Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Heiðarlegt uppgjör á útrásartímanum

Eitthvað virðist hlakka í Bretum yfir stöðu okkar og því hvort hér fari fram uppgjör á öllum sviðum. Bretar hafa aldrei verið vinir okkar... ekki von á mikilli samstöðu úr þeirri átt. Þrátt fyrir það á auðvitað öllum að vera ljóst að það er þjóðarvilji á Íslandi að gera upp útrásartímann... aðdraganda efnahagshrunsins. Æ betur verður ljóst að sukkið hafði viðgengist án þess að tekið væri á því.

Ég er fullviss um að nefndir um hrunið muni fara yfir alla þætti þessa útrásartíma og fella afdráttarlausa dóma. Svo fara þessi mál eflaust fyrir dómstóla, enda augljóst að lög voru brotin og dansað á línunni í sumum þeirra. Næsti vetur verður vonandi tími uppgjörs.

Stærsti þátturinn í endurreisn Íslands er uppgjör á fortíðinni - fólkið í landinu finni að hér verði gert upp við liðna tíma. Við getum ekki litið til framtíðar fyrr en fortíðin hefur verið tekin fyrir og algjört uppgjör verði.

mbl.is Telegraph: Ekkert venjulegt hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Níðingsleg framkoma við Íslendinga

Ánægjulegt er að dálkahöfundur í Financial Times taki málstað Íslands á örlagatímum. Framkoma Breta við íslensku þjóðina hefur verið lágkúruleg og níðingsleg í meira lagi. Þeir hefðu aldrei komið svona fram við þjóð sem hefði gripið til vopna og getað varið sig. Verst af öllu er að við höfum sætt okkur við þetta ofríki og ekki reynt að vígbúast. Bretar hafa komist upp með að níðast á þjóð sem hefur ekki herafla en er samt sem áður bandalagsþjóð í NATÓ. Þetta er algjörlega ólíðandi.

Eftir því sem málstaður Íslands er betur kynntur í Bretlandi og á alþjóðavettvangi mun staða okkar styrkjast. Íslensk stjórnvöld hafa algjörlega brugðist í að tala okkar málstað síðasta árið, sérstaklega á erlendum vettvangi. PR-hliðin hefur algjörlega brugðist. Ónýtir íslenskir stjórnmálamenn á ráðherrastólum á lykilstöðum hafa þar leikið mikilvægustu rulluna í að eyðileggja fyrir okkar hlið mála.

Það er sorgleg staðreynd, vægast sagt.

mbl.is FT: Ábyrgðin sameiginleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfing í upplausn - víkur Margrét af þingi?

Skrípaleikurinn í Borgarahreyfingunni heldur áfram af krafti. Yfirlýsing stjórnar um að Margrét Tryggvadóttir eigi að kalla til varamann er vantraust á hana. Athygli vekur að Margrét situr sjálf í nýrri stjórn sem kynnt var til leiks í kvöld. Er hún þar með að lýsa vantrausti á sjálfa sig? Þvílíkur vandræðagangur. Þetta er eins og að horfa á hund elta skottið á sjálfum sér, reyna að bíta í það með reiðisvip á andlitinu. Þetta er kostuleg endalok fyrir stjórnmálahreyfingu sem ætlaði að vera öðruvísi en floppaði á mettíma.

En hvað gerir Margrét? Mun hún taka tilmælum stjórnarinnar sem hún situr sjálf í og víkja? Eða mun hún kannski auk Birgittu og Þórs dissa Borgarahreyfinguna og fara að vinna á eigin vegum? Ekki er að sjá annað en allir þingmennirnir gætu verið farnir að vinna á eigin vegum mjög fljótlega og eftir sitji stjórn Borgarahreyfingarinnar án þingmanna og nokkurra áhrifa, annað en senda tölvupóst sín á milli og birta á heimasíðum sínum.

Þvílík míkró sýn inn í ljónagryfju.... nema hvað þetta er fólkið sem ætlaði sér að breyta heiminum en skapaði pólitískt vandræðaheimili þar sem ekkert sameinar lengur, nema innri sundurlyndi.


mbl.is Margrét kalli til varamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgleg endalok hjá Borgarahreyfingunni

Meira en lítið súrrealískt er að sjá dauðateygjur Borgarahreyfingarinnar þar sem sjálfseyðingarhvötin hefur drepið nýjasta stjórnmálaaflið á þingi. Engin takmörk virðast á bakstungunum... allt púðrið fer í að slátra afkvæminu. Bréfin á milli Margrétar og Þráins... og félaga innan hreyfingarinnar gefa til kynna að þetta fólk hafi aldrei orðið vinir... aldrei átt neitt sameiginlegt nema baráttu fyrir einhverju óskilgreindu lýðræði sem þróaðist upp í drápsvél gegn hvoru öðru.

Er það kannski ekki bara heila málið? Þetta fólk var aldrei vinir... átti aldrei neitt sem tengdi þau saman. Um leið og nýjabrumið fór af afkvæminu og taka þurfti ábyrgð á einhverju var þetta í raun búið. Taugin var aldrei til staðar. Hvað með það.... þetta er grátleg sjálfseyðingarhvöt að sjá þetta lið vega hvort annað. Svona fólk þarf ekki á óvinum að halda... því nægja samherjar sínir.


mbl.is Þráinn segir sig úr þingflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin liðast í sundur

Augljóst er að Borgarahreyfingin heyrir sögunni til sem alvöru stjórnmálaafl eftir átök síðustu daga milli þingmanna og grasrótar. Límið var einfaldlega ekki sterkt í þessari hreyfingu og það heldur ekki lengur en þetta. Get vel trúað því að vonbrigðin séu gríðarleg fyrir þau sem töldu þessa hreyfingu alvöru. En því miður hefur stefnt í þetta allt frá því að hreyfingin fór inn á þing og þurfti að gera eitthvað annan dissa kerfið.

Þegar ég skrifaði í maí að þessi hreyfing myndi ekki lifa kjörtímabilið fékk ég fullt af tölvupóstum og kommentum frá fólki sem sagði að ég hefði rangt fyrir mér og ég vissi ekkert hvað ég væri að skrifa um. Jæja, svona er þetta. Ekki hlakkar í mér svosem hvernig komið er... ég vona bara að þeir sem eru sárir og reiðir vegna þess að hafa treyst þessari hreyfingu sem lifði ekki sumarið finni sér farveg á öðrum vettvangi.


mbl.is Þingmenn okkar hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna vaknar af þyrnirósablundi....

Eftir rúmlega hálft ár á forsætisráðherrastóli hefur Jóhanna Sigurðardóttir loksins gert eitthvað af viti... talar máli Íslands á alþjóðavettvangi í fjölmiðlum og reynir að standa sig í stykkinu. Jóhanna hefur verið ósýnilegasti forsætisráðherra lýðveldissögunnar síðan Björn Þórðarson gegndi embættinu - varla látið sjá sig í fjölmiðlum og þaðan af síður talað við erlendu pressuna. Sögusagnir um að hún væri mállaus í erlendum tungumálum fengu byr undir báða vængi þegar hún fór ekki á NATÓ-fundinn og hélt blaðamannafund með aðstoð Ellenar Ingvadóttur, túlks, á kjördag 25. apríl.

Seint og um síðir lætur hún sjá sig á þeim vettvangi þar sem tala þarf máli Íslands... taka slaginn og reyna að berja í brestina... leiða þessa þjóð og stappa stálinu í hana - með því að tala við erlendu pressuna og taka á vandanum. Þessi vandi er ekki bara á innanlandsvettvangi Jóhönnu heldur úti í hinum stóra heimi. Það þurfti Evu Joly til að þessi ósýnilegi forsætisráðherra vaknaði og færi að standa sig að einhverju leyti.

Reyndar eru sumir sem segja að Jóhanna hætti brátt í stjórnmálum og nýr yfirformaður taki við völdum í Samfylkingunni af henni og valdamesta stjórnmálamanni landsins, baktjaldamakkaranum Össuri Skarphéðinssyni, Raspútín sjálfum. Gott er að vita að enn er hægt að rita erlent mál í Stjórnarráðinu og tala til pressunnar... þó við séum með forsætisráðherra sem hefur ekki séð ástæðu til þess mánuðum saman.

Þetta hefur verið dýr bið eftir einhverri forystu en vonandi hefur þetta eitthvað að segja - til betri vegar fyrir íslensku þjóðina.


mbl.is Jóhanna á vef Financial Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða um Icesave - Davíð á Austurvelli

Mér líst vel á hversu vel heppnaður samstöðufundurinn var á Austurvelli. Mikilvægt er að klára þetta mál með heill og hag Íslands að leiðarljósi. Athygli vekur að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var þar einn fundarmanna og tók þátt í þessum vel heppnaða fundi. Davíð hefur verið einn traustasti talsmaður farsællar niðurstöðu í Icesave-málinu fyrir Ísland og verið skeleggur í tali, eins og jafnan áður.

Þessi fundur hlýtur að verða upphafið á því að færa þetta mikilvæga mál úr skotgröfunum, tryggja þverpólitíska samstöðu og einkum það að unnið verði að því að treysta hagsmuni Íslands, tryggja farsæla niðurstöðu fyrir fólkið í landinu og afkomendur þeirra.

mbl.is Sneisafullur Austurvöllur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin fuðrar upp í hjaðningavígum

Á örfáum vikum hefur pólitískur trúverðugleiki Borgarahreyfingarinnar gufað upp. Púður hennar og kraftur fer mest í innbyrðis sundurlyndi og hjaðningavíg. Hreyfingin hefur á nokkrum vikum breyst í pólitískan vígvöll svipaðan þeim og Frjálslyndi flokkurinn var á síðasta kjörtímabili sínu á Alþingi.

Held að margir hafi efast um fyrir kosningar að þessi flokkur lifði kjörtímabilið, en átti varla von á að hann lifði ekki sumarið. Fólkið í þingsætum Borgarahreyfingarinnar virðist meira hugsa um sínar persónur... egóið hefur tekið öll völd... málefnin vikið fyrir persónulegu skítkasti.

Þetta er ögn neyðarlegt... en eflaust það sem búast má við frá stjórnmálahreyfingu sem var ekki sammála um neitt nema andstöðu og hafði fá mál almennt orðuð á stefnuskránni. Límið endist ekki þegar allt púðrið snýst um að naga skóinn af hvor öðrum innbyrðis.


mbl.is Vilja Þráin af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfiður línudans í Icesave-málinu

Augljóst er orðið að Icesave-samningurinn verður ekki samþykktur óbreyttur, enda stórgallaður og afleitur á marga kanta. Hinsvegar er öll breytingavinna við hann mikill línudans, erfiður pólitískur tangó þar sem allt getur farið á verri veg. Vandséð er hvernig hægt sé að setja einhliða fyrirvara á hann án þess að fella í raun þann samning sem er til staðar.

Heiðarlegast er að fara aftur á fundi með Bretum og Hollendingum og fara yfir þessi mál að nýju. Samningurinn á pólitískri vakt vinstri grænna er pólitískt vandræðabarn sem aldrei mun nást samstaða um.

Margar vikur tók fyrir Samfylkinguna og formannshópinn í vinstri grænum að viðurkenna að samningurinn var afleitur... viðurkenna að hann væri ekki álit meirihluta Alþingis og þjóðarvilji.

Svo verður að ráðast hver lendingin. Mikilvægt er að klára þetta mál þannig að þjóðin geti verið sátt við næstu skref, þverpólitísk samstaða náist og hugsað verði um hagsmuni Íslands.


mbl.is Fundi fjárlaganefndar lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingjaskapur Steingríms J - botnlaus mistök

Botnlaus mistök á pólitískri vakt vinstri grænna í Icesave-samninganefndinni koma æ betur í ljós. Einhver verður að taka þann skell á sig, tel ég. Þetta eru ófyrirgefanleg pólitísk afglöp. Nú loks er kallað eftir skoðun Lee Bucheit, bandarísks sérfræðings í þjóðarskuldum.

Ef það er rétt að aðstoð hans hafi verið afþökkuð í samningaferlinu er það til algjörrar skammar fyrir íslensk stjórnvöld. Ekki var hátt risið á Steingrími J. Sigfússyni áðan þegar hann sagði að þetta kæmi of seint fram... er maðurinn í lagi eða?

Hvað varð um Steingrím J. Sigfússon? Manninn sem reif kjaft fyrir kosningar og áður en hann hlaut lyklavöld í fjármálaráðuneytinu? Er ekki kominn tími á þennan misheppnaða Dr. Jekyll og Mr. Hyde íslenskra stjórnmála?

mbl.is Leið Buchheits ekki fær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband