. Vegna veikinda Giulianis gaf hann ekki kost á sér er á hólminn kom og Hillary vann Rick Lazio með nokkrum yfirburðum og hlaut endurkjör fyrir ári. Kannanir benda nú eindregið til þess að þau verði í kjöri um forsetaembættið eftir ár. En ár er langur tími í stjórnmálum. Það er víst óhætt að segja.
Heilt yfir stefnir í breytingar. George W. Bush, fráfarandi forseti, hefur verið umdeildur, ekki síður innan eigin flokks eftir tapið í þingkosningunum fyrir ári. Flestir frambjóðendur repúblikana nú hafa reynt allt til að fjarlægja sig forsetanum og stefnir því flest til að Bandaríkjamenn kjósi um hreint borð eftir ár og nýja valkosti úr báðum áttum. Það stefnir í spennandi kosningar og sannarlega áhugavert ár framundan í bandarískum stjórnmálum.
3.11.2007 | 18:53
Pervez Musharraf tekur sér alræðisvald í Pakistan

Sú sem stendur frammi fyrir stærstu spurningunum á þessum degi er þó án nokkurs vafa Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans. Hún sneri aftur til landsins til að taka þátt í þingkosningunum og hafði augljóslega samið við Musharraf um heimkomuna með einum eða öðrum hætti, hvort sem það var um valdabandalag á næstu mánuðum eður ei. Hún þarf nú að taka af skarið um hvort hún bakki upp forsetann með alræðisvaldið eða berst gegn honum með stjórnarandstöðunni.
Það eru hitatímar í Pakistan og hefur svo verið um langt skeið, eða allt frá því að Musharraf tók völdin fyrir um áratug. Það hefur þó róast niður. Hann hefur notið stuðnings stjórnmálamanna víða um heim með einbeittum talsmáta í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum, Spáni og Bretlandi og í Íraksstríðinu og því sem hefur tekið við síðan. Áhugavert verður að sjá hvort að það breytist með þessu stóra skrefi aftur á bak í Pakistan á þessum degi.
![]() |
Bandaríkin lýsa yfir áhyggjum vegna ákvörðunar Musharrafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2007 | 14:26
Sorgarsaga af öryrkja
Það er óhætt að segja að sagan af kynnum Guðmundar Inga Kristinssonar við kerfið sé hrein sorgarsaga. Það er eitthvað að í samfélaginu ef svo er komið að fólk sem slasast er betur komið með að sleppa bæturnar en halda þeim. Það að fólk stórtapi á að þiggja bætur er vond sýn inn í kerfið okkar. Öll sagan út í gegnum hjá Guðmundi Inga er því miður ein af þessum sögum sem hafa heyrst áður en ekki allir vilja segja undir nafni, veikindasaga af þessu tagi og kynnin af kerfinu enda oftast sem raunasaga þeirra sem fyrir verða.
Mér finnst það ekki þægileg tilhugsun í þessu samfélagi ef svo er komið að fólk sem slasast og fær dæmdar bætur er betur komið með að sleppa þeim en þiggja. Þetta er eitt af þessum dapurlegu dæmum sem blasa við, sem varla er hið eina sinnar tegundar. Þetta er að mínu mati hreint og beint til skammar.
Mér finnst það ekki þægileg tilhugsun í þessu samfélagi ef svo er komið að fólk sem slasast og fær dæmdar bætur er betur komið með að sleppa þeim en þiggja. Þetta er eitt af þessum dapurlegu dæmum sem blasa við, sem varla er hið eina sinnar tegundar. Þetta er að mínu mati hreint og beint til skammar.
![]() |
Stórtapaði á að þiggja bætur eftir slys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2007 | 19:10
Hörð átök borgar og bissnessmanna framundan?

Það gæti verið mjög stórt og mikið mál framundan. Tíðindi dagsins hafa verið óvænt fyrir suma en aðrir fagna. Í heildina held ég allir fagni að tekið var á þessum málum af hálfu hinna kjörnu fulltrúa, að þeirra skoðun á málinu kæmi fram loksins. Það var ljóst frá fyrsta degi að engin sátt var við samrunann innan Sjálfstæðisflokksins og fyrri meirihluti sprakk á málinu, öllum hliðum þess. Aldrei var séð að sátt yrði heldur innan nýs meirihluta með verklagið og ákvarðanirnar.
Það er ljóst að þessu máli er fjarri því lokið. Línur hafa þó skýrst. Hið pólitíska vald í Reykjavík hefur talað. Það virðist vera nær algjör samstaða kjörinna fulltrúa að þessi samruni sé út úr kortinu við allar aðstæður sem uppi eru. Er með ólíkindum að farið var af stað í málið með svo lélegum hætti sem fyrri meirihluti gerði og áhugavert að sjá hvaða áhrif það verklag hafi er yfir lýkur.
![]() |
Geysir Green segir samninga vera fullgilda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2007 | 14:39
Björn Ingi barinn til hlýðni í nýja meirihlutanum

Eftir stendur að Svandís hefur sigur í málinu og Framsóknarflokkurinn hefur orðið að lúffa. Það er athyglisverður sigur fyrir þessa vonarstjörnu vinstri grænna. Það er svosem ekki óeðlilegt að litið sé á niðurstöðuna sem ósigur Björns Inga. Hann barðist mjög fyrir sinni hlið málsins og valdi frekar að sprengja meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en að beygja sig undir breytta stefnu í REI-málinu. Nú á að taka Orkuveituna fyrir í stjórnsýsluúttekt og samruninn heyrir sögunni til.
Björn Ingi er í þeirri stöðu að vera innilokaður pólitískt. Nýr vinstrimeirihluti er endastöð hans í því pólitíska tafli sem er í borgarstjórn. Það færir Degi B. Eggertssyni, Margréti Sverrisdóttur og Svandísi Svavarsdóttur öflug tromp. Öllum er enda ljóst að aldrei framar verður talað um samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borginni meðan að Björn Ingi leiðir Framsókn. Þarna er óbrúanleg gjá milli aðila.
Þessi gjá gerir það að verkum að vinstrileiðtogarnir geta tuskað Björn Inga til, jafnáberandi og raun ber vitni í dag. Þetta gefur vonandi fyrirheit um framhaldið og valdaminni Framsókn í borginni, þar sem hún þarf að éta ofan í sig sín fyrri stóru orð við slit fyrri meirihluta.
![]() |
Björn Ingi: Alls ekkert skipbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |