Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.9.2010 | 23:08
Mistök hjá Þorgerði og Guðlaugi að sitja áfram
Guðlaugur og Þorgerður völdu frekar að láta eigin hagsmuni ráða för og hugsuðu ekki um heill og hag flokksins og umbjóðenda sinna. Þorgerður Katrín gerði rétt með að segja af sér varaformennsku en hefði átt að ganga alla leið. Hefði frekar átt að sækja sér nýtt umboð síðar, slíkt hefði litið betur út fyrir hana. Hún hefði getað komið aftur með hreint borð.
Sama gildir um Guðlaug Þór. Vilji landsfundar til hans var skýr og hann hefði átt að hlusta á hann - meðtaka skilaboðin. Þeir sem hunsa vilja landsfundar og kjósenda með þessum hætti eiga enn eftir að átta sig á stöðunni og eru ekki vel áttaðir. Því miður gildir það um þau bæði.
Sáttir við Steinunni Valdísi en ósáttir með Þorgerði Katrínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2010 | 13:23
Kristján fær ekki að opna Héðinsfjarðargöngin
Ansi er það nú kaldhæðnislegt að Kristján Möller skuli missa ráðherrastólinn korteri áður en Héðinsfjargöngin, í heimabyggð hans, verða tekin formlega í notkun. Þar ætlaði Kristján að vera hrókur alls fagnaðar og njóta mikillar sælustundar.
Enda segja kjaftasögurnar að hann sæki það mjög stíft að fá að halda stólnum til áramóta svo hann fái þann draum uppfylltan að vera samgönguráðherrann sem vígir Héðinsfjarðargöngin.
Sagan segir líka að Jóhanna Sigurðardóttir sé lítill aðdáandi Kristjáns og gráti lítt þá staðreynd að hann sé settur af rétt áður en hann hefði náð að vígja göngin á heimavelli.
Hvað ætli verði annars um Kristján, verður hann óbreyttur þingmaður eða er fléttan að hann taki við sem þingforseti? Varla verður hann hafður sem óbreyttur, eða hvað?
Óvissa meðal ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2010 | 17:33
Stokkað upp í veikburða ríkisstjórn
Auðvitað blasir það við að stokkað verði upp í ríkisstjórninni áður en þing kemur saman. Hún hefur verið stjórnlaus mánuðum saman, vanmáttug til að taka á vanda þjóðarinnar og innri meinum sínum, svo pínlegt hefur verið með að fylgjast. Stjórnarflokkarnir verða nú að reyna að berja í brestina og munu nú reyna að halda í völdin með mannabreytingum.
Formennirnir munu með hrókeringu koma í veg fyrir að vantrauststillaga verði borin upp á Gylfa Magnússon. Vantraust veikir mjög í sessi formenn flokkanna, sem nógu valtir eru fyrir, enda verður Gylfa verður ekki bjargað. Formennirnir keyptu sér tíma með því að halda í Gylfa nokkrar vikur eftir að sannað var að hann laug að þingi og þjóð.
Væntanlega munu þeir líka reyna að styrkja flokka sína og reyna að stöðva lekann og taka á innra meini stjórnarinnar sem er að naga hana upp. En er einhver sem trúir því að þessi ríkisstjórn sé vandanum vaxin? Er ekki orðið augljóst að þau ráða ekki við verkefnið? Skiptir þá litlu hverjir sitja í ráðherrastólunum?
Verkstjórn Jóhönnu er glötuð - allir bíða eftir að alvöru uppstokkun verði. Það þarf nýja sýn og nýja foryustu í landsmálin. Litlu skiptir hverjum hún skiptir út sem hefur enga stjórn eða hæfileika til að tækla vandann.
Uppstokkun í ríkisstjórn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2010 | 15:14
Spaugstofan fer í læsta dagskrá á Stöð 2
Sparnaðarbragurinn á Ríkisútvarpinu vekur nokkra athygli meðan innheimt eru afnotagjöld með lögboði, hvort sem fólki líkar betur eða verr, og miklar auglýsingatekjur koma inn. Hvers vegna getur Páll Magnússon og hans fólk ekki framleitt íslenskt sjónvarpsefni eins og aðrir miðlar. Er ekki kominn tími til að stokka upp yfirbygginguna eða einfaldlega leggja niður ríkismiðla.
Spaugstofan hefur fyrir löngu markað sér sess og mun eflaust halda áfram að gera góða hluti á nýjum vettvangi.
Spaugstofan á Stöð 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2010 | 20:38
Jóhannes frá Bónus
Seint verður sagt að það komi að óvörum að skuldakóngurinn Jóhannes Jónsson sé farinn frá Bónus og hafi misst tökin á Högum. Þó er alveg kostulegt að þurfi að borga honum stórupphæðir til að fara þaðan út, maðurinn sem skilur ekki eftir sig neitt nema skuldir og óreiðu.
Jóhannes í Bónus naut lengi vel stuðnings og trausts þjóðarinnar. Hann var þó undir það síðasta orðinn ónýtt bissnessmerki - táknmynd óráðsíunnar og sukksins sem einkenndi útrásina.
Sonur hans var einn helsti merkisberi hennar, en hefur lítið haft sig í frammi að undanförnu og haft föður sinn sem einhvern skjöld fyrir enduruppbyggingu eftir að allt bixið drukknaði í skuldafeni.
Þjóðin er greinilega búin að fá nóg, vill hreint borð og uppstokkun í bönkum og bissness. Skal heldur engan undra. Farvel Jóhannes frá Bónus.
Jóhannes hættir hjá Högum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2010 | 18:25
Kirkjuráð stígur mikilvægt skref
Mér finnst þjóðkirkjan vera að feta rétta leið með því að gefa út þessa yfirlýsingu í nafni kirkjuráðs og með rannsókn sem verður gerð á málinu öllu af aðilum ótengdum þjóðkirkjunni. Mikilvægt er að allar staðreyndir, hversu erfiðar og sorglegar þær eru, fari upp á borðið og þetta mál verði hreinsað alveg burt svo allir hlutaðeigandi geti unað sáttari við en ella.
Þó verður aldrei algjörlega bætt fyrir mistök fortíðar. Þau tilheyra liðnum tíma. En það er hægt að reyna að gera sitt besta með því að slá leyndarhjúpnum af. Þetta er erfitt mál fyrir þjóðkirkjuna og alla hlutaðeigandi.
En það er mikilvægt að sú staðreynd að kynferðisbrotamaður var biskup á Íslandi verði viðurkennd. Aldrei verður bætt fyrir þau mistök en það er hægt að reyna að gera hið rétta í vondri og erfiðri stöðu.
Kirkjuráð biðst fyrirgefningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2010 | 18:03
Misskilningurinn á Stjórnarheimilinu
Tær snilld þessi mynd - hún segir allt sem segja þarf um móralinn á Stjórnarheimilinu. :)
Telur að um misskilning sé að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2010 | 16:16
Geir á villigötum
Kirkjan hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna uppljóstrana á kynferðislegri misnotkun Ólafs Skúlasonar, biskups, á sinni eigin dóttur. Tímabært er að tala hreint út um þessi mál og gera þau upp. Lausnin er ekki að slá þögn yfir og reyna að kæfa þennan suðupott uppljóstrana og uppgjörs með því að setja lokið ofan á. Það er dæmt til að mistakast. Þetta ætti að blasa við öllum sem eru sæmilega skynsamir.
Kirkjan verður að breyta sínum vinnubrögðum eigi hún að halda velli í þeim nútíma sem við lifum í. Meiri þögn og leynd mun ekki verða henni farsæl. Því er rétt að vona að Kirkjan sé ekki á sömu villigötum og Geir Waage.
Þagnarskyldan er algjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2010 | 14:57
Alvarleg þöggun - biskup afhjúpaður
Auðvitað hefur orðið æ augljósara að þær konur sem báru hann alvarlegum sökum höfðu rétt fyrir sér og þær eiga skilið að hljóta uppreisn æru. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, dóttir biskupsins, á sérstakt hrós skilið fyrir að fara alla leið og ljóstra upp um sannleikann, hversu þungbær og ömurlegur sem hann annars er. Þetta er virðingarvert framlag sem hún kemur með - þetta eru þung skref fyrir hana og ekki hægt að hugleiða hversu erfið, en hún er heilsteypt.
Verst af öllu er sú ömurlega staðreynd að þessi maður hafi orðið trúarleiðtogi íslensku þjóðarinnar og getað setið jafn lengi á þessum mikla valdastól og getað afneitað sannleikanum alveg blákalt. Alveg ótrúlegt er að þessi mál hafi ekki komist í hámæli þegar hann sóttist eftir biskupsembættinu bæði 1981, þegar hann tapaði fyrir Pétri Sigurgeirssyni, og 1989 þegar hann hlaut kjör til embættisins.
Þetta er ljótur blettur á sögu þjóðkirkjunnar, því verður ekki neitað. Nú er kominn tími til að tekið verði á málum og þögninni aflétt.
Lýsti alvarlegum brotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2010 | 00:47
Gylfi kominn af fjöllum - sjónarspil feigrar stjórnar
Er staðan ekki einfaldlega sú að vinstristjórnin þolir ekki ráðherrahrókeringar? Hún er svo veikburða og illa stödd að hún má ekki við neinu róti og uppstokkun, þetta er ríkisstjórn á brauðfótum. Hún er bæði of veikburða til að taka ákvarðanir og taka á innri meinum sínum.
Þetta er raunaleg staða. Hvað er nú orðið af pólitísku siðferði þeirra siðapostula sem árum saman töluðu um pólitíska ábyrgð og menn yrðu að axla ábyrgð á mistökum sínum? Þvílíkt fíaskó að fylgjast með þessari vinstristjórn sem sameinast aðeins um að halda í völdin.
Gylfi og Jóhanna töluðu saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |