Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.10.2009 | 15:12
Ólafur Ragnar ætti að feta í fótspor Baldurs
Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú birt helming bréfanna umdeildu, væntanlega bréfin sem líta betur út. Ég held að Ólafur Ragnar sé algjörlega rúinn trausti og sé á góðri leið með að gera íslenska forsetaembættið algjörlega óþarft. Styrkur þess og staða hefur veikst gríðarlega á örfáum mánuðum.
Forsetinn er ekki sannfærandi í verkefnum sínum og hefur glatað stuðningi þjóðarinnar til verka. Væri Ólafi Ragnari umhugað um þjóð sína væri hann búinn að segja af sér embætti.
Baldur Guðlaugsson tók þá virðingarverðu ákvörðun í gær að segja af sér til að skapa vinnufrið í menntamálaráðuneytinu - Ólafur Ragnar ætti að feta í þau fótspor.
Ef íslenska forsetaembættið á að lifa í gegnum þennan ólgusjó þarf að skipta um andlit á embættinu og reyna að endurheimta virðinguna.
Íslenska þjóðin þarf sameiningartákn - ekki sundrungarafl útrásartímanna á borð við Ólaf Ragnar.
Forsetinn birtir bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2009 | 23:56
Friðarverðlaunahafinn Obama fjölgar í herliðinu
En auðvitað er það nettur brandari að þessi maður, sem er pólitískt óskrifað blað að mestu - hefur engu afrekað, og er að fara að fjölga hermönnum, hafi fengið þessi verðlaun. Þau hafa verið gengisfelld gríðarlega.
Obama fékk verðlaunin víst vegna þess að Thorbjörn Jagland, fyrrum krataforsætisráðherra Noregs og formaður dómnefndarinnar, var með blæti fyrir honum. Krötunum fannst þetta víst mjög flott.
Efast um að Obama sé eins glaður með þennan "heiður". Hann þarf núna kannski að fara að standa undir nafni og gera eitthvað en ekki bara kenna öðrum um allt sem aflaga fer.
Ný áætlun í bígerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2009 | 14:54
Rétt ákvörðun hjá Baldri
Auk þess efast ég um að Baldri þyki þægilegt að starfa innan Stjórnarráðsins við þessar aðstæður. Það kallar aðeins á tortryggni og neikvæða umfjöllun sem mun hundelta hann.
Baldur lætur af störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2009 | 14:51
Ekki óeðlilegt að krafist hafi verið uppstokkunar
Ekki þarf pólitískan sérfræðing til að sjá að mikil óánægja var meðal sjálfstæðismanna með forystu flokksins í janúar 2009. Landsfundur átti að vera í lok mánaðarins og eðlilega voru þeir komnir af stað sem vildu uppstokkun, breyta til í flokksforystunni. Enda hefði ekki verið óeðlilegt að það hefði verið kosið milli manna og gert upp fortíðina.
Eins og flestir vita kom ekki til þess: formaður flokksins vék vegna veikinda og hætti í stjórnmálum: landsfundi var frestað um tvo mánuði. Kosningar á landsfundi tóku á sig annan blæ og svo fór að tveir þingmenn sem aldrei höfðu setið í ríkisstjórn tókust á um formennskuna. Ekki var mikil eftirspurn eftir ráðherrum fyrri tíðar í það.
Enda er eðlilegt að horft sé til framtíðar með nýju fólki sem var ekki í eldlínu ákvarðana fyrir og eftir hrun.
Átti bara að vera okkar á milli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2009 | 18:33
Forsetinn á að birta öll bréfin
Ólafur Ragnar er greinilega farinn að gefa eftir, enda veit hann að vandræðin eru fjarri því að baki vegna málsins. Hann ætti að klára málið með þeim hætti er bestur telst: að birta bréfin og leggja spilin á borðið.
Íhugar að birta bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2009 | 15:06
Handrukkunarferlinu lokið - IMF heldur áfram
Hversu oft neituðu stjórnvöld hér heima að þetta tengdist; biðin eftir IMF og vinnubrögð viðsamjenda okkar. Þetta er til skammar fyrir IMF, enda var komið fram við Ísland af mikilli óbilgirni og óheiðarleika. En auðvitað er það svo að þessi stofnun er handrukkari stóru þjóðanna. Þessi yfirlýsing staðfestir það hafi einhver verið í vafa.
Lán AGS tilbúið í lok október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2009 | 22:19
Aumingjaskapur stjórnvalda á örlagastundu
Í staðinn var hummað og hóstað máttleysislega. Ekkert var gert. Íslenskir ráðamenn horfðu þegjandi á Gordon Brown vega að Íslandi og veita því mikið og þungt högg með orðum sínum á SKY 9. október 2008. Kippt var í einhverja diplómatíska spotta með því að kalla sendiherrann til forsætis- og utanríkisráðherra en ekkert meira var gert. Íslenskir ráðamenn höfðu ekki það í sér að taka til sinna ráða, ekki einu sinni tala við bresku pressuna.
Sumum fannst ég djarfur þegar ég sagði í bloggfærslu 9. október 2008, eftir viðtalið við durtinn Brown á Sky þar sem hann jós skít og skömmum yfir Ísland, að Ísland ætti að slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Æ betur sést að það hefðum við átt að gera. Íslensk stjórnvöld áttu að svara fullum hálsi og taka málið föstum tökum frá fyrsta degi í stað þess að lympast niður.
Við höfum með þögn og aðgerðarleysi okkar í alþjóðasamfélaginu, t.d. með því að mótmæla ekki harðlega á leiðtogafundi NATÓ fyrr á þessu ári, vanið Bretana á að sparka í okkur án þess að svara í sömu mynt. Ég held að síðar meir verði þetta hik og aðgerðarleysi metið sem mikil og taktísk mistök. Slíkt blasir reyndar við öllum sem sjá þessa sögu nú ári síðar.
Þegar ein þjóð í NATÓ-samstarfinu beitir annarri hryðjuverkalögum og reynir að sparka henni til helvítis með því að eyðileggja orðspor hennar með vísvitandi hætti á slíkt heima innan NATÓ til umræðu.
Eitt annað var merkilegt í þessum þætti: mótmælin fyrir ári þegar allt var að fuðra upp. Ekki verður séð að mikið hafi breyst á þessu ári sem liðið er. Kosningarnar í vor skiluðu engum marktækum breytingum.
Ráðaleysið er enn algjört og leyndin engu minni, jafnvel meiri ef eitthvað er. Við vitum enn mjög lítið hvað er að gerast, erum enn í algjöru myrkri í lykilmálum.
Eina sem hefur breyst er kannski það að vinstrimenn eru hættir að mótmæla og eru á bömmer yfir því að stjórnin sem þeir kusu til valda er alveg máttlaus.
Telja hollensk stjórnvöld líka bera ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2009 | 17:13
Vinstristjórnin játar sig sigraða í Icesave-málinu
Væntanlega á að keyra þetta í gegn fljótlega, svipaðar tilraunir og í sumar þegar átti helst að keyra Icesave-málið í gegn án fyrirvara og almennilegrar umræðu. Helst án þess að enginn fengi að lesa samninginn hræðilega sem Svavar Gestsson kom með heim... stóra skuldabréfið.
Jóhanna er orðinn fagmaður í að gefa eftir... enn einu sinni segir hún að ekki verði lengra komist með viðsamjendur. Þetta er orðin svo auðveld rulla að Jóhanna fer orðið sannfærandi með eftirgjöfina. Á ekki erfitt með að játa sig sigraða.
Þeir höfðu greinilega rétt fyrir sér sem sögðu í sumar að það yrði dýrkeypt fyrir Samfylkinguna að reyna að koma Íslandi í Evrópusambandið.
Lengra varð ekki komist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2009 | 04:07
Vanvirðing við Alþingi
Í stað þess að láta þingræðið eiga lokaorðið af hálfu Íslands gefa vinstriflokkarnir eftir og semja af sér það sem þingið sagði. Þetta er ein mesta niðurlæging Alþingis í stjórnmálasögu Íslands.
Vel við hæfi að kynna þetta í skjóli nætur... þetta eru algjör myrkraverk.
Icesave-fyrirvörum breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2009 | 20:43
Heiðarlegt uppgjör
Fyrr verður ekki friður en uppgjörið er frá, hversu sársaukafullt sem það má vera fyrir alla sem því tengjast. Fólkið í landinu vill gera upp hrunið og þá gildir enginn hvítþvottur.
Hlutabréfasala ráðuneytisstjóra rannsökuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |